Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Luke Perry og Minnie. Luke Perry ást- fanginn upp fyrir haus ►LIJKE Perry sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum „Beverly Hills 90210“ ér ástfanginn af stúlku sem heit- ir Minnie. Þegar hún lenti í bíl- slysi nú nýverið tók Luke sér frí frá tökum alla þá viku. Hann sat við sjúkrabeð Minnie- ar og hvenær sem hún fann til svengdar pantaði hann mat frá fínustu matsölustöðunum í grenndinni. Sjálfur kreisti hann handa henni appelsínusafa ef hún fann til þorsta og þegar hann þurfti að bregða sér frá réði hann lífvörð til að vaka yfir áinni heittelskuðu. Vinir parsins létu hafa eftir sér af þessu til- efni að þeir væru mjög hrærðir af hugulsemi hans. Anna Mjöll í Kringlukránni ►SÖNGKON- AN Anna Mjöll, sem hér er stödd í nokk- urra vikna leyfi frá tónlistarná- mi í Bandaríkj- unum, ætlar að taka lagið á Kringlukránni á miðvikudags- kvöldið og synja nokkur jazzlög. Með henni leika að þessu sinni þeir Reynir Sigurðsson á víbra- fón, Gunnar Hrafnsson á bassa, Gunnlaugur Briem á trommur og Olafur Gaukur á gítar. Anna MjöII Ólafsdóttir Dægurtónlist Fimmti „strandpilturinn“ kemur í leitirnar HÖRÐUSTU aðdáendur hljómsveitarinnar Beach Boys muna ef til vill eftir grannvöxnum pilti sem lék með hljómsveitinni á uppgangsárum hennar. David Marks gekk í hljómsveitina árið 1962 en á næstu tveimur árum átti hún sjö lög sem slógu í gegn á vinsældalistum í Bandaríkjunum. Frægðin steig David Marks til höfuðs, eftir því sem hann sjálfur segir, og hann yfirgaf hljóm- sveitina til að hefja eigin sólóferil. David Marks er 45 ára í dag, býr heima hjá móður sinni í tveggja herbergja íbúð í Burbank. Eftir skrykkjótt gengi með mörgum hljómsveitum og sukklífemi er David Marks kominn úr meðferð. Hann segist hafa gefíð frægð- ina upp á bátinn og lifa fyrir dóttur sína og góða tónlist. TIA stendur í stórræðum DAVID Marks er enn að dútla við tónlist, þó ekki fari miklum sögum af árangrinum. ALLT gengur upp hjá Tiu Carrere í augnablikinu. Hún sló eins og kunnugt er í gegn í myndinni „Wayne’s world“ sem kynþokka- full söngkona í rokkhljómsveit og lék síðan aðalkvenhlutverkið í kvikmynd Philips Kaufmans „Rising Sun“. Tia er nýbúin að gifta sig og er afar hamingjusöm. Hún hefur eng- ar áhyggjur af framtíðinni. Hún er mjög vel efnuð, ung og metnaðargjörn. Ekki að- eins er hún góð leikkona, Hin fallega og heldur getur hún líka m- efmlegaTia sungið. „Fólk hefur fyrir- fram mótaðar hugmynd- ir um leikkonur sem reyna að syngja. Ég held að hvenær sem ég syng fyrir einhvern, sé hann undrandi á því að ég geti í reynd sungið. Ég lít á það sem hrós.“ Tia Carr- hefur nog a smm könnu en þegar um hægist stefnir hún á að gefa sér tíma til að eignast bam. Carrere ere Tia Carrere í hlutverki sínu í „Wayne’s World". "| Qí?Q Hljómsveitin Beach Boys árið A t/ULl 1962, DavidMarkserfyrirmiðju. Ef þú ert ekki einn hinna 16.000 sem barið hafa augum eitt merkilegasta verk kvikmyndasögunnar, hvernig væri þá að skella sér vestur á Mela áður en það verður of seint. HÁSKOLABIO SfMI 22140 Háskólabíó Snilldarverk Spielbergs með 7 Óskara LISTI SCHINDLERS Leikstjóri Steven Spielberg 5 76« <r: Vi, Þúsund pylsur á grillið DAGUR fjölskyldunnar var haldinn í Keflavík á sunnudaginn og hefur verið ákveðið að gera hann að árvissum viðburði. Dagskrá fjölskyldudagsins var með ýmsu sniði, bæjarbúum gafst kostur á að skoða bæjarskrifstof- urnar, félagsmiðstöðina „Z“ og byggðarsafnið. Þá var farið í gönguferð undir sljórn bæjarfull- trúa um nýja gönguleið á Hólmsbergi sem lauk með uppákomum á Tjarnargötutorgi. Þar var meðal annars boðið upp á grillveislu og ekki var annað að sjá en að ungir sem aldnir kynnu vel að meta það, því 1.000 pylsur fóru á grillið við þetta tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.