Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B
109. TBL. 82. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
I heimsókn hjá Havel
Miðausturlandaferð Christophers
Aukinn sveigjan-
leiki vekur vonir
um lok þrátefiis
Tel Aviv, Damaskus. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til ísra-
els í gær eftir að hafa rætt við sýrlenska ráðamenn í Damaskus.
Aukinn sveigjanleiki þeirra vekur vonir um að unnt verði að ná sam-
komulagi um brottflutning ísraelskra hermanna frá Gólan-hæðunum.
Heitir
lýðræði
hollustu
Róm. Reuter.
SILVIO Berlusconi forsætisráðherra
Ítalíu sagði alla ráðherra í ríkisstjórn
sinni einarða lýðræðissinna í gær.
Var það svar hans við vaxandi
áhyggjum á alþjóðavettvangi vegna
aðildar nýfasista að stjórninni.
Berlusconi varði ríkisstjórnina við
umræður í þinginu í gær um trausts-
yfirlýsingu á stjórnina. Hann sagði
hollustu Itala við Atlantshafsbanda-
lagið, Evrópusambandið og Helsinki-
sáttmálann vera meginatriði stjórn-
arsáttmálans.
Gianfranco Fini leiðtogi nýfasista
fordæmdi í gær nýnasista sem efndu
til mótmælu í Vicenza á Norður-ítal-
íu á laugardag. Nokkur hundruð
snoðinkolla gengu um borgina með
leyfi lögreglustjórans og heilsuðu í
sífellu með nasistakveðju. Göngunni
var mótmælt um land allt og var
lögreglustjóri Vicenza leystur frá
störfum í gær. Andstæðingar nýnas-
ista sögðu að yfirvöld hefðu gerst
umburðarlyndari í garð hægri öfga-
manna vegna stjórnarsetu nýfasista.
---------♦ » ♦---
Venstre
vinnur á
Kaupmannahöfn. Reuier.
VENSTRE, flokki Uffe Ellemanns
Jensens, fyrrum utanríkisráðherra
Danmerkur, er spáð miklum sigri í
kosningunum til Evrópuþingsins.
Samkvæmt skoðanakönnun við-
skiptablaðsins Börsen hlyti Venstre
40,7% atkvæða en flokkurinn hlaut
16,6% í síðustu kosningum.
Jafnaðarflokkurinn hlaut 21,2%
fylgi í könnuninni en 23,3% í síðustu
Evrópuþingskosningum. íhalds-
flokki Pouls Schliiters fyrrum for-
sætisráðherra er spáð 11% fylgi en
hann fékk 13,3% í kosningunum.
OPINBER heimsókn frú Vigdísar
Finnbogadóttur til Tékklands
hófst í gær. Tekið var á móti for-
setanum og fylgdarliði í kastalan-
um í Prag og auk þess efnt til
blaðamannafundar með forsetun-
um, frú Vigdísi og Vaclav Havel.
Einnig var farið í gönguferð yfir
Karlsbrúna og í gamla borgar;
hlutanum. I dag munu forseti Is-
lands og fylgdariið meðal annars
hitta Vaclav Klaus forsætisráð-
herra Tékklands og þingmenn
tékkneska þingsins. Síðdegis
verður Vigdís viðstödd opnun sýn-
ingar á verkum Errós sem haldin
er í boði borgaryfirvalda í Prag.
I framhaldi af opnun sýningarinn-
ar efnir forseti Islands til móttöku
til heiðurs forseta Tékklands.
■ Ljóð skálda/2
Menem vill
Thatcher
framselda
Buenos Aires. Reuter.
CARLOS Menem forseti Arg-
entínu sagði í gær að Bretar
ættu að framselja Argentínu-
mönnum Margaret Thatcher
fyrrverandi forsætisráðherra
vegna árásarinnar á herskip-
ið Belgrano í Falklandseyja-
stríðinu 1982.
Menem
íjallaði um
framsal.
Thatcher í
tengslum við
fyrirhugað
framsal
Erichs Prieb-
kes, liðs-
manns SS-
sveita Adolfs
Hitlers, en
hann hefur
játað aðild að
fjöldamorðum í Ardeatine-hell-
unum á Ítalíu í seinna stríðinu.
Priebke býr í fjallabænum
Bariloche þar sem Þjóðveijar
eru fjölmennir og lét Menem
ummæli sín um Thatcher falla
í samtölum við blaðamenn þar
í bæ í gær.
Ferðinni til ísraels var frestað
vegna tveggja aukafunda
Christophers með Farouq al-Shara,
utanríkisráðherra Sýrlands, í gær.
Þessir aukafundir benda til þess að
fram hafi komið nýjar tillögur sem
komi að nokkru leyti til móts við
þá kröfu Sýrlendinga að ísraelar
látþ Gólan-hæðirnar af hendi.
Utvarpið í Damaskus sagði að
náðst hefði samkomulag um að
Christopher kæmi aftur til Sýrlands
á morgun, miðvikudag, eftir við-
ræður við ráðamenn í ísrael. Út-
varpið sagði það til marks um að
Bandaríkjastjórn legði nú mikið
kapp á að binda enda á þráteflið í
viðræðum ísraela og Sýrlendinga.
Tilslakanir
Christopher ræddi við Hafez al-
Assad, forseta Sýrlands, í fjórar
klukkustundir á sunnudagskvöld,
en ekki var greint frá því hvað
þeim fór á milli. í forystugrein
málgagns sýrlensku stjórnarinnar,
Tishreen, á sunnudag sagði að sýr-
lenska stjórnin léði máls á því að
brottflutningi ísraela lyki „innan
sanngjarns og viðunandi tíma“.
Þetta þótti benda til þess að Sýr-
lendingar gætu fallist á tilslakanir
varðandi tímamörkin.
Samkvæmt fjölmiðlum í ísrael
hefur Yitzhak Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, lagt til að brottflutn-
ingurinn verði í þremur áföngum á
átta árum. Að öllum líkindum þykir
Sýrlendingum þetta of langur tími,
en forystugrein Tishreen bendir þó
til meiri sveigjanleika en áður.
Reuter
Hótar mönnum Banda
BAKILI Muluzi er talinn líkleg-
astur eftirmaður Kamuzu Banda
forseta Malaví en þingkosningar
fara fram þar í landi í dag. Hann
hét því að draga þá embættis-
menn og stjórnarfulltrúa til saka
sem gerst hefðu sekir um glæpi
gegn þjóðinni en sagðist þó ekki
myndu efna til nornaveiða.
Banda verður í kjöri en er ekki
spáð velgengni enda orðinn 95
ára og afar heilsuveill. Vegna
hrörleika gat hann ekki verið
viðstaddur fund þingsins sem
samþykkti nýja sljórnarskrá í
gær og lagði sjálft sig niður.
■ Fyrstu lýðræðislegu/16
Aukinn hagvöxtur í Evrópusambandinu
Fj árlagahalli er
aðal meinsemdín
Brussel. Reuter.
EVRÓPSKIR fjánnálaráðherrar fögnuðu í gær fréttum um vaxandi hag-
vöxt en voru jafnframt minntir á, að nú sem aldrei yrði að herða barátt-
una gegn fjárlagahalla í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Það væri for-
sendan fyrir lækkun langtímavaxta og auknum hagvexti í framtíðinni.
Nú er því spáð, að hagvöxtur í
Evrópusambandsríkjunum verði
1,6% á þessu ári og 2,5% á því
næsta eða heldur meiri en áður var
gert ráð fyrir. Engar horfur eru þó
á að atvinnuleysi minnki fyrr en á
næsta ári í fyrsta lagi en á fundi
fjármálaráðherranna í Brussel urðu
miklar umræður um efni Hvítbókar
um atvinnumál en hún var sam-
þykkt á leiðtogafundi ESB í desem-
ber sl. Er þar lögð mest áhersla á
aukið frelsi á vinnumarkaði; niður-
skurð og sparnað í velferðarkerfinu;
minni fjárlagahalla og aðgerðir,
sem auðveldi fyrirtækjum að ráða
fólk til vinnu. Þá var einnig rætt
um fjármögnun nýrra framkvæmda
í samgöngu- og fjarskiptamálum
en þær munu ekki aðeins veita
mörgum atvinnu, heldur eru þær
taldar óhjákvæmileg forsenda auk-
ins hagvaxtar í framtíðinni.
Fyrstu góðu fréttirnar
Henning Christophersen, sem fer
með efnahagsmál í framkvæmda-
stjórn ESB, sagði á fundinum í
gær, að fréttirnar um aukinn hag-
vöxt væru fyrstu góðu tíðindin í tvö
ár en lagði áherslu á, að næðu
Evrópuríkin ekki tökum á fjárlaga-
hallanum, væri hætta á, að hag-
vöxturinn yrði að engu.