Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
PFAFF
SINCER
SAUMAVÉLAR
VIÐ ALLRA HÆFI
PFAFF FIOBBY. Ódýr og einföld sauma-
vél 6 spor, stillanleg sporlengd.
PFAFF creative7550 tölvuvélin. Yfir
500 stillingar og óendanlegir
möguleikar.
SINGER GREEN Heimilisvél með 14
spor. Enföld I notkun.
SINGER conserto heimilisvél.með 25
spor, hnappagöt saumuð I einni lotu.
Upplýsingar um
umboðsaðila
hjá Gulu línunni
öil
m J 2 * II
L...I_______JhI
BORGARTUNI 20
sími 626788
\\ k' \ > \ -S-' J? M'
Gef oss þinn frið
KÓR Langholtskirkju.
TONLIST
llallgrímskirkja
KÓR OG KAMMERSVEIT
LANGHOLTSKIRKJU
Messa í h-moll eftir Johann Sebast-
ian Bach. Stjórnandi Jón Stefáns-
son. Einsöngvarar: Olöf Kolbrún
Harðardóttir, Signý Sæmundsdótt-
ir, Rannveig Fríða Bragadóttir,
Michael Goldthorpe 0 g Kristinn
Sigmundsson.
14. maí 1994.
H-MOLL messan, eftir Johann
Sebastian Bach, er eitt af mestu
tónverkum sögunnar, bæði hvað
varðar mikilfengleika og gæði tón-
listarinnar, hvort sem litið er til
þess smálega í tónskipan þess, eða
heildar samskipan tónhugmynd-
anna. Kunnátta og snilld er ekki
eina aðalsmerki verksins, heldur
og einlæg trú, er birtist í stórbrot-
inni tignun en um leið lítillæti
snillingsins gagnvart Guði.
Meginþungi verksins liggur í
kórköflunum, sem eru 18 að með-
taldri endurtekningunni á Hós-
ianna þættinum en á móti eru ein-
söngsatriðin aðeins 9. Kór Lang-
holtskirkju söng mjög vel en endu-
róman altariskapellu kirkjunnar
varð því meiri, sem sungið og leik-
ið var sterkar, svo að oft drukkn-
aði söngur kórsins í miklu hljóm-
flæði kirkjunnar. Sú venja að stað-
setja flytjendur undir orgelinu hef-
ur gefist mun betur, því þar er
að baki flytjendanna heill veggur,
er varpar hljómnum beint frá sér,
gagnstætt því sem er í altariskap-
ellunni, þar sem að baki flytjend-
anna er stórt fjölómandi bergmáls-
rými, er svarar því betur sem
sterkar er leikið.
Hljómgun Hallgrímskirkju er
ekkert gamanmál og hljómsveit,
sem er staðsett fyrir framan alt-
ariskapelluna, er sem næst í miðju
hljómflæðisins, þar sem bergmáls-
fletir kirkjunnar senda svar sitt
þvers og kruss yfir og síðan fer
þessi hljóðblanda til áheyrenda,
sem eiga eðlilega erfitt með að
greina á milli þess var og er að
gerast. Eitt dæmið er samleikur
homleikarans við fagottana, í
bassaaríunni Quoniam tu solus,
þar sem fagott raddimar hljómuðu
eins og niður. Glæsilegur einleikur
Ognibene var það eina, sem í raun
var hægt að greina, af samleik
hljóðfæranna í þessum fallega
þætti. Þannig mætti lengi telja en
hljómgun kirkjunnar er óhagstæð
fyrir hljóðfreka tónlist.
Hér er ekki við flytjendur að
sakast, nema þá helst stjómand-
ann, sem er óvanur kirkjunni. Eins
og fyrr segir söng kórinn vel og
sama má segja um einsöngvara
og einleikara í hljómsveitinni.
Christe eleison kaflinn, sem Ólöf
og Signý sungu vel, rann nokkuð
saman vegna þess hve raddir
þeirra em á svipuðu tónsviði.
Signý söng Laudamus te mjög
vel, með sérlega sterkt mótaðri
tónmótun (fraseringu) á móti ein-
leik konsertmeistarans Júlíönu
Kjartansdóttur. Ólöf Kolbrún og
Goldthorpe sungu Domine Deus
en með þeim lék Bernhard Wilkin-
son á flautu. Þessi þáttur var sér-
lega vel fluttur. Á eftir þeim fal-
lega kórþætti Qui tollis, söng
Rannveig Fríða af glæsibrag, Qui
sedes, á móti einleik Daða Kol-
beinssonar á ástaróbó. Gloria kafl-
anum lauk með ágætum einsöng
Kristins og eins fyrr var greint frá
í samspili við hornleik Ognibene
og glæsilegum kórþætti Cum
sancto spiritu.
Það eru aðeins tveir einsöngs-
þættir í trúaijátningunni, tvi-
söngsþátturinn Et in unum Dom-
inum, sem Ólöf Kolbrún og Rann-
veig Fríða sungu með óbósamleik
Kristjáns Stephensen og Daða
Kolbeinssonar. Ákveðinn tónn ást-
aróbóanna vann nokkuð á móti
samhljómi söngvaranna. Sama má
segja um bassaaríuna Et in spirit-
um sanctum, þar sem ástaróbóin
á köflum yfírskyggði ágætan söng
Kristins. Sex radda Sanctus
kaflinn var glæsilega sunginn af
kórnum, svo og Hósianna þáttur-
inn, en hann rammar inn Benedict-
us þáttinn, sem Goldthorpe söng
af giæsibrag á móti fiðlueinleik
konsertmeistarans. Einn fegursti
kafli verksins er Agnus Dei, sem
Rannveig Fríða söng aldeilis
glæsilega en með henni var leikið
á tvær fiðlur og er þetta kontra-
punktíska samspil raddanna með
því ótrúlegasta sem Johann Se-
bastian samdi. Á eftir þessari
hljóðlátu bæn kemur virðulegur
lokakafli verksins, Dona nobis
pacem, Gef oss þinn frið, bæn, sem
enn í dag brennur í sál manna og
er það eina, sem margir eiga eft-
ir, til að biðja um.
Kór Langholtskirkju hyggur á
ferð til Englands og er það boð
stórkostleg viðurkenning á ára-
tuga glæsilegu starfí þessa kórs,
sem ásamt öðrum kórum og ein-
söngvurum hefur borið hróður
kirkjumenningar og söngmenntar
okkar íslendinga víða um heim.
Kórnum og einsöngvurum fylgja
góðar óskir um gott gengi og góða
heimferð.
Jón Ásgeirsson
Söngskólinn
i Reykjavík
Skólaslit
og loka-
tónleikar
TUTTUGASTA og fyrsta starfs-
ári Söngskólans í Reykjavík er
nú að ljúka og hafa um 160 nem-
endur stundað nám við skólann í
vetur, 120 fullt nám í dagskóla
og um 40 á kvöldnámskeiðum.
Nemendur luku samtals 176 stigs-
prófum í söng og/eða píanóleik.
Innritun fyrir næsta vetur stendur
yfír og verða inntökupróf mánu-
daginn 30. maí nk.
34 kennarar, þ.e. söngkennarar,
píanóleikarar og kjarnagreina-
kennarar eru starfandi við skól-
ann, þar af 10 í fullu starfi.
Prófdómarar í vetur voni Prof.
Geoffrey Pratley í desember og
Prof. John Clegg nú í maí, en
þeir komu á vegum „The Ássoc-
iated board of the Royal Schools
of Music“ í London.
Skólinn útskrifar að þessu sinni
6 nemendur: Burtfararprófí (Ad-
vanced Certiflcate) luku Elín Húld
ÁGÚSTA Sigrún Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir, Guðrún Jó-
hanna Jónsdóttir, Alda Ingibergsdóttir, Guðrún Finnbjamardótt-
ir og Elín Huld Árnadóttir.
Árnadóttir og Guðrún Finn-
bjarnardóttir. Söngkennarapróf-
um (LRSM) luku Agústa Sigrún
Ágústsdóttir og Harpa Harðar-
dóttir. Einsöngvaraprófi (LRSM)
luku Alda Ingibergsdóttir og Guð-
rún Jóhanna Jónsdóttir.
Lokaprófunum fylgja einsöngs-
tónleikar. Ágústa Sigrún og Harpa
hyggja á tónleika í Gerðarsafni í
Kópavogi nú á næstunni. Alda og
Guðrún Jóhanna undirbúa tónleika
í júní, en Elín Huld og Guðrún
Finnbjarnardóttir syngja sína tón-
leika í haust.
Ellefu nemendur luku 8. stigi,
lokaprófi úr almennri deild og
hafa þeir nemendur þegar sungið
tónleika í Islensku óperunni.
Skólaslit og afhending prófskír-
teina er í kvöld, þriðjudag, í ís-
lensku óperunni, og hefjast skóla-
slitin kl. 19.30. Að þeim loknum,
kl. 20.30, eru lokatónleikar skól-
ans, þar sem fram koma nemend-
ur úr efri stigum námsins.
Námskeiö
í kvik-
myndaleik
NÁMSKEIÐ verður haldið í kvik-
myndaleik í húsnæði Leiklistar-
skóla íslands, Sölvhólsgötu 13,
dagana 18.-31. maí.
Á námskeiðinu verður unnið
með verkefni og æfingar sóttar
í smiðju Utu Hagen, Konstantíns
Staníslavskij, Lees Strasberg og
annarra.
í kynningu segir: „Kenningar
þeirra verða kynntar ítarlega,
unnið með' þær gegnum spuna
og æfðar senur sem verða kvik-
myndaðar, klipptar og sýndar í
lok námskeiðs, en þá verða þær
eign nemenda.“
Leiðbeinendur verða Guð-
mundur Haraldsson, Þorsteinn
Bachmann og Ámi Ólafur Ás-
geirsson. Fyrirlesarar verða Egill
Olafsson leikari og Óskar Jón-
asson kvikmyndaleikstjóri.
Frá æfingu á leikritinu
„Alltaf má fá annað skip“.
Skagaleik-
flokkurinn á
hátíð
UM ÞESSAR mundir er Skaga-
leikflokkurinn að æfa leikritið
„Alltaf má fá annað skip“, eftir
Kristján Kristjánsson sem var
frumsýnt á Akranesi í mars á
síðasta ári.
Tilefni þess að leikritið fer á
fjalirnar að nýju er að verkið var
valið af Bandalagi íslenskra
áhugaleikfélaga til að taka þátt
í leiklistarhátíð NAR (Nordisk
amatörteaterrád) í Tönder í Dan-
mörku í júní.
Hér er um að ræða endurskoð-
aða og ögn styttri gerð leikritsins
og fyrirhugaðar era tvær til þijár
sýningar á Akranesi í byrjun júní
áður en haldið verður utan.
í kynningu segir: „Leikritið
gerist í lúkar í dagróðrarbáti og
flallar um veröld sjómannsins,
hugmyndaheim hans og lífssýn.
Ungur maður er að byija til sjós
og fylgjumst við með hvemig
hann spjarar sig.“
5 leikarar taka þátt í sýning-
unni. Leikstjóri er Kristján Krist-
jánsson.
Kór Arbæjarkirkju og
barnakór Árbæjarsafnað-
ar halda vortónleika í
kirkjunni annað kvöld.
Tónleikar í
Arbæjar-
kirkju
KÓR Árbæjarkirkju og Bamakór
Árbæjarsafnaðar halda vortón-
leika sína í Árbæjarkirkju á
morgun, miðvikudaginn 18. maí,
kl. 20.30.
Halla Jónasdóttir og Fríður
Sigurðardóttir syngja tvísöng við
undirleik Kára Gestssonar.
Stjómendur kóranna eru Sigrún
Steingrímsdóttir og Guðlaugur
Viktorssen.-----