Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lög um hönmmarvemd Nýjung- í íslenskri loggjof Á UNDANFÖRNUM árum hafa hugverkaréttindi fengið aukið vægi í umræðu um iðnþróun og viðskipti. Sífellt mikilvægara er að vemda með einhveijum hætti hug- verk, hvort sem það birtist í góðu vörumerki, snjallri uppfinningu, bókmenntum, tónverki eða fallegri hönnun. Því harðari sem sam- keppnin gerist á sviði vörufram- leiðslu og þjónustu þeim mun meiri hætta er á að þeir sem raunveru- lega eiga hugmyndina að hinum fjölbreytilegu framleiðsluafurðum í nútíma iðnaðarsamfélagi, sjái aðra hirða afraksturinn af eigin sköpunarstarfí. Hér á landi hefur verið reynt að fylgjast með því sem verið hef- ur að gerast á sviði hugverkarétt- inda á alþjóðavettvangi. Við búum við einkaleyfalöggjöf sem í flestu er samræmd löggjöf annarra Evr- ópuríkja og vörumerkjalög okkar, sem eru frá 1968, hafa staðist tímans tönn. Á einu sviði höfum við þó til þessa verið verulegir eftir- bátar annarra þjóða en það er á sviði hönnunarverndar. Innan skamms verður þó dregið úr þeirri réttaróvissu sem verið hefur á þessu sviði. Þann 21. maí nk. munu taka gildi hér á landi lög um hönnunarvernd, nr. 48/1993, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Ennfremur hefur verið sett reglu- gerð til fyllingar lögunum, nr. 178/1994. íslensku lögin eiga ekki beina fyrirmynd í erlendri löggjöf og eru ýmis ákvæði þeirra nýmæli í lög- gjöf á þessu sviði. Lögin þykja nýstárleg í samanburði við erlenda löggjöf. Gagnstætt því sem tíðkast í mörgum ríkjum Evrópu er ekki gert ráð fyrir efnislegri rannsókn á umsóknum, þ.e. könnun á því hvort hliðstæð hönnun sé þegar til, áður en skráning þeirra fer fram. Einnig eru okkar lög frá- brugðin þeim erlendu lögum sem fela einungis í sér óskráða vernd án rannsóknar og líkjast því höf- undalögum. Segja má að hér sé farið bil beggja. Stefnt er að því að móta skráningarkerfi sem er bæði fljótvirkt og tiltölulega ódýrt. Hér verður leitast við að skýra frá helstu grundvallaratriðum laganna í fáum orðum. Hugtakið hönnun Hönnun er skil- greind í 1. gr. laganna þannig að hún merki „útlit og gerð vöru eða skreytingu hennar í tví- eða þrívídd...“ Ekki er gerð nein krafa um listrænt gildi, né heldur er lagt fagurfræðilegt mat á hönnun. Hönnun sem nýtur verndar laganna getur því jöfnum höndum haft notagildi eða listrænt gildi og í mörgum tilvikum fer þetta tvennt auðvitað saman. Tækni eða virkni nýtur hins vegar ekki verndar samkvæmt þessum lögum. Vernd á þess konar nýjung er unnt að fá á grundvelli einka- leyfalaga. Efnislegt skilyrði fyrir vernd Aðeins sérstæð hönnun nýtur vemdar samkvæmt hönnunarlög- um. Tvenns konar kröfur eru gerð- ar til hönnunar til þess að hún geti talist sérstæð. Annars vegar er sú krafa gerð að hönnun hafi ekki komið fyrir sjónir kunnáttumanna á viðkom- andi sviði. Hins vegar að hönnun sé að mati neytenda verulega frá- brugðin hönnun sem þeir þegar þekkja. Skráningaryfírvöldum er ekki ætlað að ganga úr skugga um það fyrir skráningu hvort hönnun sé sérstæð. Könnun á því fer því að- eins fram að annar aðili sem telur sig eiga eldri rétt á sömu hönnun höfði ógildingarmál. Tvenns konar réttarvernd — Óskráð eða skráð hönnun Lögin bjóða upp á tvenns konar réttarvernd. Annars vegar er hin skráða vernd sem hefst þegar umsækjandi leggur inn umsókn til skráningaryfirvalda. Hins vegar er óskráð vernd sem hefst þegar hönnuður gerir hönnun sína opin- bera. Óskráð hönnunarvernd hefur gildi í næstu tvö ár frá því að hönn- uður gerir hönnun sína opinbera. Ásta Valdimarsdóttir llilt þú slást í hópinn? Okkur vantar sjálfboðaliða til margvíslegra starfa fram að kjördegi og á kjördag 28. maí. Komdu á næstu hverfaskrifstofu og fáðu allar nánari upplýsingar. Vesturgata 2 Símar: 18400* 18401 • 18402 Valhöll Sími: 880903 Grensásvegur Símar: 880905 «880906 »880907 ^ Laugarnesvegur 52 ^ Sími: 880908 Hraunbær 102b Sími: 879991 Álfabakka 14a Símar: 871992*871993*871994 Torgið Sími: 879995 Óskráð vernd er tak- markaðari en skráð að því leyti að hún nær einungis til eftirlík- inga af hönnun. Skráð vernd er frekar hugsuð fyrir hönnun sem er ætlað að vera nokkurn tíma á markaðinum. Skrán- ingin gildir í fimm ár frá umsóknardegi. Unnt er að endurnýja skráninguna á fimm ára fresti allt að 25 árum. I skráðri hönnunar- vernd felst vernd gegn því að aðrir nýti hönn- un sem er eins eða mjög lík hinni skráðu hönnun að mati notenda. Meginreglan er sú að sá sem leggur fyrstur inn umsókn öðlast rétt til skráningar uns annað er sannað. En skráningin getur verið gerð ógild síðar í ógildingarmáli. Griðtími Með griðtíma í lögunum er átt við nokkurs konar umhugsunar- tíma fyrir hönnuði sem eru í vafa um hvort þeir eigi að sækja um skráningu eða ekki. í griðtíma felst að hönnun getur verið talin sér- stæð á umsóknardegi og því hæf til skráningar á þeim tíma enda þótt hún hafi áður verið birt al- menningi. Þegar hönnuður hefur birt al- menningi hönnun sína hefur hann í eitt ár möguleika á að velja hvort hann muni kjósa óskráða vernd eða hvort hann kýs að sækja um skrán- ingu. Sæki hann ekki um skrán- ingu innan árs frá því hönnunin Hugverkaréttindi hafa fengið aukið vægi, að — mati Astu Valdimars- dóttur, sem hér fjallar um ný lög um hönnun- arvernd. var opinberuð nýtur hann óskráðu verndarinnar í eitt ár til viðbótar. Mikilvægt er fyrir hönnuði og framleiðendur að geta þannig próf- að hönnun á markaðinum án þess að eyðileggja nýnæmi eða sérstæði hönnunar og möguleika til að fá skráningu á hönnun sem fengið hefur góðar undirtektir hjá neyt- endum. Skráningarkerfið - rannsókn Eins og áður hefur komið fram geta hönnuðir valið hvort þeir sækja um skráningu á hönnun sinni eða látið óskráða vernd nægja. Flest ákvæði laganna snúa að skráðu verndinni. Ferli umsóknar um skráða hönnunarvernd er í aðalatriðum þetta: Skriflegum umsóknum er skilað inn til skrán- ingaryfirvalda, sem er Einkaleyfa- stofan. Fram fer könnun á því hvort umsókn uppfyllir formskil- yrði laganna. Fyrst og fremst er kannað hvort hönnun sú sem sótt er um fellur undir verndarsvið lag- anna. Eiginleg samanburðarrann- sókn, miðað við áður skráða hönn- un, færi hins vegar ekki fram. Að lokinni könnun skráningaryfir- valda er hönnun skráð og skrán- ingin staðfest með útgáfu sérstaks vottorðs. Skráningin er síðan birt almenningi í riti skráningaryfir- valda. Ógilding hönnunar Eins og komið hefur fram er ekki rannsakað hvort hönnun sé sérstæð, áður en hún er skráð. Og að sjálfsögðu er slíkt ekki gert vegna óskráðrar verndar. Telji sá er hagsmuna hefur að gæta að hönnun bijóti á rétti sínum getur sá hinn sami hins vegar far- ið fram á ógildingu hönnunarinnar. í lögunum eru tilgreindar þær ástæður sem geta leitt til þess að dómstólar ógildi hönnunarvernd, hvort sem um er að ræða skráða eða óskráða vernd. Ástæður þær sem leitt geta til ógildingar eru t.d. þær að hönnun sé ekki sérstæð, hún bijóti gegn eldri hugverkarétt- indum eða ekki sé um hönnun að ræða samkvæmt skilningi laganna. Skráningaryfírvöld geta á sama grundvelli ógilt skráða hönnun. Það er skilyrði að krafa um ógildingu berist skráningaryfirvöldum innan tveggja ára frá skráningardegi: Ákvörðun skráningaryfirvalda í ógildingarmáli er hægt að skjóta til sérstakrar áfrýjunarnefndar. Þeir sem krefjast ógildingar á skráðri hönnun geta því leitað eftir úrlausn á máli sínu hjá fjórum aðil- um, þ.e. hjá skráningaryfirvöldum, áfrýjunarnefnd, héraðsdómi og Hæstarétti. Taka ber fram að aðil- um er í sjálfsvald sett hvort þeir bera mál sitt upp við skráningaryf- irvöld eða leita beint til dómstóla. Hér hefur hefur verið stiklað á stóru varðandi meginatriði laga um hönnunarvernd. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar efni laganna eðá reglugerðar við þau geta leitað upplýsinga hjá Einka- leyfastofunni eða iðnaðarráðuneyt- inu. Höfundur er lögfræðingur. Rétturinn til að rangfæra Ég legg til, segir Krist- ján Jóhann Jónsson, að Eiríkur Jónsson út- vegi sér siðareglur blaðamanna, lesi þær og tileinki sér. - kjarni málsins! í LOK apríl bar svo við að sjónvarpsmað- urinn Eiríkur Jónsson á Stöð tvö sá ástæðu til þess að fjalla um mál rithöfunda en það er ekki á hveijum degi sem fjölmiðlarnir sýna frumkvæði í j)á,veru. Hann kallaði í viðtal til sín rithöfundinn Hilmar Jónsson sem er í kostulegri herferð gegn kommúnistum. Hilmar lastaði nafn- greint fólk og fyrir- tæki meðan hann stóð við í þætti Eiríks og einstök atriði í þeim málflutningi hans mun ég ekki ræða, hvorki nú né síðar. í augum þeirra sem til þekkja er það ekki þess virði og að mínu mati er Hilm- ar sjálfum sér verstur. Hins vegar er það óhjákvæmi- legt þegar menn koma fram í sterkum íjölmiðlum að orð þeirra hafi einhver áhrif. Auðvitað hefur það verið ætlun þáttagerðarmannsins, Eiríks, að vera sérstakur og sniðugur og taka viðtal við mann með ögrandi skoðanir. Því er heldur ekki að neita að skoðanir Hilmars eru mjög sjaldgæfar og sérkennilegar og þannig séð „gott efni“. Það þætti líka óneitanlega saga til næsta bæjar ef Rithöfundasam- band íslands hefði dagað uppi í kalda stríðinu, eins og Hilmar hélt fram, og væri ekki á leiðinni út úr þeim tíma. Mér finnst full ástæða tii þess að mótmæla rangfærslum þeirra Eiríks og Hilmars um viðfangsefni íslenskra rithöfunda. Það er meið- andi og móðgandi, bæði fyrir ein- staklinga og samtök, að láta ljúga upp á sig skoðunum og bendla sig við þvætting. Ég legg til að Eirík- Kristján Jóhann Jónsson ur Jónsson útvegi sér eintak af siðareglum blaðamanna og lesi það sem þar stendur um álygar og rang- færslur. Þetta er ekki spurn- ing um réttinn til þess að segja skoðun sína, heldur um réttinn sem þáttagerðarmenn taka sér til þess að rangfæra. Skoðanir Hilmars eru það árás- argjarnar og stangast svo margvíslega á við veruleikann að enginn heiðarlegur fjölmiðla- maður hefði haft hann einan til frásagnar. Það er sjálf- sagt að hann fái að segja það sem honum býr í bijósti en þegar vammir og skammir eru bornar á nafngreint fólk verður einhver sem til þekkir að vera til andmæla. Því var ekki að heilsa í umræddum þætti. Þar með gerði Eiríkur orð Hilmars að sínum og Stöðvar tvö. Þess vegna var margnefnt viðtal bein árás á samtök rithöfunda og einstaklinga innan þeirra sam- taka. í viðtalsþætti Eiríks voru helstu viðfangsefni íslenskra rithöfunda gerð að aukaatriði en greinilega gefið í skyn að Rithöfundasam- bandið fengist einungis við flokka- drætti og hagsmunapólitísk innan- félagsátök. Auðvitað eru átök í Rithöfundasambandinu en þau snúast um flest annað en það sem sagt var frá í þætti Eiríks. Ágreiningur innan Rithöfunda- sambandsins skiptir þar að auki litlu máli, miðað við það sem rit- höfundar geta sameinast um. Það er fyrst og fremst áhuginn á því að viðhalda bókmenntum í land- inu; það er sú hugsjón að skapa á íslenskri tungu. Við það eru íslenskir rithöfund- ar fjársveltari en höfundar ná- grannaþjóðanna. íslensk stjórn- völd skilja nauðsyn þjóðlegrar menningar aðeins í hátíðaræðum. Þau hafa ekki einu sinni viljað styðja útgáfu íslenskra bókmennta þó að sjálfsmynd okkar sé geymd í þeim, öllu öðru framar. Síðustu stjórnir Rithöfunda- sambandsins hafa gert margt vel og áreiðanlega viljað gera betur. Það er líka margt sem þarf að gera betur. Sjóndeildarhringurinn þarf að víkka. Bækur og bóklestur eru á undanhaldi í samfélagi okk- ar og samtök rithöfunda þurfa að ganga á einbeittari hátt inn í þann slag. Það þarf að starfa að upp- byggingu bókasafna með bóka- safnsfólki, það þarf að ganga í lið með barnaskólakennurum við að koma börnum upp á lag með að lesa og elska bækur, það þarf að heimsækja hinn almenna lesanda hvar sem hann er staddur og biðja hann að ljá sér eyra. Að þessu hefði mátt víkja nokkrum orðum í sjónvarpsþætti Eiríks og Hilmars. Hann gekk hins vegar allur í hina áttina: Miðaði að því að þrengja sjóndeildarhring- inn, smækka baráttumálin og stofna til illinda. Fyrir hvern er það „gott efni“? Höfundur er rithöfunduf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.