Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 45 BENEDIKTINGVARSSON + Benedikt Ing- varsson var fæddur 31. október 1915 á Bergstaða- stræti 20 í Reykja- vík. Hann andaðist í Borgarspítalanum 4. maí 1994 eftir stutta legu. Hann var sonur hjónanna Ingvars Benedikts- sonar skipsljóra í Reykjavík, ættuðum frá Ægissíðu í Vest- ur-Húnavatnssýslu, og Ásdísar Jóns- dóttur, ættaðri frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Þau eru fyrir löngu látin. Systkini Benedikts voru: Hólmfríður Jóna húsmóðir, fædd 21. september 1914, dáin 1. janúar 1983. Hennar maður var Haraldur Sæmundsson raf- virkjameistari, fæddur 18. maí 1911, dáinn 13. október 1990, þau bjuggu í Reykjavík. Ásthild- ur, fædd 1. febrúar 1917, hún lést ung aðeins 19 ára gömul þann 5. nóvember 1936. Ingveld- ur, fædd 4. ágúst 1918, hún lést í bernsku eða aðeins fjögurra ára gömul, þann 23. júní 1922. Ingvar Valdimar rafmagnsverk- fræðingur, fæddur 3. janúar 1921, dáinn 27. nóvember 1978, hans kona var Karen Helga, fædd 1. janúar 1923 í Reykjavík. Hún lifir mann sinn. Benedikt kvæntistþann 18. maí 1940 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Þorkelsdóttur, fæddri á Vestur- götu 38 í Reykjavík þann 14. september 1918. Foreldrar hennar voru Þorkell Guðmunds- son starfsmaður þjá Skeþ'ungi hf. í Reykjavík og Kristín Jóns- dóttir. Þau hjón eignuðust níu börn og eru fjögur þeirra á lífi. Benedikt og Hjördís eignuðust þijú börn, þau eru: Hólmfríður Erla læknaritari og húsfrú, fædd 16. maí 1941, gift Ingvari Björns- syni byggingarverkfræðingi hjá Landsvirkjun, þau eiga þijú börn og búa í Reykjavík; Ingvar vélvirlgameistari, fæddur 22. febrúar 1944, hann rekur eigið fyrirtæki, Vélaþjónustu Ingvars á Selfossi. Hann er kvæntur Önnu Eyjólfsdóttur frá Seltjarn- arnesi, fæddri 26. október 1944. Þau eru búsett á Selfossi og eiga fjögur börn; Ingibjörg tannsmið- ur, fædd 31. maí 1953, gift Ág- ústi Jónssyni tannsmið, fæddum 14. júlí 1947. Þau eru búsett í Svíþjóð og eiga tvö börn. Útför Benedikts verður gerð frá Lága- fellskirkju, Mosfellsbæ, föstu- daginn 13. maí kl. 13.30. MÁLTÆKIÐ segir „frændur eru frændum verstir". Því fór fjarri að það ætti við um Benna, vin minn og frænda, eins og ég kallaði hann allt- af. Mikill hlýhugur og vinátta var okkar í millum svo langt, sem bams- minni rekur til, en hann var hálfum öðrum áratug eldri en ég og gaf sér alltaf tíma til að leika sér við þennan litla frænda sinn. Benni hóf störf ungur að árum til sjós eins og títt er enn um unga menn og reri með föður sínum, en um átján ára aldur hóf hann nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Hamri við Tryggvagötu. Forstjóri Hamars hf. var þá hinn þekkti verkfræðingur Benedikt Gröndal. Það má segja um Benedikt Gröndal að hann lagði mikla rækt við sína nemendur og til marks um það að innan fyrirtækisins var deildaskipting, þannig að þar var skrúfstykkjaverkstæði sem sá um skipa- og vélaviðgerðir, nýsmíða- verkstæði sem annaðist nýfram- leiðslu, renniverkstæði sem sá um rennsli, heflun og fræsingu, eld- smiðja sem sá um alla aflsmíði og að eldbera keðjur og fleira og kop- arsmiðja sem sá um öll suðuverk- efni. Fóru allir nemar fyrr eða síðar þennan feril í íjögurra ára námi að minnsta kosti meðan hann réð og smiðjan var rekin á Tryggvagötunni. En einhverra hluta vegna ílengdist Benni að námi loknu við rennismíðina og varð fljótlega aðstoðarverkstjóri og síðar aðalverkstjóri. Benni var kunnur hagleiksmaður á alla málma, hvort sem hann vann þá í vélum eða höndum, og rómað- ur sem útsjónarsamur verkstjóri og lipurmenni við viðskiptavini. Öllum leið vel sem unnu í ná- vist hans, hvort sem það voru undirmenn, sam- starfsverkstjórar eða yfirmenn. Glaðlega brosið hans, vinsemd og hlýja var hans aðals- merki og samskipta- vandamál voru honum víðs fjarri. Undirritaður þekkir þessa sögu af eigin reynslu, því ég fetaði í fótspor frænda, hálfum öðr- um áratug seinna, og gekk sama feril í námi í vélvirkjua á sama stað. Ég gladdist mjög þegar ég las fyrsta bindi Iðnsögu íslendinga „Eldur í afli“ að fyrsta iðnaðarmyndin í bók- inni sem er á bls. 12 og er tekin í eldsmiðju Hamars hf. er nákvæmlega eins og undirritaður man hana. Mig langar í þessu sambandi að geta eins frá námi okkar úr eldsmiðjunni. Eng- inn nemi komst að í þeirri smiðju fyrr en hann var búinn að kyssa á skallann á ömmu gömlu, eins og það var kallað. Amma gamla var nafn á þyngstu sleggjunni, sem notuð var við áslátt, og var maður ekki talinn ásláttarhæfur fyrr en hann gat sann- að þessa getu sína. Ég átti hauk í horni eins og svo oft áður þar sem frændi var því hann þjálfaði mig í þessu og slapp ég við meiðsli af þeim sökum. Kunnáttan var í því fólgin að sleggjan stóð á haus á gólfí og gripið var um bláenda á skepti, henni vippað upp og snúið þannig að skall- inn nam í munnhæð og hún færð að munni og smellt á skaliann kossi. Margur fékk af þessu blóðnasir og sprungnar varir, en þar var engin miskunn sýnd, ef þú áttir að komast að varð þetta að hafast. Benni vann mest allt sitt líf í Hamri að undan- teknum fímm til sex árum uppúr 1970, að ég held, að hann breytti til og réðst til frystihússins ísbjamarins til að annast viðhald og viðgerðir, aðallega á vinnsluvélum. Tók hann þá son sinn, Ingvar, á námssamn- ing, því hugur Ingvars stóð til þess. Þegar ísbjöminn lokaði og hætti starfrækslu hvarf hann til sinna gömlu starfa hjá Hamri. Hjödda, eins og fjölskyldan öll og vinir kölluðum hana, og Benni hófu búskap fyrst á Framnesveginum, síð- an á Garðavegi 4 þar sem nú er Tómasarhagi í vesturbænum og eru tvö eldri bömin fædd þar, en það yngsta er fætt á Ægissíðu 105, sem þau byggðu og er falegt tvílyft ein- býlishús með kjallara. Slíkur var stórhugur þessara ungu samhentu hjóna með tvö kornabörn. Eftir að venjulegum vinnudegi lauk var strax farið niður á Ægissíðu og unnið langt fram á kvöld og oft fram á nótt. Krafturinn var það mikill að húsið fór upp á methraða. Þar bjó Hjödda manni sínum yndislegt heimili því hún er húsleg með af- brigðum. Þar hlúðu þau að upp- eldi bama sinna og menntun til fullorðins ára. Það var alltaf yndislegt að koma á Ægissíðuna og fylgjast með hvemig garðurinn þar tók stökkbreytingum ár frá ári og varð að fallegum skrúð- garði og höfðu þau bæði yndi af að yrkja hann. Árið 1973 þegar allir ungarnir voru flognir úr hreiðrinu var ekki verið að setjast í helgan stein heldur söðluðu þau um, seldu Ægissíðuna og festu kaup á veglegu fokheldu einbýlis- húsi með tveimur bílskúrum og ófrágenginni lóð í Álmholti 9 í Mosfellssveit, sem nú er Mosfells- bær. Þar var heldur ekki slegið slöku við, húsið klárað, lóðin rudd og þar er í dag hinn fegursti skrúð- og nytjajurtagarður ásamt gróðurhúsi þar sem blómstra hin- ar fegurstu rósir. Þessi yndislegu og samhentu hjón voru langt kom- in með vorverkin, að koma gróðr- inum til, klippa trén og snyrta runna og klára gróðurhúsavinn- una. Þetta voru þeirra ær og kýr í ellinni að dunda sér í garðinum, en eitt vorverkanna var eftir. Benni minn átti eftir að stinga upp kartöflugarðinn og að því var hann þegar hann fékk skyndilega slæman verk í bakið, kom inn og sagði konu sinni hvers kyns var. Hún hringdi strax á lækni og hann var drifinn upp á spítala í rann- sókn og um nóttina var hann skor- inn upp en eftir hádegi daginn eftir var þessi dugmikli góði drengur allur. Aðalslagæð líkam- ans hafði gefið sig og eftir margra klukkutíma þrotlausa baráttu máttu þeir sín ekki meir, hinir ágætu læknar. „Eldurinn í aflinum" var slokkn- aður og Benni vinur minn og frændi genginn á vit feðra sinna. Fyrir hönd móður minnar, eigin- konu og systkina ásamt fjölskyldunni í heild sendi ég þér, Hjödda mín, og allri þinni fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Megi góður drengur hvíla í friði. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. Mig langar að kveðja afa minn, afa í Mosó eins og við systkinin vor- um vön að kalla hann, með nokkrum orðum. Ég man fyrst eftir afa um það leyti er þau amma fluttu úr vest- urbænum upp í Mosfellsbæ eða fyrir um tuttugu árum síðan. Þá lá sunnu- dagsbílferðin iðulega upp í Mosó og komum við þá yfirleitt að afa í bíl- skúrnum að dunda sér við rennibekk- inn eða bílinn. Síðan liðu árin og heimsóknunum til afa og ömmu fór fækkandi um leið og maður varð eldri eins og oft vill verða. Þegar afi hætti að vinna, sem ég man að honum þótti erfítt, sneri hann sér í ríkari mæli að gróðurhúsinu sem hann hafði byggt í garðinum. Gróðurhúsið var hans yndi og ég mun alltaf muna eftir tómatplöntunum, vínbeijatrénu sem freistaði okkar mikið á haustin og rósunum, sem nú skarta sínu feg- ursta. Fyrir nokkrum árum fóru amma og afí að vera hjá okkur um jól og áramót og það fannst mér gefa okk- ur mikið, það varð allt mun jóla- legra. Afi var sífellt að segja okkur sögur frá sínum ungdómsárum, sem sitja í huga okkar í dag. Sú mynd sem ég geymi af afa í huganum er brosandi, haldandi um axlaböndin segjandi skemmtisögur, eða veifandi fyrir utan bílskúrinn í Mosó. Elsku amma, mamma, Ingibjörg og Ingvar, minningin um hlýjan og góðan afa lifir áfram með okkur. Guðlaug. Fallinn er fyrir aldur fram Bene- dikt Ingvarsson, vélsmiður. Fyrir ald- ur fram segi ég vegna þess að Benni var við góða heilsu þrátt fyrir ýmis óhöpp undanfarin ár og taldi ég að ég ætti eftir að njóta enn margra ára nábýlis við hann og Hjördísi, konu hans. En eins og oft áður gerði dauðinn ekki boð á undan sér og Benni vinur minn yfirgaf þetta jarð- líf snögglega og án langrar sjúkra- legu. Benni var listamaður í höndunum, þess bera merki verk eftir hann sem eru hrein listasmíð, og síðasta árið var hann farinn að skera út gler og lóða í myndir. Ekki er hægt að óska sér betri nágranna en þau hjónin og alltaf var hann tilbúiijn að aðstoða ef eitthvað bjátaði á. Átti ég ótaldar ferðirnar í skúrinn hjá honum ef mig vantaði verkfæri, skrúfu eða ró. Við Benni byggðum hús okkar á sama tíma og undraðist ég sjálfsbjargarviðleitnina hjá honum og alltaf í þessum rólynd- istakti sem ég hef alltaf öfundað hann af. Hjördís mín, við vonum að minn- ingin um góðhjartaðan mann hjálpi þér í þinni sorg. Við sendum þér, bömum þínum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Hver kynslóð er örstund ung og aftur til grafar ber, en eilífðaraldan þung lyftir annarri á brjósti sér. Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar - en kynsíóð nýja til starfa kallar sá dagur, sem órisinn er. (T.G.) Garðar og fjölskylda. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN GUÐLAUGSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. £ Bróöir okkar, | GEIR HÉÐINN SVANBERGSSON, fyrrv. rannsóknarlögreglumaður, Ljósheimum 18A, BjjaSjSi J'V jUgflP Reykjavik, HBB 16. apríl. I' ' Útförin hefur farið fram í kyrrþey. I Innilegar þakkir til vinnufélaga hans í r2|j lögreglunni fyrir vinsemd og hlýhug við fráfall hans. Systkini og aðrir aöstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS FINNBOGASONAR fyrrv. tollvarðar, Kvisthaga 8. Ástgeir Þorsteínsson, Arnbjörg Sigurðardóttir, Finnbogi Þorsteinsson, Sjöfn Ágústsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Arndís Þorsteinsdóttir, Sólmundur Björgvinsson og barnabörn. 8 + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug vifi fráfall BENEDIKTS ÞORLEIFS BENEDIKTSSONAR, Haf nargötu 124, Bolungarvik. Garfiar Halldórsson, Kristfn Jóna Halldórsdóttir, Anna Þórunn Halldórsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR SIGFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Stöfivarfiröi, Hólavegi 21, Siglufirði. Sérstakar þakkir viljum við færa Siglfirðingum fyrir aðstoð og umhyggju á liðnum árum. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra, Steinunn, Nanna og Adda Jónsdætur. + Okkar innilegustu þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför AÐALHEIÐAR BJARNFREÐSDÓTTUR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Gufisteinn Þorsteinsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug við fráfall VALDIMARS JÓNSSONAR, Kópavogsbraut 8. Þóra Helgadóttir, Heiðdís Valdimarsdóttir, Eric Laenen, Sólveig Dyhre-Hansen, Helgi Þórhallsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Marteinn H. Frifiriksson, Grímur Björnsson, Valgerður Benediktsdóttir, Jón Björnsson, Þórhildur Björnsdóttir, Páll, Kolbeinn Þórhallur, Þóra, Sigrún, María, Marteinn og Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.