Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 31 AÐSEIMDAR GREINAR Bygginga,ríðn- aður er sam- keppnisiðnaður ALLT þjóðfélag okkar er nú á hraðri leið inn í nýja tíma aukinna milliríkjavið- skipta og þar með auk- innar samkeppni. Al- mennur iðnaður hefur raunar búið við óhefta samkeppni árum sam- an, en hingað til hafa stjórnvöld litið svo á að íslenskur bygging- ariðnaður sé ekki sam- keppnisiðnaður og því sé óþarfi að lagfæra starfsskilyrði hans eða samræma þau þeim skilyrðum sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þvert á móti hafa stjórnvöld litið svo á að heppilegt sé að skatt- leggja sérstaklega þennan iðnað og aðföng til hans. Þetta er kolröng stefna sem verður að breyta. Byggingariðnað- ur á þegar í harðri samkeppni við innflutta húshluta, tilbúna glugga, hurðir, vegg- og þakeiningar. Ætl- um við virkilega að láta það sama gerast í byggingariðnaðinum og gerðist í mörgum öðrum greinum iðnaðar, nefnilega það að fella nið- ur tolla á fullbúna vöru en halda áfram að innheimta ijáröflunartolla og skatta af aðföngum til okkar eigin framleiðslu? Höfum við ekk- ert lært af reynslunni? Byggingariðnaður er mjög mannaflsfrekur og launakostnaður hans því hátt hlutfall af rekstrar- tekjum. Byggingariðnaðurinn greiðir tryggingargjald sem er 6,55% af launum á meðan annar iðnaður, sjávarútvegur og landbún- aður, greiðir 3,05% gjald. Vöru- gjald er lagt á marga flokka bygg- ingarefna, þó heldur hafí að undan- förnu miðað í þá átt að lækka það á innlendri framleiðslu. Vörugjald- inu svipar á margan hátt til sölu- skattsins gamla og hefur t.d. í för með sér svipuð áhrif uppsöfnunar og mismununar og hann hafði. Á tímum atvinnuleysis mætti ætla að stjórnvöld legðu á það áherslu að bæta starfsskilyrði byggingariðnaðar, t.d. með því að lækka álögur á þennan iðnað og nýta heimildir innan EES-samn- ingsins um íslenska vöruvottun og staðla vegna veðurfars og annarra náttúrulegra aðstæðna. Nú væri líka rétti tíminn til að efla innlenda hönnun og beina þannig verkefnum til innlendra aðila. Vegna uppsöfnunaráhrifa sölu- skatts, m.a. í byggingarkostnaði, var á sínum tíma lagt jöfnunarálag á innflutt hús og húshluta til að jafna samkeppnisstöðu innlendra framleið- enda. Að sjálfsögðu var ekkert eðlilegra en að endurskoða þessa gjaldtöku eftir að virð- isaukaskattur tók við af söluskattinum og var það gert og gjaldið lækkað í 3% I septem- ber 1993. Nú er þetta jöfnun- argjald hins vegar fellt niður án skýringa, án fyrirvara og án þess að nokkurt skref hafi verið stigið í þá átt að lagfæra það misrétti í samkeppnisstöðu sem þessi iðnaður á enn við að glíma. Á tímum atvinnuleysis ber stjórnvöldum að bæta starfsskilyrði byggingariðnaðar og annars mannaflafreks iðnaðar, segir Sveinn Hannesson, t.d. með því að lækka álögur. Hér eru að vanda höfð endaskipti á hlutunum. í stað þess að jafna og lagfæra starfsskilyrði bygging- ariðnaðarins hleypur fjármálaráðu- neytið til og byijar á því að afnema þessa gjaldtöku í stað þss að leið- rétta fyrst starfsskilyrðin og af- nema síðan gjaldið. Það tók fjármálaráðuneytið ára- tugi að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts og enn er ekki ljóst hvort nothæfar reglur um undir- boðs- og jöfnunartolla verða loks lögfestar á Alþingi en hefðu þurft að vera komnar fyrir tuttugu árum. Skipaiðnaðurinn hefur allt fram að þessu mátt þola óheft undirboð frá ríkisstyrktum samkeppnisaðilum, enda er þessi iðngrein nú ein ijúk- andi rúst. En ef innflytjandi hús- hluta kvartar yfir 3% jöfnunarálagi þá eru viðbrögðin í góðu lagi. Þá þarf ekki að hugsa sig um í tutt- ugu ár í Arnarhváli. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sveinn Hannesson MACSEA skjámynd Goð frétt fyrir íslenska bátseigendur. Nú býðst MACSEA lííca í bátinní Nú eru 102 Macsea skipstjórnartæki í íslenskum skipum. í tilefni af frábærum viðtökum höfum við ákveðið að gefa bátseigendum kost á þessu frábæra tæki á verði sem ekki hefur áður sést. Macsea Standard kostar á þessum tímamótum I 530 þúsund og fylgir Macsea 1 geisladishurinn hverri vél, | en hann inniheldur öll sjókort íslands í fullum lit. Sjókortin á skjáinn og allt veröur lifandi Ijóst! Kýmdiomidun Grandagaröi 9 • 101 Reykjavík • Sími (91) 62 26 40 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! SKEIFUNNI.11 • SÍMI 67 97 97 Stilling i SKEIFUNNI 1.t ,• SIMI 67,97 97 ®1 Stilling SKEIFÚNNI 11 • SÍMI67 97 97 ívörubíla, vagna, riitur ®] Stilling SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97 SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.