Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 41 BJÖRN MAGNÚSSON PRÓFESSOR í DAG, 17. maí, er níræður dr. theol. Björn Magnússon, sem allt frá árinu 1937 hefur ) komið mjög við sögu I guðfræðideildar Há- skóla íslands. Hann var settur dósent veturinn 1937-1938 og skipaður 16. október 1945 og síðan prófessor við deildina allt þar til hann lét af embætti fyrir ald- urs sakir fyrir 20 árum. Allt starf sitt við deild- f ina vann hann af stakri ) samviskusemi og var I hollráður í samstarfi " okkar kennaranna. Ljúfmennska einkenndi allt dagfar hans og þeirra hjóna, hans og frú Charlotte Jóns- dóttur, sem nú er látin. Okkur hefur ætíð verið vel til vina þótt á okkur sé 20 ára aldursmunur og þótt hann hafi orðið stúdent í sama mánuði og ég fæddist. Svona brúast árabilin þegar á ævina líður og menn vinna I saman af vinarþeli. | Sérgrein dr. Björns er nýjatesta- mentisfræði, en einnig kenndi hann * siðfræði og prestslegar greinar nokkrar. Var hann biblíufastur í kennslu sinni í Nýja testamenti. Samkeppnisritgerð hans um dós- entsembættið 1937 var gefin út ný- lega, og ber hún vitni um mikinn lærdóm. En það sem vekur sérstaka athygli er sá fjöldi og mikla fjöl- breytni þeirra fræðirita sem honum hafði tekist að leiða saman í ritgerð- | inni, þótt einangraður væri í sveita- . prestakalli og fjarri þeim hjálpar- tækjum sem menn búa nú við með fjölbreyttu háskólabókasafni og tölv- usamskiptum við bókaskrár um heim allan og ljósprentuðum tímarita- greinum hvaðanæva að í veröldinni gegnum póstinn og safnið. Dr. Björn er sannur afreksmaður á sviði fræða og sést það ekki síst á þeirri elju sem það kostaði að orðtaka Nýja og Gamla testamentið og semja orða- lykla að báðum. Því miður kom að- eins sá fyrri út á prenti, en sá síð- I ari er til í einu eintaki í deildinni og mikið notaður, eins og nærri má geta. En það var ættfræðin sem var sérstök einkalist hans og eftirlæti. Hefur hann gefið út fjölda bóka um þau efni. Svo mikil var eljusemi dr. Björns fyrr á árum að hann mátti vart kjurr sitja á fundum. Dræjust umræður á langinn á deildarfundum var hann iðulega staðinn upp og farinn að lagfæra uppröðun bóka í bókaskápum V. stofu, þar sem fund- irnir voru haldnir. — Og einnig fann hann sér verkefni fyrir hendurnar með smíðum. Lyfti hann þakinu á íbúð þeirra hjóna á Bergstaðastræti, smíðaði stiga upp og innréttaði vistlega bókastofu og vinnusal handa sjálfum sér þar uppi. En kærastar hafa honum sjálfsagt verið sumarvikurnar við Hreðavatn þar sem þau hjón dvöldust hvert sumar frá því kennslu lauk og þar til hún hófst á ný um haustið, er hann kom brúnn og sællegur í bæinn, haf- andi smíðað þar vistleg- an sumarbústað og unnið að því að halda honum við hvert sumar, auk silungsveiða og annarra tóm- stundastarfa, einkum smíða. En þar efra var tímanum ekki varið til slíkra starfa einna heldur var stúderað. Urðu þar til bækur hans margar. Dr. Björn er sonur séra Magnúsar Bjarnarsonar, sem var prestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í 35 ár, sat á Prestsbakka, og konu hans Ingibjargar Brynjólfsdóttur prests í Vestmannaeyjum. Var séra Magnús margvíslegum hæfileikum og dyggð- um prýddur maður, og einkenndi það son hans og þau hjón bæði að lifa dyggðugu lífi, sem sést best á starfi dr. Björns að bindindismálum og þeim anda sem ríkti á heimili þeirra og barnanna átta er öll bera foreldr- um sínum fagurt vitni. A það einnig við um Magnús þótt látinn sé, öllum mikill harmdauði. Með hljóðlátu trúnaðartrausti báru þau hjón sorg sína við hið sviplega fráfall hans. Er ég nú hylli gamlan kennara minn og síðar samstarfsmann og þakka honum ljúfmannlega sam- vinnu, minnist ég þess hversu blíð- lega hann tók öllum tillögum mínum um starf deildarinnar er ég, þrítugur sprellikarl, hlaut þar embætti. Var hann meira að segja einn þátttak- enda í frjálsu hebreskunámskeiði er ég hélt. Sýnir það best fræðaþorsta eljumannsins og ljúfmennsku sam- kennarans. Það er með miklum kær- leikum að ég hylli nú prófessor dr. Björn Magnússon og flyt honum þakkir sem ég á bágt með að koma orðum að svo vel sé. Við hjónin send- um honum hlýjar kveðjur og óskum honum fagurra sumardaga um árs- ins hring. Þórir Kr. Þórðarson. í dag, 17. maí, verður heiðursmað- urinn Björn Magnússon níræður og er við hæfi að minnast þeirra tíma- móta. Dr. theol. Björn Magnússon var kennari við guðfræðideild Há- skóla íslands í nær þijá áratugi, frá 1945 til 1974, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Dr. Björn er fædd- ur að Prestsbakka á Síðu þann 17. maí 1904. Foreidrar hans voru hjón- in séra Magnús Bjarnarson prófastur og Ingibjörg Brynjólfsdóttir. Björn lauk embættisprófi frá guðfræði- deild Háskóla Islands 1928 og var vígður sama ár aðstoðarprestur föð- ur síns að Prestsbakka, en veitt Borg á Mýrum árið eftir. Hann var skipaður dósent við guðfræðideild 1945 og prófessor 1949. Björn er hár og vörpulegur mað- ur, hlýr í viðmóti, hógvær og öfga- laus en gat verið fastur fyrir þegar því var að skipta. Hann var vinsæll kennari og virtur af öllum nemend- um sínum. Kennslugreinar hans voru nýjatestamentisfræði, einkum rit- skýring Jóhannesarguðspjalls og guðfræði Nýja testamentisins og lengst af siðfræði og kennimannleg guðfræði. Hann samdi nokkrar kennslubækur og fræðirit í guð- fræði, t.d. skýringarrit yfir Jóhann- esarguðspjall og Jóhannesarbréfin og rit um fermingarfræðslu, sem hann nefndi Kenn þeim unga. Árið 1965 gaf Björn út prédikanasafnið Frá haustnóttum til hásumars. Um nokkur meginatriði kristinnar kenn- ingar. Þar setur hann fram túlkun sína á völdum köflum Nýja testa- mentisins. Björn hefur verið afkastamikill fræðimaður bæði á sviði guðfræði og ættfræði. Auk ofangreindra rita vann hann það þrekvirki að semja orðalykil að útgáfu íslensku Bibl- íunnar frá 1912 en áður hafði hann samið orðalykil að Passíusálmunum. Árið 1951 gaf ísafoldarprentsmiðja út orðalykil hans að Nýja testament- inu og árið 1976 gaf Björn guðfræði- deild vélritað handrit að orðalykli Gamla testamentisins. Hann vann þetta verk áður en menn voru farn- ir að beita tölvum við slíka vinnu og geta menn varla gert sér grein fyrir hve mikið þolinmæðisverk það hefur verið. Nú á þessu ári kemur út orðalykill að útgáfu íslensku Bibl- íunnar frá 1981 sem unninn hefur verið með tölvutækni. Þar er Björns getið sem brautryðjanda við samn- ingu orðalykla á íslandi. Björn hefur samið merk ritverk í ættfræði og persónusögu, má þar nefna Guðfræðingatöl og ritin Ættir Síðupresta sem kom út 1960, Vest- ur-Skaftfellingar 1703 - 1966, sem kom út 1970 og Frændgarð, sem kom út 1982. Einnig hefur hann samið Nafnalykil að manntali á ís- landi 1801 og 1845 og Mannanöfn á Islandi samkvæmt manntölum 1801 og 1845, sem kom út í fyrra. Á þessu ári kom út á vegum Guðfræðistofnunar samkeppnisrit- gerð sem Björn samdi er hann sótti um dósentsembætti við guðfræði- deild árið 1936. Nefnist hún Um sérkenni kristindómsins. Ritgerð þessi er verðugt dæmi um íslenska guðfræði á þeim tíma. Það má sæta furðu að hún skyldi ekki hafa verið gefin út fyrr. FRR SIMI nýr & fullkominn j Litla trompiðfrá Dancall erfullkomin lausn fyrir þá sem gera kröfur um fágaða hönnun, talgœði, lipurð og gott verð. • Einstaklega auðveldur í notkun • Vegur aðeins 450 grömm (m/rafhlöðu) • Rafhlöður endast í 16 klst. • Innbyggð símaskrá í stafrófsröð • Flett upp eftir nafni • Innbyggður símboði • Verðlaunaður fyrir hönnun Kynningarverð kemur á óvart! radiomidun Grandagarði 9-101 Reykjavík • Sími (91) 62 26 40 Auk frumsaminna verka hefur Björn þýtt margar fræðibækur á íslensku, má m.a. nefna ritin Að vera kristinn eftir þýska guðfræð- inginn Hans Kiing, og Launhelgar og lokuð félög eftir sænska trúar- bragðafræðinginn Efraim Briem. Guðfræðideild sæmdi Björn heið- ursdoktorsnafnbót árið 1976 fyrir fræðistörf. Ég hef átt því láni að fagna að þekkja Björn allt frá því að ég hóf nám í guðfræðideildinni og ég minn- ist þess hve hlýlega hann bauð mig velkominn í deildina. Sem deildarfor- seti réð hann mig til kennslu í grísku við lát Kristins Ármannssonar rekt- ors og minnist ég þess hve ljúfur og skilningsríkur samstarfsmaður hann var. Síðan tók ég við embætti hans er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Við störfuðum saman í þýðingar- nefnd Nýja testamentisins um nokk- urra ára bil. Þar kynntist ég hve nákvæmur og vandvirkur fræðimað- ur hann er. Eiginkona Björns var frú Char- lotte K. Jónsdóttir ættuð frá Stykkis- hólmi. Hún var elskuleg kona og gott að vera í návist hennar. Það var mikill missir fyrir Björn þegar hún dó árið 1977. Eftir lát frú Char- lotte hefur Björn búið einn að Berg- staðastræti 56. Þau áttu 8 börn og eru afkomendur þeirra hjóna nú komnir vel á 7. tuginn. Fyrir hönd guðfræðideildar óska ég dr. Birni hjartanlega til hamingju með afmælið og þakka honum langt og ánægjuríkt samstarf. Björn verður að heiman á af- mælisdaginn. Jón Sveinbjörnsson, deildarforseti. I í SUMAR EITTU BARNINU ÞÍNU FORSKOT í LÍFINU! TOLVUSKOLIFYRIR10-16 ARA í sumar býður Tölvuskóli Reykjavikur upp á 24 klst. 2 vikna tölvunámskeið, þar sem kennt er á PC tölvur, en Reykjavikurborg hefur nú tölvuvætt alla grunnskóla borgarinnar með PC tölvum. Námið miðar að þvi að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við nám. Farið er i fingrasetningu eg vélritunaræfingar, Windows og stýrikerfi tölvunnar, ásamt almennri tölvufræði. Með þann grunn í farteskinu, liggur leiðin i töflureikna eg rítvinnslu- teikni- eg leikjaforrit. Verð námskeiðanna er vel undir almennum námskeiðsgjöldum. Kennt er alla virka daga frá 9 -12 eða 13 - 16. TOLVUNAM FYRIR 6-10 ARA Skemmtilegt og gagnlegt Á némskeiðinu er lögð éhersla á: Wlndaws gluggakerfið eg ýmis notendaforrit sem tengjast þvi. Ferritunarmálið Lego - búin verða til forrit og ýmsar teikniskipanir skoðaðar. Litið á ýmis kennsiu- og teikniforrit. Forrit sem þjálfa rökhugsun, t.d. Maths Dragon frá Coombe Valley Software. í lokin fá allir nemendur 5 diska með um 70 tölvuleikjum og skemmtilegum kennsluforritum sem veganesti frá Tölvuskóla Reykjavíkur, auk ílest allra forritanna sem notuð verða og viðurkenningarskjal. FORRITUNARNAM FYRIR UNGLINGA 30 klst. gagnlegt nám íyrir unglinga þar sem kennd verður forritun í QBasic. Markmiðið með náminu er að nemendur verði vel að sér i notkun QBasic og geti sett saman einfalda leiki með hreyflmyndum og hljéði. í lokin fá allir þátttakendur afrit af vinnu hinna og um 1 MB af forritunarkóðum og auðvitað viðurkenningarskjal. Hringdu og fáðu sendan bækling Tölvuskóli Reykiavíkur BORCflRTÓNI 28. 105 REYRJflUÍK. SÍmi 616699. <ax 616696
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.