Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR - OG SVEITARSTJORNARKOSNIIMGARNAR 28. MAI Hreinasta borgin! ÍSLENDINGAR stæra sig gjaman af því hve landið sé hreint og fagurt. Og svo sannarlega er náttúran hér kynngi- mögnuð að sjá. En það sem við sjáum er ekki nema yfirborðið. Ef við skoðum fram- ferði okkar örlítið nánar kemur í ljós að víða er pottur brotinn. Á þetta sérstaklega við um skolpfráveitu, sorplosun g notkun olíu til samgangna hér á landi. Óskar Dýrmundur Ólafsson Andlit þjóðarinnar Reykjavík er höfuðborgin og með réttu má segja að hún sé andlit þjóðarinnar og sá staður sem flestir ferðamenn og aðrir erlendir viðskiptavinir okkar kynn- ast. Því skiptir miklu máli að umhverfismál borgarinnar séu í takt við erlendar kröfur. Og ekki virðist skorta viljann. Sjálfstæðis- menn hafa lýst því yfir að Reykja- vík eigi að vera orðin hreinasta höfuðborg Vesturlanda árið 2000. Borgin er aðili að umhverfísmála- samþykkt sem gerð var í heims- þingi sveitarfélaga í Ósló 1991 og svo tók borgin þátt í stofnun „Car free cities club“ í Amsterdam í mars síðastliðnum. Enn- fremur er Reykjavík- urborg skuldbundin af umhverfislögum ESB (Evrópusam- bandsins) vegna að- ildar íslands að EES- samningnum. Því miður hefur ekki ræst eins vel úr og ætla mætti. Þrátt fyrir yfírlýs- ingagleði forráða- manna borgarinnar á alþjóðavettvangi er reyndin sú að borgin undir forystu sjálf- stæðismanna hefur ekki staðið undir þeim lágmarks alþjóðlegu væntingum sem gerðar eru. Umferð einkabíla er alltaf því þrefalt meiri en hjá sambærilegum borgum í nágrannalöndum okkar, ástand sem stangast á við áður- nefndar samþykktir. Skolpdæling út í hafíð er ekki einungis mikil óprýði fyrir helstu fiskveiðiþjóð heims heldur brjóta þessar aðgerð- ir hreinlega í bága við umhverfis- lög ESB. Sorphirða borgarinnar er sömuleiðis algerlega úr takt við stefnu vestrænna ríkja. I stað þess að hugsa um sorp sem endur- vinnanleg verðmæti er það að Um hvað kjósa Reykvíkingar? UNDARLEGIR eru straumar í íslenskri pólitík. Hvemig má það vera að Reykavík- ingar ætli að kjósa yfir sig samsteypu- stjóm 4-6 ólíkra flokka og flokksbrota með gerólíkar stefnur og áherslur án þess að kosið sé um nokkur málefni sem máli skipta. Er það af því að Reykavíkurborg hafí verið svo illa stjómað? Ég neita alveg að trúa því, þó að ein og ein bygging eða fram- kvæmd hafí verið umdeild. „Allt orkar tvímælis, þá gert er“, segir spakmælið og „það er svo bágt að standa í stað,“ sagði Jónas. Er það af því að embættismenn borgarinnar séu illa valdir eða van- hæfír? Það er fjarstæða; þvert á móti held ég að þar sé nærri því valinn maður í hverju rúmi. Borgarstjóraefni vinstri manna Ætla Reykvíkingar að kjósa yfír sig sam- steypustjóm margra ólíkra flokka og flokks- brota með gerólíka stefnu, spyr Björn Dagbjartsson, án þess að kosið sé um nokkur málefni, sem máli skipta. hefur gefíð í skyn að núverandi yfirmenn borgarkerfisins verði að víkja til að „opna kerfíð“. Hún ætti að líta til Afríkuríkja, sem slíkt hafa gert. Er það svo líklegt, að borgar- stjóri reynist vel, sem aldrei hefur Bjöm Dagbjartsson þurft að bera ábyrgð á þjóðfélagsmálum, aðeins staðið í að rífa niður og gagnrýna það sem gert er? Það er þó nokkuð annað að fara hnyttnum nið- urlægingarorðum um þá sem stjórna en að axla ábyrgðina sjálf. Fortíð, fjölskylda og nánir vinir rifjast fljótt upp, þegar emb- ættisverk verða gagnrýnd. Hyggjast Reykvík- ingar klekkja á ríkis- stjórninni með því að kjósa þetta yfír sig? Helmingur ríkisstjórnarinnar styð- ur vinstri listann í Reykjavík. Að vísu styðja líklega 3 ráðherrar frambjóðendur Alþýðuflokks, 1 frambjóðandi Vettvangsins og 1 Kvennalistans. Ekkert sérstakt bendir til þess að ríkisstjómin segi af sér, þó að Reykjavík falli. Þvert á móti má leiða að því líkur, að kratar verði mjög ragir við það, minnugir taps síns eftir tvær ríkis- stjómarsprengingar. Er framboðslisti vinstra fram- boðsins svona aðlaðandi? Mér er það gersamlega hulið að fólk, sem hvað eftir annað hefur verið hafn- að af Reykvíkingum, hafi allt í einu svona mikið aðdráttarafl. Sumt af þessu fólki fékk að spreyta sig, baksviðs eða í forystu, fyrir vini og stuðningsmenn, til álits- gerða, sem enginn tók mark á, sem betur fer. Eftir þessar vangaveltur er mér þaðjafn óskiljanlegt, ef þessi verð- ur niðurstaða Reykvíkinga 28. maí nk. Kannski verðum við að búa við herleiðingu í 4 næstu ár, en fyrir því eru engin skynsamleg rök fremur en múgsefjunum yfírleitt. „Þegar alþjóð einum spáir óláns, rætist það,“ segir Stephan G. Ætla Reykvíkingar virkilega að láta fara svona með sig? Höfundur er fyrrverandi alþingismaöur. í stað þess að hugsa um sorp sem endurvinnan- leg verðmæti, segir Oskar Dýrmundur ---3i---------------- Olafsson, er það að mestum hluta urðað. mestum hluta urðað með miklum tilkostnaði og ófyrirsjáanlegum afleiðingum vegna grunnvatns- mengunar. Burt með fúskið Við komandi borgarstjórnar- kosningar hinn 28. maí mun borg- arbúum gefast kostur á því að beina þessum málum til betri veg- ar. Reykjavíkurlistinn hyggst færa inn í borgina aukna áherslu á umhverfísmálin: auka endur- vinnslu, stuðla að minni mengun og taka þátt í því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem vestræn ríki gera til íslands í umhverfísmálum. Meðal markmiða okkar á Reykja- víkurlistanum er: * Endurvinnsla lífræns úrgangs (breytt í jarðveg). * Stórbættar almenningssam- göngur. * 2. stigs hreinsun á skolpi. * Örugg aðstaða fyrir óvarða veg- farendur. * Búið verði til stofnbrautarkerfi reiðhjólagatna. * Minni umbúðanotkun — minna sorp. * Að Reykjavík verði í raun hin vistvæna höfuðborg norðursins. Reykjavíkurlistinn vill koma þessum málum á hreint og sýna þannig í verki en ekki bara í orði, að við séum í takt við alþjóðleg lög og samþykktir. AUt tal um að ísland geti orðíð hreinasta land Evrópu verður orðin tóm meðan við tökum ekki til hendinni og skilum börnum okkar sjálfbæru umhverfí. Höfundur er leiðbeinandi og skipar 19. sæti R-listans. Tímamótavor í sögu borgarinnar EFTIR nokkrar vikur verða sveit- arstjórnarkosningar. Kosningar sem kunna að marka tímamót hjá Reykvíkingum. Nú gefst einstakt tæki- færi til að hefja nýja sókn í borginni, sókn gegn atvinnuleysi, úr- ræðaleysi í félagsmál- um, ij ármálaóreiðu og klíkuskap. Sameigin- legur listi, Reykjavík- urlistinn, býður fram glæsilega fulltrúa til borgarstjómar, full- trúa sem allir hafa víðtæka reynslu og þekkingu Lára V. Júlíusdóttir og margir áður unnið mikið starf að borgarmálefnum í minnihlutanum. Konur skipa þar veglegan sess og borgarstjóraefni listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er bæði hæfí- leikaríkur leiðtogi og hefur þá reynslu af borgarstjómarmálum sem til þarf. Þegar veldi sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg er ógnað með þeim hætti sem hér er gert er kannski ekki að furða að þeir ótt- ist um sinn hag. En hvílík skelfíng hefur gripið urp sig í þeirra röðum að undrun sætir. Þeir vita ekki sitt ijúkandi ráð og virðast hafa misst alla stjórn á sér. Eftir glæsi- lega útkomu í prófkjöri lýsir borg- arstjóri því yfír að hann sé hættur við að leiða flokkinn og segir af sér aðeins rúmum tveimur mánuð- um fyrir kosningar. Nýr borgar- stjóri tekur við og reynir allt hvað hann getur að breyta stefnu flokksins um 180 gráður. Nú á flokkurinn að beita sér fyrir öllu því sem hann hefur barist gegn undanfarna áratugi. Undarlegar uppákomur eins og að kæra nafn- gift Reykjavíkurlistans til yfirkjör- stjómar eiga sér stað. Meira að segja heyrir maður greinda og hæfa frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins halda langar ræður um það á vinnustaðafundum hvað vinstri meirihlutanum hafí gengið illa að vinna saman á árunum 1978 til 1982. Sagðar era kjaftasögur um samstarfsörðugleik- ana sem lifað hafa góðu lífí í sauma- klúbbum sjálfstæðis- kvenna í nær tvo ára- tugi. Þeim er ætlað að sanna það eitt að því fólki sem nú sé í framboði fyrir R-list- ann muni aldrei ganga að vinna saman. Er þetta aðferðin til að breiða .yfír sundr- unguna sem verið hef- ur í borgarstjómar- flokki Sjálfstæðis- allt síðasta kjörtímabil? flokksins Maður líttu þér nær. Reykvíkingar þurfa ekki Reykvíkingar þurfa ekki á draugasögum að halda, segir Lára V. Júlíusdóttir, heldur styrkri stjórn. draugasögum að halda. Þeir þurfa styrka stjórn í málefnum borgar- innar, stjórn sem lítur til framtíð- ar, sem tekur mið af velferð okkar sem hér búum, barna, foreldra, aldraðra, sjúkra, öryrkja, vinnandi fólks og fólks sem nú gengur at- vinnulaust. Stjórn sem er óhrædd að takast á við vandamálin sem hvarvetna blasa við. Okkur þykir vænt um borgina okkar og viljum henni aðeins það besta. Það þarf að losa borgina úr því hafti sem hún er komin í. Látum þetta vor verða tímamótavor í sögu borgar- innar. Vorið þegar byijað var að breyta. Vorið sem Reykjavíkurlist- inn komst til valda. Höfundur er lögmaður í Reykjavík, formaður Jafnréttisráðs og fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands. Rauði listinn III Öreykvískastur allra... BLÍTT lét veröldin í Borgarfirði á dögun- um. Það var sól og hiti eins og á Ítalíu. Aldrei var Borgarnes- ið og umhverfi þess fegurra en þá á mesta góðviðrisdegi vorsins. Og þegar litið var út um gluggann á hótel- inu hans Don Pedro, sem hefur glætt gisi- húsið nærvera og varma (borgfirzki vet- urinn er gæddur kímnikennd), þá brosti veröldin til manns. Sjórinn var spegilsléttur og lónin tindraðu í litbrigðum eftir rign ingu. Þetta var langt frá pólitíska darraðadansinum - R-listanum, sem leyfír sér að kenna sig við Reykjavík, enda þótt listinn sá og frambjóðendur hans séu óreykvísk- astir allra og villi því á sér heimild- ir - heiftarlega. Nú er verið að kjósa um það hvort Reykjavík haldi áfram að vera til, haldi áfram að vera fögur og heillandi - svo sjarmerandi, að smekklegir útlendingar, túristar, geti ekki orða bundizt og bendi Steingrímur St.Th. Sigurðsson og skerin bæði á Ráðhúsið og Perluna og lýsi hrifni sinni í blöðum og tímaritum og fjölmiðl- um þegar þeir koma til síns heimalands. Þarna í yndislega veðrinu í Borgarfirði var manni hugsað til þess óhugnaðar ef ókynningarhæft fólk - rauðlistafólk - fengi völd yfir gömlu Reykjavík sem á sér reykvískar hefðir, léttleik og lífsgleði og góðleik i garð vina og fjölskyldu. Þegar sá, er þetta ritar, kom að norðan fyrir 34 árum var hann svo lánsamur að kynnast gamal-reyk- vískum fíölskyldum og heimilum. Þetta var fólk sem gladdist yfír velgengni vina, en hryggðist ef illa fór fyrir þeim. Það laug ekki upp á aðra eins og rauðlistafólkið hefur gert sig sekt um. Hið síðargreinda er að því leyti dæmigert fyrir nýja lenzku í íslenzku samfélagi. Kommar og fylgifískar þeirra eru lýsandi dæmi fyrir þetta hvimleiða hugarfar, að tala neikvætt um menn og málefni. Um hvað er kosið hér í Reykja- Kommar og fylgifiskar þeirra eru lýsandi dæmi um það það hvimleiða hugarfar, segir Stein- grímur St.Th. Sig- urðsson, að tala nei- kvætt um menn og málefni. vík? Um völd og aðstöðu til að leiða þessa borg, sem hefur yfír að ráða vissum töfrum og hefðum margra kynslóða. Ingibjörg Sólrún frá Haugi í Gaulveijabæ lýsti því nýlega yfír í grein í Morgunblaðinu, að hún ætlaði að stjórna þessari borg með heiðarleika. Heiðarleg manneskja talar aldrei um heiðarleik sinn fremur en duglegur alvöramaður talar aldrei um að hann sé dugleg- ur. Þetta er skrifað til íhugunar eins og fleira. Að Hæðardragi. Höfundur er listmálari og ritliöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.