Morgunblaðið - 17.05.1994, Page 23

Morgunblaðið - 17.05.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 23 LISTIR Kaupskapurínn í Firðinum BOKMENNTIR Sagnfræði HÖFUÐSTAÐUR VERSLUNAR Saga verslunar og kaup- mennsku í Hafnarfirði í sex hundruð ár. Lúðvík Geirsson skráði. 375 bls. Verslunar- mannafélag Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður 1994. Verð kr. 5.900. HUGMYNDIN var í fyrstunni að skrá sögu Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar. Að athuguðu máli þótti réttara að stíga skrefið til fulls og taka saman sögu verslunar í Firðinum frá upphafi. Nú er sagan komin út og er mikil að umfangi. Og raunar einnig að inntaki^Efninu er fyrir komið með tvennum hætti: Annars vegar í samfelldum meg- intexta sem skiptist í átta kafla, hins vegar í stökum innskotsgrein- um sem tengjast söguefninu mis- munandi mikið, stundum aðeins lauslega. Verslunin er snar þáttur í íslands- sögunni og kemur hvarvetna inn á önnur svið þjóðlífsins með einum eða öðrum hætti. Því er síst að undra þótt sagn- fræðingar hafi beint þangað sjónum sínum. Merkustu grunnrann- sóknir, sem unnið hefur verið að í íslenskri sagnfræði á þessari öld, tengjast langflestar verslunarsögu. í bók þessari er svo ítarlega sem verða má rakin verslunarsaga Hafnarfjarðar á fyrri öldum. Þar mun höf- undur byggja á annarra rannsóknum, mest- megnis eða alveg. Bærilega tekst honum að tengja það saman. Meðal annars vitnar hann til Björns Þorsteinssonar en meira til Gísla Gunnarssonar. Víða styðst hann líka við Sögu Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason sem út kom 1933. Fyrstu aldirnar eru móðu og mistri huldar, einkum enska öldin sem svo er kölluð. Viðskipti við Þjóð- veija og Englendinga skópu íslend- ingum meiri hagsæld en þeir nutu síðar. En heimiidirnar eru stopular; íslenskir sagnaritarar voru ekki komnir svo langt að telja verslunarsögu frá- sagnarverða ef við- skiptin gengu snurðu- laust. »Til að fá frekari lýsingu á sjálfum versl- unarstaðnum, viðskipt- unum og mannlífinu er lítið að græða á þeim heimildum sem þekktar eru. Því verður að geta í eyðurnar . . . « segir höfundur. Slíkar eyðugetgátur geta verið skemmtileg- ar. Þær hljóta þó að teljast hæpin sagn- fræði; skyldu fremur falla í verkahring skálda, enda gefur höfundur getspeki sinni hóflega lausan tauminn. Meira er farið ofan í einokunar- tímabilið. Þar er líka við haldbærari heimildir að styðjast. Réttilega bend- ir höfundur á að einokunin hafí verið aðferð ríkisvaldsins danska til að stórauka skatttekjur af landinu vegna síendurtekins stríðsrekstrar við svenska. Einokunin er einhver dekksti kapítuli íslandssögunnar hvernig sem á er litið. Þegar því fargi léttir taka íslendingar fyrst að rétta úr kútnum. Rakin er saga Bjarna riddara sem er ævintýri líkust. Á síðari hluta 19. aldar gekk á ýmsu og koma þá fleiri við sögu. Höfundur upplýsir að þá hafi jafnan verið fímm til sex verslanir í bænum. Það hefur verið hreint ekki svo lítið ef hliðsjón er höfð af að íbúar i Hafn- arfirði voru þá aðeins fáein hundruð og verslunarsvæðið hvorki víðlent né fjölmennt. Hagur kaupmanna var þá — eins og reyndar bæði fyrr og síðar — árferði háður, einkum sjávarafla. í góðæri gátu þeir hagnast svo um munaði. Þegar afli brást og skuldir innheimtust illa fór allt á verri veg og gat þá allt eins blasað við gjald- þrot. Upp úr aldamótum rennur svo upp bjartari tíð með stóraukinni fólksíjölgun og framförum í útgerð. íslendingar voru að taka verslunina í sínar hendur og fjölgaði þá kaup- mönnum að sama skapi. Viðskipta- hættir, sem löngum voru frumstæðir mjög, færðust þá nær því sem síðan hefur tíðkast. Höfuðstaður verslunar er læsileg bók og fróðleg. Textinn er víðast hvar lipur þó varla geti hann talist vera með neinum glæsibrag. Vegna lengdar og umfangs hefur ekki allt- af tekist að sneiða hjá endurtekn- Lúðvík Geirsson ingum. Þó fyrir komi orðalag eins og »að versla sokka« sem málkennd undirritaðs getur hreint ekki með- tekið er heildin í stórum dráttum hnökralítil. Prentviliur eru þónokk- uð margar, líkast til of margar ef höfð er í huga sú mikla vinna sem hlýtur að hafa verið lögð í verkið að öðru leyti. Kaflar eru tölusettir í efnisyfirliti en ekki með fyrirsögn- um og má hugsanlega kenna það gáleysi. Þó svö geti virst sem verslun byggist á töflum og talnaspeki er þetta engin þurr lesning heldur þvert á móti. Lífsins gangur markast svo mikið af því sem maður getur veitt sér eða með öðrum órðum því sem maður getur — keypt! Vörurnar í búðarhillunum lýsa því betur en ann- að hvernig fólkið lifir frá degi til dags. Og mörg sérkennileg og minn- isstæð manngerðin kemur þarna við sögu. Höfundurinn, sem er blaða- maður, gerir sér ljóst hvað frétt- næmt gat taiist á hveijum tíma. Þar sem þetta er í raun afmælis- rit sem notið hefur styrks úr ýmsum áttum sýnist fátt hafa verið sparað til útgáfunnar. Þarna er t.d. birtur fjöldi mynda, sumar teknar í árdaga ljósmyndunar á íslandi. Þetta er blaðamannasagnfræði af viðameira taginu. Tíma þeim, sem varið er til að lesa þessa bók, er því hvergi á glæ kastað. Erlendur Jónsson FULL BÚÐ FYRSRU 5flAR AF AHUGAVERÐUM BÚNAÐI VIÐ ALLRA HÆFI: ■ Nýjar tölvur ■ Nýir prentarar ■ Margmiölun ■ Rekstrarvörur Miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 13:30 og 16:00 ■ Netvæðing fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki ■ Nýir möguleikar í hugbúnaði fyrir vinnuhópa Micmsoft Wordlbrfect Velkomin í EJS búbina »:/isr 3j mtnm DAEWOO TEXAs Instruments EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10 • Sími 63 3000 í ,■)')(!í‘V . íi.-.—1)4 v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.