Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Han'iildur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. BRAUTRYÐJENDUR - SPORGÖNGUMENN ÞEIRRAR tilhneigingar gætir oft, að sporgöngumenn reyni að sölsa undir sig árangur af starfi brautryðj- enda, eftir að hafa staðið álengdar á meðan ungir eldhug- ar ruddu braut og byggðu upp. í skjóli einokunar, styrkja- stýringar og óeðlilegrar þjónkunar við þrönga hagsmuna- hópa leggja sporgöngumennirnir svo til atlögu við einka- framtakið, eftir að athafnamennirnir hafa sýnt og sannað að starfsemin, sem þeir hafa byggt upp, á sér rekstrar- grundvöll og er arðvænleg. Saga ísgerðar hér á landi er glöggt dæmi um þessa til- hneigingu sporgöngumanna, eins og komið hefur fram með skýrum hætti í tveimur greinum hér í Morgunblaðinu undan- farna daga. Þá fyrri ritaði Vilhjálmur Árnason, hæstaréttar- lögmaður, hinn 3. maí sl. þar sem hann iýsti því á hvern hátt Mjólkursamsalan og Framleiðsluráð landbúnaðarins hefðu, í skjóli einokunar, komið mjólkurísgerð einkafram- taksins á kné. Þeir sem þar héldu um stjórnvölinn, Þorvarð- ur heitinn Árnason og samstarfsmenn hans, höfðu með dugnaði sínum og þori byggt upp öflugt og arðvænlegt fyrirtæki, Dairy Queen. Fyrirtækið var stofnað fyrir réttum 40 árum, eða árið 1954, og mikil gróska var í rekstrinum framan af. Þegar best lét, laust fyrir 1960, voru reknar ísbúðir, ísgerðir og frystigeymslur á vegum fyrirtækisins víða um land og útsölustaðir voru yfir eitt hundrað talsins. Sá böggull fylgdi skammrifi, að starfsemi Dairy Queen var háð samningum við Mjólkursamsöluna, sem hafði einka- rétt á sölu mjólkur, og því varð fyrirtækið að kaupa mjólkur- blöndu í gegnum hana. Þegar starfsemi Dairy Queen hafði verið með grósku í nokkur ár, var ráðist til atlögu af Mjólk- ursamsölunni, sem sagði upp samningum og tilkynnti þeim sem höfðu byggt upp þessa nýju framleiðslugrein hér á landi, að framleiðslu og dreifingu á mjólkurísvörum út um allt land yrði fyrirtækið nú að hætta, „þar sem Mjólkursam- salan væri í stakk búin til þess að annast þessa eða svip- aða starfsemi milliliðalaust“. Hin greinin sem hér skal vitnað til, birtist í Morgunblað- inu síðastliðinn sunnudag, undir fyrirsögninni „Salan fylg- ir sólinni" og fjallaði um hið myndarlega fjölskyldufyrir- tæki Kjörís hf. i Hveragerði, þar sem Guðrún Hafsteinsdótt- ir, 24 ára gömul kona, heldur um stjórnartauminn af mynd- ugleik. Vorið 1966 setti Hafsteinn Kristinsson á stofn ostagerð í Hveragerði í samvinnu við bændur í Ölfusi og framleiddi svonefnda sérosta. Skömmu eftir að þessi einkarekna osta- gerð hóf starfrækslu, greip Framleiðshiráð landbúnaðarins inn í hina „frjálsu samkeppni“ með því að ákveða niður- greiðslur á alla osta, nema sérostana! Þannig tókst Fram- leiðsluráði landbúnaðarins að drepa þann vísi að sam- keppni á þessu sviði, sem var að verða til, og kippti grund- vellinum undan frekari starfsemi. Við svo búið stofna Hafsteinn, bræður og félagar Kjörís hf. og hefja framleiðslu ijómaíss úr smjöri í beinni sam- keppni við ísgerð Mjólkursamsölunnar. Þremur mánuðum síðar, vorið 1969, berst fyrirtækinu bréf frá Framleiðslu-. ráði landbúnaðarins, þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að hætta niðurgreiðslu smjörs og rjóma til ísgerðar! Eigendur Kjöríss létu ekki beygja sig, heldur hófu fram- leiðslu íss úr jurtafitu. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað, hægt en örugglega á þeim 25 árum sem liðin eru frá stöfn- un þess. Purkunarlaust hafa samtök landbúnaðarins, eins og Framleiðsluráðið og Mjólkursamsalan, staðið vörð um eigin einokun svo áratugum skiptir, eins ogþessi tvö dæmi sanna. Varðstaðan hefur mótast af tvennu: Annars vegar, af hugs- unarhætti sporgöngumannsins, sem bíður átekta en hrifsar svo til sín í skjóli einokunar eftir að brautryðjandinn hefur rutt veginn, tekið áhættu og byggt upp; hins vegar af því, að drepa í fæðingu frjálsa samkeppni, með því að beita niðurgreiðslu- og styrkjakerfi hins opinbera sér í hag, en á kostnað brautryðjandans. Hefur eitthvað breyst í þessum efnum á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru frá upphafi ísgerðar hér á landi? Er einstaklingurinn sem hyggur á frjálsa samkeppni í þess- um framleiðslugreinum og öðrum, algjörlega háður duttl- ungum hagsmunasamtaka, sem með öllum tiltækum ráðum munu koma í veg fyrir að samkeppnin verði raunveruleg, þar sem aðilar sitji við sama borð? ERLENDUM VETTVANGI Upplausn ríkir innan breska íhaldsflokksins eftir háðuglegan ósigur í sveitarstjórnarkosning- — um. Asgeir Sverrisson veltir upp þeirri spurn- ingu hvort leiðtogaskipti séu óhjákvæmileg Háðuglegur ósigur breska íhaldsflokksins í sveitar- stjórnarkosningunum í fyrri viku og fyrirsjáan- legt stóráfall í kosningum til þings Evrópusambandsins (ESB) í næsta mánuði hefur gert að verkum að tæpast er þörf á að velta fyrir sér hvort John Major forsætisráðherra leiðir flokkinn í næstu kosningum. Vangaveltur um eftirmanninn hafa raunar verið á kreiki um nokkurt skeið en ef til vill geta þeir sem haldnir eru þokkalegri veðmálafíkn Einn í ormagryf Michael Portillo Kenneth Clarke Michael Heseltine Líklegir eftirmenn Michael Portillo lík- legasti frambjóðandi Thatcher-armsins. Þykir sjónvarpsvænn en skortir reynslu. Kenneth Clarke Kemur fram sem miðjumaðurinn. Er ábyrgur fyrir skatta- hækkunum. Michael Heseltine „Tarzan“, hefur mikla persónutöfra. Vændur um afskiptahyggju og veiktist illa í fyrra. velt fyrir sér líkunum á því að Maj- or kjósi að beijast og tapa í leiðtoga- kosningum í haust eða dragi sig sjálfviljugur í hlé'. Fáir stjórnmálamenn síðari tíma í Evrópu hafa fengið jafn snögga hringferð með hinu pólitíska gæfu- hjóli og John Major á undanförnum tveimur árum. í aprílmánuði 1992 leiddi hann íhaldsmenn til sögulegs sigurs í þingkosningum í Bretlandi er kjósendur veittu þeim stjórnuna- rumboð fjórða kjörtímabilið í röð. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að ríkisstjórnin félli. Þessu tókst íhaldsmönnum að snúa við á síðustu tveimur til þremur sólar- hringunum og höfðu fréttaskýrend- ur á orði að sigurinn bæri að þakka John Major sem náð hefði að tala til þjóðarinnar á síðustu stundu og hrifið alþýðu manna með sér. Per- sónuleiki hans og það yfirbragð festu, yfirvegunar og vandvirkni sem einkenndi hann var sagt hafa ráðið úrslitum. Raunsæis- og fót- festumenn bættu raunar margir við að loforð hans um lækkanir vaxta og engar skattahækkanir hefðu ekki spillt fyrir. Nú væna þeir sömu og áður lof- uðu Major hann um dugleysi, lélega verkstjórn, skort á hörku, hugmyndaleysi, andleysi og almennan lydduskap. íhaldsflokkurinn breski er einstök pólitísk stofn- un. Haft hefur verið á orði um flokkinn að það eina sem sameini þingmenn hans sé sú staðreynd að þeir hati and- stæðinginn enn meira en hvern ann- an. Andstæður einkenna þennan flokk; fláræði, baktjaldamakk, sund- urþykkja, foringjadýrkun, hagsmu- nagæsla og samstaða um misháleit- ar hugsjónir. Það þarf sterk bein til að þola að vera í framvarðasveit þessarar stofnunar. Þær pólitísku ógöngur sem John Major hefur ratað í verða ekki ein- vörðungu skýrðar með tilvísun til upplags hans og persónugerðar. Aðstæður hafa vægt til orða tekið verið honum óvilhallar, flokkurinn er klofinn og ein helsta ástæðan er sú sama og varð forvera Majors, Margaret Thatcher að falii;afstaðan til Evrópusamrunans. Þessi deila hefur ekki verið til lykta leidd frá því að frú Thatcher var bolað frá völdum haustið 1990. Við þennan djúpstæða ágreining hafa síðan bæst óvenju fjölskrúðug hneykslismál og pólitísk moldviðri sem íhaldsmönn- um hefur sjálfum tekist að gera að fellibyljum. Gæfuleysið hefur verið algjört, tilraunir til að taka frumkvæðið á stjórnmála- sviðinu hafa allar mistekist og er gleggsta dæmið um þetta trúlega afturhvarfsstefna sú á vettvangi fjölskyldugilda sem Major og undirsátar hans tóku að boða undir lok síðasta árs. Stefnan sú kom sem bjúgverpill í höfuð flokksforyst- unni er fréttir tóku að berast af umdeilanlegu líferni og hneigðum nokkurra þekktra áhrifamanna inn- an flokksins. Afturhvarfið til hinna óvefengjanlegu gilda varð að skrípa- leik og þurfti ekki spjótalög and- stæðinganna til. „Hvenær hefur þakklæti einkennt pólitík?" spurði Sir Bernard Ingham, fyrrum blaðafulltrúi Margaret Thatcher, í samtali við Morgunblaðið í fyrra. Svipaðar hugsanir sækja vafalítið á John Major þessa dagana eftir því sem einangrun hans í orma- gryfjunni fer vaxandi. Hann hefur ekki reynst sá sterki leiðtogi sem þessi sérkennilegi flokkur þarf. Sir Bernard hefur líkt og fleiri haldið því fram að Major hafi verið kjörinn leiðtogi flokksins til að koma í veg fyrir að Michael Heseltine, núver- andi viðskiptaráðherra, hreppti embættið. Það er íhaldsfI alkunna að á slíkum upp- . . lausnartímum í lífi stjórn- málasamtaka getur það elnStO gerst að lítt undirbúnir tisk St menn hljóti óvænta upp- hefð. Innan íhaldsflokksins breska kunna þær reglur einnig að gilda en víst er að þakklætis getur Major tæpast vænst á þeim bænum. Stjórnarumboð breska íhalds- flokksins rennur út árið 1997 og með tilliti til þess virðist vænlegt fyrir flokkinn að fara í haust í gegn- um það erfiða tímabil sem óhjá- kvæmilega eru leiðtogaskiptum samfara. Efnahagsástandið hefur farið heldur skánandi en vafalaust verður erfitt fyrir íhaldsmenn að draga upp þá mynd af Verkamanna- flokknum í næstu kosningum að þar fari menn hinnar taumlausu skatt- heimtu. Líkt og fleiri evrópskir hægriflokkar hafa þeir sjálfir hækk- að skattana. „Hvenær hefur þakk- læti einkennt pólitík?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.