Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skaðaðu ekkí börnin okkar
Opið bréf til Guðrúnar Helgadóttur barnabókahöfundar, alþingismanns
og fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis
í UPPHAFI sumars kom alþing-
ismaðurinn Guðrún Helgadóttir
fram í sjónvarpsþættinum Dags-
ljósi ásamt Halldóru Bjarnadóttur
formanni Tóbaksvarnanefndar.
Umræðuefnið var tóbaksvarnir og
frumvarp til laga þar að lútandi,
sem nú liggur fyrir Alþingi. í þætt-
inum gerði Guðrún lítið úr skað-
semi tóbaksreykinga. Líkti hún
tóbaksvörnum við ofsóknir og lét
hún eins og um kappræðu væri
að ræða. Þannig hindraði Guðrún
málefnalega umfjöliun með órök-
studdum staðhæfingum og at-
hugasemdum þegar Halldóra
reyndi að koma sjónarmiðum sín-
um á framfæri. Ég horfði á þennan
þátt ásamt syni mínum sjö ára, sem
greinilega áleit að um keppni væri
að ræða, enda lýsti hann því yfir
í lok umræðunar að hann héldi
með Guðrúnu höfundi bókanna um
Jón Odd og Jón Bjarna.
í fyrstu fannst mér athugasemd
sonar míns brosleg, en þegar ég
hugleiddi málið frekar varð mér
ljósari en fyrr ábyrgð forsvars-
manna þjóðarinnar gagnvart börn-
um. Auglýsingabrellur tóbaks-
framleiðinda höfða gjarna til barna
og unglinga með óbeinum hætti, í
blöðum og kvikmyndum, þar sem
fyrirmyndir þeirra eru oft sýndar
með sígarettu í hendi. Guðrúnu
hélt því blákalt fram í þættinum
að reykingafólk sé oft skemtilegra
en annað fólk. Er það ekki með
ólíkindum að kona með hennar
ábyrgð láti slíka sleggjudóma falla?
Guðrún er með þessu að taka und-
ir og festa í sessi jákvæða ímynd
sem tóbaksframleiðendur vilja
gjarnan tengja reykingum saman-
ber margfræg ímynd Marlboro-
kúrekans. En færri
vita að Marlboro-
kúrekinn dó langt fyrir
aldur fram af völdum
reykinga.
Eru
heilbrigðisyfirvöld
með rangar
áherslur í
heilbrigðismálum?
Fyrir fimm árum
varð mikil umræða um
áherslur í heilbrigðis-
málum í Frakklandi.
Umræðuna leiddu
fimm læknar (Dubois,
Got, Grémy, Hirch og
Tubiana), allir komnir á eftirlauna-
aldur, en höfðu áður verið ráðgjaf-
ar frönsku ríkisstjórnarinnar á
vissum sviðum heilbrigðismála.
Þeirra niðurstaða var að áherslur
heilbrigðisyfirvalda væru oft rang-
ar. Faraldsrannsóknir sýna nefni-
lega að helstu heilsuvandamál
þeirra og annarra Evrópuþjóða eru
af félagslegum toga og byggja á
misskiptingu auðs og afleiðingum
hennar eins og fátækt og fáfræði.
Þeir bentu á að dánartölur sýna
að væntanleg lífslengd fólks í þess-
um löndum er mun lægri hjá fá-
tækum og öðrum sem minna mega
sín. Einnig bentu þeir á að þennan
mun í lífslengd mætti skýra að
stórum hluta út frá
tóbaksreykingum og
misnotkun áfengis.
Mennta- og hátekju-
fólk í þessum löndum
hefur minnkað tób-
aks- og áfengisneyslu,
á sama tíma og neysl-
an hefur aukist í hin-
um svo kölluðum lág-
stéttum. Þeir lögðu
áherslu á að ódýrustu-
leiðirnar til framfara í
heilbrigðismálum
byggjast ekki á há-
tæknivæðingu sjúkra-
húsa, dýrum lyljum,
eða almennri heilsu-
gæslu heldur á aðgerðum til að
draga úr tóbaks- og áfengisneyslu
og jafnframt slysavörnum til dæm-
is gegn umferðaslysum. Þeir voru
hins vegar svartsýnir á að stjórn-
málamenn myndu komast að sömu
niðurstöðu, þar sem vandamál fá-
tæks eða illa upplýsts fólks höfði
síður til þeirra. Þeir bentu á að
þingmenn þjóðþinga séu álíka full-
trúar fyrir hinn venjulega mann í
þessu sambandi og kappakstursbíl-
stjórar séu fyrir almenna öku-
menn. í þessu sambandi er athygl-
isvert að Guðrún Helgadóttir hefur
reynt að höfða til þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélaginu og litið á
sig sem málsvara þeirrra í ýmsum
Minnst þriðjung allra
dauðsfalla af völdum
krabbameins má rekja
til reykinga, segir Helgi
Sigurðsson, og að auki
ófá dauðsföll af völdum
hjarta-, æða- og
lungnasjúkdóma.
málum. Afstaða hennar til tóbak-
svarna eykur ekki trúverðuleika
hennar. Hún lætur eigin hagsmuni
sem reykingamanneskja ráða
meiru en umhyggju sína fyrir öðr-
um.
Ofsóknir og rangfærslur
Því hefur verið haldið fram að
þeir sem berjast gegn tóbaksneyslu
séu öfgamenn. Að hjá þeim helgi
tilgangurinn meðalið. Þeir séu
reiðubúnir að falsa niðurstöður
rannsókna og beita einstaklinga
ofsóknum til að koma sínu máli á
framfæri. Þetta er greinilega skoð-
un Guðrúnar Helgadóttur því í
umræddum þætti dró hún í efa
fullyrðingar lækna og annarra um
skaðsemi tóbaksreykinga og niður-
stöður vísindalega rannsókna.
Einnig hélt hún því fram að dauð-
vona sjúklingar væru ofsóttir með
tóbaksvarnaraðgerðum á sjúkra;
húsum eins og Landspítalanum. I
byrjun þessarar aldar var sýnt
fram á með vísindalegum aðferð-
um að ákveðinn vatnsból Reykvík-
inga væru uppspretta sýkinga eins
og taugaveiki. Þetta mál varð póli-
tískt þrætuepli sem lyktaði þó
þannig að skaðleg vatnsból voru
tekin úr umferð. Islendingar hafa
æ síðan gert sér það ljóst að hreint
vatn er einn lykilinn að velferð
okkar. Nú hefur komið í ljós að
reykingar eru hinn mesti heilsu-
skaðvaldur og síst minni skaðvald-
ur en sýkt vatnsból voru á sínum
tíma. Afram býr þjóðin við mis-
vitra stjórnmálamenn, sumir þeirra
beijast gegn eðlilegum framförum,
eins og í upphafi aldarinnar með
vatnsbólin, og nú með því að vinna
gegn takmörkun tóbaksneyslu.
Eða er það ekki jafn sjálfsagður
réttur hvers manns að anda að sér
hreinu lofti eins og að drekka
ómengað vatn?
Skaðsemi tóbaksreykinga
Margar gerðir krabbameins má
rekja til tóbaksreykinga. Minnst
þriðjung allra dauðsfalla af völdum
kraþbameina má rekja til reyk-
Styttra líf í kjölfar reykinga (áætlað)
Líkur á Styttra líf
Reykingamanneskj a að reyki % árafjöldi 100 6,0
Barn, báðir foreldrar reykja 80 4,8
Bam, annað foreldri reykir 50 3,0
Barn, hvorugt foreldri reykir 20 1,2
LANCYL
Cellulite burt!
Sjáanlegur
árangur
eftir 15 daga
Byrjaðu strax!
Helgi Sigurðsson
inga, en auk þess mörg dauðsföll
af völdum hjarta-, æða- og lungna-
sjúkdóma. Meir en 300 einstakling-
ar látast árlega fyrir aldur fram á
íslandi af völdum reykinga. Þá er
ekki talinn með annar ómældur
skaði eins og eyrnabólgur hjá börn-
um, sem eiga foreldri eða foreldra
sem reykja, langvinnir lugnasjúk-
dómar, æðaþrengsli og ófijósemi.
í tóbaksreyk eru ótal skaðvaldar,
sumir hveijir eru krabbameins-
valdandi, en aðrir, eins og nikótín-
ið, skaða æðakerfið. Reykingar
urðu almennar hér á landi hjá körl-
um upp úr fyrri heimsstyijöldinni
og hjá konum nokkru fyrir þá
seinni. Reykingar kvenna hér á
landi hafa verið almennari en hjá
konum annars staðar á Norður-
löndunum og jafnframt eru
krabbamein sem tengjast tóbaks-
reykingum algengari meðal
kvenna hér. Svo sterk eru tengsl-
inn á milli tóbaksreykinga og
lugnakrabbameins að faraldsfræð-
ingar geta áætlað tóbaksnotkun í
ýmsum löndum með því að fá upp-
gefnar tíðnitölur lungnakrabba-
meins í viðkomandi löndum.
Ábyrgð reykingafólks og
foreldraábyrgð
Reykingafólk má búast við því
að lifa að meðaltali um 6 árum
skemur en þeir sem ekki hafa
reykt. Ekki er óalgengt að heyra
reykingafólk segjast ekki hafa
áhuga á því að verða langlíft. Þessi
afstaða sýnir algert ábyrgðarleysi,
því ef málið er skoðað nánar kem-
ur í ljós að afleiðingar tóbaksreyk-
inga koma mun víðar fram. Ein-
staklingur sem ekki reykir er í um
30% meiri áhættu að fá lungna-
krabbamein ef makinn er stóreyk-
ingamanneskja. Öll viljum við
börnum okkar vel, en með því að
reykja erum við að koma í veg
fyrir að börn okkar hafí sambæri-
lega möguleika í lífinu og börn
foreldra sem ekki reykja. Það hef-
ur nefnilega verið sýnt fram á að
reykingar foreldris eða foreldra
geta dregið úr þroska barna, úr
námsárangri og einnig eru barna-
sjúkdómar eins og eyrnabólgur og
öndunarfærasjúkdómar algengari
hjá börnum reykingafólks.
Krabbameinsvaldar eru mælanleg-
ir í þvagi barna sem verða fyrir
miklum tóbaksreyk frá öðrum eins
og til dæmis þegar fólk reykir inni
á heimilum svo ekki sé minnst á
reykingar í bifreiðum. Auk þess
eru meiri líkur á því að börn reyk-
ingafólks bytji að reykja, en börn
fólks sem ekki reykir. Það má því
segja að reykingar eru dauðans
alvara, ekki bara fyrir þá sem
reykja heldur einnig fyrir fólk sem
umgengst þá og einkum þeirra
nánustu, enda má færa fyrir því
rök að foreldri eða foreldrar sem
reykja taki þá áhættu að stytta líf
barna sinna.
Höfundur er dósent í
Krabbameinsfélaginu og vinnurá
krabbameinslækningadeild
Landspítalans.