Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ PFAFF SINCER SAUMAVÉLAR VIÐ ALLRA HÆFI PFAFF FIOBBY. Ódýr og einföld sauma- vél 6 spor, stillanleg sporlengd. PFAFF creative7550 tölvuvélin. Yfir 500 stillingar og óendanlegir möguleikar. SINGER GREEN Heimilisvél með 14 spor. Enföld I notkun. SINGER conserto heimilisvél.með 25 spor, hnappagöt saumuð I einni lotu. Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni öil m J 2 * II L...I_______JhI BORGARTUNI 20 sími 626788 \\ k' \ > \ -S-' J? M' Gef oss þinn frið KÓR Langholtskirkju. TONLIST llallgrímskirkja KÓR OG KAMMERSVEIT LANGHOLTSKIRKJU Messa í h-moll eftir Johann Sebast- ian Bach. Stjórnandi Jón Stefáns- son. Einsöngvarar: Olöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdótt- ir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Michael Goldthorpe 0 g Kristinn Sigmundsson. 14. maí 1994. H-MOLL messan, eftir Johann Sebastian Bach, er eitt af mestu tónverkum sögunnar, bæði hvað varðar mikilfengleika og gæði tón- listarinnar, hvort sem litið er til þess smálega í tónskipan þess, eða heildar samskipan tónhugmynd- anna. Kunnátta og snilld er ekki eina aðalsmerki verksins, heldur og einlæg trú, er birtist í stórbrot- inni tignun en um leið lítillæti snillingsins gagnvart Guði. Meginþungi verksins liggur í kórköflunum, sem eru 18 að með- taldri endurtekningunni á Hós- ianna þættinum en á móti eru ein- söngsatriðin aðeins 9. Kór Lang- holtskirkju söng mjög vel en endu- róman altariskapellu kirkjunnar varð því meiri, sem sungið og leik- ið var sterkar, svo að oft drukkn- aði söngur kórsins í miklu hljóm- flæði kirkjunnar. Sú venja að stað- setja flytjendur undir orgelinu hef- ur gefist mun betur, því þar er að baki flytjendanna heill veggur, er varpar hljómnum beint frá sér, gagnstætt því sem er í altariskap- ellunni, þar sem að baki flytjend- anna er stórt fjölómandi bergmáls- rými, er svarar því betur sem sterkar er leikið. Hljómgun Hallgrímskirkju er ekkert gamanmál og hljómsveit, sem er staðsett fyrir framan alt- ariskapelluna, er sem næst í miðju hljómflæðisins, þar sem bergmáls- fletir kirkjunnar senda svar sitt þvers og kruss yfir og síðan fer þessi hljóðblanda til áheyrenda, sem eiga eðlilega erfitt með að greina á milli þess var og er að gerast. Eitt dæmið er samleikur homleikarans við fagottana, í bassaaríunni Quoniam tu solus, þar sem fagott raddimar hljómuðu eins og niður. Glæsilegur einleikur Ognibene var það eina, sem í raun var hægt að greina, af samleik hljóðfæranna í þessum fallega þætti. Þannig mætti lengi telja en hljómgun kirkjunnar er óhagstæð fyrir hljóðfreka tónlist. Hér er ekki við flytjendur að sakast, nema þá helst stjómand- ann, sem er óvanur kirkjunni. Eins og fyrr segir söng kórinn vel og sama má segja um einsöngvara og einleikara í hljómsveitinni. Christe eleison kaflinn, sem Ólöf og Signý sungu vel, rann nokkuð saman vegna þess hve raddir þeirra em á svipuðu tónsviði. Signý söng Laudamus te mjög vel, með sérlega sterkt mótaðri tónmótun (fraseringu) á móti ein- leik konsertmeistarans Júlíönu Kjartansdóttur. Ólöf Kolbrún og Goldthorpe sungu Domine Deus en með þeim lék Bernhard Wilkin- son á flautu. Þessi þáttur var sér- lega vel fluttur. Á eftir þeim fal- lega kórþætti Qui tollis, söng Rannveig Fríða af glæsibrag, Qui sedes, á móti einleik Daða Kol- beinssonar á ástaróbó. Gloria kafl- anum lauk með ágætum einsöng Kristins og eins fyrr var greint frá í samspili við hornleik Ognibene og glæsilegum kórþætti Cum sancto spiritu. Það eru aðeins tveir einsöngs- þættir í trúaijátningunni, tvi- söngsþátturinn Et in unum Dom- inum, sem Ólöf Kolbrún og Rann- veig Fríða sungu með óbósamleik Kristjáns Stephensen og Daða Kolbeinssonar. Ákveðinn tónn ást- aróbóanna vann nokkuð á móti samhljómi söngvaranna. Sama má segja um bassaaríuna Et in spirit- um sanctum, þar sem ástaróbóin á köflum yfírskyggði ágætan söng Kristins. Sex radda Sanctus kaflinn var glæsilega sunginn af kórnum, svo og Hósianna þáttur- inn, en hann rammar inn Benedict- us þáttinn, sem Goldthorpe söng af giæsibrag á móti fiðlueinleik konsertmeistarans. Einn fegursti kafli verksins er Agnus Dei, sem Rannveig Fríða söng aldeilis glæsilega en með henni var leikið á tvær fiðlur og er þetta kontra- punktíska samspil raddanna með því ótrúlegasta sem Johann Se- bastian samdi. Á eftir þessari hljóðlátu bæn kemur virðulegur lokakafli verksins, Dona nobis pacem, Gef oss þinn frið, bæn, sem enn í dag brennur í sál manna og er það eina, sem margir eiga eft- ir, til að biðja um. Kór Langholtskirkju hyggur á ferð til Englands og er það boð stórkostleg viðurkenning á ára- tuga glæsilegu starfí þessa kórs, sem ásamt öðrum kórum og ein- söngvurum hefur borið hróður kirkjumenningar og söngmenntar okkar íslendinga víða um heim. Kórnum og einsöngvurum fylgja góðar óskir um gott gengi og góða heimferð. Jón Ásgeirsson Söngskólinn i Reykjavík Skólaslit og loka- tónleikar TUTTUGASTA og fyrsta starfs- ári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka og hafa um 160 nem- endur stundað nám við skólann í vetur, 120 fullt nám í dagskóla og um 40 á kvöldnámskeiðum. Nemendur luku samtals 176 stigs- prófum í söng og/eða píanóleik. Innritun fyrir næsta vetur stendur yfír og verða inntökupróf mánu- daginn 30. maí nk. 34 kennarar, þ.e. söngkennarar, píanóleikarar og kjarnagreina- kennarar eru starfandi við skól- ann, þar af 10 í fullu starfi. Prófdómarar í vetur voni Prof. Geoffrey Pratley í desember og Prof. John Clegg nú í maí, en þeir komu á vegum „The Ássoc- iated board of the Royal Schools of Music“ í London. Skólinn útskrifar að þessu sinni 6 nemendur: Burtfararprófí (Ad- vanced Certiflcate) luku Elín Húld ÁGÚSTA Sigrún Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir, Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir, Alda Ingibergsdóttir, Guðrún Finnbjamardótt- ir og Elín Huld Árnadóttir. Árnadóttir og Guðrún Finn- bjarnardóttir. Söngkennarapróf- um (LRSM) luku Agústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðar- dóttir. Einsöngvaraprófi (LRSM) luku Alda Ingibergsdóttir og Guð- rún Jóhanna Jónsdóttir. Lokaprófunum fylgja einsöngs- tónleikar. Ágústa Sigrún og Harpa hyggja á tónleika í Gerðarsafni í Kópavogi nú á næstunni. Alda og Guðrún Jóhanna undirbúa tónleika í júní, en Elín Huld og Guðrún Finnbjarnardóttir syngja sína tón- leika í haust. Ellefu nemendur luku 8. stigi, lokaprófi úr almennri deild og hafa þeir nemendur þegar sungið tónleika í Islensku óperunni. Skólaslit og afhending prófskír- teina er í kvöld, þriðjudag, í ís- lensku óperunni, og hefjast skóla- slitin kl. 19.30. Að þeim loknum, kl. 20.30, eru lokatónleikar skól- ans, þar sem fram koma nemend- ur úr efri stigum námsins. Námskeiö í kvik- myndaleik NÁMSKEIÐ verður haldið í kvik- myndaleik í húsnæði Leiklistar- skóla íslands, Sölvhólsgötu 13, dagana 18.-31. maí. Á námskeiðinu verður unnið með verkefni og æfingar sóttar í smiðju Utu Hagen, Konstantíns Staníslavskij, Lees Strasberg og annarra. í kynningu segir: „Kenningar þeirra verða kynntar ítarlega, unnið með' þær gegnum spuna og æfðar senur sem verða kvik- myndaðar, klipptar og sýndar í lok námskeiðs, en þá verða þær eign nemenda.“ Leiðbeinendur verða Guð- mundur Haraldsson, Þorsteinn Bachmann og Ámi Ólafur Ás- geirsson. Fyrirlesarar verða Egill Olafsson leikari og Óskar Jón- asson kvikmyndaleikstjóri. Frá æfingu á leikritinu „Alltaf má fá annað skip“. Skagaleik- flokkurinn á hátíð UM ÞESSAR mundir er Skaga- leikflokkurinn að æfa leikritið „Alltaf má fá annað skip“, eftir Kristján Kristjánsson sem var frumsýnt á Akranesi í mars á síðasta ári. Tilefni þess að leikritið fer á fjalirnar að nýju er að verkið var valið af Bandalagi íslenskra áhugaleikfélaga til að taka þátt í leiklistarhátíð NAR (Nordisk amatörteaterrád) í Tönder í Dan- mörku í júní. Hér er um að ræða endurskoð- aða og ögn styttri gerð leikritsins og fyrirhugaðar era tvær til þijár sýningar á Akranesi í byrjun júní áður en haldið verður utan. í kynningu segir: „Leikritið gerist í lúkar í dagróðrarbáti og flallar um veröld sjómannsins, hugmyndaheim hans og lífssýn. Ungur maður er að byija til sjós og fylgjumst við með hvemig hann spjarar sig.“ 5 leikarar taka þátt í sýning- unni. Leikstjóri er Kristján Krist- jánsson. Kór Arbæjarkirkju og barnakór Árbæjarsafnað- ar halda vortónleika í kirkjunni annað kvöld. Tónleikar í Arbæjar- kirkju KÓR Árbæjarkirkju og Bamakór Árbæjarsafnaðar halda vortón- leika sína í Árbæjarkirkju á morgun, miðvikudaginn 18. maí, kl. 20.30. Halla Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja tvísöng við undirleik Kára Gestssonar. Stjómendur kóranna eru Sigrún Steingrímsdóttir og Guðlaugur Viktorssen.-----
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.