Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 61 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Bett kemur til KR folk Gerirtveggja ára samning og verður lög- legurífyrsta leik íslandsmótsins. Leikur hugsanlega í Skotlandi næsta vetur JAMES Bett, skoski landsliðsmaðurinn sem verið hefur hjá Aber- deen síðustu ár, hefur samið við KR til tveggja ára og leikur því með félaginu næstu tvö keppnistímabil. Bett verður laus allra mála frá Aberdeen eftir síðasta leik keppnistímabilsins ytra, gegn Celtic á laugardag, og kemur til landsins strax á mánudag. Hann verður því löglegur með KR í fyrsta leik íslandsmótsins 23. maí gegn Breiðabliki í Kópavogi. Bett, sem er 34 ára og á að baki 25 A-landsleiki fyrir Skotland, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann og fjölskyldan yrðu á íslandi í sumar en færu svo aftur til Skotlands í haust þegar keppnistímabilinu lyki hér á landi. Með skosku liði næsta vetur? „Ég hef fengið tilboð frá nokkrum félögum í Skotlandi um að leika með þeim næsta vetur, þannig að ég sé til í haust hvað ég geri; ræði við félögin í rólegheitum þegar ég kem aftur út. Þó ég fari til íslands og spili þar í sumar, þýðir það ekki endilega að ég sé algjörlega hættur í atvinnumennskunni," sagði Bett og sagðist ekki útiloka að leika í Skotlandi næsta vetur. Eins og áður kom fram gerði hann tveggja ára samning við KR, en það mun hafa borið á góma í samningaviðræðum hans við félagið að það gæfi honum hugsanlega leyfi að leika í Skotlandi næsta vetur þó hann semdi hér til tveggja ára. „Samningi mínum við Aberdeen er að ljúka og mér fannst það geta orðið skemmtilegt að ljúka ferlinum á Islandi, eða því sem næst, þar sem segja má að ferill minn hafi raun- verulega hafist þar,“ sagði Bett, en hann lék með Val stuttan tíma sum- arið 1978. „Knattspyrnan í Skot- landi í vetur var ekki mjög skemmti- leg; mikið um langspyrnur og „tækl- ingar“ þannig að það verður gaman að breyta til og koma til íslands að spila." Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, var ánægður í gærkvöldi þegar end- anlega hafði verið gengið frá því að Bett kæmi til félagsins. „Þetta hefur verið löng fæðing. Það hefur lengi staðið til að hann kæmi, en ekki hefur verið hægt að ganga frá því fyrr en nú. Bett er mikill reynslu- brunnur, sem við ætlum að reyna að nýta okkur og ég hef trú að að reynsla hans eigi eftir að nýtast vel og aðrir leikmenn eigi eftir að læra af honum. Þeir fá aukið rými með því að hann kemur og hann á að geta bætt aðra leikmenn," sagði Guðjón við Morgunblaðið. Ánægjulegar fréttir „Ég kem til með að nota hann aðallega á miðsvæðinu, hvernig það gengur upp á eftir að koma í ljós; ég hugsa mér hann í ákveðnu hlut- verki, sem reyndar á eftir að fínslípa, en eitt er víst að það að hann skuli koma eru ánægjulegar fréttir fyrir Vesturbæinga.“ KNATTSPYRNA James Bett í búningi Aberdeen. Hann leikur hér á landi á ný í sumar og klæðist þá hinum svart-hvíta röndótta búningi Vesturbæjarliðsins KR. FOLK H ÍSLENSKA 18 ára landsliðið tapaði 2:0 fyrir jafnöldrum sínum frá Spáni í æfingaleik ytra í gær- kvöldi. B CHRIS Woods, sem er 34 ára og var keyptur frá Glasgow Rang- ers til Sheffield Wednesday á 600 þús. pund fyrir þremur árum, hefur fengið fijálsa sölu. Trevor Francis, stjóri Wednesday, sagði að Kevin Pressman hefði tekið stöðu þessa fyrrum landsliðsmarkvarðar Eng- lands. ■ GORDON Stmchan, sem er 37 ára, hefur verið ráðinn sem þjálfari 18 til 21 árs pilta hjá Leeds, en hann heldur áfram að leika með aðalliðinu. B FRANZ Carr hefur verið seldur frá Sheffield United til Sporting í Portúgal fyrir 200 þúsund pund (um 24 millj. kr.). ® PA UL Elliott hjá Chelsea hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna í kjölfar fótbrots 1992, þegar Dean Saunders braut gróflega á honum. Elliott hefur ákveðið að höfða mál gegn Saunders vegna brotsins og verður það tekið fyrir 23. maí. JB STEVE Clarke hjá Chelsea var ígær valinn í skoska landsliðið. ■ GUNNAR Halle frá Noregi fer sennilega frá Oldham, sem féll í 1. deild. Félagið vill halda honum, en í samningnum stendur að hann megi taka betra boði og er talið líklegt að svo fari. ■ FRANKFURT keypti í gær Þýska landsliðsmarkvörðinn Andre- as Köpke frá NUrnberg á 42 millj. ísl. kr. Köpke er 32 ára og hefur leikið sautján landsleiki. Samningur hans er fimm ára. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins: FramogKRá gervigrasinu FRAM og KR leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu á gervigrasinu í Laugardal kl. 20 í kvöld. Reynt var að fá leikinn færðan á Valbjamarvöll, en vallar- stjóri sagði völlinn ekki tilbúinn. Þoriákur Bjömsson, fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar KR, lýsti yfir óánægju með gang mála og sagði undarlegt að ekki væri hægt að spila á grasi í Reykjavík, en það væri ekkert mál í nágrannabæjum. Jóhann Kristinsson, starfsbróðir hans hjá Fram, tók málstað vallarstjóra og sagði óeðlilegt að leika á Val- bjamarvelli nú, þar sem 1. leikur íslandsmótsins yrði þar 23. maí. Pram varð Reykjavíkurmeist- ari 1915. þegar mótið fór fyrst fram og hefur alls sigrað 21 sinni, en félagið á titii að verja. KR hefur sigrað 30 sinnum, oftast allra félaga, og vann Fram 5:1 í mótinu s.l. sunnudag, eri liðin urðu éfst í A-deild og leika því til úrslita. Inter Mílanó UEFA-meistari Wim Jonk tryggði Intemaz- ionale frá Ítalíu 1:0 sigur gegn austurríska liðinu Salzburg í Mílanó í gærkvöldi, en hann gerði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. Þetta var seinni úrslitaleik- ur liðanna í Evrópukeppni félags- liða, en Inter vann fyrri leikinn með sömu markatölu og er því Evrópu- meistari. Bolívía jaf naði gegn Kamerún Bólivíumenn, sem leika landsleik á Laugardalsvellinum 19. maí, gerðu jafntefli, 1:1, gegn Kamerún í vin- áttulandsleik í Aþenu í gærkvöldi. Þúsund áhorfendur sáu Samuel Ekeme skora fyrir Kamerún á sjö- undu mín., en Alvaro Pena jafnaði fyrir Bolivíu á 62. mín. FRJALSIÞROTTIR Guðrún þriðja í El Paso Guðrún Arnardóttir úr Ármanni varð í þriðja sæti í 100 metra grindahlaupi á móti í El Paso í Tex- as fyrir skömmu. Hún keppir fyrir há- skólann í Athens í Gerogríu og hljóp á 13,50 sek., en ís- landsmet hennar er 13,39 sek. Með þessum árangri tryggði hún sér þátt- tökurétt á háskólameistaramótinu utanhúss, sem fer fram í þyijun júní. Frá Stefáni Þór Stefánssyni í Texas Fríða Rún Þórðardóttir úr UMSK varði í 2. sæti í 1.500 metra hlaupi á sama móti, hljóp á 4.47,12 mín. sem er nokkuð frá hennar besta. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, setti persónulegt met í 400 m grinda- hlaupi er hún hljóp á 62,98 sek. Hún gerði reyndar enn betur á móti í Des Monics í Iowa á dögunum er hún hljóp sömu vegalengd á 62,06 sekúndum. Um síðustu helgi var keppt í Ge- orgíu. Guðrún varð í 1. sæti í 100 m grindahlaupi á 13,62 sek. í of miklum meðvindi. Fríða Rún varð önnur í 1.500 m hlaupi á besta tíma sínum í ár, 4.32,46 mín. Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB, var rúmri sekúndu frá sínu besta í 800 m hlaupi á 2.15,97 mín. og sigraði. Finnbogi Gylfason úr FH hljóp 800 metra á 1.53,8 mín á móti í Texas í síðasta mánuði og er það nokkuð frá hans besta árangri. ANDREI Kanchelskis gekk í gær frá nýjum samningi við Manc- hester United, sem rennur út eftir fimm ár. Þar með hafa allir lykil- menn liðsins gert langtímasamning nema danski markvörðurinn Peter Schmeichel. SCHMEICHEL hefur fengið grænt ljós frá læknum að hariri geti spilað úrslitaleikinn í bikar- keppninni gegn Chelsea á Wembey á laugardaginn. Scmeichel missti af tveimur síðustu leikjum United í deildinni vegna ökklameiðsla. DIMITAR Penev, landsliðs- þjálfari Búlgaríu, verður þjálfari meistaraliðs CSKA næsta keppnis- tímabil. Samningur hans við lands- liðið rennur út eftir HM í Bandaríkj- unum í sumar. Penev lék áður með CSKA og varð m.a. átta sinnum meistari með liðinu sem leikmaður. EUSEBIO, eða „Svarti Pardus- inn“ eins og hann var oft nefndur er hann var frægasti knattspyrnu- maður Portúgala á vona á æðstu - heiðurs viðurkenningu FIFA. „Ég bjóst ekki við þessari viðurkenningu eftir öll þessi ár,“ sagði Eusebio, sem er orðinn 52 ára og er nú að- stoðarþjálfari hjá gamla félaginu sínu, Benfica. Hann gerði 41 mark í 64 landsleikjum og var tvívegis útnefndur besti leikmaður Evrópu og var þá jafnframt markahæstur. FRAKKAR leika tvo leiki gegn Japan og Argentínu á móti sem fram fer i Japan í lok mánaðarins. Aime Jacquet, landsliðsþjálfari Frakka, valdi landsliðshópinn í gær og eru þrír nýliðar í hópnum. Þeir eru Fabien Barthez, markvörður Marseille, Lilian Thuram, vamar- maður Mónakó og framheijinn Nic- olas Ouedec frá Nantes. Laurent Blanc, leikmaður St Etienne, sem lýsti því yfir eftir tapið gegn Búlg- aríu í nóvember að hann væri hætt- ur að leika með landsliðinu, er kom- inn aftur í landsliðið. PHILIPPE Albert, vamarmað- ur Anderlecht og belgíska lands- liðsins, sagðist í gær vera tilbúinn í undirbúning landsliðsins fyrir HM, en hann hefur verið meiddur í hné í tvo mánuði. „Ég er tilbúinn ef kallið kemur," sagði Albert sei® leikur með Anderlecht gegn Carcle Brugge á sunnudaginn. GRASSHOPPER frá Zurich náði ekki vinna svissneska meistara- titilinn að þessu sinni. Félagið fékk þó þijár viðurkenningar. Christian Gross, þjálfari Grasshoppers, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar af leikmönnum og þjálfuram svissn- esku deildarinnar, miðvallarleik- maðurinn Thomas Bickel var út- nefndur besti leikmaðurinn og Bras- ilíumaðurinn Giovane Elber, sem var lánaður frá AC Milan, var markahæsti leikmaður deildarinnar gerði 21 mark. I KEVIN Richardson, fyrirliði Aston Villa, 31 árs miðvallarspil-- ari, hefur verið valinn í iandsliðshóp Englands, fyrir tvo. vináttuleiki á næstu dögum — gegn Grikklandi og Noregi. IAN Wright, miðheiji Arsenal, er aftur kominn í landsliðshópinn, en ekki voru markahrókarnir Andy Cole, Newcastle, sem gerði 41 mark á tímabilinu, og Chris Sut- ton, Norwich, valdir. ' ■ STEVE Bould, miðvörður Ars- enal, hefur einnig verið valinn í hópinn — í staðinn fyrir Des Wal- ker, sem er meiddur. - ■ LANDSLIÐSHÓPUR Terry Venables er annars þannig skipað- ur: Dave Seaman, Tim Flowers; Rob Jones, Stuart Pearce, Tony Adams, Steve Bould, Gary Pallister, Paul Parker, Graeme Le Saux, Darren Anderton, Dennis Wise, Kevin Ric- hardson, David Platt, Paul Ince, Paul Merson, Matthew Le Tissier, Peter Beardsley, Alan Shearer, Ian | Wright og Les Ferdinand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.