Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 39

Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28. MAÍ Já eða nei - Árni Sigfússon Guðrún Ágústs- Steinunn V. Ósk- dóttir arsdóttir MORGUNBLAÐIÐ hefur boðið lesendum að senda inn spum- ingar til Árna Sigfús- sonar borgarstjóra. Hér fara nokkrar ein- faldar spurningar sem hægt er að svara sam- viskusamlega með jái eða neii. Ámi Sigfús- son er beðinn að svara. 1) í viðtali við viku- blaðið Eintak segir Inga Jóna Þórðardótt- ir að greinargerðir þær sem hún vann sem sérlegur ráðgjafi Markúsar Arnar Ant- onssonar borgarstjóra séu í hans vörslu og hans að meta hvort þær verði birtar. Hefur þú séð þessar greinargerðir? Já eða nei. Ef ekki, munt þú leita eftir að fá að sjá þær? Já eða nei. Ef þú sérð þær, muntu leyfa borgarbúum að sjá þær? Já eða nei. 2) ■ í sambandi við Ingu Jónu- málið hefur verið riijað upp að einmitt þegar hún var ráðin til ráðgjafastarfa til borgarstjóra hafi hann sagt í viðtali við Morgunblað- ið, 16. janúar 1992, að meirihluti borgarstjórnar hafi lagt á ráðin um stórfellda einkavæðingu. Markús sagði orðrétt: „Menn eru þá fyrst og fremst með það í huga að Rafmagnsveita Reykjavíkur verði gerð að hlutafélagi, annað hvort algjörlega í eigu borgarinnar eða með það að markmiði að selja hluta á almennum markaði. Þetta eru stórar pólitískar ákvarðanir og breyting í þessa átt yrði mjög í anda þeirrar stefnu sem ríkis- stjómin hefur mótað og stefnu- skrár landsfundar Sjálfstæðis- flokksins.“ Þú, Árni Sigfússon, varst í meirihluta á þessum tíma. Mótmæltir þú þessum áformum meirihlutans? Já eða nei. 3) Hafir þú mótmælt áformum meirihlutans um „stórfellda einka- væðingu“ eins og segir að til hafi Getur Árni Sigfússon svarað þessum einföldu spurningum samvisku- samlega án þess að komast í mótsögn við sjálfan sig, samþykktir borgarmálaráðs Sjálf- stæðisflokksins og landsfund flokksins, spyrja þær Guðrún Ágústsdóttir og Stein- unn V. Oskarsdóttir, frambjóðendur á R- lista. staðið getur þú þá sýnt fram á þau mótmæli? Já eða nei. 4) Mótmæltu einhveijir aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sem nú eru í framboði? Já eða nei. 5) í viðtalinu segir borgarstjór- inn sem nú er á biðlaunum að þessi einkavæðingaráform séu í anda stefnuskrár Landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þú varst á Landsfundinum. Greiddir þú at- kvæði gegn stefnuskrá flokksins? Já eða nei. 6) I sambandi við Ingu Jónu- málið hefur einnig verið rifjað upp að þegar hún lauk störfum hafi borgarmálaráð Sjálfstæðisflokks- ins samþykkt eftirfarandi: „Rétt er að einkavæðing borgarfyrir- tækja í samkeppni við einkafyrir- tæki hafi forgang, en einnig er hægt að einkavæða ýmsan þjón- usturekstur borgarinnar sem ekki er í beinni samkeppni við einkaað- ila á markaðnum." Þetta var í árslok 1992. Samþykktir þú þetta? Já eða nei. Mótmæltir þú þessari stefnu? Já eða nei. Hafír þú mót- mælt henni hvar kemur það þá fram? 7) Ert þú tilbúinn að koma fram núna fyrir kosningar og segja: Ég mótmæli stefnuskrá Landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Já eða nei. Ertu tilbúinn að segja: ég mót- mæli áformum meirihluta Sjálf- stæðismanna í borginni um stór- fellda einkavæðingu eins og Mark- ús Örn lýsti þeim í upphafi árs 1992? Já eða nei. Ertu tilbúinn að segja: Ég mótmæli samþykkt borgarmálaráðs Sjálfstæðisflokks- ins í árslok 1992? Já eða nei. Ef þú ert ekki tilbúinn til þess, er það þá vegna þess að þú stóðst að öll- um þessum samþykktum sjálfur? Já eða nei - Árni Sigfússon. Guðrún Ágústsdóttir skipar 2.sæti Reykjavíkurlistans og Steinunn V. Óskarsdóttirþað 7. Atvinnumálin verður að taka föstum tökum SÍÐUSTU mánuði hefur atvinnuleysi ver- ið mikið í Kópavogi. Láta mun nærri að milli 400-500 manns hafi verið atvinnulausir síðustu mánuði. Það liggur við að hægt sé að tala um stöðugt at- vinnuleysi hjá stórum hópi fólks. Víst hafa verið erfiðir tímar í ís- lensku þjóðfélagi, en einhvenp veginn finnst manni sem allt of lítið sé gert til að bæta ástandið. Fyrirtæki hafa verið að „hag- ræða“ hjá sér, en sú hagræðing virðist manni fyrst og fremst leiða til fækkunnar starfs- fólks. Kannski er það líka megin tilgangur hagræðingarinnar. Hvað er til ráða, ekki geta menn látið sem ekkert sé og einungis beðið eftir betri tíð. Nú reynir á þá sem stjórna, bæði þá sem stjórna land- inu og ekki síður þá sem stjórna sveitarfélögunum. Atvinnumálin eru einhver mikilvægustu mál hvers sveitarfélags og því er nauð- synlegt fyrir hveija sveitarstjóm að líta í eigin barm og skoða hvern- ig mál hafa þróast á heimaslóð. Eins og áður segir hafa milli 400-500 Kópavogsbúar verið at- vinnulausir síðustu mánuði. Núverandi meirihluti framsókn- ar- og sjálfstæðis- manna virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu. Þessi meirihluti hefur enga atvinnustefnu nema ef vera skyldi að telja sjálfum sér trú um, að hér í Kópavogi séu svo miklar fram- kvæmdir í gangi, að þær hljóti að uppr- æta atvinnuleysið. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá minnkar ekki at- vinnuleysið þótt lóðum sé úthlut- að. Útþenslustefna meirihlutans hefur ekkert minnkað atvinnuleys- ið hjá hinum almenna bæjarbúa. Hvers vegna? Þessi meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur sýnt hvers hann er megnug- ur og sem betur fer er valdatími hans senn á enda. Kópavogsbúar þurfa stjórnendur sem taka á hlut- unum og umfram allt hafa eitt- hvert frumkvæði. Margt hægt að gera Við jafnaðarmenn lýsum stríði á hendur því atvinnuleysi sem nú ríkir í Kópavogi. Við munum beita Útþenslustefna meirí- hlutans í Kópavogi hef- ur að mati Guðmundar Oddssonar ekkert minnkað atvinnuleysið í bænum. öllu afli bæjarfélagsins til lausnar, því bæjaryfirvöld geta mjög víða komið til aðstoðar. Hér skulu nokkur atriði nefnd: * Við verðum að auðvelda þeim þjónustufyrirtækjum sem í bænum eru að færa út kvíarnar til að þau geti aflað sér aukinna viðskipta. Til að auðvelda þetta eigum við að stofna embætti ferðamála- og upplýsinga- fulltrúa fyrir Kópa- vog. * Við eigum að bjóða fyrirtækjum að greiða laun ráðgjafa sem skipu- leggur og aðstoðar þau við mark- aðssetningu. * Við eigum að hvetja húsráðend- ur til að endurbæta húseignir sín- ar með því að veita þeim ívilnun í greiðslu fasteignagjalda, t.d. í 5 ár, í ákveðnu hlutfalli við það fjár- magn sem endurbæturnar kosta. * Við eigum að koma á fót hús- Guðmundur Oddsson næði, þar sem eldri bæjarbúar gætu unnið að hugðarefnum sín- um. * Við eigum að koma á fót atvinn- uráðgjöf fyrir atvinnulausa. * Við eigum að leita ráða hjá stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja í bænum. Kanna hvaða möguleikar eru á stækkun fyrir- tækjanna. Hvað þarf að gera til að slíkt sé mögulegt og hvað það myndi kosta. Hve marga starfs- menn væri þá hægt að ráða til langframa. Síðast en ekki síst er að fá allar þær hugmyndir sem þessir aðilar eru með, sem aukið gæti atvinnuna í bænum. Verst er að gera ekki neitt Hér að ofan hef ég nefnt nokk- ur atriði þar sem bæjarfélagið getur á mjög auðveldan hátt haft frumkvæði. Þegar við jafnaðar- menn tökum við stjórninni í Kópa- vogi munum við ekki sitja með hendur í skauti, eins og núverandi meirihluti hefur gert, heldur taka á vandanum og leysa hann. Við samþykkt síðustu fjárhagsáætlun- ar lögðum við til að bærinn legði fram 20 milljónir króna til nýrrar atvinnustarfsemi, en meirihlutinn felldi þá tillögu snarlega, trúr þeirri stefnu sinni að gera ekkert í þessum málaflokki. Verst af öllu er að sitja við stjórnvölinn og gera ekki neitt. Kópavogsbúar: Nú losum við bæinn við þennan duglausa meiri- hluta framsóknar- og sjálfstæðis- manna og kjósum jafnaðarmenn til forystu á ný. Höfundur skipar 1. sæti á lista jafnað'armanna í Kópavogi. ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 39 Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími S71800 Mazda 323 F 16v Fastback ’92, rauður, g., ek. 41 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum o.fl. V. 1080 þús. MMC Lancer EXE '92, hlaöbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu .fl. V. 1160 þús., sk. á ód. Toyota Double Cab SR5 ’92, hvítur, ek. 43 þ. Gott eintak. V. 1830 þús. V.W. Golf Champ ’89, blár, sjálfsk., ek. 92 þ., 4ra dyra. V. 780 þús. MMC Colt GLi '93, rauður, 5 g., ek. að- eins 2 þ. km. Tilboðsverð kr. 980 þús. Chevrolet Camaro RS '91, blár, sjálfsk., 6 cyl., ek. 39 þ. km. V. 1390 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '92, hvítur, 5 g., ek. aðeins 18 þ. km. Sem nýr. V. 890 þús. Einnig: Toyota Corolla GL Special Series '91, 5 dyra, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 langur '91, sjálfsk., ek. 61 þ. km., m/öllu. V. 2350 þús., sk. á ód. MMC Lancer hlaðbakur GLXi ’90, sjálfsk., ke. 52 þ. V. 850 þús. Nissan Vanette diesel sendib. '92, 5 g ek. 107 þ., 7 manna. V. 1280 þús., sk. á ód. Subaru Legacy 2.0 station 4x4 '93, steingrár, sjálfsk., ek. 14 þ., álfelgur, rafm. í öllu. V. 2.050 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX station 4x4 ’87 g., ek. 141 þ. V. 560 þús. Ford Escort XR3i ’87, hvítur, 5 g., ek. 96 þ. km., álfelgur, samlitir stuöarar o.fl. V. 590 þús., sk. á ód. Nissan Sunny 1.6 SLX hlaðbakur '91 rauður, 5 g., ek. 53 þ., álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. Nissan Sunny SLX 4ra dyra '91, grásans, sjálfsk., ek. 45 þ., rafm. í rúðum o.fl. V 890 þús. MMC Pajero V-6 langur ’91, sjálfsk., ek 39 þ. V. 2350 þús. Toyota Double Cab diesel m/húsi '93, 5 g., ek. aðeins 18 þ. km. V. 2050 þús. Wagoner LTD ’86, sjálfsk., m/öllu, ek. aðeins 81 þ. km. V. 1190 þús. Vili Cher- okee eða Pajero '90-’92. Subaru Legacy Sedan 2,2 ’91, sjálfsk. ek. 55 þ. km., spoiler, rafm. í rúðum, álfelg ur o.fl. V. 1680 þús., sk. á ód. BMW 520 IA '90, grásans, sjálfsk., vél nýuppt., rafm. í rúðum o.fl. Tilboðsverö kr. 1590 þús. Toyota Corolla Hatchback GLi '93, hvít ur, 5 g., ek. 19 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1250 þús. Volkswagen Golf CL 1800 ’92, rauður, dyra, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 1050 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi ’91, 5 g., ek. 69 þ. V. 900 þús. Ford Escort RS turbo '88, rauður, 5 g., ek. 80 þ. km., álflegur, ABS, spoiler o.fl. V. 850 þús. Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bfla á sýningarsvæðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.