Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 32

Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 33 HVALVEIÐAR 3M*fgunÞIaMí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. 1 .lausasölu 125 kr. eintakið. AFENGIOG UNGLINGAR SAMKVÆMT upplýsingum frá Samtökunum Vímulaus æska og Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörnum er áfengisneyzla hér á landi mælanleg allt niður í ellefu ára aldur. Það eru jafnvel dæmi um að níu ára börn neyti áfengis. Frá þessu var greint í frétt hér í blaðinu á dögunum. Þar sagði m.a.: „Meiri en fimmti hver þrettán ára unglingur neytir áfengis, og í hópi sextán tii tuttugu ára eru 85% farin að neyta áfengis. í þeim hópi eru um 55% komin með fastmótaða, drykkjuhegðan áður en löglegum aldri til að neyta áfengis hefur verið náð.“ í ljósi þeirrar vitneskju að meira en átta af hverjum tíu ís- lenzkum ungmennum á aldrinum 16-20 ára neyta áfengis og meira en helmingur þeirra hafi komið sér upp fastmótaðri drykkjuhegðan, er það bæði tímabært og þarft framtak þegar Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörnum og Samtökin Vímulaus æska efna til sérstaks átaks til að stöðva áfengisdrykkju barna og unglinga. Markmið átaksins er, að sögn frumkvöðla þess, að breyta viðhorfi landsmanna til unglingadrykkjunnar; vekja þjóðina til vitundar um skaðsemi hennar. Valdimar Jóhannesson komst svo að orði á stofnfundi átaksins að sexfalda þyrfti tölu ís- lenzkra ungmenna, sem ekki neyta áfengis, og helzt að koma alfarið í veg fyrir drykkju barna og unglinga. „Enginn einn aðili getur náð slíkum árangri," sagði hann, „hvað sem hann heitir, Vímulaus æska, SÁÁ, bindindissamtök af ýmsu tagi eða áfengisvarnaráð . . . Hér þarf þjóðarvakningu, hér þurfa allir ábyrgir aðilar þjóðarinnar að taka höndum saman . . . Þetta er brýnasta verkefnið sem við er að'glíma á íslandi í dag.“ Hér verður ekki farið að ráði ofan í sauma á því, hvað vald- ið hefur aukinni unglingadrykkju. Orsök vandans er marg- þætt. Meðal annars sú „fyrirmynd", sem fullorðnir eru ungvið- inu. Sjónvarpið, sem er fastagestur hjá flestum fjölskyldum, hefur og sterk og viðvarandi áhrif á ungt fólk á viðkvæmasta mótunarskeiði þess. Og trúlega eiga margs konar tilfinninga- truflanir og hegðunarvandamál barna og ungiinga nú til dags, sem skarast við gjörbreytt íslenzkt samfélag síðustu áratugi, einnig hlut að máli. Máski hafa heimilin, skólarnir og þeir, sem móta leikreglur samfélagsins, ekki brugðizt nægjanlega vel við gjörbreyttum þjóðfélagsaðstæðum. Það er meir en tímabært að staldra við og hugleiða, hvern veg bezt verður að því staðið að stemma á að ósi í þessum efnum. í því sambandi er vert að hafa í huga að tómstundir fólks, yngri sem eldri, eru fleiri í dag en þær voru fyrir nokkr- um áratugum. Og þær verða fleiri og fleiri eftir því sem tímar líða og tæknin styttir vinnutíma fólks. Þessum tómstundum verður að vera hægt að verja á hollan og skemmtilegan hátt. Trúlega er farsælast að efla og styrkja myndarlega hvers kon- ar íþrótta- og unglingastarf, sem stuðlar að heilbrigðum Iífs- máta og heilbrigðum lífsviðhorfum og er þar af leiðandi mót- vægi gegn því neikvæða í umhverfi okkar. Starfsemi af þessu tagi, sem myndar varnargarð gegn afvegaleiðandi tómstundatil- boðum, er meðal annars á vegum félaga, sem tengjast listum og menningu, íþróttafélaga, skáta, ungtemplara og æskulýðs- starfs kirkjunnar. Sérhver einstaklingur ræður miklu um eigið heilbrigði og eigin velferð með lífsmáta sínum og lífsviðhorfum. Mikilvæg- asta vopnið í baráttu hvers einstaklings fyrir heilbrigðri sál í hraustum Iíkama er vopn menntunar og þekkingar. Hann þarf að vera meðvitaður um það, hvað horfir til góðs og hvað til iils á ferli hans, til að geta brugðizt rétt við því sem á lífsvegi hans verður, til þess að geta orðið sinnar eigin gæfu smiður. Þar er því kjarni málsins að koma á framfæri við börn og unglinga viðvarandi fræðslu og upplýsingum um skaðsemi áfengis, ekki sízt á unga neytendur. Finna verður þeirri fræðslu greiðan farveg til ungs fólks á mótunarskeiði. Þar koma heimil- in, skólarnir og fjölmiðlarnir til sögunnar, ekki sízt ljósvaka- fjölmiðlar, sem hafa mikil mótunaráhrif á ungmenni líðandi stundar. Áfengisneyzla, mælanleg niður í 11 ára aldur, og dæmi um drykkju 9 ára barna, hringir óhjákvæmilega og ónotalega við- vörunarbjöllu, sem glymur þjóðinni allri. Það er tímabært að allir ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu leggist á eitt um að stemma fljót unglingadrykkjunnar að ósi. Það er tímabært að viðhorfs1 breyting verði með þjóðinni í þessum efnum. Að því er stefnt með átaki til að stöðva áfengisdrykkju barna og unglinga. „Einn dropi holar ekki steininn,“ sagði Valdimar Jóhannesson á átaksfundinum gegn áfengisneyzlu ungmenna, „en ef drop- arnir eru nógu margir og falla nægjanlega þétt þá holast steinn- inn fyrr en varir.“ mótrök komu einnig fram, meðal ann- ars í forustugrein Morgunblaðsins í desember 1991, að hyggilegra væri að vera áfram í ráðinu og reyna að afla sjónarmiðum íslendinga stuðnings innan þess. Blaðið gagnrýndi einnig úrsögnina í annarri forustugrein, sagði hana ranga og fljótfærnislega og geta leitt til þess að erfiðara en ella yrði að hefja hvalveiðar að nýju. Síðan ísland gekk úr hvalveiðiráðinu hafa íslensk stjórnvöld stefnt að upp- byggingu NAMMCO með það fyrir augum að stunda hrefnuveiðar og jafn- vel veiðar á stærri hvölum í samráði við það, þótt þeim möguleika hafi jafn- an verið haldið opnum að ganga aftur í hvalveiðiráðið breytti það um stefnu. En upp á síðkastið hafa stjórnmála- menn lýst efasemdum um að NAMMCO fullnægi skyldum hafrétt- arsáttmálans. Björn Bjarnason for- maður utanríkismálanefndar Alþingis hefur þannig ítrekað haldið því fram að hann telji rétt íslendinga til að hefja hvalveiðar best tryggðan með því að ganga AFTURTIL FRAMTÍÐAR Nú þegar Islendingar undirbúa að hefja hval- veiðar á ný er ágreining- ur milli stjórnmála- manna um leiðir að því markmiði. Guðmundur Sv. Hermannsson ___________fjallar___________ um mismunandi sjónarmið í málinu. Stjórnmálamenn greinir á um hvort rétt hafi verið að ganga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu fyrir tveimur árum og hvort samráð við Norður-Atlantshafs sjávar- spendýraráðið, NAMMCO, um hrefnu- veiðar nægi til að uppfylla skilyrði sem hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fyrir hvalveiðum. Þótt nefnd full- trúa allra þingflokka á Alþingi hafi lagt til að leyfa takmarkaðar hrefnu- veiðar undir hatti NAMMCO er því engan veginn víst að slík tillaga fari greiða leið í gegnum þingið í haust. I hafréttarsáttmálanum segir að við hvalveiðar beri að hafa samráð við viðeigandi alþjóðastofnanir. Fyrr- Björn Bjarnason Jón Baldvin Hannibalsson Matthías Bjarnason Skiptar skoðanir um ágæti NAMMCO Björn telur rétt okk- ar til að hefja hval- veiðar best tryggðan með því að ganga aft- ur í hvalveiðiráðið með fyrirvara við hvalveiðibann. Jón segir Japani hafa sannfært sig um að það hafi verið rangt af okkur íslending- um að ganga úr AI- þjóðahvalveiðiráð- ínu. Matthías telur NAMMCO duga okkur til að hefja hrefnuveið- ar. Hann segir að um- mæli utanríkisráð- herra hafi verið óheppileg. greind þingmannanefnd telur ekki rétt að ísland leiti eftir inngöngu í Alþjóða- hvalveiðiráðið meðan stefna þess breytist ekki. Og NAMMCO sé við ríkj- andi aðstæður eðlilegur vettvangur fyrir það samráð sem hafréttarsátt- málinn kveður á um. í skýrslu sem nefndin skilaði skömmu áður en fund- um Alþingis var frestað, segir að lög- fræðilega virðist útilokað annað en að NAMMCO sé alþjóðastofnun í skilningi þjóðarréttar og ólíklegt að um það verði deilt á alþjóðlegum vettvangi. Undir þetta sjónarmið hefur Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra tekið og í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu sagði hann það vera í IMAMMCO er nóg til að byrja samræmi við þær yfirlýsingar sem ís- lensk stjórnvöld gáfu þegar þau ákváðu að ganga úr hvalveiðiráðinu. Ursögnin var ákveðin um áramótin 1991-92, en þá þótti fullreynt að hval- veiðikvótar yrðu ekki veittir. í yfirlýs- ingu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um úrsögnina kom fram það álit að hvalveiðiráðið hefði brugðist þeirri skyldu að tryggja verndun og skyn- samlega nýtingu stækkandi hvala- stofna. Ráðið væri því orðin úrelt og óvirk stofnun. Þau rök voru einnig færð fyrir úr- sögn, að hún gæti knúið fram breyting- ar á ráðinu sem gerðu íslendingum kleift að ganga aftur inn síðar. Þau aftur í hval- veiðiráðið með fyrirvara við hvalveiðibannið, nú síðast eftir viðræður utan- ríkismálanefndar við bandarísk stjórn- völd í síðustu viku. En Norðmenn veiða hrefnu þrátt fyrir bannið þar sem þeir hafa aldrei samþykkt það og eru því ekki bundnir af því. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segist hafa, eftir samtöl við stjórnvöld í Japan, sannfærst um að rangt hafi verið að ganga úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Japanir hafi hvatt ís- lendinga eindregið til að hefja aftur hvalveiðar ef það væri gert sem aðild- arríki hvalveiðiráðsins; aðild að NAMMCO eða einhveijum öðrum sam- tökum væri ekki valkostur. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins tekur í sama streng. Hann sagði við Morgunblaðið að þegar íslendingar tækju upp hval- veiðar væri grundvallarforsenda að það yrði gert í samræmi við hafréttar- sáttmálann. Og hann sæi ekki hvernig hægt væri í því sambandi að hunsa Alþjóðahvalveiðiráðið; það væru enn sem komið er einu samtökin í boði, þar sem tilraun til að koma upp öðrum slíkum samtökum hefði ekki tekist. Stefnubreyting? Matthías Bjarnason formaður þing mannanefndarinnar hefur gagnrýnt ummæli Jóns Baldvins og Björns og sérstaklega talið yfirlýsingar utanrík- ___________________ isráðherra óheppilegar í þessu við- kvæma máli. Halldór Ás- grímsson for- maður Fram- sóknarflokksins er einnig þeirrar skoð- unar að NAMMCO nægi íslendingum til að stunda hrefnuveiðar. Halldór sagði að hvalveiðiráðið hefði lengi starfað með þeim hætti að nánast hafi ekki verið hægt að vera lengur í því. Hins vegar væri ekkert einfalt að vera utan ráðsins ef hinar hvalveiði- þjóðirnar væru Jiar inni og heppilegra hefði verið að Islendingar hefðu ekki farið einir út á sínum tíma. Ef stefnu- breyting verði hjá ráðinu, eins og ein- hver merki virtust vera um, eigi íslend- ingar að ganga þar inn aftur. Bjöm Bjarnason sagði eftir viðræð ur utanríkimálanefndar við Banda- ríkjamenn að augljóst væri að stefna Bandaríkjanna sé að breytast með þeim hætti að þeir hafi áttað sig á því að ekki sé hægt að standa gegn vís- indalegum rökum varðandi veiðar hvölum. Og fréttir hafa borist af því að Bandaríkjamenn, Bretar og aðrar ráðandi þjóðir í hvalveiðiráðinu séu til búnar til að slaka eitthvað á hvalveiði- banninu, meðal annars með því að samþykkja nýjar reiknireglur (RMP) um veiðikvóta á ársfundi ráðsins sem hefst í Mexíkó í næstu viku. Þær regl ur eru þó aðeins einn hluti af víðtækri veiðistjórnunaráætlun (RMS) sem ráð ið telur að þurfi að hrinda í fram kvæmd áður en hvalveiðibanni verði aflétt af einhveijum tegundum. Þetta undirstrikar Michael Jack aðstoðar landbúnaðarráðherra Breta í bréfi sem hann sendi breskum þingmönnum apríllok og einnig að Bretar muni vinna að því ásamt skoðanabræðrum sínum að ekki verði hvikað frá hvalveiðibann inu í Mexíkó. Ofært að hunsa hval- veiðiráðið -t- Sjálfvirka tilkynningaskyldan fyrir íslenska skipaflotann er fyrst sinnar tegundar í heiminum Morgunblaðið/Sverrir HÖFUNDAR og smiðir sjálfvirka tilkynningaskyldukerfisins ásamt einu tæki af þeirri gerð sem verður í þorra íslenskra skipa innan nokk- urra ára; f.v. Bergur Þórisson, Þorgeir Pálsson, Bernharður St. Guðmundsson, Kolbeinn Sigurðsson og Brynjólfur Sigurðsson. Kostnaður áætlaður 500 milljónir til aldamóta Sjálfvirka tilkynningaskyldan fyrir íslenska flotann, sem ákveðið hefur verið að taka í notkun, hefur verið í þróun í meira en ára- tug. Hún hefur vakið mikla athygli, Sindri Freysson kynnti sér tilurð kerfisins og ræddi við hönnuði þess. SjálfviPk lilkynningaskylda GPS-staðsetningarkerfið gefur upp staðsetningu skipsins, stefnu þess og hraða. Þau gögn ásamt númeri skipsins eru send sjálfkrafa í land gegnum fjarskiptarás og sýnd á skjá hjá Tilkynningaskyldunni. Boð um staðsetningu eru send á 15 min. fresti. Et skipinu hlekkist á berast boð um það samstundis Gera má ráð fyrir að kostnaður við að búa íslenska skipa- flotann búnaði fyrir sjálf- virka tilkynningaskyldu nemi milli 300-400 milljónum króna á næstu sex árum. Samanlagður kostn- aður við íjarskiptanet og stjórnstöð er áætlaður um 156 milljónir króna. Stefnt er að því að uppsetningu land- stöðva sem taki við boðum frá stað- setningartækjum um borð í skipum og tækjavæðing ftotans, verði lokið fyrir árið 2000. Varlegar áætlanir gera ráð fyrir að fullbúinn muni búnaðurinn kosta á milli 100-200 þúsund krónur á hvert skip, misjafnlega mikið þó eftir stærð skipanna sem um ræðir. Nú eru um 2.890 skip, allt frá opnum bátum til flutningaskipa, skráð hjá tilkynninga- skyldunni en reiknað er með að um 2.000 þeirra muni heyra undir sjálf- virku tilkynningaskylduna. Fimm manns hafa borið hitann og þungann af hönnun og þróun tækja- búnaðar þess sem sjálfvirka tilkynn- ingaskyldan byggist á, og starfa flest- ir þeirra innan vébanda Kerfisverk- fræðistofu Háskóla Islands. Brandur S. Guðmundsson, rafmagnsverkfræð- ingur, Sæmundur E. Þorsteinsson, raf- magnsverkfræðingur og Bergur Þóris- son, tölvunarfræðingur hafa unnið að þróun kerfisins undir stjórn Þorgeirs Pálsson, prófessors í verkfræði sem nú gegnir embætti flugmálastjóra. Brynjólfur I. Sigurðsson, prófessor í viðskiptafræði, hefur starfað með hópnum frá upphafi og er nokkurs konar „guðfaðir" verkefnisins. Fyrsta sinnar tegundar Þorgeir Pálsson kveðst hafa lagt til að verkefni af þessum toga yrði sett af stað í fjárlagatillögum Verkfræði- stofnunar Háskóla íslands fyrir rúmum áratug. Á sama tíma gegndi Brynjólfur I. Sigurðsson formennsku í nefnd sem fjallaði um fækkun í áhöfnum stærri togara, og eitt af þeim viðfangsefnum sem nefndin tók á var sú þróun að loftskeytamenn hyrfu úr áhöfnum skipa, en þeir höfðu áður veitt margvís- lega öryggisþjónustu fyrir fiskiflotann. Þorgeir og Brynjólfur hófu samstarf um framkvæmd hugmyndarinnar og var leitað eftir íjármagni til verkefnis- ins hjá fjárveitinganefnd Alþingis í framhaldi af því, sem hefur stutt það dyggilega frá upphafi. Hófst verkefnið í mars 1983 í samvinnu við samgöngu- ráðuneytið, Slysavarnafélag íslands og Póst og síma sem hafa fylgt þvi eftir síðan. Nú hefur ráðuneytið ákveð- ið að löggilda kerfið. „Hugmyndin að kerfi af þessu tagi er í sjálfu sér ekki ný af nálinni, þar sem áþekkur búnaður hefur verið not- aður í nokkurn tíma hjá hernaðaryfir- völdum víða um heim og auk þess höfðu verið gerðar takmarkaðar til- raunir fyrir þann tíma sem við hóf- umst handa, m.a. í Bandaríkjunum og Súes-skurðinum. En þessar tilraunir voru gerðar ! öðru skyni, þ.e. ekki fyrir öryggiseftirlit með fiskipskipum og tókust ekki sem skyldi,“ segir Þor- geir. „Það lá hins vegar beint við að nýta þessa tækni í þágu tilkynninga- skyldunnar, sem rökrétt framhald af þeirri einstæðu þjónustu sem þar er veitt. Kerfið er án efa hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem þróað er með öryggiseftirlit með fiskiskipum fyrir augum, þó að fleiri hyggi nú að sambærilegum kerfum, og þá aðallega með fiskveiðieftirlit í huga fremur en örvggiseftirlit.“ I fyrstu var sett upp einfalttilrauna- kerfi til þess að sýna fram á að hug- myndin gengi upp án of mikilla tækni- legra og fjárhagslegra vandkvæða. 1985 lauk forverkefni þessu, og var þá lögð fram skýrsla um hvernig hægt væri að hrinda verkefninu í fram- kvæmd og fyrsta kostnaðaráætlun. Niðurstöðurnar þóttu nægilega fýsi- legar til að ákvörðun um að hrinda stærri verkefni úr vör var tekin sama ár, ásamt því að byggja upp tilrauna- kerfi til víðtækari prófana. Lauk því verki í árslok 1989. Kerfið hefur verið í samfelldum tilraunarekstri frá 1989 og samhliða honum hafa ýmsar hliðar þess verið gaumgæfðar, ásamt frekari vinnu við framkvæmda- og kostnaðar- áætlanir. Allt upp í sex skip í einu hafa reynt búnaðinn síðan 1989. „Búnaðurinn er ekki kominn á fram- leiðslustig, en nú hefst nýr áfangi þar sem ákveðið verður hvernig staðið skuli að framleiðslu. Eg vona að þátt- taka íslenskra aðila verði eins mikil á því stigi og mögulegt er, og helst að búnaðurinn verði framleiddur alfarið hérlendis," segir Þorgeir. Útflutningur mögulegur Hann kveðst telja mikinn áhuga á þessari tækni í heiminum í dag, og að ýmsir möguleikar séu á útflutn- ingi. „Eftir að GPS-staðsetningarkerf- ið kom til sögunnar, se;m gerðist að fullu fyrir um tveimur árum síðan, hefur orðið bylting á þessu svið. Með tilkomu GPS-kerfisins er í fyrsta skipti í veraldarsögunni hægt að nota sama tækið hvar sem er á jörðinni til að finna af mikilli nákvæmni hvar maður er staddur. Um leið og þetta gerist margfaldaðist áhuginn á sjálfvirkri til- kynningatækni sem við erum að setja í skipin, og núna eru flestir þeir sem reka flota, hvort sem er á landi, í lofti eða á sjó, að skoða með hvaða hætti þeir geti nýtt sér þessa tækni. Þetta á jafnt við flutningabíla, vörulestir, flugvélar og skip.“ Þorgeir segir að það sé deginum ljósara að mjög mörg tækifæri verða til staðar á þessum vettvangi á næstu árum og þau séu raunar þegar til stað- ar. „Markaðssetning búnaðarins ytra hefur verið athuguð en lítið gert á því sviði ennþá, enda biðu menn átekta eftir niðurstöðu málsins hérlendis, og sú ákvörðun Halldórs Blöndals, sam- gönguráðherra, sem liggur fyrir breyt- ir mjög miklu í því sambandi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.