Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Litfletir og táknmál MYNPLIST Listasafn ASÍ MÁLVERK Tryggvi Ólafsson Til 23. maí. Sýningarskrá og aðgang- ur ókeypis. ÍSLENSKIR listunnendur hafa um langt árabil notið erlendra sam- skipta í sýningarhaldi hér á landi með ríkulegum hætti, bæði í formi erlendra sýninga fyrir milligðngu safna og sýningarhópa, en ekki síður fyrir tilstilli persónulegrar tryggðar einstakra listamanna. Þessi „útlend- ingahersveit" skiptist í tvennt, þ.e. erlenda listamenn sem hafa tekið ástfóstri við landið og jafnvel sest hér að um tíma. Hinn hópurinn sam- anstendur af íslensku listafólki sem hefur sest að erlendis, en sækir sí- fellt til baka og er þannig sterkur þáttur í íslensku listalífi. Tryggvi Ólafsson tilheyrir óum- deilanlega síðari hópnum, og hefur gert allt frá þeim tíma sem hann settist um kyirt í Danmörku að loknu listnámi þar fyrir tæpum þremur áratugum. Um langt árabil hefur hann komið reglulegu til landsins með miklar sýningar í farteskinu, og sýningin nú er engin undantekning þar á; þar getur að líta rúmlega fimmtíu málverk, auk nokkurs fjölda grafíkmynda á stigagöngum. Myndlist Tryggva hefur ekki tekið neinum stökkbreytingum í gegnum árin, heldur hefur þar verið um að ræða hægfara en jafna þróun í átt til stöðugt meiri einfaldleika mynd- málsins. Sem fyrr byggir listamaður- inn verk sín á stórum litflötum, þar sem fjölbreyttar táknmyndir fljóta um í rýminu, ýmist þekktar eða ókennilegar; að þessu sinni bregður víðar en áður fyrir eins konar grunnl- ínu í myndflötunum, þannig að þær nálgast nokkuð hefðbundnari upp- byggingu landslags- eða kyrru- mynda. Það má nálgast verk Tryggva út frá tveimur sjónarhornum, sem eru um sumt andstæð. Líti menn ein- Tryggvi Ólafsson: Til Jóns Gunnars, 1991. göngu á myndir hans út frá litflötum og myndbyggingu, virka þær fljót- lega einhæfar og jafnvel leiðigjarnar, þrátt fyrir ríkidæmi litanna, sem á sýningunni nú eru þó um margt bjartari og hreinni en á síðustu sýn- ingum; í versta fallí mætti tala um eins konar IKEA-skreytilist, þó slíkt væri afar einhliða myndsýn. Hitt sjónarhornið er mun gjöfulla og stendur nær þeirri myndsköpun, sem listamaður er að fást við, en það felst í að reýná að nálgast þær táknmyndir,/sem Tryggvi notar sem byggingarefni. Þar er oft að finna lykilinn að fjölbreyttum myndheimi. I þessu sambandi nægir að benda á það verk sem skipar heiðurssess á sýningunni, og nefnist „Til Jóns Listafólk! Samheppni um forsíðumynd í tilefai 50 ára lýðveldisafmælis efnir Morgunblaðið til samkeppni um forsíðumynd á sérstakt blað sem geflð verður út 17. júní. Þátttakendum er í sjálfsvald sett úr hvaða efni verkið er unnið en þemað er „Lýðveldið 50 ára“. Verkin geta verið valnslitamyndir, obumyndir, krítarmyndir, klippimyndir, Ijósmyndir o.s.frv. Eina skilyrðið er að verkið hafi ekki komið fyrir sjónir almennings. Verðlaun fyrir myndina sem birt verður á forsíðu eru 200.000 krónur. Ef fjöldi verka berst, gefúr það hugsanlega tækifæri til að setja upp sýningu. Allir þeir, sem senda inn verk, fá þau til baka að samkeppni lokinni. Skilafrestur er til 10. júní. Dómnefnd er skipuð þremur aðilum, þeim Áma Jörgensen, Braga Ásgeirssyni og Sjöfn Haraldsdóttur. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum verkunum. Verkunum skal skilað í móttöku Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, innpökkuðum, ásamt áföstu lokuðu umslagi, þar sem kemur fram nafn listamanns, heimilisfang og símanúmer. - kjarni málsins! Gunnars"; í þéttri myndskipan má þar finna margt sem tengist lista- smiðnum Jóni Gunnari Árnasyni (hamar, töng), viðfangsefnum hans (eggjárn, sólina) og viðhorfum (t.d. tengsl við tóniist og fugla himins- ins). Fleiri verk sýningarinnar má lesa með þessum hætti, og tengjast þeim tveimur meginviðfangsefnum, sem koma sterkast fram á sýningunni, en það er annars vegar svipur dauð- ans, eins og hann birtist í ýmsum myndum (titlar eins og Grímur, Kuml, Totem og Natura Morte eru sterkar vísbendingar í þessu sam- bandi), og hins vegar landið, eins og það kemur vegfarandanum fyrir sjónir, nánast í skyndimyndum. 1 þessu samhengi má benda á jafn ólíkar myndir og „Campagne" (nr. 16), þar sem hið sögufræga hérað er táknað með bílhurð, fornum bygg- ingarsúlum og hraðbraut, og svo „Sumar“ (nr. 47), en þar svífur vorð- boðinn Ijúfi, krían, yfir bjartan mynd- flötinn. Þannig krefst myndsköpun Tryggva Ólafssonar þolinmæði og náinnar skoðunar, ætli sýningargest- ir að fá út úr henni meira en yfir- borðsáhrif. Þeir sem hafa í gegnum tíðina nálgast myndir hans með þeim hætti, verða flestir reglulegir gestir á sýningum listamannsins, en hinir koma sjaldnar og þreytast fljótt. Eins og oftast áður er sýningu Tryggva vel komið fyrir í salnum, og þægilegt að nálgast verkin; stærstu myndimar fá tilhlýðilegt rými, og þær minni draga einnig að sér athyglina. En þetta er ekki eina tækifæri listunnenda til að sjá verk Tryggva á þessu vori, því í kynning- arriti Listahátíðar í Reykjavík kemur fram að í næsta mánuði verður hald- in sýning, sem listamaðurinn nefnir „Myndir fyrir böm“; verður fróðlegt að bera hana saman við það sem Tryggvi sýnir hér, svo og þær mis- munandi áherslur, sem þar kann að 'bera fyrir augu. Eiríkur Þorláksson Kammer- * tónlist í Norræna húsinu j MATEJ Sarc óbóleikari, Brjánn | Ingason fagottleikari og Ánna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari verða á kammertónleikum í Nor- ræna húsinu á morgun miðvikudag- inn 18. maí kl. 20.30. Á efnis- skránni verður Sónata í g-moll eft- ir Mihail J. Glinka, Sónatína eftir Uros Krek, Dúó fyrir óbó og fagott eftir Heitor Villa-Lobos og Tríó eft- j ir Francis Poulenc. Matej Sarc nam óbóleik í Ljublj- ‘ ana í Slóveníu og í Freiburg í Þýska- I landi. Hann hefur komið fram sem einleikari og leikið kammertónlist víða um heiminn. Bijánn Ingason stundaði fagott- nám í Reykjavík, Osló og Amster- dam. Brjánn hefur starfað í Sinfón- íuhljómsveit íslands frá 1991 og er jafnframt félagi í Caput hópnum. Anna Guðný Guðmundsdóttir nam píanóleik í Reykjavík og Lond- on. Hún kennir nú við Tónlistarskól- . ann í Reykjavík. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Bijánn Ingason og Matej Sarc. Stór rödd TONIIST Gcrðuberg LJÓÐATÓNLEIKAR Björk Jónsdóttir sópran Jónas Ingimundarsson, piano íslensk og erlend sönglög. 14. mai 1994. BJÖRK hefur sannarlega glæsi- lega söngrödd. Röddin er hljómmikil og hlý og Björk beitir henni af góðri kunnáttu eða meðfæddri gjöf, sem stundum virðist tilfellið með raddir sem liggja eðlilega. Þó kemur fyrir, sérstak- lega í hæðinni að hún á til að missa röddina svolítið úr fókus á viss- um sérhljóðum, eins og t.d. e-i og fyrir kemur að röddin víbrerar örlít- ið til hliðar við tóninn. En þetta eru raunar smáatriði sem auðvelt’ á að vera að Iagfæra. Stóra spurningin er í hvaða hlutverki á rödd- in best heima. Því er oft erfitt að svara, sér- staklega þegar um stór- ar raddir er að ræða, með mikla hæð og góða dýpt, og þar ræður vitanlega per- sónuleiki einstaklingsins einnig miklu. Ekki gat ég að þvi gert að. hugurinn hvarlaði til Vínarslagar- anna til Kurt Weil og Dessau og til ýmissa kvenhlutverka Wagners, Brynhildar, Elísabetar, Sentu, og jafnvel ísolde, svo ólíkar raddgerðir sem þær annars eru. Vilji maður leika sér að því að reyna að fínna út svarið má prófa að nota útilok- unaraðferðina sem skal viðurkennt að dugar þó afar skammt. Lög Schu- berts og Schumanns, sem Björk byij- aði tónleikana með, söng hún á rétt- um nótum, túlkunin var rétt, nema að lítill munur var á p og f, en ein- hvern veginn vantaði kveikjuna í j flutninginn og þó náði hún töluverðu út úr Widmung Schumanns, en Jón- as náði aftur á móti töfrunum úr píanóhlutunum. Það er svo aftur spuming hvort píanóleikarinn hafi leyfi til að stela senunni. Ravel átti betur við Björk, en erfitt er að ná öllum sjarmanum og öllum húmom- um út úr Ravel fyrir okkur, alltof alvörugefna íslendinga. Margt var vel gert í lögunum þrem eftir Rak- hmanínov og á öllu sínu þurfti Björk að halda í síðasta laginu, „Ó syrg 1 þú eigi“, en án algjörlega réttra áherslna og blæs í framburði rúss- neskunnar, held ég að erfitt sé að ná fram rétt- um lit á þessi lög. Kannske þurfa þau líka aðra meðferð raddar- innar. Við fjögur ljóð, eftir þijú af okkar snilldarskáldum, þá Þorstein Valdimarsson, ! Kristján frá Djúpalæk og Magnús Ásgeirsson hefur Ingunn Bjama- dóttir gert lög og i út- setningu Hróðmars Sig- urbjömssonar og dr. Hallgríms Helgasonar. Tæplega verður mikið meira gert úr lögunum en Björk gerði, en varla verða lögin mjög minnisstæð. Rús- ínan í pylsuendanum voru fjögur ástarljóð við tónlist eftir Amold Schönberg, líklega samin af honum ungum, en sýjidu þó snilldarhand- bragð hans. I fjölbreytni þessara þýsku ástarljóða sýndi Björk sínar bestu hliðar, sýndi húmor og stíl- kennd sem ekki er öllum gefín. Eftir útilokunaraðferðina stendur þessi stfll upp úr, en Wagner vil ég ekki útiloka. Annað mál er svo hvert „spesíalseringin“ gerir mann ham- ingjusamari og einnig að hvað miklu leyti hún hentar íslendingum í bili. Ragnar Björriáson X Björk Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.