Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 37 KOSNINGAR 28. MAÍ Yfirlýsingar R-list- ans um „hverfalýð- ræði“ - innantóm orð mál. Nei, hún segir að þær verði teknar í borgarstjórnarflokki R-list- ans. Að vísu er það þannig samkvæmt sveitarstjórnarlögum, að ákvarðanir í borgarmálum eru teknar í borg- arráði og borgarstjórn. En Ingibjörg minnist ekki á það í grein sinni. Hún gerir heldur enga tilraun til að út- skýra tillögur sínar um aukið hverfa- FRAMBJÓÐEND- UR R-listans, sam- eiginlegs lista Al- þýðubandalagsins, Framsóknarflokks- ins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans, gefa til kynna að þeir ætli að opna stjórn- kerfi borgarinnar, gera það lýðræðis- legra og koma á ein- hverskonar hverfis- stjórnum nái þeir meirihluta. Hins veg- ar vilja þeir ekki út- skýra fýrir kjósend- um á hvem hátt eigi að gera það. Vinstri flokkarnir hafa ekkert breyst Frambjóðendur vinstri flokkanna lofuðu kjósendum hverfisstjórnum og opnara stjórnkerfi fyrir borgar- stjómarkosningamar 1978. Við þessi kosningaloforð var ekki stað- ið. Stjórnkerfi borgarinnar var mjög óskilvirkt á valdaárum vinstri stjómar í Reykjavík 1978-1982. Ekki vegna þess að borgarfulltrúar meirihlutans þá væru svo áhuga- og sinnu- lausir um málefni borgarinnar, heldur vegna þess að samkrull og samstjóm margra ólíkra flokka gekk ekki upp. Það sem einkenndi stjóm þeirra var stöðn- un á öllum sviðum, stöðugur innbyrðis ágreiningur og afar óskilvirkt stjórnkerfí. Nákvæmlega það sama mun gerast, nái þessir flokkar meirihluta i borgarstjórn Reykja- víkur. Ingibjörg Sólrún kynnir sitt sljórnkerfi í framhaldi af öllu tali frambjóð- enda R-listans um aukið lýðræði í stjórnkerfi borgarinnar, hverfis- stjórnir o.s.frv., kynnir Ingibjörg nýlega í grein í Morgunblaðinu hvar allar ákvarðanir um borgarmál verði teknar nái R-listinn meirihluta. Hún minnist ekki einu orði á þátttöku hverfanna í ákvörðunum um borgar- Gömlu loforðin um „hverfalýðræði“, sem svikin voru eftir vinstri sigur 1978, að sögn Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, týnast enn að hans mati í full- yrðingunni um „borgar- stjórnarflokk R-listans“. lýðræði og opnara stjórnkerfí. Það er enda ástæðulaust, því ef hún verð- ur borgarstjóri verða allar ákvarðan- ir í borgarmálum teknar í borgar- stjórnarflokki R-listans. Svo kyija frambjóðendur R-listans saman í einum kór, að það sé kominn tími til að breyta. Er verið að gera grín að kjósendum, eða hvað? Höfundur skipar 2. sseti á D-Iista. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson Bfsm Bámuffl! mmnmœm -fyrir norðlægar slóðir Fiat Uno Arctic býðst sem fyrr á miklu lægra verði en sambærilegir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum. * Verð frá kr. 779.000 (UNÖ45 3D) á götuna - ryðvarinn og skráður. Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn uppí og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komiðog reynsluakið BDHB ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjuvík • sími (91)677620 Blab allra landsmanna! - kjarm malsins! tækniskóli BLJ íslands háskóli - f r a m h a I d s s k ó I i Höfðabakka 9-112 Reykjavík - sími 91-814933 Tækniskóli íslands hefur í 30 ár boðið upp á fjölbreytt nám við flestra hæfi, lagað að þörfum íslensks atvinnulífs. Tækniskóli íslands hefur ætíð kappkostað að þeir nemendur, sem hann brautskráir standi betur að vígi á íslenskum vinnu- markaði en þeir sem lokið hafa hliðstæðu námi erlendis. Tækniskóliíslands býður upp á: - Fjölbreytt og áhugavert nám í háum gæðaflokki. - Góða námsaðstöðu með aðgangi að nútíma tækj- um og tölvubúnaði. - Hæfa og áhugasama kennara. Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft. Móttaka umsókna um skólavist 1994-5 er hafin. Áætlað er að taka inn nemendur í eftirfarandi nám: Með umsóknarfresti til 31. maí Frumgreinadeild: 4 anna nám til raungreinadeildarprófs. Forgangs njóta umsækjendur, sem hafa lokið sveinsprófí, burt- fararprófi úr iðnskóla, vélstjóraprófí, stýrimanna- prófí eða búfræðiprófí; einnig eru teknir inn umsækj- endur, sem lokið hafa námi í Garðyrkjuskóla ríkisins eða sjúkraliðanámi, umsækjendur sem eru 20 ára eða eldri og hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Námsbrautir til iðnfræðiprófs: í Véladeild, Rafmagnsdeild (veikstraums og sterk- straums) og Byggingadeild. Inntökuskilyrði er sveinspróf í viðeigandi iðngrein. Námið tekur 5 annir. Námsbrautir til tæknifræðiprófs, B.S.-gráðu. Inntökuskilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúd- entspróf af eðlisfræði- eða tæknibraut. Lágmarks- kröfur um verklega kunnáttu eru tveggja ára viður- kennd starfsreynsla á viðeigandi sviði, en umsækj- endur, sem lokið hafa iðnnámi, ganga fyrir örðum umsækjendum. Byggingadeild: 7 annir til B.S. prófs. í boði eru þrjú sérsvið: burðarvirkjahönnun, lagnahönnun og framkvæmdir. Rafmagnsdeild: 2 annir til að ljúka 1. árs prófí. Nemendur Ijúka námi í Odense eða Aalborg. Véladeild: Tveir möguleikar eru í boði. 2 annir til að ljúka 1. árs prófí og námi síðan lokið í Odense, Aalborg eða Helsingor, eða 7 annir til B.S. gráðu í véltæknifræði á orkunýtingar- sviðið. Þetta er ný námsbraut og gert ráð fyrir fyrstu nemendum haustið 1994. Auk þeirra sem uppfylla inntökuskilyrði hér að fram- an getur véladeild tekið inn nokkra stúdenta af eðlis- fræðibraut án verkkunnáttu að því tilskildu að þeir fari í skipulagða eins árs verkþjálfun áður en nám er hafið á öðru ári. Rekstrardeild: (Námið hefst um áramót). Iðnrekstrarfræði: Námið tekur 4 annir. Inntöku- skilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf, og tveggja ára starfsreynsla í framleiðsluiðnaði eða viðeigandi starfsmenntun. Innan iðnrekstrarfræðinn- ar eru í boði þrjú sérsvið: framleiðslusvið, útvegs- svið og markaðssvið. Vegna mikillar aðsóknar er umsækjendum ráðlagt að sækja um fyrir 31. maí til að komast hjá að lenda á biðlista. Með umsóknarfresti til 10. júní. Heilbrigðisdeild: Námsbraut í meinatækni; 7 annir til B.S. prófs. Námsbraut í röntgentækni; 7 annir til B.S. prófs. Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans (um- sækjendur, sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæð- isisn geta fengið þau send í pósti). Deildarstjórar einstakra deilda veita fúslega allar nánari upplýsingar í síma 91-814933. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.30- 16.00. Öllum umsóknum, sem póstlagðar eru fyrir lok um- sóknarfrests, verður svarað ekki seinna en 15. júní. Rektor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.