Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B 109. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS I heimsókn hjá Havel Miðausturlandaferð Christophers Aukinn sveigjan- leiki vekur vonir um lok þrátefiis Tel Aviv, Damaskus. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til ísra- els í gær eftir að hafa rætt við sýrlenska ráðamenn í Damaskus. Aukinn sveigjanleiki þeirra vekur vonir um að unnt verði að ná sam- komulagi um brottflutning ísraelskra hermanna frá Gólan-hæðunum. Heitir lýðræði hollustu Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu sagði alla ráðherra í ríkisstjórn sinni einarða lýðræðissinna í gær. Var það svar hans við vaxandi áhyggjum á alþjóðavettvangi vegna aðildar nýfasista að stjórninni. Berlusconi varði ríkisstjórnina við umræður í þinginu í gær um trausts- yfirlýsingu á stjórnina. Hann sagði hollustu Itala við Atlantshafsbanda- lagið, Evrópusambandið og Helsinki- sáttmálann vera meginatriði stjórn- arsáttmálans. Gianfranco Fini leiðtogi nýfasista fordæmdi í gær nýnasista sem efndu til mótmælu í Vicenza á Norður-ítal- íu á laugardag. Nokkur hundruð snoðinkolla gengu um borgina með leyfi lögreglustjórans og heilsuðu í sífellu með nasistakveðju. Göngunni var mótmælt um land allt og var lögreglustjóri Vicenza leystur frá störfum í gær. Andstæðingar nýnas- ista sögðu að yfirvöld hefðu gerst umburðarlyndari í garð hægri öfga- manna vegna stjórnarsetu nýfasista. ---------♦ » ♦--- Venstre vinnur á Kaupmannahöfn. Reuier. VENSTRE, flokki Uffe Ellemanns Jensens, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, er spáð miklum sigri í kosningunum til Evrópuþingsins. Samkvæmt skoðanakönnun við- skiptablaðsins Börsen hlyti Venstre 40,7% atkvæða en flokkurinn hlaut 16,6% í síðustu kosningum. Jafnaðarflokkurinn hlaut 21,2% fylgi í könnuninni en 23,3% í síðustu Evrópuþingskosningum. íhalds- flokki Pouls Schliiters fyrrum for- sætisráðherra er spáð 11% fylgi en hann fékk 13,3% í kosningunum. OPINBER heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur til Tékklands hófst í gær. Tekið var á móti for- setanum og fylgdarliði í kastalan- um í Prag og auk þess efnt til blaðamannafundar með forsetun- um, frú Vigdísi og Vaclav Havel. Einnig var farið í gönguferð yfir Karlsbrúna og í gamla borgar; hlutanum. I dag munu forseti Is- lands og fylgdariið meðal annars hitta Vaclav Klaus forsætisráð- herra Tékklands og þingmenn tékkneska þingsins. Síðdegis verður Vigdís viðstödd opnun sýn- ingar á verkum Errós sem haldin er í boði borgaryfirvalda í Prag. I framhaldi af opnun sýningarinn- ar efnir forseti Islands til móttöku til heiðurs forseta Tékklands. ■ Ljóð skálda/2 Menem vill Thatcher framselda Buenos Aires. Reuter. CARLOS Menem forseti Arg- entínu sagði í gær að Bretar ættu að framselja Argentínu- mönnum Margaret Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra vegna árásarinnar á herskip- ið Belgrano í Falklandseyja- stríðinu 1982. Menem íjallaði um framsal. Thatcher í tengslum við fyrirhugað framsal Erichs Prieb- kes, liðs- manns SS- sveita Adolfs Hitlers, en hann hefur játað aðild að fjöldamorðum í Ardeatine-hell- unum á Ítalíu í seinna stríðinu. Priebke býr í fjallabænum Bariloche þar sem Þjóðveijar eru fjölmennir og lét Menem ummæli sín um Thatcher falla í samtölum við blaðamenn þar í bæ í gær. Ferðinni til ísraels var frestað vegna tveggja aukafunda Christophers með Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, í gær. Þessir aukafundir benda til þess að fram hafi komið nýjar tillögur sem komi að nokkru leyti til móts við þá kröfu Sýrlendinga að ísraelar látþ Gólan-hæðirnar af hendi. Utvarpið í Damaskus sagði að náðst hefði samkomulag um að Christopher kæmi aftur til Sýrlands á morgun, miðvikudag, eftir við- ræður við ráðamenn í ísrael. Út- varpið sagði það til marks um að Bandaríkjastjórn legði nú mikið kapp á að binda enda á þráteflið í viðræðum ísraela og Sýrlendinga. Tilslakanir Christopher ræddi við Hafez al- Assad, forseta Sýrlands, í fjórar klukkustundir á sunnudagskvöld, en ekki var greint frá því hvað þeim fór á milli. í forystugrein málgagns sýrlensku stjórnarinnar, Tishreen, á sunnudag sagði að sýr- lenska stjórnin léði máls á því að brottflutningi ísraela lyki „innan sanngjarns og viðunandi tíma“. Þetta þótti benda til þess að Sýr- lendingar gætu fallist á tilslakanir varðandi tímamörkin. Samkvæmt fjölmiðlum í ísrael hefur Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, lagt til að brottflutn- ingurinn verði í þremur áföngum á átta árum. Að öllum líkindum þykir Sýrlendingum þetta of langur tími, en forystugrein Tishreen bendir þó til meiri sveigjanleika en áður. Reuter Hótar mönnum Banda BAKILI Muluzi er talinn líkleg- astur eftirmaður Kamuzu Banda forseta Malaví en þingkosningar fara fram þar í landi í dag. Hann hét því að draga þá embættis- menn og stjórnarfulltrúa til saka sem gerst hefðu sekir um glæpi gegn þjóðinni en sagðist þó ekki myndu efna til nornaveiða. Banda verður í kjöri en er ekki spáð velgengni enda orðinn 95 ára og afar heilsuveill. Vegna hrörleika gat hann ekki verið viðstaddur fund þingsins sem samþykkti nýja sljórnarskrá í gær og lagði sjálft sig niður. ■ Fyrstu lýðræðislegu/16 Aukinn hagvöxtur í Evrópusambandinu Fj árlagahalli er aðal meinsemdín Brussel. Reuter. EVRÓPSKIR fjánnálaráðherrar fögnuðu í gær fréttum um vaxandi hag- vöxt en voru jafnframt minntir á, að nú sem aldrei yrði að herða barátt- una gegn fjárlagahalla í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Það væri for- sendan fyrir lækkun langtímavaxta og auknum hagvexti í framtíðinni. Nú er því spáð, að hagvöxtur í Evrópusambandsríkjunum verði 1,6% á þessu ári og 2,5% á því næsta eða heldur meiri en áður var gert ráð fyrir. Engar horfur eru þó á að atvinnuleysi minnki fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi en á fundi fjármálaráðherranna í Brussel urðu miklar umræður um efni Hvítbókar um atvinnumál en hún var sam- þykkt á leiðtogafundi ESB í desem- ber sl. Er þar lögð mest áhersla á aukið frelsi á vinnumarkaði; niður- skurð og sparnað í velferðarkerfinu; minni fjárlagahalla og aðgerðir, sem auðveldi fyrirtækjum að ráða fólk til vinnu. Þá var einnig rætt um fjármögnun nýrra framkvæmda í samgöngu- og fjarskiptamálum en þær munu ekki aðeins veita mörgum atvinnu, heldur eru þær taldar óhjákvæmileg forsenda auk- ins hagvaxtar í framtíðinni. Fyrstu góðu fréttirnar Henning Christophersen, sem fer með efnahagsmál í framkvæmda- stjórn ESB, sagði á fundinum í gær, að fréttirnar um aukinn hag- vöxt væru fyrstu góðu tíðindin í tvö ár en lagði áherslu á, að næðu Evrópuríkin ekki tökum á fjárlaga- hallanum, væri hætta á, að hag- vöxturinn yrði að engu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.