Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Leigjendur eiga leikinn
NAUÐSYNLEGT er að gera
nokkrar athugasemdir vegna skrifa
Björns Bjarnasonar alþingismanns
í Morgunblaðinu sl. fimmtudag,
ásamt því að koma að ábendingu
til leigjenda.
Björn lætur að því liggja að ekk-
ert samráð hafí verið haft við
sveitarfélögin um undirbúning
málsins og að ég hafí krafist þess
að frumvarpið yrði samþykkt at-
hugasemdalaust án nokkurra
breytinga. Síðan staðhæfír Björn
að í yfirlýsingu sem ég gaf um
málið í lok þingsins hafí falist viður-
kenning á réttmæti þeirrar gagn-
rýni sem fram hafí komið.
Staðreyndirnar
Ekki gekk þrautalaust að ná
málinu fram á Alþingi. í lok þings-
ins var málið í uppnámi og sá
möguleiki fyrir hendi að frumvarp
i 12, sími 44433.
um húsaleigubætur
yrði annaðhvort fellt
með atbeina nokkurra
þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins eða vísað
frá eins og fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í fé-
lagsmálanefnd Alþing-
is lagði til.
Þessari neikvæðu
afstöðu réð fyrst og
fremst umsögn Sam-
bands íslenskra sveit-
arfélaga um málið, auk
umsagna 8 annarra
sveitarfélaga af um
190 sveitarfélögum
sem vildu að ríkið sæi
bæði um fjármögnun
og framkvæmd húsaleigubóta.
Þessi afstaða er furðuleg í ljósi
þess að fulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga skrifaði fyrirvara-
laust undir álit nefndarinnar, sem
vann málið og skilaði niðurstöðu í
febrúar 1993, en lögin byggja í
öllum aðalatriðum á niðurstöðum
hennar.
Að loknu því nefndarstarfi var
það síðan ákveðið í fullu samráði
við forystu Sambands íslenskra
sveitarfélaga hvernig staðið yrði
að vinnu við undirbúning frum-
varpsins og á því stigi engin at-
hugasemd gerð við að framkvæmd-
in yrði í höndum sveitarfélaganna
eins og nefndin lagði til.
Að auki var hlutur sveitarfélaga
í fjármögnun húsaleigubóta byggð-
ur á útreikningi Sambands sveitar-
félaga, en sveitarfélögin greiða 40%
kostnaðar eða 250 milljónir en rík-
ið 60% eða 400 millj-
ónir. Útreikningur
Sambands sveitarfé-
laga byggði á því að
sveitarfélögin greiða
þegar 250 milljónir í
húsaleigustyrki á al-
mennum markaði, en
sú Ijárhæð er færð
sem hlutur sveitarfé-
laganna inn í nýtt
húsaleigubótakerfí.
Lyktir málsins
Þar sem ljóst var í
lok þingsins, að það
gæti haft alvarleg
áhrif á stjórnarsam-
starfíð ef með atbeina
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
frumvarpið yrði annaðhvort fellt
eða frávísunartilllaga fulltrúa Al-
þýðubandalagsins samþykkt, sam-
þykkti ríkisstjórnin tillögu sem
leysti málið.
/ fyrsta lagi að taka upp viðræð-
ur við Samband íslenskra sveitar-
félaga um undirbúning að fram-
kvæmd laganna, sem er sjálfsagt
mál þar sem framkvæmdin er í
þeirra höndum.
/ öðru lagi að ef í ljós kemur að
gera þurfí breytingar til að fram-
kvæmdin verði markvissari eins og
það er orðað þá verði slíkar tillögur
lagðar fram á haustþingi, en tvær
breytingartillögur vegna fram-
kvæmda laganna frá meiri hluta
félagsmálanefndar voru samþykkt-
ar á Alþingi. Staðhæfingar Björns
Bjarnasonar alþingismanns í
Morgunblaðinu 12. maí sl. um að
Jóhanna
Sigurðardóttir
Leigjendur ættu að
krefja frambjóðendur til
sveitarstjórna, ráðlegg-
ur Jóhanna Signrðar-
dóttir, svara um, hver
afstaða þeirra er til þess
að veita fólki rétt til
húsaleigubóta.
ég hafi á Alþingi staðið gegn öllum
breytingum varðandi framkvæmd
laganna er út í hött. Áður en frum-
varpið var lagt fram á Alþingi var
tekið tillit til margvíslegra tillagna
og sjónarmiða Sjálfstæðisflokks.
Eftir því var líka ítrekað gengið
af mér þegar málið var í meðferð
þingsins hvort einhveijar tillögur
væru uppi af hálfu Sjálfstæðis-
manna um framkvæmdina eins og
hún lá fyrir í frumvarpinu. Svo var
ekki, ef undan er skilin ósk um að
lögin yrðu aðeins í gildi tímabundið
eða í tvö ár, og að því var að sjálf-
sögðu ekki hægt að ganga.
/þriðja lagi má af skrifum Björns
Bjamasonar líka ráða, að ég hefði
staðið gegn skattaívilnunum til
leigusala. Staðreyndin er sú að með
yfirlýsingu um að á því máli yrði
tekið á haustþingi voru Sjálfstæðis-
menn sjálfír að leysa sinn eigin
innanbúðarvanda. Hygg ég að eng-
inn hafi fagnað meira þessari niður-
stöðu en félagsmálaráðherrann,
sem áherslu hafði lagt á þessa lausn
málsins.
Vangaveltur Björns Bjamasonar
alþingismanns í Morgunblaðinu um
að ef ekki verði hægt að lögfesta
þá framkvæmd á haustþingi kynni
að þurfa að fresta málinu em óþarf-
ar. Bæði er um einfalda lagabreyt-
ingu að ræða og eins var frá því
gengið, að það samkomulag sem í
lokin var gert um húsaleigubætur
og ég hef hér lýst, yrði ekki til að
seinka gildistökunni um n.k. ára-
mót.
Ábending til leigjenda
Áður en frumvarpið var lagt
fram á Alþingi var að kröfu for-
ystumanna Sambands íslenskra
sveitarfélaga fallist á, að sveitarfé-
lögin hafi sjálf valfrelsi um hvort
þau greiða húsaleigubæturnar til
sinna íbúa sem lögin kveða á um.
Þrátt fyrir það að ég gengi að
þessari kröfu Sambands íslenskra
sveitarfélaga áður en frumvarpið
var lagt fram á Alþingi, sem var
mér þvert um geð, var forsvars-
mönnum Sambands íslenskra
sveitarfélaga nær búið að takast
að koma í veg fyrir þessa kjarabót
til láglaunafólks.
Á því ætti hins vegar að vera
lítil hætta að sveitarfélögin taki
ekki upp húsaleigubætur til að
bæta kjör sinna íbúa og þjónustu
við þá, einkanlega þar sem ríkið
greiðir 60% eða 400 millj. af kostn-
aði við húsaleigubætur. En í Ijósi
þess sem hér hefur verið lýst ættu
leigjendur að krefja frambjóðendur
til sveitarstjórnarkosninga svara
við því hver afstaða þeirra er til
þess að veita íbúum sínum rétt til
húsaleigubóta samkvæmt nýju lög-
unum.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
(£j% efr &&
Grensásvegi 50
-sími 885566
!|k Bjóðum upp á alla almenna þjónustu í hári
og förðun, í nýjum og glæsilegum
húsakynnum við Grensásveg 50.
mm 1* i
pg ú
Lögreglukór Reykjavíkur
Kórsöngur í Fella- og Hólakirkju
Sungið af list
LÖGREGLUKÓR Reykjavíkur
og RARIK-kórinn héldu vortón-
leika í Fella- og Hólakirkju föstu-
daginn 29. apríl kl. 20,00. Stjórn-
andi lögreglukórsins er Guðlaugur
Viktorsson en stjórnandi RARIK-
kórsins er Violeta Smid. Undirleik-
arar voru hjá lögreglukómum
Hrönn Helgadóttir en hjá RARIK-
kórnum Pavel Smid.
Tónleikarnir byijuðu á því að
lögreglukórinn flutti þakkarbæn,
hollenskt lag við Ijóð efír Óskar
Ingimarsson. Vel fór á því að hefja
tónleikana á þessu fallega lagi
með undirleik á orgel kirkjunnar.
Þá tók RÁRIK-kórinn við og flutti
sjö lög af mikilli sönggleði undir
stjórn Violetu Smid, sem er mjög
skemmtilegur stjórnandi, og náði
kórinn góðum tengslum við áheyr-
endur. Einsöngvari kórsins, Lóa
Jónsdóttir, er með mikla sópran-
rödd, og söng listavel lagið Summ-
artime í útsetningu Pavel Smid.
Síðan tók Lögreglukórinn við.
Hann söng lögreglumars eftir Jón-
as og Jón Múla Ámasyni með
trommuslætti söngstjóra um leið
og söngmenn gengu inn, undir
dynjandi lófaklappi gesta. Síðan
söng kórinn Ég leitaði blárra
blóma eftir Gylfa Þ. Gíslason í
útsetningu Magnúsar Ingimars-
sonar, Seljadalsrósir, Ijóð séra
Friðriks Á. Friðrikssonar og
Kvöldið er fagurt, enskt lag við
ljóð Ingólfs Þorsteinssonar, fyrrv.
yfirlögregluþjóns, í útsetningu
Páls Kr. Pálssonar, sem lengi var
söngstjóri kórsins. Einsöng söng
Geir Jón Þórisson, lögregluvarð-
stjóri, og skilaði vel. Síðan söng
kórinn Svaninn eftir Jennefeld og
var það hressilegt.
Eftir hlé söng Lögreglukórinn
fjögur lög eftir Oddgeir Kristjáns-
son og lauk svo söngskránni með
Lögreglukórinn og
RARIK-kórinn sungu af
list, að mati Þorleifs
P. Jónssonar, í Fella-
og Hólakirkju á
dögunum.
laginu Sextán tonn eftir M. Tra-
vis. Kórinn varð að syngja auka-
lag, Þú álfu vorrar..., sem er mjög
hressilegt og þróttmikið lag.
Guðlaugur Viktorsson, sá
menntaði og hæfi söngstjóri, má
vel við una með árangurinn — og
ekki síður Lögreglukórinn.
Að síðustu sungu kórarnir þijú
lög saman og var jiað vel þegið.
Eitt af þeim var Island er land
þitt eftir Magnús Þór Sigmunds-
son við ljóð Margrétar Jónsdóttur.
Ljóð og lag mjög vinsælt.
Ég óska báðum kórunum til
hamingu með þetta framtak og
þakka góða skemmtun.
Höfundur er fyrrverandi
lögregluþjpnn.