Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 13 Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir VIÐSTODD opnun Grundarsafns voru m.a. frú Helga Björnsdótt- ir, ekkja Gísla Sigurbjörnssonar, Sigurjón Sigurðsson, eiginmaður listakonunnar, Sigríður Kjaran og Gísli Páll Pálsson, fram- kvæmdasljóri Dvalarheimilisins Áss, Hveragerði. Blær hins liðna á brúðusafni Hveragerði - Brúðusafni Sigríðar Kjaran sem margir kannast við frá fjölsóttri sýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins fyrir nokkrum árum hefur verið fundinn staður í Hvera- gerði. Það er Elli- og hjúkrunarheimilið Grund sem á brúðumar og hefur nú opnað sýningarsal að Austur- mörk 3, gegnt Hótel Örk, þar sem brúðusafnið verður til sýnis almenn- ingi. Safnið hefur hlotið nafnið Grundarsafn. Listakonan Sigríður Kjaran sem vann allar brúðumar á fimm ára tímabili. í samtali sagðist hún leit- ast við að endurskapa atvinnuhætti og vinnubrögð frá liðinni tíð með brúðum sínum. „Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum heldur geti þær í gegn- um brúðurnar mínar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru“, sagði Sigríður. Mikil natni er lögð jafnvel í smæstu atriði. Vindur leikur um pils kvennanna og örsmá saltfiskflök liggja til þerris. Að baki hvetju verki liggja ófá handtökin. Listakonan hefur mótað andlit, hendur og fætur í leir. Smá- ar flíkurnar eru listilegar pijónaðar og saumaðar. Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laug- ardögum og sunnudögum frá kl. 14-18. Aðgangseyrir er 100 krón- ur. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Stúlknakór í heimsókn STÚLKNAKÓR frá Laugaskóla heimsótti Reykhóla á dögunum en kórnum sljórnar Björn Guðmundsson frá Reynikeldu. Undir- leik annaðist Halldór Þórðarson, tónlistarkennari frá Breiðabóls- stað. Fyrst söng kórinn í Reykhólaskóla og síðar í Dvalarheimil- inu Barmahlið. Einsöngvari var Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Ekki til að hæla sér af að verða 100 ára Eyrarbakka - „Það er nú svo sem ekki merkilegt, eða til að hæla sér af,“ sagði Páll Jónasson á hundraðasta afmælisdegi sín- um þann 12. maí sl. Páll dvelur nú að Ljósheimum á Selfossi, en var áður til heimilis í Stíghúsi á Eyrarbakka. Hreppsnefnd Eyr- arbakkahrepps hélt Páli samsæti á afmælisdaginn og þar komu bæði vinir og venslamenn að heilsa upp á afmælisbarnið. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti Pál að máli rétt sem snöggvast, en að vonum var mikið um að vera þjá afmælisbarninu, sem er elsti Eyrbekkingurinn. „Ég er fæddur í Rimakoti í Austurlandeyjum," sagði Páll. „Foreldrar mínir voni Jónas Þor- valdsson og Jóhanna Jóhanns- dóttir sem þar bjuggu. En móðir mín dó þegar ég var bara tveggja vikna. Faðir minn giftist síðar Þorgerði Guðmundsdóttur, sem varð þá stjúpa mín. Hjá þeim var ég svo til 18 ára aldurs, síðustu árin titlaður vinnumaður. Ég fór 18 ára til Vestmannaeyja á ver- tíð og þar fékk ég vélstjórarétt- indi 1920 og var vélstjóri á ýms- um bátum. Sama ár kvæntist ég Margréti Eyjólfsdóttur, sem Iést 1982. Við áttum saman einn son, sem nú er látinn, hann hét Sig- urður Húnfjörð. Ég eignaðist svo dóttur 1932, Guðbjörg Jóhanna heitir hún. En bíddu nú við, ég var að segja þér frá því að ég var mótoristi í Eyjum. Ég skal segja þér það,“ Páll hnykkir á og heldur áfram. „Ég skal segja þér það, að ég fór nauðugur úr Eyjum. Þar er sko gott að vera. En eitt haustið fékk ég svo heift- arlega bijósthimnubólgu, að Kolka, sem þá var þar læknir, sagði mér að ég gæti ekki verið til sjós í mörg ár. Þá var ekki um margt að gera í Eyjunum, svo við drifum okkur til Reykjavík- ur.“ Var ekki erfítt að fá vinnu í Reykjavík ? „Ég fékk nú fljótlega starf á Korpúlfsstöðum, keyrði þar einn þriggja vörubíla sem þar gengu. Það var ágætis vinna. Svo lenti ég seinna á verkstæðinu þjá Steindóri, sem var mikill bíla- kóngur í þá daga.“ Þú hefur ekki verið bílstjóri hjá honum? „Nei, ekki var það nú. Við vorum reyndar stundum drifnir I upp í bíla, þegar þannig stóð á, Morgunblaðið/Óskar PÁLL Jónasson ásamt nokkrum íbúum af Ljósheimum á Selfossi. í verkstæðisgallanum maður. Það vorum við nú ekki ánægðir með og gátum að lokum stoppað það. Ég fór stundum alla leið austur í Fljótshlíð í þessum túr- um.“ Hvenær fluttirðu svo á Eyrar- bakka? „Ég keypti Stíghúsið 1940 og þá fluttum við hingað austur og ég var mótoristi í nokkur ár. Eftir að frystihúsið var byggt, unnum við þar bæði. Ég var til dæmis látinn brýna hnífana fyrir kerlingarnar. Það þótti bíta held- ur vel ef ég brýndi." Páll brosir kankvíslega, minn- ugur þess sem sagt er um góða brýnslumenn. Páll var orðhagur vel og voru til dæmis flest „örnefni" í frysti- húsinu frá honum komin. Nú hafa þau horfið úr daglegri notk- un með nýjum siðum og öðrum eigendum. Ég vík frá Páli fyrir öðrum gestum, en þegar ég kveð hann að lokum og óska honum enn á ný til hamingju með þetta merkisafmæli segir hann: „Blessaður vertu, þetta er nú ekki til að gera veður út af, ekki svo merkilegt." FISKRETTIR LINDARINNAR FISKMATSEÐILL HEIMILISMATSEÐILL til dæmis: Léttsteiktar svartfugls- bringur kr. 1.250,- Pönnusteikt kolaflök kr. 1.020,- Smjörsteikt keiluflök kr. 970,- Hvítlauksristaður steinbítur kr. 950,- 3 Ijúfir smáréttir kr. 1.320,- til dæmis: Fiskbollur m/lauksósu kr. 870,- Plokkfiskur m/rúgbrauði kr. 890,- Síldardiskur kr. 780,- Súpa, heimabakað brauð og salatbar fylgja öllum réttum. 10% afsláttur af mat gegn framvísun þessa míða. LIMVIM Rauðarárstíg 18 - Sími 623350 ÍBiklii meira en veniule? sölarlandaferð! Yd tniý 4? Samvinnuferðir - Landsýn og Atlasklubburinn bjoða til sumarveislu Ein af mörgum Matthildur Sveinsdóttir veitir innsýn í dulargáfu Tarot-spiianna Það verður eldhress stemmning á sólarströndum okkar í sumar á ári fjölskyldunnar. Allt fullt af bráðskemmtilegum gestum og hugmyndari'kum fararstjórum sem gefa ferðinni allt í senn spennandi, menningarlegan og sprenghlægilegan blæ! Samviiiiiiiferðir-Laiiilsj/ii Veldu sólarlandaferð þar sem grín, listræn tilþrif, söngur, spenna, slökun og spilakúnstir tryggja þér sumar- ævintýri í sérflokki. EUnOCARD (DATLAS - nýtur sérkjara! ' 4000 kr. afsláttur í pakkaferðir fyrir alla þá sem eru með Atlas- eða Gullkort frá Eurocard. / 5000 kr. afsláttur á mann til BenidOrm 30. júní og til Cala d'Or 28. júní. / Viðtæk tryggingavernd. Iiafi a.m.k. helmingur ferðar verið greiddur með kortinu. • Möguleiki á einni af 30 bónusferðurn á 30 kr! / Ótal vildarkjör að auki. t Nú er rétti tíminn til að fá sér Eurocard! I Atlasklúbbnum eru allir handhafar ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard. Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótol Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Halnarljörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 6511 55 • Simbrél 91 - 655355 Kellavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréí 93 -1 11 95 Aknreyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjar Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92 Q ATLAfv*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.