Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HREFNA TYNES
+ Hrefna Sam-
úelsdóttir Tynes
fæddist 30. mars
1912 að Tröð
Súðavíkurhreppi,
N.—ís. dóttir hjón-
anna Amalíu Rögn-
valdsdóttur frá
Uppsölum í Seyðis-
firði við ísafjarðar-
djúp og Samúels
Jóns Samúelssonar,
Alftafirði vestra.
Hrefna lést í
Reykjavík 10. maí
1994. Hún lauk
prófi frá Unglinga-
skóla Isafjarðar
1928 og stundaði enskunám í
einkatímum. Hún fór 26 ára til
Siglufjarðar og starfaði þar á
skrifstofu bæjarfógeta
1928-31. Þar kynntist hún til-
vonandi eiginmanni sínum,
Sverre H. Tynes, og gengu þau
í hjónaband 1931. Síðan fluttust
þau til Noregs og dvöldu þar
um sjö ára skeið, þar á meðal
öll stríðsárin. Þau áttu þrjú
börn: Ástu, f. 1932; Ottó, f.
1937, og Jón, f. 1945. Sverre
lést árið 1962. Hrefna var
skátaforingi á Siglufirði
1929-39, í Noregi til 1945 og
í Reykjavík til 1956 og vara-
skátahöfðingi frá 1948 til 1968.
Hún var forstöðukona Kven-
skátaskólans á Úlfljótsvatni
1947-56, í Zontuklúbb Reykja-
víkur frá 1950, formaður þar í
eitt tímabil og fulltrúi Zonta í
Norðurlandaráði frá 1961. Hún
var ráðunautur fyrir Reykjavík
í Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunn-
ar frá 1961, ritari í Kirkjukóra-
sambandi Reykjavíkurprófasts-
dæmis, formaður kirkjukórs
Nessóknar og formaður kven-
félags Neskirkju í rúm 20 ár.
Hún vann á biskupsstofu í
nokkur ár og einnig sat hún
um skeið í stjórn Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Hrefna var
sæmd æðstu heiðursmerkjum
skátahreyfingarinnar á íslandi
og forseti íslands sæmdi hana
riddarakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1980. Hún var
heiðursfélagi í kvenskátafélag-
inu Valkyrjum á Siglufirði,
Kvenskátafélagi Reykjavikur
og skátafélaginu Ægisbúum i
Reykjavík. Hrefna samdi og gaf
út söngbók fyrir ljósálfa.
Hörpuútgáfan gaf út bókina
Tendraðu ljós árið 1992 í tilefni
af 80 ára afmæli Hrefnu. í
henni eru greinar og ljóð eftir
hana. Hrefna tók þátt í skáta-
starfi til siðustu stundar. Hún
starfaði með St. Georgsgildun-
um á íslandi, sem er alþjóðleg-
ur félagsskapur eldri skáta og
þeirra sem styðja skátastarf,
og var í hópi kvenna sem hitt-
ust reglulega og héldu hópinn
sem skátar. Útför hennar verð-
ur gerð frá Neskirkju i dag.
í DAG, á þjóðhátíðardegi Norð-
manna, verður elskuleg amma mín,
Hrefna Tynes, borin til grafar. Mik-
ill er missirinn þegar höfuð fjöl-
skyldunnar og andlegur leiðtogi er
fallinn frá.
Amma var elst sjö systkina og
þurfti ung að bjarga sér og bera
ábyrgð. Hún var fæddur foringi.
Iðjusemi og andlegt úthald voru
henni í blóð borin. „Að gefast ekki
upp“ er viðkvæði ljósálfanna og er
óhætt að segja að hún amma hafí
lifað lífrnu með það að leiðarljósi.
Andlegt þrek hennar var slíkt að
þrátt fyrir að hún væri varla fóta-
fær þessi síðustu ár, þá var hugur-
inn svo fijór og uppfullur af áform-
um, s.s. að fara til Noregs nú í
sumar. Já, hún amma hélt ótrauð
áfram lífsgöngunni, þó svo að lík-
amlegur kraftur hennar væri senn
á þrotum. Hún hafði gífurlegan
viljastyrk.
Hrefna amma var engin „venju-
leg“ amma. Hún var sérstaklega
bamgóð kona. Hún vildi vera amma
allra bama. Það gladdi hana líka
mikið að vera kölluð
amma af börnunum í
sunnudagaskólanum í
Neskirkju. Og börnin
löðuðust líka að henni.
Það var ekki síst því
að þakka hvað hún
hafði mikla frásagnar-
gáfu, var hugmyndarík
og uppfinningasöm.
Hún gat samið sögur
jafnóðum. Svo spilaði
hún á gítar, samdi ljóð
og bjó til alls kyns leiki.
Langflest böm þekkja
t.d. vísurnar hennar
um hjálpsama jóla-
sveininn; „í skóginum
stóð kofi einn, sat við gluggann
jólasveinn." Hugur hennar til barna
lýsir sér best í ljóði sem hún orti
eitt sinn:
Hér situr hún amma og hugsar með sér,
hvílík dásemd það er sem að hlotnast mér hér.
Það er hreint eins og himinninn færist mér nær,
þegar ungviðið masar og hlær.
Bestu blómin mín smá, já mig langar að fá
að hlúa að þeim meðan ég kraftana á.
Bömin þau verða um ævinnar skeið
það ljós sem að lýsir upp leið.
Frá því að ég man eftir mér hef
ég litið með aðdáun og stolti til
ömmu. Mér fannst hún kunna allt
og geta allt. Einu sinni bjó hún til
á mig grímubúning úr mjólkurfem-
um, skrifaði „Fröken Nýmjólk" á
magann og teiknaði stóran svartan
rennilás á bakið og skrifaði „opnist
hér“. Mikið var ég hreykin þegar
ég tók við 1. verðlaunum fyrir besta
búninginn og gat sagt: „Hún
Hrefna amma bjó hann til!“ Annað
lýsandi dæmi um barnslega aðdáun
mína á ömmu minni er að iðulega
þegar ég var spurð um hvað ég
ætlaði að verða þegar ég yrði stór,
þá var svarið; skátahöfðingi eða
trúboði!
Amma var mjög trúuð kona. Hún
falaðist aldrei eftir veraldlegum
gæðum. Ef aðeins hún gæti látið
gott af sér leiða og rétt fram hjálp-
arhönd, þá var hún ánægð. Það
má segja að kærleikurinn við ná-
ungann og boðskapur kristinnar
kirkju hafí átt hug hennar allan.
Og svo uppsker maður sem maður
sáir. Amma átti órafjölda vina bæði
heima og erlendis. Fjöldi fólks, m.a.
úr skátahreyfingunni, hefur haldið
tryggð við hana í gegnum árin.
Sömuleiðis hefur hún ræktað sína
vini. Mér er mjög minnisstætt að-
fangadagskvöld fyrir tveimur árum
þegar amma dvaldi á heimili okkar
Pálma. Henni höfðu borist nokkur
hundruð jólakort víðs vegar að úr
heiminum. Þetta voru engin venju-
leg jólakort, heldur margra síðna
bréf með myndum o.fl. Mikið var
gaman að sjá áhuga og ánægju
ömmu þegar hún opnaði hvert bréf-
ið á fætur öðru og alltaf rifjaðist
upp fyrir henni atvik frá gamalli
tíð. Hún hafði frá svo ótalmörgu
að segja.
Þótt aðskilnaðurinn sé erfiður og
söknuðurinn sár, þá gleðst ég engu
að síður yfir því að elsku Hrefna
amma hafi nú fengið hina eilífu
hvíld og sofnað svefninum langa.
Það hafði háð henni undanfarin ár,
hve líkaminn var orðinn lúinn. Sam-
verustundir okkar, sem voru marg-
ar og Ijúfar, eiga eftir að verða
mér gott veganesti á lífsleiðinni.
Ég mun alltaf geyma minningu
Hrefnu ömmu í hjarta mér.
Kvöldvers eftir Hrefnu Tynes
Góði Guð,mér líður vel, -
mig ég þinni forsjón fel.
Á mér, Guð minn, hafðu gætur,
annast þú mig daga’ og nætur.
Vertu öllum skjól og vöm,
blessa, Faðir, öll þín böm.
Salome Tynes.
Mig langar að skrifa nokkur fá-
tækleg kveðjuorð til stórrar konu,
sem kom inn í líf mitt þegar ég var
að stíga mín fyrstu skref út í lífið.
Ég var svo heppin að hún Hrefna
Tynes varð tengdamóðir mín og
MINIMINGAR
amma barnanna minna. Mikið gaf
hún af sér og til margra, en mest
þó til bama sinna og barnabarna.
Hún ólst upp í afskekktri sveit,
hjá ástríkum foreldrum og fór ung
stúlka til Siglufjarðar þar sem hún
hitti manninn sinn hann Sverre.
Hún fluttist með honum til Noregs
og sat þar í hemumdu landi á stríðs-
árunum með alla þá erfiðleika sem
það bauð uppá og bjó það með henni
allt lífið. Hún gekk í gegnum svo
margt hún Hrefna en við hveija
raun efldist hún. Eftir stríð kom
hún heim til íslands og gaf skáta-
starfmu og æskunni alla sína
krafta. Ótal margar stundir áttum
við saman og ræddum heimsmál,
landsmál og andleg mál og í öllu
var hún jafn fijó en andlegu málin
áttu þó hug hennar mestan. Hún
gaf þeim sem vora henni næstir
allan þann skilning sem þeir þurftu,
hún gaf börnum sínum og barna-
börnum ást og öllum kærleik, kraft
og þor. Mér fínnst líka að hún boði
í svo mörgum af ljóðum sínum og
greinum kærleik, trú og styrk.
Ég vil kveðja þig Hrefna mín
með þínum eigin orðum:
Ef frelsaranum fylgir þú
og fetar sporin hans
er öll þín athöfn von og trú
í anda kærleikans.
(H.T.)
Bryndís.
í hálsakoti kúri ég hjá ömmu
minni, henni Hrefnu ömmu, sem
kyssir mig og hlær. Litli anginn
minn segir hún, enda vorum við öll
barnabömin „immið" (himneski)
hennar ömmu. Að fara í heimsókn
til Hrefnu ömmu var alltaf veisla.
Fleskipönnukökur, súkkulaðibúð-
ingur, sögustund og söngvar. Alltaf
var þó best að fara uppí til hennar
og kúra. Óendanlega ást og hlýju
fengum við bræðurnir ásamt öllum
öðram þeim sem hana umgengust
og eitt er víst að hún skildi eftir
sig kærleik sem lifa mun margar
kynslóðir.
Otto Davið og Gunnar Orn.
Þar sem góðir menn fara era
Guðs vegir. - Þessi orð norska
skáldsins Bjömsterne Bjömsson
koma í hugann, þegar ég sest niður
til að minnast Hrefnu Tynes. Hún
var einstök kona - góð í bestu og
víðustu merkingu þess orðs.
Að leiðarlokum leitar hugurinn
til horfinna daga. - Minningamar
streyma fram.
Ég var rétt orðin 17 ára, þegar
ég feimin og uppburðarlítil, kom
fyrst inn á heimili Hrefnu og Sverre.
Mér var teki opnum örmum af þeirri
hlýju og góðvild sem Hrefnu var
svo eiginleg, þá tengdumst við þeim
kærleiksböndum sem ekki hafa
rofnað þrátt fyrir ágjöf í lífsins
ólgusjó. Heimilislífið á Grenimeln-
um er mér ógleymanlegt - þar réði
gleðin ríkjum - Sverre, þessi hægl-
áti og prúði Norðmaður, var mikill
húmoristi, Amalia amma, móðir
Hrefnu, sem átti þar heimili sitt
síðustu árin, var glöð og skemmti-
leg kona og Hrefna - hún var engri
lík, hafði alltaf tíma fyrir allt og
alla. Gestagangur var mikill og all-
ir voru velkomnir. Það var sungið,
spilað og farið í leiki, haldnar kór-
æfingar, fundir og ungmennum
leiðbeint. Þessi sterka og lífsreynda
kona hafði svo miklu að miðla.
Kærleikur hennar og umhyggja
fyrir börnum okkar Ottos, verður
aldrei fullþökkuð. Hún kallaði þau
sólargeislana sína, kenndi þeim
bænir - sögur og söngva og var
þeim andlegur leiðtogi og óþijót-
andi viskubrannur. Þegar Sverrir
var 10 ára og Hrefna komin fast
að sextugu, lét hún sig ekki muna
um að taka að sér ylfingahóp í
Vesturbænum. Skátastarfinu sem
hún hafði helgað krafta sína frá
unga aldri varð drengurinn hennar
líka að kynnast. Þessi hópur fjör-
mikilla stráka, kölluðu allir foringja
sinn Hrefnu ömmu og þegar vora
tók og strákana langaði í fótbolta
í stað skátafundar var það auðsótt
mál - hún var í marki.
Guð notar huga og hendur mann-
anna til að framkvæma vilja sinn.
Til hinstu stundar starfaði Hrefna
Tynes í anda hans og bar birtu og
yl á veg samferðamanna sinna. Ég
kveð hana með orðum Matthíasar
Jochumssonar:
Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér
þú logar enn.
I gegnum bárur brim og voðasker
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá sem bam ég þekkti fyr.
Blessuð sé minning hennar.
Birna Björnsdóttir.
Kallið kom, hún amma er farin.
Nú fá aðrir að njóta alls þess sem
við höfum notið allar þær stundir
sem hún var með okkur. Hrefna
amma sat aldrei auðum höndum
og frá því að ég man eftir mér var
hún að föndra, skrifa, sinna skáta-,
kvenfélags- og félagsstörfum ýmis-
konar, jafnvel allt á sama tíma.
Ljóðin sem hún orti við hin ýmsu
tækifæri áttu flest það sameiginlegt
að vera sambland af heilræðum og
dýpstu speki. Sem krakki skildi ég
þau ekki alveg en áttaði mig samt
á því að sú bjartsýni sem hún hafði
á öllu var alveg einstök. Já, hún
sá alltaf ljósið framundan.
Miklir fagnaðarfundir eiga sér
nú stað í heimi ljóssins, Hrefna er
komin heim. Þessi kærleiksríka
kona sem kenndi okkur svo margt
um ástina, óeigingirnina, gleðina
og trúna. Það er ekki hægt að skilja
sáttari viðjarðlífið heldur en Hrefna
amma gerði.
Hjörtu okkar era full af þakk-
læti og ljósi. Ljósi, sem amma hefur
skilið eftir. í hvert skipti sem eitt-
hvað bjátar á, þurfum við bara að
horfa til himins og hugsa til henn-
ar, því amma mun endurnýja raf-
hlöðurnar í ljósum okkar, ef þær
eiga til að dofna.
Elsku amma, allt það sem þú
hefur gefíð okkur verður aldrei frá
okkur tekið.
Sverrir og Stína.
Þú áttir auð er aldrei brást,
þú áttir eld í hjarta,
sá auður þinn er heilög ást
til alls hins góða og bjarta.
Til meiri starfa guðs um geim
þú gengur ljóssins vegi.
Þitt hlutverk er að hjálpa þeim
er heilsa nýjum degi.
H.T.
Hún amma er látin. í dag verður
hún borin til hinstu hvíldar og sökn-
uðurinn í hjörtum okkar er sár en
við gleðjumst einnig yfir því að hún
hefur nú fengið hina langþráðu
hvíld.
Að eiga að lýsa með fátæklegum
orðum öllu því dýrmæta sem hún
amma gaf okkur á lífsleiðinni er
nær ógerlegt. í viskubrunn hennar
sóttum við svo margt en trúin skip-
aði þar ætíð æðsta sess. Alltaf hafði
hún amma tíma til að svara óþrjót-
andi spurningum lítillar hnátu um
giið og tilveruna. Alltaf átti hún
sögu eða kvæði til að gleðja lítið
barnshjarta og létta okkur stundirn-
ar. Boðskapurinn var skýr; trúðu
og treystu guði og láttu gott af þér
leiða. Sögumar og kvæðin munu
ávallt geyma minninguna um hana
og hjálpa okkur að yfirstíga sorg-
ina. Hún tendraði ljós og það ljós
mun lýsa okkur leiðina sem ljóm-
andi stjarna skær um ókomna fram-
tíð.
Dóra Sif og Hrefna.
Kveðja frá skáta-
hreyfingunni
Velgengin æskulýðsstarfs á
borð við alþjóðlegu skátahreyfing-
una byggist að verulegu leyti á því
að þeir einstaklingar sem ganga
til liðs við hreyfmguna á unga aldr-
ei nái slíkum þroska í starfinu að
þeir finni hjá sér þörf til að Iáta
aðra njóta góðs af veru sinni og
reynslu í félagsskapnum.
Þannig einstaklingur var Hrefna
Tynes fyrrverandi varaskátahöfð-
ingp. Hún gerðist skáti 2. júní 1929
er hún og ellefu aðrar stúlkur hitt-
ust í þeim tilgangi að stofna kven-
skátafélag á Siglufirði, félag er
hlaut nafnið Valkyrjur. I grein er
hún -skrifaði í Skátablaðið 1949
um þessi upphafsár sín í skáta-
hreyfingunni segir hún: ..... við
unnum skátaheitið 6. júlí. Þeirri
stund gleymi ég aldrei. Ég held
að þá hafi ég unnið heitið upp á
lífstíð." Er Hrefna skrifaði þetta
hafði hún verið skáti í tuttugu ár.
Og nú er við kvðejum hana hinstu
kveðju era skátaárin orðin 65 og
alla hennar lífstíð hafði hún skáta-
heitið að leiðarljósi. Öll þessi 65
ár var hún meira eða minna virk
i skátastarfinu. Jafnvel á stríðsár-
unum er hún bjó í Noregi var hún
foringi yfir stúlknafélagi er starf-
aði í anda skátahreyfingarinnar
þó Þjóðveijar, er hersátu landið,
bönnuðu starfsemi skátahreyfing-
arinnar. Stuttu eftir heimkomuna
til íslands gerðist hún félagsforingi
Kvenskátafélags Reykjavíkur og
var það í 10 ár. Varaskátahöfðingi
var hún 1948-1968, en eftir það
starfaði hún að mestu innan St.
Georgsgildisins. En þá era ótalin
hin fjölmörgu trúnaðarstörf önnur
sem hún hefur innt af hendi af
mikilli elju og fórnfýsi í þágu
skátahreyfingarinnar alveg fram
undir það síðasta.
„Skátaforingi, sem hefur þessa
lífsskoðun, að það sé skátaandinn,
sem verður að efla og það sé hann,
sem eigi að ríkja, er sá rétti aðili
til að taka að sér forystu æskulýðs-
félags.“ Þannig skrifaði Hrefna og
má með sanni segja að skátaand-
inn hafi verið lífsskoðun hennar,
enda varð það hennar hlutskipit
að gegna forystustörfum í skáta-
hreyfingunni og víðar.
Én andi Hrefnu mun verða með
íslenskum skátum um ókomna tíð
eftir hana liggja margar ljúfustu
perlur skátaljóða sem hún færði
skátahreyfíngunni. Söngvar sem
munu hljóma hvar sem íslenskir
skátar koma saman við varðelda
víða um land. Slíkur var þáttur
hennar og fyrir það þakka íslensk-
ir skátar.
Bandalag íslenskra skáta þakk-
ar Hrefnu Tynes hér með framlag
hennar til uppgangs skátahreyf-
ingarinnar, tryggð hennar og hlýj-
an hug til hennar alla tíð. Við biðj-
um guð að blessa og varðveita
minninguna um þessa góðu konu.
Við sendum Q'ölskyldu hennar allri,
vandamönnum, vinum og skáta-
systkinum, innilegar samúðar-
kveðjur.
Með skátakveðju,
f.h. Bandalags
íslenskra skáta,
Gunnar H. Eyjólfsson
skátahöfðingi.
Kveðja frá skátafélaginu
Ægisbúum
Hún Hrefna er farin heim. í 25
ára sögu Ægisbúa hefur hún verið
einn traustasti bakhjarl félagsins.
Það lýsir betur en margt annað
mannvininum Hrefnu Tynes að á
fullorðinsárum fann hún sér tíma,
mitt í öllu annríkinu, til þess að
taka að sér hóp níu ára stráka og
mynda með þeim ylfingasveit.
Sendlingasveitin er ógleymanleg
öllum sem til hennar þekktu. Baldn-
ir strákar vora sem englar undir
hennar stjórn. Þó hún léti síðar af
stjórn sveitarinnar, sem þá var orð-
in skátasveit, þá fylgdist hún vel
með starfi félagsins og ekki síður
leitaði hún fregna af strákunum
sínum. Hrefna var eini heiðursfélagi
skátafélagsins Ægisbúar og sakna
skátarnir í Vesturbænum vinar, nú
þegar Hrefnu nýtur ekki lengur við
til þess að segja. okkur sögur á
kvöldvökum. Ægisbúar senda að-
standendum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Júlíus Aðalsteinsson,
félagsforingi.
Er ég lít yfir farin veg og finn
gamla slóð eru margar vörðurnar
okkar Hrefnu. Ég staldra við þá