Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJORGINGI-
MUNDARDÓTTIR
tlngibjörg Ingi-
mundardóttir
var fædd 11. febr-
úar 1923 að Hala í
Djúpárhreppi. Hún
lést í Landspítalan-
um 9. maí sl. eftir
stutta sjúkrahús-
legu. Hún fluttist
ung til Keflavíkur
með foreldrum sín-
um, þeim Ingi-
mundi Jónssyni
kaupmanni og Sig-
ríði Þórðardóttur
húsfrú. Eignuðust
þau átta börn en
þrjár dætur komust til fullorð-
insára: Kristín, fædd 11. maí
1916 gift Þorsteini Jóhannes-
syni útgerðamanni í Garði,
Ingunn fædd 15. febrúar 1920,
maður hennar var W.H. Risner
sem er látinn en hún býr í
Ameríku, og Ingibjörgu. Ingi-
björg giftist Jakobi Indriða-
syni frá Asatúni sumardaginn
fyrsta 1948, hann lést 29. mars
1991. Saman áttu þau sjö börn.
Þau eru: Sigríður Gróa, mat-
ráðskona, f. 25. september
1947; Ingunn Kristín, kennari,
f. 3. október 1948, maður henn-
ar er Guðmundur Páll Ólafs-
son, dætur þeirra eru Ingi-
björg Snædal og Halla; Guðný,
f. 8. apríl 1950, d. 16. apríl
1950; Kristinn, starfsmaður
Síldarvinnslunnar á Norðfirði,
f. 16. janúar 1953; Elín Jónína
hjúkrunarfræðingur, f. 28. jan-
úar 1954, börn hennar eru
Jakob Snævar og Jóna Marín;
Ingimundur, kjötiðnaðarmað-
ur, f. 26. maí 1957; og Helga,
gjaldkeri, f. 19. júní 1962,
maður hennar er Olafur Ingi
Jónsson, börn þeirra eru Jón
Gunnar og Hjördís.
Utför Ingibjargar verður
gerð frá Keflavíkurkirkju í
dag.
STÚLKA var skírð Ingibjörg eins
og föðuramman og föðursystir
hétu. Og Ingibjargirnar urðu fleiri.
Þtjú bamaböm ömmunnar vom
Ingibjargir og með næstu kynslóð
fjölgaði þeim enn. Þetta er eins
konar ætt Ingibjarga og fram á
þennan dag hafa stúlkur erft
gæfuríka nafnið.
Ingibjörg Ingimundardóttir ólst
upp í Hala til 10 ára aldurs ásamt
tveimur eldri systrum sínum er upp
komust. Elst þeirra er Kristín sem
gift er Þorsteini Jóhannessyni út-
gerðarmanni í Garði en í miðið var
Ingunn Jóna Risner sem er ekkja
búsett í Bandaríkjunum.
Búskapnum í Hala lauk árið
1933. Þá vom erfiðir tímar til
Blómastofa
Friöfinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öfl kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
m
sveita; kreppa og al-
menn fátækt. Hjónin
höfðu misst drengina
sína tvo, föðurarfleifð
Sigríðar var seld. Brýr
vom brotnar. Leiðin
lá til Keflavíkur og
þar kom búfræðings-
og lýðháskólamennt-
un Ingimundi til góða
við að stofna verslun.
Þá var Keflavík lítið
sjávarþorp og Ingi-
mundarbúð einnig lítil
matvöra- og allra-
handa-verslun. Kefla-
vík óx hratt og varð
allstór bær iðandi af vinnandi
mannfólki og umsvif í Ingimundar-
búð jukust — einkum þó eftir að
þangað var ráðinn glaðvær dugn-
aðarforkur, Jakob Indriðason, frá
Asatúni í Hrunamannahreppi.
Jakob var hvers manns hugljúfi;
grandvar til orðs og æðis og hrók-
ur í vinahópi. Hann kynntist kaup:
mannsdótturinni Ingibjörgu. í
lundemi var hún í mörgu ólík hon-
um, fremur ómannblendin en ljúf
og rólynd. Hún fór dult með tilfinn-
ingar sínar; en mannkostir hennar
vom í mannlegum gæðum.
Þau Ingibjörg og Jakob stofnuðu
eigin verslun, Brekkubúð, eftir að
Jakob hafði unnið hjá tengdaföður
sínum í 18 ár. Þau byijuðu smátt,
versluðu fyrst í bílskúr við heimili
sitt sem varð hluti vinnustaðarins.
Jafnhliða því sem börnin uxu úr
grasi og tóku til hendinni stækk-
aði Brekkubúð, viðbygging á við-
byggingu. En allt fram streym-
ir ... Börnin urðu fullorðin. Hjónin
hættu búðarrekstri og skyndilega
kvöldaði þegar Jakob dó árið 1991.
Þrátt fyrir allar dyggðir Jakobs
var Ingibjörg kjölfestan í sambúð
þeirra. Hún var staðföst og bjó
yfir ró og hugarþeli sem brást aldr-
ei. Ég man ekki eftir að hafa
kynnst rólyndari konu. Hún virkaði
sem högghlíf á hamagang og læti,
á áhyggjur og streitu og það var
ekki lítils virði í endalausu striti.
Ingibjörg var seintekin og tók
ekki öllum. Við fyrstu kynni okkar
kom ég óvænt á heimili þeirra. Það
var á matmálstíma og hún bauð
mér upp á verkamannasteik með
þeim orðum að ef ég gæti borðað
þennan mat með ánægju þá væri
ég velkominn til borðs með þeim.
í loftinu lá — annars ekki. Þessi
öndvegis kona var ekki gefin fyrir
hégóma og duttlunga. Hún var
raunagóð og ávallt boðin og búin
ef hjálpar var þörf.
Þótt mér sé ljúft að viðurkenna
að Jakob væri mér meiri félagi en
Ingibjörg þá geri ég ekki upp á
milli vináttu þeirra og hlýju í minn
garð. Ingibjörg fór bara svo fínlega
með tilfinningarnar. Á seinni árum
var þó áberandi að hún kiökknaði
í miðri setningu þegar eitthvað
gladdi hana eða syrgði. Þá var
Erfídrykkjiir
Glæsileg kaííi-
hlaðborð íiillegir
sítlir og mjög
gpð jijómista.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HÚTEL LOnLEIBIft
MINNINGAR
auðsærra en áður að innan við
skynsamlegt fálæti hennar var
hjartarík gæðakona. Barnabörnin
fóra nærri um það.
Ingibjörg átti barnaláni að fagna
og á ævikvöldinu naut hún ein-
stakrar umhyggju. Hennar blessun
var að búa hjá Helgu, Ólafi Inga
og börnunum. Örlæti þeirra og
natni er fágæt nú til dags en alveg
í anda Ingibjargar og Jakobs.
Blessuð veri minning Ingibjarg-
ar Ingimundardóttur. _
Guðmundur Páll Ólafsson.
Okkur langar sambýlisfólkinu á
Norðurgarði 7 síðastliðin þijú ár,
að minnast móður, tengdamóður
og ömmu, Ingibjargar Ingimundar-
dóttur. Þegar pabbi, tengdafaðir
og afi dó fluttum við til ömmu, því
heilsu hennar var aðeins farið að
hraka. Sambýli okkar gekk alger-
lega áfallalaust.
Amma var barnabörnum sínum
góð og þau glöddu hana með nær-
veru sinni, henni fannst lífið auð-
veldara með svolítin eril í kringum
sig. Oft gerði hún okkur foreldmn-
um kleift að bregða okkur frá
stund og stund, eins eftir að móðir-
in fór að vinna var alveg sjálfsagt
að brúa bilið milli leikskólatíma og
þar til vinnudegi lauk. Allt gekk
upp, allir fengu sitt og voru ánægð-
ir. Börnin sakna ömmu sinnar og
skilja ekki vel hvernig lífið endar.
Húsið er svo tómt án hennar. Við
fengum þó smá aðlögun á meðan
hún dvaldi þessa fáu daga á sjúkra-
húsinu. Þau sættast helst á það
að nú eru amma og afi komin sam-
an aftur, heilbrigð og hamingjusöm
hjá Guði.
Margt gerðum við saman þessi
ár og eru minningarnar góðar.
Vinir okkar voru hennar vinir og
vinir hennar okkar vinir. Alltaf ef
við fórum eitthvað komu Ella og
fjölskylda hennar eins og sjálfgefið
og voru hjá ömmu eða eitthvert
hinna systkinanna. Alltaf vora
lausnir, okkur fannst við aldrei
bundin eða þvinguð af sambýlinu
og amma ánægð að vera okkur
ekki til byrði. Núna þegar hún fékk
þetta áfall og fahn að ekki var
afturkvæmt heim var eins og eilífð-
in kallaði.
Elsku mamma, tengdamóðir og
amma, okkur langar að þakka þér
samveruna og við eigum eftir að
sakna þín. Góður Guð býður þér
ból í eilífðinni. Takk fyrir allt.
Helga, Óli, Jón Gunnar og
Hjördís.
Elsku amma.
' Ég sakna samveru þinnar, ég
þakka þér fyrir allar okkar góðu
stundir í Norðurgarðinum.
Þú sagðir mér frá gömlu dögun-
um þegar þú varst stelpa. Það var
svo notálegt að vera með þér á
morgnana að læra, þú varst líka
svo þolinmóð og dugleg að spila
við mig.
Elsku amma mín, ég vona að
þú hafir það gott hjá afa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. frá Presthólum)
Þín, Jóna Marín.
MARGRÉT
ÁSMUNDSDÓTTIR
+ Margrét Valdís
Ásmundsdóttir
húsmóðir fæddist
20. júní 1925 á
Akranesi. Hún iést
á Vífilsstaðaspítala
11. maí 1994. For-
eldrar hennar voru
Ásmundur Bjarna-
son frá Bæjarstæði
á Akranesi og Hall-
dóra Gunnarsdóttir
frá Fellsaxiarkoti í
Skilamannahreppi.
Eftirlifandi eigin-
maður Margrétar
er Þórir Haralds-
son vörubílstjóri sem hún gift-
ist 1948. Margrét eignaðist eina
dóttur, Hallfríði, f. 1945, með
Skúla Sigurðssyni. Börn henn-
ar og Þóris eru: Hafberg, f.
1949; Ásmundur Ingimar, f.
1951; Halldóra, f. 1952; Sigurð-
ur Helgi, f. 1953; Þórir, f. 1955;
Benedikt, f. 1960 og Bjarni, f.
1962. Útför Margrétar verður
gerð frá Langholtskirkju í dag.
GAKK þú hjóður um garð náung-
ans, aldrei er að vita hvað tíminn
ber í skauti sínu, enginn veit hve-
nær kveður hinsta sinni vini og
venslaða.
Við hittumst og kveðjumst, en
vitum ekki hvort finnumst aftur,
þannig var það er við hjónin fundum
mágkonu mína Margréti Ásmunds-
dóttur á Vífilsstöðum, en hún var
búin að liggja þar langa sjúkdóms-
legu og beijast við erfiðan lungna-
sjúkdóm sinni hetjulegu baráttu,
sem þó er alltaf vonlaus, því alltaf
er það dauðinn sem að lokum sigr-
ar hversu hetjulega sem er barist
og svo fer fyrir okkur öllum, þetta
er leiðin okkar allra, en samt bjugg-
umst við, og vonuðum að geta hitt
hana einu sinni enn, því þó mikið
væri af henni dregið og dauðinn
hefði bersýnilega tekið hana frá og
ákveðið hennar aldurtila, þá vorum
við ekki svo spök að við sæjum
þann dag fyrir okkur, þegar hún
sagði með glöðum rómi en brostnu
þreki þó: Eg er svosem ekkert að
fara að deyja, þið megið ekki taka
það svoleiðis, þá tókum við undir
það með henni og sögðum að við
værum heldur ekki að hugsa um
það og vikum talinu að öðru, hún
var furðu hress þó sýnilega væri
nokkuð af henni dregið og hún dott-
aði eða mókti öðrahvora, - hún var
örmagna og þreytt og féll í stutt
mók milli þess að hún talaði af full-
um skýrleik og gamansemi, - hún
virtist vera með fullri rænu og
reyndi að láta sem minnst á því
bera sem þjáði hana mest.
Þó það færi ekki milli mála að
farið væri að styttast í fyrir henni,
bjuggumst við ekki við að svona
væri það langt komið, en þetta sýn-
ir okkur best hvað við eram lítils
vitandi um líðan’annara, því næst
er við komum í heimsókn urðum
við slegin flemtri og nokkuri furðu
þegar við sáum að búið var að setja
miða á hurðina hennar, sem ekki
gat þýtt nema það eitt: Hún var
búin að kveðja.
Það var ekkert annað en fara og
skilja eftir kveðju, sem við báðum
hjúkrunarkonuna að skila, svo sner-
um við heim á leið, en margar hugs-
anir leituðu á hugann.
Ung voru þ_au Þórir bróðir minn
og Margrét Ásmundsdóttir þegar
þau reistu sér heimili í sárri fátækt
og við erfiðar aðstæður; féleysi og
húsnæðisvanda, sem margir urðu
að stríða við á þeim árum, en með
samheidni og dugnaði tókst þeim
að byggja sér draumahúsið við
Langholtsveg 169a og yndislegan
garð á baklóðinni, sem er stolt og
unaður allrar fjölskyldunnar; þar
vaxa bjarkir, greni og aspir auk
runna af ýmsum tegundum og hin-
um fegurstu sumarblómum, -- þar
var ósjaldan boðið upp
á kaffi og kræsingar í
garðinum í góðu veðri
að sumarlagi og var
þess þá neytt í ferskri
blómaangan við spjall
um landsins gagn og
nauðsynjar og gjarnan
slegið á létta strengi.
Heimili þeirra hjóna
var fagurt og hlýlegt
og bar vott um hagsýni
og snyrtimennsku og
þar voru börnin í for-
eldrafaðmi örugg og
ánægð og svo var einn-
ig um önnur börn, sem
þar bar að garði því þau hjónin
vora bæði barngóð og hlý í viðmóti
og það eru einmitt slík atlot sem
börnin kunna að meta og þangað
sækja þau, sem vel er tekið á móti
þeim.
Nú er skarð fyrir skildi, - hús-
móðirin er horfin - og aldrei verður
það skarð fyllt og í hugum manna
sem eftir lifa er eitthvert tómarúm
og maður leitar að einhveiju, sem
mætti byggja það upp, en sú leit
er árangurslaus, því bortthvarf vin-
ar verður aldrei bætt og síst þegar
um er að ræða eiginkonu, móður
og ömmu. Sú manneskja finnst
aldrei, sem kemur í hennar stað.
Því biðjum við um handleiðslu
forsjónarinnar að veita þeim öllum
styrk í sorg þeirra og raunum og
færa þeim alla guðsblessun um
ókomna framtíð.
Fjóla og Jón.
Ómetanlegt er það, er á vegi
manns verður fólk, sem hefur
mannbætandi áhrif við nánari kynni
og samskipti. Forlögin réðu því að
svo va.rð er við kynntumst Mar-
gréti Ásmundsdóttur. Það eru nú
mörg ár síðan hún kom til hjálpar-
starfa á heimili móður okkar, í
Suðurgötu 13, á vegum Heimilis-
hjálparinnar, sem hafði á hendi
heimilisaðstoð við aldrað fólk, slíkr-
ar aðstoðar er brýn þörf. Þegar við
fyrstu kynni var öllum ljóst að hér
var komin til starfa einstök mann-
kostakona, eftirminnilega jákvæð,
sem hafði mjög góð áhrif á annað
fólk. Er ekki að orðlengja það að
með Margréti og móður okkar tókst
djúp og innileg vinátta, sem entist
móður okkar til hinstu stunda.
Margrét gæddi daglegt líf hennar,
sem þá var lifað í myrkri, birtu og
yl. Iðulega fóru þær saman út að
ganga um Miðbæinn. Margrét var
þá eins og stundum er sagt bæði
eyru og augu hinnar öldruðu vin-
konu sinnar. Aldursmunurinn var
mikill, en þær áttu það sameigin-
legt að hafa mikla ánægju af sam-
skiptum við annað fólk. I einni slíkri
gönguferð hér í Miðbænum, sátu
þær á bekk og voru að tala saman,
er kunnur ljósmyndari gekk fram á
þær á bekknum, það mun hafa ver-
ið Gunnar heitinn Hannesson. Ber-
sýnilega taldi þær „gott mótív fyrir
mannlífið“. Annaðhvort birtist þessi
í mynd í blaði eða bók, síðar. Um
árabil var koma Margrétar ætíð
eitt mesta daglega tilhlökkunarefn-
ið í Suðurgötunni. Þegar móðir okk-
ar talaði um Margréti við okkur og
aðra, var jafnan talað um: Mín
Margrét, (að hætti danskra). Okkur
var það gleðiefni að sjálfri þótti
Margréti mjög vænt um þetta.
Með þessu tilskrifi viljum við
systkinin þakka Margréti fyrir hin
ógleymanlegu kynni við hana.
Þakka henni alla þá elsku, tryggð
og umhyggju sem hún sýndi alla
tíð móður okkar, og fyrir það sem
hún var henni, fyrir þá birtú sem
hún varpaði yfir ævikvöld hennar,
það verður ekki fullþakkað.
Þóri Haraldssyni á Langholts-
vegi, bömum þeirra hjóna og öðrum
ástvinum sendum við samúðar-
kveðjur. Útför Margrétar fer fram
í dag.
Sverrir Þórðarson.