Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 51 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Sextán tilkynningar um eld 13.-16. maí í BLÍÐVIÐRINU um helgina bar talsvert á ölvuðu fólki utan dyra. Svo virðist sem allt of margir kunni ekki að umgangast áfengi því lögreglan var kölluð 33 sinn- um til vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan. Tilkynntar líkamsmeiðingar voru þó í færra lagi, eða 5 talsins. Fjórar þeirrar áttu sér stað í heimahúsum. Tals- vert bar hins vegar á rúðubrotum (14), skemmdarverkum (8) og íkveikjum ýmis konar. Lögregla og slökkvilið þurftu að sinna 16 tilkynningum vegna elda, ýmist íkveikjum eða af öðr- um orsökum. Aðfaranótt laugar- dags var t.d. kveikt í sorptunnu húss við Miklubraut. Eldur læsti sig í tré, sem tunnan stóð við, en greiðlega tókst að slökkva eldinn með nærliggjandi garð- slöngu. Svo virðist sem einhverj- ir ábyrgðarlausir kjánar geri sér það að leik að kveikja í sorptunn- um fólks án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hversu alvarlegu afleiðingar það getur haft í för með sér. Beitt verður öllum tiltækum ráðum til þess að hafa uppi á þessum mönnum. Fólk er beðið um að hafa augun hjá sér. Verði það vart grunsam- legra mannaferða er því bent á að hafa samband við lögregluna. Sama á við ef einhver hefur vitn- eskju um aðila, sem stundar þessa miður skemmtilegu iðju. Einnig er fólk hvatt til þess að staðsetja sorptunnur, timbur eða annað eldfimt efni ekki upp við hús sín. Ef ekki verður hjá því komist er því ráðlagt að bleyta svolítið í sorpinu áður en gengið er til náða. Engir unglingar í miðbænum Margt fólk var í miðborginni fram undir morgun á laugardag og sunnudag. Iþrótta- og tóm- stundaráð og lögreglan höfðu unglingaathvarfið opið, en þrátt fyrir leit fundust engir unglingar yngri en 17 ára í eða við mið- borgina á þessum tíma. Athvarf- ið verður opið áfram næstu helg- ar. Á mánudagsmorgun hafði verið tilkynnt um 18 innbrot og 13 þjófnaði síðan á föstudag. Það telst til tíðinda að á mánudags- morgun voru tvær unglings- stúlkur handteknar eftir innbrot í söluturn við Arnarbakka. í öðr- um tilvikum, sem vitað er um, var um hagvana menn að ræða. Á laugardagsmorgun valt bif- reiðj sem ekið var um hringtorg í Ánanaustum. Ökumaðurinn reyndi að komast undan á hlaup- um, en var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is. 13 ökumenn aðrir eru grunað- ir um ölvunarakstur um helgina. Þrír þeirra höfðu lent í umferðar- óhöppum áður en til þeirra náð- ist. Af 29 tilkynntum umferðar- óhöppum urðu slys á fólki í þrem- ur tilvikum. Maður var fluttur á slysadeild eftir að hafa hjólað á kyrrstæða bifreið á Hverfisgötu skömmu eftir miðnætti á föstu- dag. Barn varð fyrir bifreið við Hagaland í Mosfellsbæ skömmu eftir hádegi á laugardag og maður varð fyrir bifreið á Hverfisgötu skömmu eftir mið- nætti þann dag. Meiðsli reyndust minniháttar í öllum tilvikum. Skömmu eftir miðnætti á föstudag var tilkynnt um tvo menn á vélarvana báti á Viðeyj- arsundi. Haft var samband við hafnsögumenn og fóru þeir strax á vettvang. Þeir tóku bátinn í tog og drógu að landi. Mennirnir reyndust við góða heilsu. Hjólreiðadagur fjölskyldunnar á sunnudag tókst mjög vel. Allf- lest börnin í keppninni um bestu reiðhjólasveit skólanna voru til fyrirmyndar og erfitt var að velja sigursveitina. Að þessu sinni bar þó Hlíðaskóli sigur úr býtum. Lögreglan er mjög ánægð með hvernig til tókst hjá hlutaðeig- andi aðilum. 42 kærðir fyrir umferðarlagabrot Fjörutíu og tveir ökumenn voru kærðir fyrir ýmis umferðar- lagabrot um helgina og auk þess var talin ástæða til að veita 25 öðrum skriflegar áminningar af sömu ástæðu. Öll tilvik eru færð í ökuferilsskrá og þannig fylgst með framferði hvers og eins. Þeir sem ítrekað koma við sögu umferðarlagabrota eiga það á hættu að verða sviptir ökurétt- indum sínum. Þó eru þeir öku- menn, sem hafa tiltekið alkóhól- magn í blóði, aka allt of hratt eða sýna af sér vítaverðan akst- ur sviptir þeim við fyrsta brot. Lögreglan á Suðvesturlandi er með umferðarátak þessa dag- ana. Athyglinni er sérstaklega beint að hjólreiðafólki, búnaði þess og háttsemi í umferðinni. Græna smiðjan Breiðamörk 26, Hveragerði, sími 98-34983. NÁMSKEIÐ í MAÍ OG JÚNÍ 1994 SAFNHAUGAR Tími: Lau. 21. maíkl. 10-17. Leiðbeinandi: Eva G. Þorvaldsdóttir. TRJÁKLIPPINGAR Tími: Þri. 24. maí kl. 20-23. Leiðbeinandi: Steinn Kárason. KÖRFUR ÚR VIÐARTÁGUM Tími: Lau. 28. maíkl. 10-17. Leiðbeinandi: Jarþrúður Jónsdóttir. STÓR OG LÍTIL TRÉí GÖRÐUN Tími: Mán.6. júníkl. 20.-23. Leiðbeinandi: Ólafur S. Njálsson. SUMARBLÓM Tími: Mið. 15. júní kl. 20-23. Leiðbeinandi: Guðríður Helgadóttir. Upplýsingar um námskeið fást í síma 98-34983 og 98-34903. PAPPÍRSGERÐ Tími: Mán. 30. maí og mið. 1. júní kl. 20-23 (6 tímar). Leiðbeinandi: Svala Jónsdóttir. KRYDOJURTIR Tími: Lau. 11. júnf kl. 10-17. Leiðbeinandi: Eva G. Þorvaldsdóttir. MEINDÝR 0G SJÚK- DÓMAR Á GRÓÐRI Tími: Mið. 22. júni kl. 20-23. Leiðbeinandi: Björn Gunnlaugsson. GRASNYTJAR - ÆTAR PLÖNTUR Tími: Lau. 4. júní kl. 10-17. Leiðbeinandi: Hildur Hákonardóttir. SUMARBLÓM Timi: Mán. 13. júni kl. 20-23. Leiðbeinandi: Guðríður Helgadóttir. FLÓRA [SLANDS Tími: Lau. 25. júni kl. 10-17. Leiðbeinandi: Eva G. Þorvaldsdóttir. Fyrirhuguð námskeið seinna í súmar: Náttúruskreytingar, vistvæni matjurtagarðurinn, tejurtir, rósaræktun, blómakransar, skraut- runnar, sveppanytjar, skógarplöntur, þörunganytjar, torfhleðsla, pappírsöskjugerð, ilmolíur, jurtalitun, pottaplöntur, kaktuságræðsla o.fl. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI } VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 . 1 2.037.810 2. 0 353.208 3. 4af5 68 8.960 ' 4. 3af 5 2.446 581 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.421.424 kr. H /7 4 UPPLÝSINGAR SlMSVARI 91-681511 lukkulína991002 Fundur um atvinnumál FUNDUR um atvinnumál og fram- tíðarmöguleika í Reykjavík verður haldinn í kosningamiðstöð ungs fólks, Hafnarstræti 7, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 á vegum Heimdallar. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðunum eru Jóna Gróa Sigurð- ardóttir, formaður atvinnumála- nefndar Reykjavíkur, Þorkell Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs Eimskipa, Jón Erlendsson, yfírverkfræðingur upplýsingaþjón- ustu Háskólans, og Kjartan Magn- ússon. Boðið verður upp á kaffi og veit- ingar. ------» ♦------ ■ ÚRSLIT í mælsku- og rök- ræðukeppni III ráðs ITC fór fram á Hótel Selfossi 12. mars sl. Þá kepptu til úrslita ITC-deildin Stjarn- an, Rangárþingi, og ITC-deildin Melkorka, Reykjavík. Melkorkur lögðu til að ITC á íslandi keypti og ræki sjónvarpsstöð. Stjörnur andmæltu tillögunni. Um þetta efni urðu skemmtilegar og spennandi umræður og stóðu allir ræðumenn sig frábærlega vel. Tillagan var samþykkt. Melkorkur urðu því sig- urvegarar í þetta sinn og fengu farandbikarinn. Ræðumaður dags- ins varð Anna Katrín Kristmunds- dóttir, Melkorku. TVr. Leikur: Röðin: Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Chelsea - Manch. Utd. - - 2 2. AIK - Hackcn 1 - - 3. Degerfors - Örebro - - 2 4. Landskrona - Gðteborg - - 2 5. Mabnð - Hanunarby 1 - - 6. Öster - Helsingborg 1 - - 7. I.uleá - UMEÁ 1 - - 8. Vlsby - Brage 1 - - 9. Vaster&s - Sundsvall 1 - - 10. Jonsercd - Örgryte - - 2 11. Kalmar FF - Elfsborg - X - 12. Oddevold - Gunnilse 1 - - 13. Stenungs. - Hassleholm 1 HcUdnrvinningsupplucöin: 86 milljón krónur 13 réttir: 45.590 \ kr. 12 réttir: P 1.530 kr. 11 réttir: 0 kr. 10 réttir: o 1 kr. Kristbjörg Olafsdottir kaupmaður Kolbeinn Pálsson form. Körfuknattleikssamb. íslands Rakel Pálsdóttir þjóðfræðinemi Við styðjum listann Andri Heide æskulýðsfulltrúi » mm Sigríður Þórðardóttir f óstra/1 e i kskó I astj ór i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.