Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 53 BRÉF TIL BLAÐSINS BRÉFRITARI telur ekkert réttlæta það bílastæðagjald sem lagt er á eigendur ósamþykktra íbúða. Söfnun til Líknar- sjóðs Langholtskirkju Frá sr. Flóka Kristinssyni: ÁKVEÐIÐ hefur verð að efna til söfnunar í Líknarsjóð Langholts- kirkju nú í maímánuði og árlega í framtíðinni. Framlögum verður veitt viðtaka við lok messugjörðar í kirkjunni á sunnudögum þennan mánuð en einnig verður hægt að koma þeim áleiðis til' sóknarprests eða kirkjuvarðar á virkum dögum á opnunartíma kirkjunnar kl. 10-12 fyrir hádegi og 2-4 síðdeg- og fjárstyrki, einkum á aðventu og jólum. Það er einlæg ósk sjóðstjórnar til safnaðarins, að hann leggi sitt af mörkum til styrktar sjóðnum nú í maímánuði svo hann muni í framtíðinni geta staðið undir því hlutverki að veita þeim lið sem mest þurfa á að halda vegna fá- tæktar og fjárhaglegra erfiðleika. Við heitum á söfnuðinn að hann sinni þessu hjálparkalli sem nú berst frá kirkjunni og sýni þannig trú sína í verki, en heiðri um leið minningu hinna ágætu hjóna sem þjónuðu söfnuðinum svo dyggilega og af svo mikilli fórnfýsi um ára- tuga skeið. SR. FLÓKIKRISTINSSON, sóknarprestur Langholtskirkju. Burt með bílastæðagjöldin Frá Ólafi Grétari Kristjánssyni: HINN 15. janúar 1987 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur reglur frá borgarverkfræðingi um inn- heimtu sérstakra bílastæðagjalda. Samkvæmt þeim skyldu eigendur ósamþykktra íbúða byggðra eftir 1965 greiða til bílastæðasjóðs hefðu íbúðirnar ekki aðgang að bílastæði á eignarlóð. Þetta er gert að skilyrði fyrir því að íbúðir fáist samþykktar nú. Væri hér um að ræða einhvers konar málamyndagjald upp á ein- hveija þúsundkalla myndi sá er hér lemur á takka láta það liggja milli hluta og taka því eins og hveiju öðru hundsbiti. En upphæð- in sem innheimt er getur numið 1,2 milljónum króna. Fyrir þennan pening fær íbúðareigandinn ekk- ert. Ekki bílastæði, ekki einu sinni leigt, ekki sérmerkingu á bíla- stæði. Ekkert. Jú, hann fær stimp- il og uppáskrift frá byggingafull- trúa, sem fyrir 15. janúar 1987 kostaði ekki neitt. Oðruvísi fást íbúðir ekki samþykktar þessi miss- erin. Rétt er að geta þess að borgar- ráð getur veitt undanþágu frá greiðslu svo hárra gjalda, og býður mér í grun að „undanþágan“ sé í raun reglan, því varla er til sá íbúðareigandi sem færi að borga 1,2 milljónir til þess að fá íbúð samþykkta sem kostar kannski þrefalda til fjórfalda þá upphæð. Og vissulega kitlar það íslenska útsöluhjartað að þurfa ekki að borga nema 340.000 fyrir það sem annars kostaði 1,2 milljónir. Ég tel þessi bílastæðisgjöld ekki réttlætanleg. Þetta er dulin skatt- heimta á íbúðarhúsnæði, bitnar á tiltölulega fáum einstaklingum og upphæðin er fáránleg. Mér er tjáð að tilgangurinn sé annars vegar sá að fjármagna byggingu bíla- stæðahúsa í miðbæ Reykjavíkur, hins vegar að stemma stigu við því að verið sé að sækja um sam- þykkt á alls kyns kjallaraholum. Það segir sig sjálft að innheimtan hlýtur að vera ákaflega rýr. Á hinn bóginn hljóta starfsmenn byggingafulltrúa að vera því starfí sínu vaxnir að hafna umsóknum um samþykkt húsnæðis sem ekki er boðlegt. Þarafleiðandi er ekkert sem réttlætir gjaldið. Það undarlega við málið er hversu fáir vita af þessu bíla- stæðagjaldi. Vitneskja um það hefur ekki náð að seytla út fyrir raðir æðstu embættismanna. Og e.t.v. er það fúlasta við allt saman að borgaryfirvöld sætta sig ekki við neitt minna en staðgreiðslu gjaldsins, þótt mönnum sé gefinn kostur á að dreifa greiðslu nánast allra annarra opinberra gjalda. ÓLAFUR GRÉTAR KRISTJÁNSSON, járnsmiður og bókmenntafræðingur. Líknarsjóður Langholtskirkju var stofnaður til minningar um fyrstu presthjónin við Langholts- kirkju, þau sér Árelíus Níelsson og Ingibjörgu Þórðardóttur. Það var í febrúar 1993 að niðjar þess- ara merku hjóna afhentu kirkjunni höfuðstól sjóðsins til minningar um þau, en meginhluti stofnfjárins var sjóður sem séra Árelíus hafði sjálfur stofnað til minningar um konu sína eftir að hún lést. Kven- félag kirkjunnar hafði varðveitt féð og ávaxtað um nokkurra ára skeið og aukið við það með ár- legri söfnun. Tilgangur Líknarsjóðs Lang- holtskirkju er að styðja þá sem minna mega sín í söfnuðinum með fjárstyrkjum, eftir því sem stjórn sjóðsins telur rétt hveiju sinni og þörf er á. Styrkir skulu veittir til að leggja þeim lið sem eiga um sárt að binda vegna slysa, sjúk- dóma eða tímabundinna fjárhags- erfiðleika. í stjórn sjóðsins eiga sæti sóknarprestur, fulltrúar sóknarnefndar og kvenfélags kirkjunnar. Höfuðstóll sjóðsins, sem er nú um 1.400 þúsund krónur, er bund- inn en árlegt framlag til úthlutun- ar er 90% af ávöxtum hans. Þegar hefur verið úthlutað úr sjóðnum nokkurri upphæð, en nokkuð er jafnan um að einstakl- ingar leiti til kirkjunnar um aðstoð Beðizt afsökunar Sl. laugardag birtist hér í blaðinu voru kynntir. Á myndinni er bréf frá Þórði E. Halldórssyni, Helga Guðrún Johnson, sem þá þar sem fjallað var um spila- var kynningarfulltrúi Háskóla kassa Happdrættis Háskóla ís- íslands og var á fundinum starfs lands. Með bréfinu birtist mynd síns vegna. með svohljóðandi. myndatextaó Birting þessarar myndar með „Margir hafa gerzt þrælar spila- þeim inyndatexta og efni, sem fíknarinnar“. fylgdi er að sjálfsögðu óviðeig- Mynd þessi var tekin á kynn- andi með öllu og biður Morgun- ingarfundi, sem Háskólahapp- blaðið Helgu Guðrúnu afsökunar drættið efndi til fyrir nokkrum á þessum mistökum. mánuðum, þegar spilakassarnir DUX-þaðbestu semþú geturgert Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan! DUX rúmdýnan - einstök og frábær hönnun. DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega að líkama þínum. Þú liggur ekki á henni - hún umvefúr þig. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig Á DUX-dýnu liggur hryggsúlan bein DUX ) GEGNUMGLERIÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími: 689950 Gagnasafn Morgunblaösins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari Kér að lútandi. Simo kerruvagninn í miklu litaúrvali. Kr. 42.000,- (39.900,- stgr.) ALLT FYRIR BÖRNIN Klapparstíg 27, sími 19910 Nýkomið BOBOB COMFORT Sérlega vandaður og rúmgóður bílstóll, 9-18 kg. Kr. 17.900,- BOBOB4 kr. 15.300,- Nýkomið Regnhlífakerrur frá Simo. Kr. 4.500,- og 5.900,- ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27, sími 19910 Afsláttur úr kr. 10.900,- í kr. 7.900,- FERÐARÚM MEÐ DÝNU Hægt að ieggja það saman með einu handtaki. Einnig hægt að nota sem leikgrind. Stærð 60x120 cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.