Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 25
Lovísa A. Guðmundsdðttii
er fegurðardrottning Suðurnesja og
jafnframt ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja.
Hún er 18 ára gömul frá Suðurnesjabæ og
vinnur þar í tískuvöruverslun. Foreldrar
hennar eru Guðmundur Reynisson og Guðrún
Ágústa Jónsdóttir. Kjóll Lovísu er kóngablár
úr polyesterefni, stílfærður og saumaður af
Huldu Björk Georgsdóttur fatahönnuði.
Lovísa er 180 sm á hæð.
Margrét Skúladðttir Sigurz
er fegurðardrottning Reykjavíkur. Hún er 21
árs Reykvíkingur og stundar nám i
Fósturskóla íslands. Foreldrar hennar eru
Skúli Eggert Sigurz og Ingunn Þóra
Jónsdóttir. Kjóll Margrétar er úr svörtu silki,
skreyttur gylltum pallíettum. Katrín
Sighvatsdóttir saumaði kjólinn en þær
Margrét hönnuðu hann í sameiningu. Margrét
er 176 sm áhæð.
er ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur. Hún er
19 ára og kemur úr Garðabæ. Hún stundaði
nám í fjölbrautaskólanum þar í bæ og hefur
jafnframt unnið á Hard Rock Café. Foreldrar
hennar eru Guðmundur Benediktsson og
Guðrún Olga Clausen. Inga Jónsdóttir
saumaði kjól Söru, sem er úr bláu
ottoman-efni. Þær Sara hönnuðu kjólinn í
sameiningu. Sara er 174 sm á hæð.
Særðs Tðmasdðttir
er fegurðardrottning Vesturlands. Hún er
tvítug frá Akranesi, en vinnur á Hard Rock
Café. Foreldrar hennar eru Tómas
Friðjónsson og Bryndís Sigurðardóttir sem
er látin. Kjóll Særósar er úr beinhvítu
atlassilki og blúndu. Gréta Ösp
Jóhannesdóttir hannaði og saumaði kjólinn.
Særós er 172 sm á hæð.
Unniif Gnöný Gunnarsdðttir
er 18 ára gömul frá Reykjavík. Hún vinnur
hjá útgáfufyrirtækinu Framtíðarsýn hf. og
starfar einnig fyrir Módelsamtökin. Foreldrar
hennar eru Gunnar Þórðarson og Rannveig
Viggósdóttir. Unnurer í kóngabláum
pallíettukjól með slóða, sem María Auður
Guðnadóttir hannaði og saumaði. Unnur er
178 sm áhæð.
Valdís Svanbjðrnsdðttir
er fegurðardrottning Austurlands. Hún er
18 ára og kemur frá Neskaupstað og stundar
nám í Verkmenntaskóla Austurlands.
Foreldrar liennar eru Svanbjörn Stefánsson
og Kristín Magnea Sigurðardóttir. Valdís er
í kjól úr vínrauðu satíni, skreyttum
silfurlituðum p.aliíettum. Jórunn Karlsdóttir
hannaði og saumaði. Valdís er 166 sm á hæð.