Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 8

Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ungir sjálfstæðisincnn þreyttir á stjómarsamslarn met krötum: Það er ekki von að það heyrist lengur óp, gelt eða stunur. Sængin er hætt að hreyfast. Sluppu tvisvar frá laganna vörðum en náðust sofandi við Hvaleyrarvatn Stálu plastbáti og fjallahjólum LÖGREGLAN í Hafnarfirði hafði hendur í hári tveggja bátaþjófa á laugar- dag, en mennirnir höfðu tekið plastbátinn Tóta HF 113 traustataki í Hafnar- firði, siglt til Reykjavíkur og endað siglinguna í fjöru á Álftanesi. Þegar lögreglan handtók mennina höfðu þeir tvívegis orðið á vegi lögreglumanna í leiðangri sínum, en sloppið með skrekkinn í bæði skiptin. Tvær gripnar eftir innbrot TVÆR 18 ára stúlkur voru handteknar í gærmorgun eftir innbrot í söluturn við Arnar- bakka. Stúlkurnar flýttu sér svo af vettvangi að þær misstu þýfið, nokkra sígarettupakka, á leiðinni. Stúlkurnar notuðu kúbein til að bijóta glugga í sölutum- inum. Við það fór þjófavarnar- kerfi í gang. Stúlkurnar hlupu inn í sölutuminn, þrifu 6-8 sígarettupakka og hlupu á brott. Sjónarvottur gat gefið greinargóða lýsingu á þeim og náðust þær skömmu síðar. Þær höfðu þá misst bæði kú- beinið og þýfíð á flóttanum. Frumraunin Önnur stúlknanna hefur komið við sögu lögreglunnar áður vegna innbrota og lík- amsmeiðingar, en hin var að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tveir menn í vandræðum á Viðejjarsundi TVEIR menn lentu í vandræð- um þegar sportbátur þeirra bilaði á Viðeyjarsundi aðfara- nótt laugardags. Hafnsögumenn fóru mönn- unum til aðstoðar og drógu bát þeira til hafnar. Ekkert amaði að þeim, enda veður með' besta móti.- Mennimir óku til Hafnarfjarðar frá Keflavík aðfaranótt laugardags og brutust inn í bátinn, sem lá við Óseyrarbryggju. Þeim tókst að gang- setja hann og sigldu til Reykjavíkur. Þá voru þeir orðnir bensínlitlir og stálu bensínbrúsa úr bát í Reykjavík- urhöfn. Þar varð lögreglumaður á vegi þeirra, en mennimir komu vel fyrir og komst ekki upp um athæfi þeirra í það sinnið. Hjóluðu til baka Nú sigldu mennimir aftur af stað, en bensíníð þraut von bráðar. Þeim tókst að nota fiskikassa til að róa upp í fjöruna á Álftanesi. Þar stálu þeir STÓR hluti gróðurlendis skammt frá Vatnskoti á Þingvöllum brann síðastliðinn sunnudag. Eldurinn er talinn hafa kviknað af völdum ein- nota grills sem skilið hafði verið eftir á staðnum ásamt öðru rusli en þjóðgarðsvörður fann meðal ann- ars bakaða kartöflu og kókflöskur úr plasti. „Það brunnu um 1.000 m2 af mjög falíegum lundi hér rétt við vatnið,“ segir Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður. Fjöldi fólks var gestkomandi í þjóðgarðinum á sunnudaginn og komu margir á vett- vang til að reyna að hefta útbreiðslu eldsins. Var það gert með bílmottum og skóflum þar til slökkvilið Árnes- tveimur fjallahjólum og hjóluðu sem leið lá niður á bryggju í Hafnarfirði, til að ná í bíl sinn. Lögreglan í Hafnar- firði stöðvaði för þeirra, til að kanna hvetju það sætti að mennimir væra á ferð með tvö fjallahjól aftur í bíln- um. Enn tókst þeim að gefa sannfær- andi skýringar á ferðum sínum. Þegar báturinn fannst voru hæg heimatökin hjá lögreglunni að rifja upp kynni sín af mönnunum. Fund- ust þeir við Hvaleyrarvatn, sofandi á grasbala i veðurblíðunni, þreyttir eftir átök næturinnar. Bát og hjólum var skilað til réttra eigenda og menn- irnir gátu sofið áfram í gistingu á vegum lögreglunnar. sýslu kom á vettvang. „Fólk gerir þetta ennþá, þótt undarlegt megi virðast, kveikir í einnota grilli hvar sem er og gengur ekki frá, með skelfilegum afleiðingum," segir Hanna María. Að hennar sögn er einnig mikið um það að fólk skilji eftir rusl í þjóðgarðinum eða kveiki elda að því er virðist eingöngu til að valda skemmdum. Gerist þetta nokkrum sinnum á sumri að sögn Hönnu Maríu, sem bætir við að það taki gróðurinn um 10 ár að jafna sig. Loks segir hún brýnt að fólk gæti að umgengni sinni á Þingvöll- um um þessar mundir því gróðurinn sé óskaplega þurr og mosinn erfiður viðureignar ef í honum kvikriar.' Einnota grill olli gróðurbruna á Þingvöllum Bílmottur og skófl- ur við slökkvistarf Hundaræktarfélag íslands 25 ára Ættbók íslenska hundsins gefin út Guðrún Guðjohnsen Hundaræktarfélag íslands var stofnað 4. september árið 1969 og á því 25 ára af- mæli á þessu ári. Félagið sinnir hagsmunum hunda- eigenda, varðveislu og ræktun hundategunda í þandinu hveiju sinni. Áhersla er lögð á varð- veislu og ræktun íslenska fjárhundsins og verður ættbók hans gefin út á afmælisárinu. Raktar verða ættir allra ættbó- karfærðra íslenskra fjár- hunda og birtar myndir af sem flestum þeirra. Alls eru 1.500 félagar með um 3.000 hunda í Hunda- ræktarfélaginu. Hundarri- ir eru hreinræktaðir og blendingar og segir Guðrún Ragn- ars Guðjohnsen, formaður félags- ins, að orðhlutinn „rækt“ í nafni þess vísi til þess að ieggja rækt við - ekki síður en rækta. Guðrún minnir á að meginmark- mið félagsins sé að gæta hags- muna hundaeigenda. „Frá byijun hefur verið barist fyrir því að hundahald verði leyft og hundaeig- endur geti verið með gæludýr eins og aðrir gæludýraeigendur. Svo er ekki. Okkur er gert að greiða skatt af hundum. Slíkt gildir ekki um önnur gæludýr. Hundaræktar- félagið hefur leitað álits umboðs- manns alþingis á því hvort löglegt og réttmætt sé að innheimta sér- stakan skatt af þessum hópi borg- ara. Jafnframt erum við að fara fram á vissar breytingar, til að byija með hér í borginni, og hefur verið skipuð nefnd til að endurskoða reglugerð um hunda og fram- kvæmd hundaeftirlits. Þrír fulltrú- ar Hundaræktarfélagsins verða í nefndinni og jafn margir frá Reykjavíkurborginni. Þeir eru Katrín Fjeidsted, Sigrún Magnúss- dóttir og Jón G. Tómasson, borgar- ritari. Nefndinni er falið að kanna hvort ástæða sé til að leyfa með ákveðnum skilyrðum hundahald, lækka eða leggja af núverandi gjöld og fara yfir fyrirkomulag á hundahaldi,“ segir Guðrún og bætir við að afskipti borgarinnar felist fyrst og fremst í innheimtu hundaskatts eins og sakir standi. „Hundaeigendur fá enga þjónustu í stað- inn. Þetta finnst okkur rangt. Fyrir utan að skatturinn hækkar með hveiju árinu og bókhald borgarinnar sýn- ir að innkoma er langt umfram kostnað við hundahald." -Hvernig verður haldið upp á afmælið ? „Við ætlum númer eitt að betj- ast sérstaklega fyrir réttindum hundaeigenda á árinu. Jafnframt verðum við með afmælisdagskrá. Hún felur í sér tvær stórar hunda- sýningar í sumar og haust. Sú fyrri verður á Akureyri 26. júní og sú síðari í Reykjavík á afmæl- isdaginn 4. september. Á sýning- unum verður sú nýlunda að keppt verður til alþjóðameistara. Eins má geta þess að fundur norræna hundaræktarfélaga verður haldinn hér 4. september. Einnig verður fundur í vísindaráði. Þannig verð- um við með stóran hóp gesta í tengslum við afmælissýninguna. - Verður eitthvað gert sérstak- lega fyrir íslenska fjárhundinn á lýðveldisafmælinu ? „Við, í deild íslenska fjárhunds- ins, verðum með sérstaka afmælis- sýningu 17. júlí og í tengslum við norrænt dýralæknaþing verður sérstök kynning á ísljenska fjár- ►Guðrún Ragnars Guðjohnsen fæddist 31. janúar 1934 á Siglu- firði. Hún er alin upp fyrir norðan, í Danmörku og Svíþjóð og brautskráðist frá Húsmæð- raskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1952. Guðrún er snyrtifræðingur frá frá snyrt- stofu ídu Jensson 1954. Síðar rak hún um tíma snyrtistofu, var við verslunarstörf o.fl. Hún hefur starfaði innan Hunda- ræktarfélagins frá árinu 1973 og verið formaður þess frá 1983. Guðrún er gift Stefáni Guðjónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau 4 börn og 10 barna- börn. Á heimilinu eru þrír hundar, þar af tveir íslenskir fjárhundar. hundinum í Reiðhöllinni í júlí. Jafn- framt verður íslenski hesturinn kynntur. Afmælisverkefni okkar verður svo að gefa út ættbók ís- lenska fjárhundsins. Meiningin er að í bókinni verði greint frá öllum ættbókarskráðum íslenskum fjár- hundum frá byijun, það er frá árinu 1967. Raktar verða ættir hvers hunds og myndir af hund- unum eins og við mögulega kom- umst yfir. Ég nota tækifærið hér til að minna alla, sem eiga íslenska ijárhunda, á að senda inn mynd.“ Félagið rekur líka hundaskóla! „Já, við rekum hundaskóla og erum með fjölbreytt nám- skeið fyrir hundaeig- endur. Af þeim má nefna að sérstök nám- skeið eru fyrir hvolpa- eigendur, annað fyrir eigendur unghunda, hið þriðja í sporleit og fjórða í hundaleikum og þrautum. A afmælisárinu ætlum við svo að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða þeim sem eru að hugsa um að fá sér hund að hlýða á fyrirlest- ur í Gerðubergi á miðvikudags- kvöldum og verða fyrstu nám- skeiðin 18. og 25. maí. Fyrirhugað er að námskeiðin verið einu sinni í mánuði í framtíðinni og verður farið yfir fimm þætti. Fyrst er talað um uppruna, meðferð, þarfir, atferli, tjáningarform og eðli hundsins. Því næst er velt upp spurningunni: „Eigum við að fá okkur hund?“. Rætt er um kostn- að, Iög og reglur um hundahald, sem og hvers þurfi að gæta við kaup á hundi. Við viljum gjarnan fá alla fjöl- skylduna á þessi kvöld því við erum með smávegis fræðslu til barnanna á heimilinu um hvernig umgangast eigi hunda. Fræðsla af þessu tagi er afar nauðsynleg og ástæða til að koma henni inn í grannskólana. Við fengjum að koma inn með litla kennslustund og ala upp kynslóð sem kanna að umgangast hunda,“ Námskeið hvolpa- eigenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.