Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór SULAN EA siglir inn Eyjafjörðinn eftir endurbætur í Færeyjum. Færeyingarnir unnu verkið fyrir mun lægra verð en bauðst á íslandi. Endurbætt Súla komin til heimahafnar Einkarekinn leikskóli innsiglaður Börnumboðin vistun hjá bænum FORELDRUM barna sem dvöldu á leikskóla við Dvergagil hefur verið boðið að vista börn sín á leikskóla Akureyrarbæjar eftir að leikskólinn var innsiglaður vegna vanskila. Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrarbæjar sagði að tillaga að lausn á bráðavanda foreldra eftir að leikskólanum var lokað hefði verið kynnt fulltrúum foreldra og myndi hún verða kynnt á fundi í kvöld, þriðjudagskvöld. Foreldrum barn- anna verður boðið að vista börn sín á einhveijum af leikskólum Akur- eyrarbæjar. Jón sagði að um viðbót- arpláss á leikskólunum yrði að ræða. Leikskólinn var opnaður síðastliðið haust en um er að ræða einkarekinn leikskóla þar sem um 40 börn hafa verið. Á fundi í Safnaðarheimili Ak- ureyrarbæjar á sunnudagskvöld var staða mála kynnt og var á fundinum samþykkt að skora á bæjaryfirvöld að leysa fjármál varðandi húsnæði leikskólans þannig að starfsemi hans megi halda áfram. Glanna- akstur í • • Oxnadal ÖKUMAÐUR var tekinn á 163 kílómetra hraða í Öxnadal um helgina og var umsvifalaust sviptur réttindum til að aka bif- reið. Lögreglan á Akureyri var við hraðamælingar í Öxnadal um helgina og tók þá allmarga öku- menn sem fóru of geyst, en Gunnar Randversson varðstjóri sagði ekki óalgengt að menn keyrðu um á þessum slóðum á 120 til 130 kílómetra hraða. Alls voru 14 ökumenn stöðv- aðir vegna hraðaaksturs, flestir í Öxnadal. Þá voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur og tveir sem ekki höfðu tilskilin leyfi til aksturs. Þrennt á sjúkrahús eftir veltu ÞRENNT var flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri snemma á sunnudagsmorgun eftir bíl- veltu í Öxnadal. Tilkynnt var um slysið til lögreglu á Akur- eyri kl. 5.15 aðfaranótt sunnu- dags, en bíll hafði oltið á móts við bæinn Þverá í Öxnadal og brann hann til kaldra kola þann- ig að hann er gjörónýtur. Allir sem í bílnum voru, tvær konur og einn karl voru flutt á sjúkra- hús. Skólaslit í Kjarnaskógi SKÓLASLIT Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða á morgun, miðvikudaginn 18. maí, kl. 20. Að þessu sinni er brugðið út af vananum og fara skólaslitin fram í Kjarnaskógi við Akur- eyri. Verður þar flutt tónlist og efnt til grillveislu auk þess sem einkunnaafhending fer fram. Skólinn er nú að ljúka sínu sjötta starfsári og eru nemendur um 160 og kennarar 11. Allir nem- endur og velunnarar skólans eru velkomnir. SÚLAN EA kom til Akureyrar fyrir helgi eftir að hafa verið í slipp í Færeyjuih þar sem unnið var að ýmsum viðhaldsverkefn- um m.a. var sandblásin aftasta lest skipsins. Sverrir Leósson útgerðarmað- ur Súlunnar sagði að verkið hefði verið boðið út í sjö íslenskum skipasmíðastöðvum og einni í Færeyjum. Færeyska tilboðið var langlægst og munaði að sögn Sverris um 60% á þvi og boði Slippstöðvarinnar-Odda á Akur- eyri sem var í hærri kantinum. „Það voru allir verkþættir vel unnir, svo að sómi er að fyrir hina færeysku stöð, ég er mjög ánægður og alveg ljóst að hugur- inn mun leita til Færeyja næst þegar huga þarf að viðhaldi skips- ins,“ sagði Sverrir.„Þeir vinna mjög skipulega og gætum við Is- lendingar margt af þeim Iært í þeim efnum og þeir eru líka afar vandvirkir og vinnusamir.“ ÚTGERÐARMAÐURINN, Sverrir Leósson, bíður á bryggjunni. Morgunblaðið/Rúnar Þór f Háskólinn á a^kureybi Akureyri auglýsir Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslurétt- inda fyrir starfandi leiðbeinendur hefst á hausti kom- anda verði þátttaka næg. Um er að ræða 30 eininga nám sem stendur í tvö ár. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi kennaradeildar í síma 30931 eða forstöðumaður kennaradeildar í síma 30910. Stjörnu- dagurí Síðuskóla STJÖRNUDAGUR var haldinn í Síðuskóla og fögnuðu nemendur, foreldrar og kennarar 10 ára af- mæli skólans. Dagana á undan höfðu allir lagt hart að sér við undirhúning hátíðarinnar. Hópur- inn fór í skrúðgöngu um hverfið með tilheyrandi hljóðfæraleik en siðan var boðið upp á fjölmörg atriði á skólalóðinni sem eflaust verða viðstöddum minnisstæð. Þátttaka í héraðs- nefnd endurskoðuð ÞÁTTTAKA Akureyrarbæjar í héraðsnefnd Eyjafjarðar verður tekin til endurmats fái Alþýðuflokkurinn einhverju ráðið eftir kosningar, en þetta er eitt af þeim stefnumálum sem flokkurinn hyggst beita sér fyrir. Gísli Bragi Hjartarson efsti maður á lista flokksins fyrir bæjarstjómar- kosningar sagði að héraðsnefndin væri þung í vöfum, margir þyrftu að koma að málum og gerði það af- greiðslu þeirra seinvirkari en þyrfti að vera. Nefndi hann sem dæmi um þunglamaháttinn að verkefni við Verk- menntaskólann á Akureyri hefði tafíst um hálft ár á meðan bullandi atvinnu- leysi var í byggingariðnaði vegna þess hve þungt kerfið væri í vöfum. Hreinn Pálsson sem skipar annað sæti á lista flokksins sagði að vissu- lega vildu menn að sem best sam- skipti yrðu við nágrannasveitarfélög- in. Starfsemi Héraðsnefnda hefði hins vegar verið hugsuð sem nokkurs kon- ar brúarbygging á samvinnu sveitar- félga áður en til sameiningar þeirra kæmi. Nú væri Ijóst að fólk vildi ekki sameiningu og þá væri tímabært að skoða hvert framtíðarhlutverk Hér- aðsnefnda væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.