Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTIN SALVOR INGÓLFSDÓTTIR + Kristín Salvör Ingólfsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1920 og lést að Vífilsstöðum 6. maí 1994. For- eldrar hennar voru Anna Guðjónsdóttir og Ingólfur Sigur- jónsson. Kristín var elst af sjö systkin- um. Eiginmaður hennar var Jóhann- es Steinsson rithöf- undur, f. 19. desem- ber 1914, d. 24. des- ember 1989. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi: Stein Styrmi, f. 1939, Önnu Guðrúnu, f. 1942, Hildi- gunni, f. 1945 og Ingibjörgu Kristínu, f. 1954. Utför hennar fer fram frá Útskálakirkju í Garði föstudaginn 13. maí. HÚN var kölluð Stella í vinahópi. Eiginmaður hennar, Jóhannes Steinsson, kallaði hana það og eins gerðum við hin sem urðum vinir þeirra hjóna, ungmenni i leit að bókmenntalegum sálufélögum við upphaf síðari heimsstyijaldar. Þetta voru einstök hjón sem voru byijuð að búa ung að árum í ofur- lítilli íbúð undir súð hér í Reykja- vík, þegar ég kom fyrst á heimili þeirra, einstök fyrir þann mikla áhuga á listum og bókmenntum sem þau höfðu, einstök fyrir lát- leysi sitt og hispursleysi í viðmóti, einstök fyrir greind sína og góð- semi, svo að þröng húsakynni urðu að víðum sölum í fjörugum sam- ræðum um það sem efst var á baugi í lista- lífinu. Þau rifu sig reyndar fljótlega upp úr fátæktinni með óbilandi elju og heimili þeirra varð einskonar griðastaður ung- menna sem voru með hugann við bókmennt- ir og listir. Jóhannes hafði þegar fyrir stríð vakið athygli fyrir smásögur og það var einmitt á heimili þeirra hjóna sem ég las upp eitthvað af fyrstu smásögum mínum og ljóð- um og hlaut hollar leiðbeiningar frá fólki sem var næmt á þessa hluti. Eg minnist þess að Stella sagði um eina sögu mína, að hún væri barnaleg. Ég sá við nánari athugun, að hún hafði rétt fyrir sér, og kastaði sögunni. Stella var aðeins liðlega tvítug þegar þetta gerðist, en hún kunni góð skil á bókmenntum og hafði les- ið miklu meira en ég. Hún var ekki einungis vel að sér í ís- lenskum bókmenntum, heldur hafði hún lesið ókjör af erlend- um skáldritum, hafði verið um tíma í Danmörku og gat því auðveldlega tileinkað sér heims- bókmenntirnar á dönsku, eftir því sem þær voru handbærar á því máli. Þegar ég lít um öxl minnist ég margra kunningja sem þáðu góð- gerðir hjá Stellu og andlega upp- lyftingu hjá þeim báðum, henni og Jóhannesi. Alltaf voru gestirnir [ Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 Innlausnardagur 15. maí 1994. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 799.192 kr. 79.919 kr. 7.992 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 705.588 kr. 70.559 kr. 7.056 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.396.929 kr. 139.693 kr. 13.969 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.298.479 kr. 129.848 kr. 12.985 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.730.216 kr. 1.146.043 kr. 114.604 kr. 11.460 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 CEYKJAVfK • SÍMI 69 69 00 velkomnir og það var einsog hús- ráðendur væru aldrei of þreyttir til að sinna þeim. Þarna komu skáld og verðandi skáld og lista- menn: Olafur Jóh. Sigurðsson, Jón úr Vör, Jón Dan, Hannes Sigfús- son, Arnfríður Jónatansdóttir, Leifur Haralds, Hörður Ágústsson, Jón E. Guðmundsson, Gísli Hall- dórsson, Kristján Davíðsson, hvar mundi ég hætta, ef ég ætti að nefna alla sem nutu góðs af gest- risni og falslausum menningará- huga þeirra hjóna. Á miðjum aldri fluttust þau austur að Stóru-Heiði í Mýrdal og hófu þar búskap. Þetta var eins- konar ævintýralegur draumur. Það kostaði að sjálfsögðu mikið strit, en einnig þangað lögðu skáldin leið sína til að hitta Jóhannes og Stellu sem voru einhvernveginn ómissandi fyrir íslenskt listafólk í mörgum greinum. Og alltaf tók Stella gestum sínum á þann hátt að þeir fundu að þeir voru vel- komnir. Hún var ekki hávær, hló lágt, brýndi aldrei róminn, bros hennar var innilegt. Eftir nokkurra ára strit á Stóru-Heiði hættu þau búskap og fluttu sig um set að Vík í Mýrdal, þar sem Jóhannes gerð- ist skrifstofumaður og hélt áfram að stunda ritstörf í hjáverkum sem fýrr, en Stella vann um tíma á trésmíðaverkstæði sem fór illa með heilsu hennar. Og þarna í Vík hlutu þau einnig að taka á móti lista- fólki úr Reykjavík, fólki sem vildi ekki fara þar um án þess að hitta þau eða gerði sér beinlínis ferð þangað. Sjálfur dvaldist ég hjá þeim nokkrum sinnum í boði þeirra, stundum með konu og dótt- ur. Það voru dýrðardagar sem ekki gleymast. Ég minnist þess að einn dag sat ég lengi á tali við Stellu og við ræddum um nýjustu bók- menntir á Islandi. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá henni. Hún hafði greinilega fylgst með öllu sem var að gerast í ís- lenskum bókmenntum og lét ekki lofrollurnar í blöðunum villa sér sýn um raunveruleg gæði. Jóhannes, maður Stellu, féll frá fyrir nokkrum árum. Þau höfðu þá um árabil búið suður í Garði á Reykjanestánni og þar naut ég ásamt mínu fólki síðast gestrisni þeirra og vináttu. Heilsufar Stellu var orðið mjög bágborið, þegar hún missti maka sinn, en kjarkurinn slíkur að hún kaus að vera ein í íbúðinni þeirra innanum bækur þeirra og myndir, þótt fætur henn- ar væru hálflamaðir. Hún lét sér nægja húshjálp og hafði stöðugt símasamband við börnin fjögur, en ein dóttir þeirra er búsett í Kanada. Það er í samræmi við allan lífs- feril Stellu, að þegar hún kvaddi þennan heim á heilsuhælinu að Vífilsstöðum, þar sem hún hafði vistast um mánaðarskeið, var hún, að því er ég frétti, með stafla af ljóðabókum á náttborðinu hjá sér. Jón Oskar. Stella gekk í St. Jósepsskóla í Hafnarfriði og lauk þaðan barna- prófi 1934. Hún var skírð og fermd til kaþólskrar trúar og bar alla tíð hlýhug til sinnar kirkju. Stella átti mjög auðvelt með að læra, og veittu kaþólsku systurnar í Hafnarfirði henni styrk til að vera einn vetur í Jeanne d’Arc-menntaskólanum í Kaupmannahöfn. Hún lauk síðan gagnfræðaprófi frá Flensborgar- skóla 1936 og vann á Hafnarfjarð- arspítala og Landakotsspítala til 19 ára aldurs. Stella var fremur lágvaxin, fín- gerð og lagleg kona, með þykkt brúnt hár og skærblá augu. Hún kynntist ung eiginmanni sínum, Jóhannesi Steinssyni. Stella og Jó- hannes byggðu sér hús í Kapla- skjóli og ræktuðu þar fallegan garð. Þá vann Jóhannes í vélsmiðjunni Héðni og Stella gætti bús og barna. Þau fluttu árið 1960 austur að Stóru-Heiði í Mýrdal, en I Heiðar- dalnum hafði Jóhannes verið í sveit sem drengur. „Ég er kominn heim í Heiðardalinn," hafði Jóhannes oft á orði, en auk bústarfa hugðist hann leggja stund á ritstörf. Það var á þessum árum sem ég kynntist Stellu. Móðir mín og Stella voru bekkjarsystur og æskuvinkon- ur. Jafnan var talað um þau hjónin sem nákomna ættingja á mínu heim- ili. Átta ára var ég sendur í sveit til Stellu og Jóhannesar. Þar var ég á hveiju sumri til tólf ára aldurs. Þau hjónin gáfu öllu nafn og var ég nefndur kúarektor. Stella kallaði sig jafnan fóstru mína og lagði hún sig fram við uppeldið. Hún var mér sem móðir og skildi vel þarfír mínar og langanir. Hún vandaði stundum um við mig og yngstu dóttur sína, en við lékum okkur mikið saman. Þó er mér minnisstæðara hrós henn- ar fyrir það sem henni þótti ják- vætt í mínu fari. Á heimili Stellu og Jóhannesar var mikið af handsaumuðum dúk- um, áklæði á stólum, og veggskraut af ýmsu tagi. Handavinnan bar af- köstum og listfengi Stellu gott vitni. Heimili þeirra var smekklegt. Bæk- ur voru í öllum herbergjum, enda hjónin bæði bókelsk. Stella var mik- ill bókaormur og las hveija bókina af annarri, jafnvel á meðan hún hrærði í matarpottum. Hún hafði lesið nær allar nútímabókmenntir Islendinga, sumt oft, mest las hún þó af þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi. Hún var ótrúlega hraðlæs. Það var þó frekar Jóhannes sem gaf sér tíma til að lesa með mér fýrstu árin, þegar ég var að læra að lesa. Jóhannes gaf sér einnig tíma til að skrifa og liggja eftir hann smásög- ur og leikrit. Stella var mjög minn- ug og hægt að fletta upp í henni eins og alfræðibók. Hún var jafn- fróðasta kona sem ég hef kynnst. Hún tók eitt árið þátt í spurningar- keppni fyrir Vestur-Skaftafells- sýslu og stóð sig með sóma. Það var oft skemmtilegt og glatt á hjalla á heimili þeirra hjóna. Umræður voru fijóar, umræðuefnin óteljandi og aldrei komið að tómum kofanum hjá þeim. Stella gat verið stríðin á sinn kímna hátt. Eitt sinn tilkynnti hún mér, níu ára gömlum, að hún og móðir mín hefðu komist að sam- komulagi um að ég ætti að giftast yngstu dóttur hennar. Þótt ég skildi hlýhug til mín í þessum ráðahag, leist mér mjög illa á hann. Ég sagði það ekki geta orðið því ég ætlaði að verða prestur, en kaþólskir prest- ar mega ekki giftast! Bústörf áttu ekki við Stellu og sat hún stundum inni með bók á meðan annað heimilisfólk kepptist við heyskapinn. Jóhannes hafði gaman af að veiða í Heiðarvatni og tók mig oft með að vitja neta. Hann hafði unun af að kenna mér veiðiskap, og þegar heim kom gat Stella búið til fjölbreytta rétti úr silungi, jafnvel fímm sinnum í viku. Ég fylgdi Jóhannesi út í vomæturn- ar; í sauðburðinn eða til kúnna. Á eftir tók Stella á móti okkur og sagði mér sögur af furðum lífsins sem samt voru svo eðlilegar. Hún þekkti ekki aðeins nöfn og hljóð allra fugla sem héldu til í Heiðar- dalnum, heldur gat hún nafngreint allar plöntur og grös sem þar var að fínna. Það lá við að hún gæfí hveiju þeirra sémafn. Dvölin hjá Stellu og Jóhannesi var sem ævin- týri sem ég fékk laun fýrir að taka þátt í. Þau kenndu mér að vinna og njóta náttúrunnar í senn. Þegar upp var staðið átti ég inneign í Verslunarfélaginu í Vík fýrir lömb og ullarlagða. Á árunum 1967-1977 bjuggu Stella og Jóhannes í Vík í Mýrdal þar sem Jóhannes stundaði skrif- stofustörf. Stella sat um tíma í stjórn bókasafnsins í Vík og átti það vel við hana. Þau fluttust þaðan í Garðinn þar sem bræður Stellu og fjölskylda var á næsta leiti. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að hitta Stellu reglulega þegar hún dvaldi á Reykjalundi að ná sér eftir veikindi. Það var alltaf gaman að tala við hana. Blá augu liennar vom jafnan skír, hárið þykkt og hugurinn leiftrandi skarpur. Þó hún léti ekki á neinu bera var lát Jó- hannesar henni þungbært. Hann hafði séð um marga þætti á þeirra heimili sem hún þurfti að fara að sinna sjálf. Hún komst á fætur eft- ir veikindin, og gat með aðstoð búið ein heima hjá sér eins og hug- ur hennar stóð til. Hún dró sig enn meira inn í sinn bókaheim og þurfti lítið að sælqa út fyrir hann. Heilsan var þó farin að bila og að lokum lést hún eftir skamma dvöl á Vífils- staðaspítala. Það var táknrænt að íslenskar bókmenntir voru á nátt- borðinu þegar hún lést og hún spjallaði um lífið og tilveruna þar til hún var öll. Börnum, barnabörnum og íjöl- skyldu sendi ég innilegustu samúð- arkveðjur fyrir hönd fjölskyldu minnar. Drottinn láti hið eilífa ljós lýsa henni; hvíli hún í friði. Magnús Guðmundsson. ANNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR + Anna Katrín Jónsdóttir var fædd á Rauðabergi á Mýrum 26. desem- ber 1945. Hún lést í Reykjavík 2. maí síðastliðinn. Anna var þriðja elst af fimm börnum þeirra hjóna Sig- urbjargar Sæ- mundsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Elstur er Sævar Kristinn, þá Signrð- ur og systurnar Halldóra og Guð- rún. Útför Önnu Katrínar fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfirði ætíð sæl lifðu nú. Þessi fallegi sálmur varð fyrir valinu þegar við minnumst Önnu okkar. Anna flutti til okkar í Sambýlið í Hrauntungu 54 í byijun mars síðastliðinn, svo ekki hafði hún búið lengi hjá okkur. Var hún okk- ur þó ekki ókunnug því Guðrún, yngri systir hennar, hefur átt hér heima sl. ár. Þegar ákveðið var að sjötti íbúi flytti hingað og það yrði Anna vorum við öll ánægð því ljúfari manneskju var ekki hægt að fá. Hún var einstaklega jákvæð og þægileg í öllum samskiptum enda féll hún strax inn í hópinn hér og undi hag sínum vel. Anna Katrín starfaði síðastliðin 30 ár á Múlalundi og var greini- legt að þar líkaði henni vel og átti hún þar marga vini. Sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sigurbjargar, móður hennar, systkina og annarra ástvina. Við kveðjum elskulega Önnu okkar með söknuði en varðveitum fallegar minningar um hana í huga og hjarta. Megi algóður Guð blessa hana og geyma. Starfsfólk og íbúar Hrauntungu 54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.