Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 46

Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Ingileif Guðmundsdótt- ir var norðlenskrar ættar fædd á Lóma- tjörn í Grýtubakka- hreppi í Eyjafirði. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 7. þessa mánaðar. Foreldrar hennar voru Valgerður Jó- hannesdóttir frá Þöngulbakka síðar Kussungsstöðum í Fjörðum og Guð- mundur Sæmunds- son frá Gröf í Kaup- angssveit. Alls voru börn þeirra ellefu og Guðrún sú sjöunda í aldursröðinni. Hin voru: Lára, f. 1896, d. 1968, húsmóðir í Reykjavík; Sigrún, f. 1897, d. 1987, húsfreyja á Skarði í Dals- mynni; Sæmundur, f, 1899, d. 1974, bóndi í Fagrabæ, Grýtu- bakkahreppi; Jóhanna, f. 1902, d. 1988, kennari í Reykjavík; Guðbjörg, f. 1903, d. 1929; Sigurbjörg, f. 1905, d. 1973, húsfreyja í Hléskógum, Grýtu- bakkahreppi, og síðar i Reykja- vík; Ingólfur, f. 1910, d. 1987, matsveinn í Reykjavík; Sverrir, f. 1912, d. 1992, bóndi á Lóma- tjörn; Sigríður, f. 1914, organ- isti og söngstjóri, húsfreyja í Hólshúsum og síðar á Akureyri og er hún ein eftirlifandi af systkinahópnum; og Valtýr, f. 1920, d. 1981, sýslumaður á Eskifirði, síðar borgarfógeti í Reykjavík. Guðrún Ingileif og Jens Finnbogi gengu í hjóna- band 13. nóvember 1937. Þau hjónin eignuðust dótturina Ing- unni 1941. Ingunn var gift Svani Þór Vilhjálmssyni, lög- fræðingi, og eignuðust þau þrjú börn, Guðrúnu Helgu, Jens Þór og Auði Perlu. Langömmubörn átti Guðrún orðið fjögur. Síðari maður Ingunnar er Friðjón Guðröðarson, sýslumaður á Hvolsvelli, og eiga þau saman dótturína Ingileif Hrönn. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun. HJÓNIN á Lómatjörn ólu upp ná- frænku sína Ingileif Sæmundsdótt- ur en móðir hennar Sigríður Jó- hannesdóttir dó ung frá stórum bamahóp en hún var jafnframt systir Valgerðar á Lómatjöm og Sæmundur bróðir Guðmundar. Heimilið á Lómatjörn var annálað myndar- og menningarheimili og bám þau systkinin þess glöggt vitni. Snemma réðst Guðmundur bóndi í að kaupa orgel svo börnin gætu numið hljóðfæraleik og söng sem ævinlega var í hávegum hafður á því heimili og þau Lómatjarnar- systkini afburðar söngfólk. Farskóli var á Lómatjöm um árabil. í þessu fagra og glaðværa 'Umhverfi ólst Guðrún tengdamóðir mín upp og starfaði við öll venjuleg sveitastörf jafnt inni sem utan dyra. Minnist ég þess að hafa heyrt þau systkini rifja upp hversu viljug og létt á fótinn Gunna systir hafi verið og ávallt fyrst að bregðast við og ekki var hún ónýt með okkur í knattspymunni, sagði Sverrir bróð- ir hennar. Já, hún Guðrún var ólöt manneskja og í raun slitviljug, ávallt reiðubúin að rétta hjálpar- hönd og gerði það með hlýju og glaðværð sem henni var svo eðlis- Jæg. Áður en Guðrún fór úr föður- ’húsum var hún einn vetur í Alþýðu- skólanum á Laugum, það ásamt farskólanum var hennar eina skóla- nám. Guðrún fór ung að heiman eða innan við tvítugt og þá lá leið- in til Akureyrar þar sem hún vann á Hótel Gullfossi og þénaði einnig í húsi Siguijónu og Þorsteins M. ’’ Hún flyst til Reykjavíkur og Starfar sem afgreiðslustúlka um langt árabil, má þar nefna Nora Magasín en lengst hjá Árna B. Björnssyni í Lælqargötu 2. Guðrún þótti sér- staklega traustur starfskraftur og jafn- framt var hún lipur og lagin sölumaður. Kom þar til hið Ijúfa viðmót, en jafnframt traust- vekjandi framkoma. Viðskiptavinurinn fékk fulla athygli og nægan tíma til að sinna sínu erindi. Fljótlega eftir að Guðrún kom til Reykja- víkur fór hún að stunda fímleika hjá Glímufélaginu Ármanni. í þess- um íþróttum náði Guðrún prýðileg- um árangri. Á þessum vettvangi kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Jens Finnboga Magnússyni íþróttakennara. Þau voru saman í fímleikaflokki, sem meðal annars fór í sýningarferð til Norðurland- anna árið 1935. Jens var mjög kunnur íþróttamaður og afburða fímleikamaður. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau Jens og Guðrún í leiguhús- næði. Þar sem um var að ræða kjarkmikið dugnaðarfólk vildu þau eignast þak yfír höfuðið. Þau réð- ust í það stórvirki í stríðslok að byggja sér íbúð á Grenimel 14 þar sem þau bjuggu æ síðan. Jens lést um aldur fram árið 1978 aðeins 62 ára. Er ég kynntist Guðrúnu fyrir 15 árum og kom inn á hennar góða heimili var mér tekið af mikilli alúð og sannri vináttu. Gestrisnin var aðalsmerki Guð- rúnar. Ávallt svo vel sett í pottinn að fæða mátti marga gesti sem bar að garði en það var oft. Hús þeirra hjóna stóð opið fyrir vinum og vandamönnum af lands- byggðinni og allir fundu að þeir voru aufúsugestir. Þar sem húsakynni voru allrúm- góð leigðu þau herbergi gjarnan námsmönnum úr skylduliði sínu. Jafnframt var þetta fólk í fæði á heimilinu og naut þar allrar heimil- isaðhlynningar. Bamabömin vom mjög hænd að afa og ömmu og fengu ríkulega hlýju frá þeim. Þegar langömmu- börnin komu nú síðustu árin vom þau mikil lífsfylling og ánægja fyr- ir gömlu konuna. Síðasta árið hrakaði heilsu Guð- rúnar vemlega. Hún fór á Hrafn- istu í janúar síðastliðnum, þar sem hún lést þann sjöunda þessa mánað- ar, án þess að þurfa að heyja langa sjúkdómsbaráttu. Með Guðrúnu er gengin merk kona, hjartahlý, hjálpfús og gestris- in eins og best verður á kosið. Ég kveð þessa góðu konu með virðingu og þökk, dáist að lífsviðhorfí henn- ar, þar sem saman tvinnaðist ást á sveitinni kæm við Eyjafjörð og þakklætið til borgarinnar sem fóstr- aði hana. Friðjón Guðröðarson. í dag er hún til moldar borin, móðursystir undirritaðs, lengst af til heimilis að Grenimel 14 hér í borg. Hún var úr miðjum stómm bamahópi, sem var nánast venjan að heilbrigð hjón eignuðust í þá daga, nema hvað sá hópur bar gæfu til þess umfram suma aðra, að komast allur vel til manns, þar sem vanheilsa, ólán og örbirgð hjó oft stór skörð í aðra. Það er afrek að koma siíku upp. Það gerðu heiðurs- og myndarhjón- in afí og amma okkar Ingunnar þeirrar sem syrgir móður sína, þau Valgerður Jóhannesdóttir og Guð- mundur Sæmundsson. Verk einna slíkra hjóna, sem skila þjóð sinni tug mannvænlegra bama, er í raun sagan um hvemig þessari þjóð var skilað af stigi smáþjóðar nýlendu- tímabils jrfír á tilvemstig sjálf- stæðrar þjóðar, sem heldur við MINIMINGAR flestri þeirri virkni sem heyrir til lífí stórra þjóða heimsmenningar- innar. Líkamlegur hluti þess afreks er aðeins hluti þeirrar sögu. Að baki slíku afreki er trú og hugsjón, menningararfur, rótfesta í bók- menntahefð og verkmenningu, í tónlist, í trú á íslenskt þjóðerni, sem hafði glæðst á nítjándu öldinni og átti sér rætur í rómantískri vakn- ingu Norðurlanda. Gróðurmold þeirra róta var aldagömul þjóð- menning íslendinga. Þær þijár systur úr miðjum barnahópnum, Guðrún, Sigurbjörg móðir mín og Guðbjörg, vom nokk- uð samrýndar, og nokkuð áþekkar ungar, en hlutu allmismunandi ævi- feril. Guðbjörg dó ung nýgift Bjarna Pálssyni í Hrísey. Móðir mín hlaut hlutskipti sveitahúsfreyjunnar. Leiðir Guðrúnar lágu með hinum mikla straumi suður til Reykjavíkur er breytti íslandi úr danskri land- búnaðamýlendu í borgríki. Þar gift- ist hún Jens Magnússyni er lengst af var leikfímikennari við Melaskól- ann. Hann lést árið 1978. Dóttir þeirra Ingunn er landskunn fyrir skerf sinn til leiklistar og menning- armála. Þeim hjónum, svo og barna- börnum Guðrúnar og Jens sendum við Hléskógasystkin innilegustu samúðarkveðj ur. Sé spurt, hver sé sá sem kvaddur er, má svara hvað sjáist eftir hann. Afkomendur bera látinni ættmóður ríkt vitni um gjöfula tilvem. En skýmst stendur minningin um afar hlýja og farsæla frænku mína, sem dreifði hinu góða sem hún átti nóg til af, umhyggju og greiðasemi við það ættfólk sem oft þurfti við gist- ingar, fæðis og leiðsagnar á ferðum. Þetta fengu ekki aðeins ég og mín- ir nánustu ættingjar að reyna, held- ur margir aðrir. Slík var farsæl hlýja þess er gefur af því að honum er sjálfsagt og eðlislægt að veita öðmm og styðja þá, ekki aðeins af efnisgæðum, heldur af varma þess er styður aðra og stendur með þeim. Hún var hrókur alls fagnaðar á ættarmótum okkar Lóma frá Lóma- tjöm, ekki aðeins af því að það var mannamót mikillar gleði glaðbeittr- ar söngelskrar ættar, heldur átti ættin og átthagamir undir Hnjúk- unum hug hennar framar öðm. Hlýjan og glaðbeitt kímni og létt- leiki þess eðlis sem létti öðmm allt amstur í kringum sig fór ekki minnkandi á árum ellihmmleikans. Þegar ellin gerði henni erfítt um vik, hélt hún æ sínu glaðlega fasi og erfiðleikamir komu í engu fram út á við. Einungis hið fagra kom í ljós, því að hún átti ekki annað. Sýndarmennskan var engin. Aðall sannrar fegurðar er hógværðin, að bera hið fagra með sér, án þess að flíka því. Egill Egilsson. Hún Gunna frænka er dáin. Við þessa frétt um lát móðursystur minnar, flugu í gegnum hugann margar minningar frá síðustu fímmtíu ámm. Fyrst af Seljaveginum. Við Ing- unn að leika okkur og Gunna að hlaupa upp og niður stigann. Það var nefnilega svoleiðis með hana Gunnu frænku að hún gekk helst ekki en hljóp alltaf. Síðan af Grenimelnum. Við stelp- urnar í frúarleik og Gunna var ekki nísk að Iána okkur fínu kjólana sína og tiáhæluðu skóna. Ég man eftir henni að afgreiða í Noramagasin (sem var við Póst- hússtræti þar sem nú er Gallerí Borg). Óskaplega fín verslun. Borð- in með vamingnum vom svo há að lítil stúlka þurfti að standa á tá til að sjá allt fíneríið. Seinna man ég eftir henni i Verslun Áma B. Bjömssonar sem var á homi Lækj- argötu og Austurstrætis, ein aðal skartgripaverslunin í bænum. Gunna og Jens Magnússon, íþróttakennari, maður hennar, áttu notalegt heimili og - þar man ég best eftir henni. Þau og Ingunn dóttir þeirra vom ein heild í mínum huga. Á Grenimelnum hjá Gunnu og Jens var samkomustaður fjöl- skyldunnar. Allir ættingjar, sem bjuggu annaðhvort fyrir norðan eða fyrir vestan (þar sem Jens var fæddur), komu við á Grenimel 14. Þeir voru ófáir sem fengu að búa hjá þeim um Iengri eða skemmri tíma í forstofuherberginu. Það er svo skrítið hvað maður man. T.d. man ég að það var hjá Gunnu frænku sem ég smakkaði í fyrsta skipti heitt ostabrauð með beikoni og að einhvern tímann reyndi hún mikið að fá mig til að borða skyrhræring, en tókst ekki, því mér fannst hann alveg óskap- lega vondur. En ég man líka fjölskylduboðin á Grenimelnum. Þar var spilað og sungið svo mikið að undir tók í næstu húsum. Þegar Gunna spurði nágrannana næstu daga, hvort þeir hefðu orðið fyrir ónæði, þá var svar- ið venjulega á þá leið að þetta væri svo ljómandi góður kór og lög- in sem sungin voru svo skemmtileg að þetta væri sem fínasti konsert. Ég man ekki eftir henni Gunnu frænku nema í góðu skapi, bros- andi og léttri á fæti. Alltaf vorum við velkomin. Síðustu árin voru frekar erfið, en Gunna frænka lét það ekki á sig fá. Hún var orðin svo ansi gleymin, en var snillingur í að fela það fyrir öðrum, pírði bara augun og sagði: „Hver ert þú, góði/góða“ ef hún þekkti ekki þann sem var að heilsa, og lét sem sjónin væri að angra hana. Því miður var ég skammar- lega ódugleg að heimsækja hana, ætlaði alltaf í næstu viku. Maður heldur alltaf að nógur sé tíminn, en skyndilega er hann búinn. Elsku Ingunn. Ég veit að góðu minningamar veita þér styrk, því það er sárt að missa móður sína, þó hún sé orðin gömul og södd líf- daga. Svana Runóifsdóttir. Þegar ég frétti lát Guðrúnar Guðmundsdóttur, þá létti mér, fannst mér, sem dauðinn væri kær- kominn aldraðri heiðurskonu, með slæma og versnandi heilsu. En svo gerist það, að maður fer að hugsa til baka og manni verður sárt fyrir brjóstí, fortíðin rifjast upp. Góð samskipti og aldrei nema góð í áratugi. Og svo sannarlega hafði hún Guðrún ekki verið lengi heilsulaus, hún var lengst af stál- hraust, einhver smáslæmska var að hennar skapi ekki til þess að hafa orð á, hún var ósérhlífin dugn- aðarkona. Hún hafði verið íþróttakona, meðal annars verið í sýningarflokki í fímleikum. Hún var alla tíð létt í hreyfíngum, sífellt á hlaupum. Leti og ómennska var henni lítt að skapi. Hún var bóngóð og hjálp- söm öllum sem hún gat liðsinnt. Það var um sólstöður 1946 sem ég fyrst hitti þau hjón Guðrúnu og Jens. Við Gauti vorum þá nýgift, höfðum fest kaup á íbúð tilbúinni undir tréverk á Grenimel 14. Við fluttum inn fyrst íbúa þess húss og svo var það nokkru seinna sem þau Guðrún Ingileif Guðmundsdóttir og Jens Magnússon íþróttakennari fluttu inn með Ingunni dóttur sína, en hún var þá fímm ára gömul. Og húsið hljómaði af söng. Guð- rún söng allan daginn, hljómmikilli sópranrödd, hvort sem hún stóð yfír þvottabalanum eða þegar hún hjálpaði bónda sínum við að mála. Þessi fjölskylda átti eftir að vera næstu nágrannar okkar þau 11 ár sem við bjuggum á Grenimelnum. Og svo sannarlega voru þau góðir nágrannar öll sömul, glaðsinna og heiðarlegt fólk, sem með tímanum urðu traustir og góðir vinir. Sú vin- átta hefur haldist alla tíð. Fyrir þá vináttu er ég þakklát. Elín Guðjónsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast í nokkrum orðum föður- systur okkar Guðrúnar Ingileifar Guðmundsdóttur eða Gunnu frænku eins og við kölluðum hana ætíð. í huga okkar eru Gunna og Grenimelurinn nátengd enda kynntumst við henni ekki fyrr en eftir að hún flutti þangað. Við heimsóttum hana oft í æsku og hvorki Gunna né Jens voru nokkru sinni of tímabundin til að sinna GUÐRÚNINGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR þessum utanbæjarbörnum, fjarri átthögum og leikfélögum. Þau voru vinamörg og félagslynd og því var oft nokkuð gestkvæmt á Greni- melnum. Þar var ýmislegt skrafað og skeggrætt ekki síst um menn- ingarmál því Gunna hafði alla ævi mikinn áhuga á leikhúsi, söng og ballet og sótti sýningar reglulega. Við minnumst Gunnu vegna margs — en ekki síst þeirrar glaðværðar og alúðlegheita sem ávallt mætti okkur á Grenimelnum. Létt lund var henni í blóð borin, hún var hlát- urmild og skapgóð þótt hún hafí einnig haft sínar byrðar að bera og var þyngst sú raun að sjá á eftir manni sínum Jens Magnússyni (d. 1978) svo samrýnd sem þau hjón voru. Alúð og æðruleysi einkenndi Gunnu alla tíð. Hún mátti ekkert aumt sjá og var alltaf tilbúin að aðstoða þá er á þurftu að halda. Aldrei heyrðum við hana lasta nokkurn mann eða mæla hastar- lega til neins. Framkoma hennar var fáguð og yfírveguð, enda þoldi hún illa deilur og misklíð annarra og reyndi ávallt að koma á sáttum eða málamiðlun yrði hún vitni að slíku. Fjölskyldan og átthagarnir voru Gunnu líka mikils virði og þær eru ófáar sögumar sem hún sagði okk- ur frá uppvaxtarárum sínum á Lómatjörn. Því þótt við sem þekkt- um hana aðeins eftir að hún flutti suður sjáum hana ævinlega fyrir okkur á Grenimelnum rofnuðu aldr- ei tengslin við æskustöðvarnar fyr- ir norðan og hún leit á sig sem Höfðhverfing alla ævi. Guðrún Guðmundsdóttir var kannski ekki áberandi manneskja í þjóðlífínu en í huga okkar sem kynntumst henni er hún meðal þeirra merkustu. Mið minnumst með þakklæti þessarar hjartahlýju konu og vottum Ingunni og fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð svo og Sigríði Schiöth, systur henn- ar, og biðjum þeim blessunar á þessari erfíðu stund í lífi þeirra. Helena, Vala og Valtýr Valtýsbörn. Nokkur kveðjuorð til mágkonu minnar, Guðrúnar Ingileifar Guð- mundsdóttur. Það má nærri geta að oft hafí verið líf og fjör á Lómatjörn þar sem Guðrún ólst upp enda minntist hún átthaganna oft á fullorðins- árum sínum í Reykjavík og átti í pokahorninu margar skemmtilegar frásagnir af uppátækjum æskunn- ar fyrir norðan. Guðrún bjó öll sín fullorðinsár á Grenimel 14 og það er þar sem ég minnist hennar ætíð — og þar sá ég hana fyrst er ég kom suður til Reykjavíkur með manni mínum, Valtý, bróður Guðrúnar. Ég verð ávallt þakklát fyrir þá vinsemd sem mér var sýnd á Grenimelnum, en í þetta fyrsta skipti voru auk þess staddar þar systur hennar tvær, Lára og Jóhanna, og að sjálfsögðu Jens. Það er æði dapurlegt til þess að hugsa að af öllu þessu fóki sem var samankomið á Grenimel 14 þennan dag árið 1962 er ég ein eftirlifandi. Maðurinn minn leit ævinlega á Grenimelinn sem sitt annað heimili enda hafði hann búið þar öll sín háskólaár. Þær urðu líka margar ferðirnar á Grenimelinn næstu fjórtán árin áður en við fluttum í Kópavoginn — minnst tvær á ári með son okkar til lækninga og allt- af var okkur tekið opnum örmum. Þegar við hjónin fluttum suður árið 1976 varð samgangurinn eðli- lega ennþá meiri því það var alltaf notalegt að hitta Guðrúnu. Hún var einhver jákvæðasta og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst a lífsleiðinni og öðlingur heim að sækja. Það er því bæði þakklæti og söknuður í huga mínum er ég kveð þessa sómakonu hinsta sinni og votta ég Ingunni, Friðjóni og börn- um og Sigríði, systur hennar, inni- lega samúð á þessari erfíðu stundu. Birna Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.