Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fegurðarsamkeppni
íslands 1994
Fegurðarsamkeppni íslands 1994 fer fram á Hótel íslandi nk. föstudagskvöld, 20.
maí, og verður mikið um dýrðir. 21 stúlka tekur þátt í keppninni að þessu sinni og
koma þær víða af landinu. Sjö manna dómnefnd mun velja fegurðardrottningu íslands
1994 dómnefnd er þannig skipuð: Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, formaður,
Bryndís Olafsdóttir fyrirsæta, Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari, Sigurður K.
Kolbeinsson framkvæmdastjóri, Sigrún Sævarsdóttir framkvæmdastjóri, Þórarinn J.
Magnússon ritstjóri ogÞórunn Lárusdóttir, fegurðardrottning Norðurlanda 1992. Fyrstu
10 stúlkumar í keppninni voru kynntar sl. sunnudag hér í blaðinu. Nú verða hinar
11 stúlkurnar kynntar.
Ljósmyndimar tók Þorkell Þorkelsson. Hárgreiðslu annaðist starfsfólk á hárgreiðslustofunni Kompaníinu, Ármúla
17. Förðun önnuðust Gréta Boða, Þórunn Jónsdóttir, Guðrún Harðardóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir með Yves
Saint Laurent snyrtivörum. Skartgripir eru frá Jens í Kringlunni, smíðaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni, Hansínu
Jensdóttur og Jens Guðjónssyni.
Hafiún Roth Backman
er 21 árs Garðbæingur. Hún stundar nám
við MH. Foreldrar hennar eru Ernst J.
Backman og Kristjana Gestsdóttir. Kjóll
Hafrúnar er hvítur úr ottoman-efni. Gréta
Osp Jóhannesdóttir fatahönnuður hannaði
og saumaði kjólinn. Hafrún er 174 sm á hæð.
Ingunn fljork Vilhjálmsdóttir
er fegurðardrottning Suðurlands. Hún er 20 ára
og kemur frá Laugarvatni. Hún lýkur
stúdentsprófi í vor frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Hún starfar einnig með
Módelsamtökunum. Foreldrar hennar eru
Vilhjálmur Sigtryggsson og Herdís
Gunnarsdóttir. Kjóll Ingunnar er úr gulllituðu
satíni og svartri pallíettuskreyttri blúndu. Katrín
Sighvatsdóttir saumaði kjólinn en þær Svava
Sigurjónsdóttir og Helena Sif Þórðardóttir
hönnuðu hann. Ingunn er 173 sm á hæð.
Katrín Einarsdóttir
er ljósmyndafyrirsæta Austurlands. Hún er
18 ára og kemur frá Neskaupstað. Hún
stundar nám í Verkmenntaskóla
Austurlands. Foreldrar hennar eru Einar Þór
Einarsson og Lilja Aðalsteinsdóttir. Kjóll
Katrínar er úr kóngabláuu flaueli, skreýttur
samlitum böndum. Jórunn Karlsdóttir
hannaði og saumaði. Katrín er 167 sm á hæð.
er 19 ára og kemur frá Garðabæ. Hún stundar
nám í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og er að
læra söng í Söngskólanum. Þá hefur hún
starfað sem fyrirsæta. Foreldrar Hrafnhildar
eru Sigurður Þórðarson og Sigrún
Andrésdóttir. Kjóllinn hennar er laxableikur
úr antikflaueli, skreyttur perlum. Hulda Kristín
Magnúsdóttir hannaði kjólinn en Ragna
Ingimundardóttir og Sigrún Andrésdóttir
saumuðu hanm-Hráfi68ður er 175 sm á hæð.
h'iiiH ÍJfJl 'iu m'iijij;'/ .iO);mTnT^"grrKmmual
Kristín Eva Sveinsdóttir
er Ijósmyndafyrirsæta Suðurlands. Hún er
19 ára Vestmannaeyingur og vinnur hjá
Pizza 67 þar í bæ. Foreldrar hennar eru
Sveinn Þorsteinsson og Guðrún Eydland.
Kjóll Kristínar er úr svörtu teygjanlegu
blúnduefni og hvítu og svörtu shiffoni,
skreyttur perlum. Jórunn Karlsdóttir
hannaði og saumaði kjólinn. Kristín Eva er
' 171smáhæð.