Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Tap Borgeyjar hf. af reglulegri
starfsemi 114 millj. á síðasta ári
Endurfjár-
mögnun lokið
TAP Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði af reglulegri starfsemi nam
alls um 114 milljónum króna á sl. ári. Söluhagnaður fastafjármuna,
áhrif dótturfélags á reksturinn og niðurfærsla skulda í nauðasamningi
bætti rekstrarniðurstöðu félagsins um 143 milljónir. Að teknu tilliti
til þessara liða varð endanlegur hagnaður 29 milljónir. Síðasta ár ein-
kenndist af mikilli óvissu um framtíð félagsins en mikil umskipti urðu
á efnahag þess eftir að ráðist var í nauðasamninga og endurfjármögnun.
Rekstur Borgeyjar var kominn
í þrot í byrjun ársins 1993. Eigið
fé var komið niður í 29 milljónir
í árslok 1992 en eftir fyrstu þrjá
mánuði ársins 1993 var eigið fé
orðið neikvætt um 1(5 milljónir
og ljóst að reksturinn gat ekki
staðið undir sínum skuldbinding-
um. Var ráðist í að undirbúa fjár-
hagslega endurskipulagningu
sem miðaði að því að afskrifa
hlutafé félagsins, selja eignir,
auka hlutafé og fá skuldir felldar
niður að verulegu leyti. Fyrirtæk-
ið var síðan í greiðslustöðvun í
sex mánuði eða fram til 17. nóv-
ember og mótuð áætlun um lausn
á fjárhagsvandanum og endurfj-
ármögnun. Var nauðasamningur
samþykktur á fundi kröfuhafa 14.
janúar sl.
I skýrslu stjórnar og fram-
kvæmdastjóra Borgeyjar hf. sem
lögð var fyrir á aðalfundi fyrir-
tækisins sl. laugardag kemur fram
að eignir hafa nú verið seldar fyr-
ir 345 milljónir, skuldir í nauða-
samningi færðar niður um 130
milljónir, skuldum að upphæð 230
milljónir breytt í hlutafé og aflað
bindandi hlutafjárloforða fyrir 100
milljónir. Endurfjármögnunin hef-
ur því leitt til þess að efnahagur
félagsins hefur verið styrktur um
805 milljónir. Þá gera áætlanir ráð
fyrir að ráðist verði í sölu skipa
og veiðiheimilda fyrir 100 milljón-
ir til viðbótar.
í ár var gert ráð fyrir að
hagnaður yrði um 5 milljónir en
skv. milliuppgjöri fyrir fyrstu þijá
mánuði ársins varð hagnaðurinn
hins vegar 90 milljónir.
Missti tæplega 4 þúsund
þorskígildistonn
Borgey var með tvo togara og
þijá báta í rekstri á fyrri hluta
árs 1992 en þar af var einn í sér-
stöku dótturfélagi. Báðir togar-
arnir hafa nú verið seldir, útgerð
eins báts, Lyngeyjar SF61, hefur
verið hætt og dótturfélagið um
Hrísey SF 48 varð gjaldþrota.
Félagið gerir því út einn bát,
Hvanney SF 51. Eftir sölu afla-
heimilda og niðurskurð undanfar-
inna tveggja ára hafa aflaheimild-
ir minnkað um tæplega þijú þús-
und þorskígildistonn auk þess sem
félagið missti tök á 886 þorskígild-
istonnum við gjaldþrot Hríseyjar.
Leitað verður eftir samstarfi við
aðrar útgerðir um hráefnisöflun
auk þess sem fiskur verður keypt-
ur á uppboðsmörkuðum.
Eftir fjárhagslega endurskipu-
lagningu fyrirtækisins og að teknu
tilliti til hlutalj'árloforða eru
stærstu hluthafar Borgeyjar
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
með 38,5%, Landsbanki íslands
með 22,2%, Bæjarfélagið Höfn
með 11,7%, Olíufélagið með 9,6%,
Lífeyrissjóður Austurlands með
6,9% og VÍS með 5%. Eigið fé var
í árslok 386,9 milljónir og heildar-
eignir 1.063,2 milljónir.
Kaupmenn athugið!
Forritið Tryggur prentar út
raðgreiðslusamningana frá VISA og EURO.
Ef þú selur vöru eða þjónustu gegn
afborgunum þá þarft þú á Trygg að halda.
Menn og mýs hf., sími 91-694938.
Fæst einnig hjá: EJS, sími 91 -633050,
Örtölvutækni, sími 91 -687220.
Greiðslumiðlun
Nýfyrirtækjakort
hjá Olíufélaginu
OLÍUFÉLAGIÐ tekur á næstunni
í gagnið nýtt viðskiptamannakort
fyrir fyrirtæki þar sem greiðslu-
miðlunin mun fara fram á rafræn-
an hátt í stað þess að nótur séu
handþrykktar. Með hinu nýja
kerfi er ætlunin að auka öryggi
og bæta bókhald viðskiptavina,
Olíufélagsins og umboðsaðila
þess. Kortið hefur fengið heitið
Fyrirtækjakort og kemur í stað
eldra korts, Viðskiptakortsins.
Boðið er upp á fjórar tegundir
korta og eru þau ýmist skráð á
viðkomandi ökutæki, bílstjóra,
fyrirtæki eða kennitölu. Hægt er
að fá kort með leyninúmeri til
úttektar í sjálfsala. Ný deild hjá
Olíufélaginu, kortadeild, mun
framvegis annast öll mál varðandi
kortaviðskipti í samvinnu við inn-
heimtudeild.
Samgöngur
Strætó
tækni-
væðist
HJÁ Strætisvögnum Reykjavíkur
er nú verið að kanna möguleikana
á því að setja upp sérstakt upplýs-
ingakerfi. Um er að ræða sjálfvirkt
eftirlits- og stýrikerfi sem hefur
verið þróað af Linné Trafiksystemer
í Svíþjóð og byggir á notkun GSM-
símakerfisins, staðsetningartölvum
(GPS) og rafstýrðum upplýsinga-
skiltum eða skjám á völdum stöð-
um.
Hugmyndin með breytingunum
er að sögn Sverris Arngrímssonar,
aðstoðarforstjóra SVR hf., að á til-
teknum aðalskiptistöðvum, í Mjódd,
Grensás, á Hlemmi og Lækjartorgi,
verði settar upp móttökustöðvar
fyrir upplýsingar um ferðir vagn-
anna. Stöðvarnar er hægt að tengja
textavarpi og einföld einmennings-
tölva á staðnum sér um að upplýs-
ingar séu réttar á hveijum tíma. Á
skiptistöðinni má því lesa á skjá eða
flettiskilti um brottfarir næstu
60-90 mínúturnar.
Boð berast reglulega frá
vögnunum
Upplýsingakerfið felur í sér að
boð berast reglulega frá vögnunum
um staðsetningu og hugsanlegar
tafir. Þá má einnig koma á fram-
færi upplýsingum um umferðartafir
og aukaferðir eða ef ferðir eru felld-
ar niður af einhveijum ástæðum.
Kerfið gefur einnig kost á sjálfvirk-
um breytingum á leiðaskiltum
vagnanna, tilkynningu til farþega
um næsta viðkomustað og fleira.
Stjórnstöð SVR hf. fylgist með bún-
aðinum og kemur sérupplýsingum
á framfæri, en að öðru leyti er
hann fullkomlega sjálfvirkur.
Almenningsvögnum veittur
forgangur í umferðinni
Hjá SVR er nú unnið að öflun
upplýsinga um kostnað við upplýs-
ingakerfið en hann er breytilegur
eftir umfangi og ýmsum sérbúnaði.
Eins er mögulegt að lækka kostnað-
inn með því að koma fyrir auglýs-
ingaskyggnum inn á milli upplýs-
inga en stýribúnaður tölvunnar
gæti séð um birtingar þeirra.
Sverrir sagði að víða erlendis
hefði svipaður búnaður einnig gert
mögulegt að veita almenningsvögn-
um forgang í umferðinni með því
að senda merki til götuvita sem
skiptu yfir í grænt ljós ef almenn-
ingsvagn nálgast.
Framleiðendur vandaðra bifreiða nota
SACHS kúplingar og höggdeyfa sem
upprunalega hluta í bifreiðar sínar.
Það borgar sig að nota
það besta!
Þekking Reynsla Þjónusta®
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVlK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKAi
SACHS
SACHS KUPLINGAR
í EVRÓPSKA OG JAPANSKA BÍLA
'FARAR-
8RODDI
jm
• VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS •
Aðalfundur
ALPAIM hf.
Boðað er til aðalfundar ALPAN hf. fyrir starfsár-
ið 1993. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn
31. maí í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.
Fundurinn hefst kl. 17.00 stundvíslega.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13 gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um aukningu hlutafjár.
Ársreikningur félagsins ásamt tillögum frá
stjórn liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrif-
stofu félagsins á Búðarstíg 22, Eyrarbakka, og
þangað skulu berast í síðasta lagi 24. maí nk.
þær tillögur sem hluthafar kunna að vilja leggja
fyrir aðalfundinn.
Reykjavík, 16. maí 1994
Stjórn ALPAIM hf.