Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Tryggvi Þormóðsson
Lífið vaknar í vorsólinni
LÍFIÐ er að kvikna um leið og sólin nær að verma móður jörð.
Þessi könguló varð á vegi yósmyndarans austur í Hveragerði
og hafði svo sannarlega spunnið sinn vef af kostgæfni.
Jón Baldvin
Hannibalsson um
Smugudeiluna
Allai’ líkur
á óbreyttu
ástandi
þetta árið
SVARBRÉF Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra við bréfí
Tsjemomyrdins, forsætisráð-
herra Rússlands, vegna veiða
íslenskra skipa í Smugunni verð-
ur væntanlega sent í dag.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir að íslend-
ingar, Rússar og Norðmenn eigi
sameiginlegra hagsmuna að
gæta að því er varðar nýtingu
og varðveislu fískistofna á Norð-
ur-Atlantshafi. Hann segir að
óformlegar viðræður hafi átt sér
stað bæði við Norðmenn og
Rússa um veiðar í Barentshafi.
„Því miður hafa þessar við-
ræður ekki leitt til neins árang-
urs en við látum einfaldlega í
t Ijós þá ósk, að samkomulag geti
tekist um reglur byggðar á vís-
indalegum forsendum að því er
varðar þessar veiðar, sem og
nýtingu annarra stofna, þar sem
þjóðimar eiga sameiginlegra
hagsmuna að gæta,“ segir hann.
Jón Baldvin segir litlar líkur
á að niðurstaða fáist af úthafs-
veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna en segist binda vonir við
að málamiðlun náist á næsta
ári. Hann segir að ýmislegt
standi í vegi fyrir því að hægt
verði að fínna lausnir í viðræðum
við Norðmenn og Rússa, sem
koma megi í framkvæmd á þessu
ári. „Út af fyrir sig tel ég allar
líkur á því að við verðum að búa
við óbreytt ástand þetta árið en
geri mér fastlega vonir um að
tíminn verði nýttur til að und-
irbúa samkomulag sem gæti
kannski komið til framkvæmda
á næsta ári,“ segir hann.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Vélsleða-
menn í
sumarskapi
NOKKRIR vélsleðakappar fóru
geyst á Ósnum við Bolungarvík
að loknu íslandsmótinu í vél-
sleðaakstri, sem fram fór á
ísafirði um helgina. Hér skvetta
Stefán Bjarnason og Davíð Ólafs-
son á Ski-Doo vatninu í allar átt-
ir. Vélsleðar virka ágætlega í
vatnaakstri, þó þeir virki best á
snjó. Með vatnaakstrinum kór-
óna vélsleðakappar lokin á
keppnistímabilinu og komast um
leið í rétta sumarskapið.
■ Meistarataktar/7
OECD segir ýmislegt benda til breytinga í
efnahagslífi á Islandi á næstu árum
Bati mögulegur í
lok þessa áratugar
STJÓRNVÖLDUM hefur tekist að halda verðbólgunni í skeíjum og
lækkun vaxta markaði mikilvæg tímamót í efnahagsmálum. Þrátt fyr-
ir nokkur vonbrigði hvað varðar þróun þjóðartekna og horfur um kyrr-
stöðu á næstu árum, hillir undir eflingu þorskstofnsins, bæði vegna
ábyrgari stefnu stjórnvalda í sjávarútvegsmálum og vegna hagstæðari
umhverfísskilyrða í sjónum. Gildistaka EES-samningsins, sterk staða
íslands varðandi nýtingu náttúruauðlinda af ýmsu tagi og hátt
menntunarstig þjóðarinnar skapa möguleika á að takast megi að snúa
efnahagsþróuninni til betri vegar þegar líður á áratuginn.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
ársskýrslu OECD, efnahags- og
þróunarstofnunarinnar, um íslensk
efnahagsmál. í skýrslunni segir,
að á síðasta ári hafi landsfram-
leiðslan aukist um 1%, sem hafí
verið betri niðurstaða en búist hafi
verið við og hagvöxtur verið vel
yfír meðaltali OECD-landa í Evr-
ópu. Ósennilegt sé að þessi hag-
stæðu áhrif endurtaki sig á þessu
ári. Þorskveiðikvótinn hafi verið
skorinn niður og litlar líkur á að
hann verði aukinn á árinu. Allar
líkur séu á að viðskiptajöfnuðurinn
snúist í lítilsháttar halla, nema til
komi veruleg verðhækkun á fiski á
heimsmarkaði. Tekjusamdráttur
haldi aftur af eftirspurn heimilanna
og atvinna gæti dregist saman.
Samið hafi verið um óbreytta
launataxta og skattar á einstak-
linga geri varla meira en að jafna
út samdráttaráhrifin. Þá sé stefnt
að samdrætti í útgjöldum hins opin-
bera og spáð áframhaldandi sam-
drætti í ijárfestingu atvinnuveg-
anna, þótt búast megi við jákvæð-
um áhrifum vegna lækkandi vaxta.
Þegar á allt sé Iitið megi gera
ráð fyrir að landsframleiðsla drag-
ist saman um 1% og atvinnuleysi
haldi áfram að aukast og verði að
meðaltali um 6%. Verðbólga á
mælikvarða neysluvöruverðlags
gæti hins vegar orðið lægri en opin-
berar spár bendi til (2%) og jafnvel
engin í árslok.
OECD segir að langvarandi lægð
í þjóðarbúskapnum sé gjaldið sem
íslendingar þurfí að greiða fyrir
óhjákvæmilega eflingu þorsk-
stofnsins vegna ofveiði um árabil.
Ef takast eigi að ná fram hámarks-
nýtingu á þessari auðlind verði
stjórnvöld að fylgja ráðleggingum
fiskifræðinga og miða veiði við það
sem þeir telja öruggt. Núverandi
kvótakerfi sé prýðilegt og sann-
gjarnt fyrirkomulag til að ná fram
hagkvæmni. Þróunarsjóður sjáv-
arútvegsins verðskuldi stuðning,
sérstaklega ef hann verði fjár-
magnaður með auðlindaskatti.
Slíkt gjald megi réttlæta með því
að benda á þá auðlindarentu sem
gangi til kvótaeigenda og jafnframt
sé auðlindaskattur hagkvæm tekju-
öflun fyrir ríkið, segir OECD.
Umbóta þörf i landbúnaði
OECD segir að í landbúnaði sé
frekari umbóta þörf. Stuðningur
við íslenska bændur í formi verð-
og framleiðslustjórnunar hafi verið
með því mesta sem þekkist innan
OECD. Verðmyndun, sem byggist
á kostnaðarframreikningi og
ákveðin sé í nefndum og ráðum,
ásamt ákvæðum um hámarks-
álagningu í heildsölu, dragi úr
hvata til þess að nota bestu fram-
leiðslutækni til að ná hámarks hag-
kvæmni. Þetta fyrirkomulag beri
að leggja af hið fyrsta og taka í
staðinn upp kerfí þar sem markaðs-
öflin ráði.
Olíu var
hellt í
klóakið
Siglufirði. Morgunblaðiö.
TALSVERT hefur borið á því
í vor og vetur að olíu hafi
verið hellt niður í klóak í bæn-
um, hvort sem ástæðan er
hugsunarleysi eða prakkara-
skapur.
Hefur olían borist inn í hí-
býli ijölda fólks, meðal annars
upp um niðurföll. Annaðhvort
hefur olíunni verið hellt niður
um niðurföll á götum úti eða
innandyra. Megna olíulykt
leggur um heimili margra og
hefur fólk þurft að fylla bað-
ker með vatni og líma fyrir
niðurföll í vöskum til þess að
bregðast við þessu.