Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17.-MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28. MAÍ
Hvaða erindi á Kvennalist-
inn í Kópavogi í bæjarsljórn?
EÐLILEGT er að svo
sé spurt þegar nýr
stjórnmálaflokkur er að
hasla sér völl á vettvangi
bæjarmálanna. Er ekki
óþarfi að bæta einni
rödd enn í pólitíska kór-
Jnn hér í bæ? Er fjór-
radda karlakórinn ekki
ágætur eins og hann er?
Hefur bænum ekki verið
stjórnað af myndarskap
hingað til? Verða ekki
kvenraddir hjáróma í
þessum volduga karla-
kór? Er ekki eins gott
að konur haldi áfram að
syngja bakraddir og
leyfí körlunum að leika
öll aðalhlutverkin í
stjórnmálaóperunni?
Kvennalistakonur svara öllum
þessum spumingum neitandi. Konur
eiga erindi í stjómmál og þær þurfa
að komast þar í aðalhlutverk. Karla-
óperan er að verða óvinsæl og æ
fleiri, konur jafnt sem karlar, nenna
ekki lengur að hlusta á tilbreytingar-
lausan og stundum falskan samsöng
karla. Raddir kvenna eru ekki hjá-
róma, þær hafa hljómað á íslandi í
1100 ár og nú em þær að verða
voldugar og sterkar. Tími kvenna er
kominn, 21. öldin er að ganga í garð,
öld kvenna, öld mannúðar, frelsis og
jafnréttis. Tími bræðralagsins hefur
nú varað í 200 ár og er að renna
skeið sitt á enda. Kjörorð strákanna
var frelsi — jafnrétti — bræðralag.
Systrunum var enginn hlutur ætlað-
ur, þeim var vikið til hliðar — ásamt
litlu bræðrunum. Bræðralagið gilti
ekki um þær, þvert á móti, það var
notað gegn þeim. Stóru bræðumir
þjöppuðu sér saman en viku frelsi
og jafnrétti til hliðar.
Heyrnarsljór karlakór
En víkjum aftur að spurningunni
sem ég spurði í upphafi. Er ekki allt
haria gott hér í bæ undir stjóm stóru
bræðranna? Vissulega hefur margt
verið vel gert, hér er ágæt heimilis-
hjálp, hér er rólfæru, öldruðu fólki
sinnt vel, í skólum er víðast mikið
gert fyrir börnin og vel staðið að
verki, hér eru leikskólar fyrir sum
jböm, hér er Félagsmálastofnun, hér
er heilsugæslustöð og nú hefur verið
opnað Listasafn sem er strax orðið
stolt okkar Kópavogsbúa.
Þetta er allt gott og blessað svo
langt sem það nær — en í nær öllum
tilfellum vantar eitthvað, einhvern
herslumun. Tökum skólann sem
dæmi. Hann ætti að vera menning-
ar- og fræðslumiðstöð barna þar sem
ekkert væri til sparað. í slíkum skóla
væri ekkert barn niðurlægt, ekkert
barn þyrfti að kvíða frímínútunum
vegna stríðni eða eineltis, ekkert
barn félli á samræmdu prófum og
ekkert ungmenni þyrfti að koma að
lokuðum dyrum framhaidsskólanna.
Slíkur skóli væri búinn að sníða sér
^augljósa vankanta stofnunar og taka
sér stöðu við hlið foreldra sem jafn-
ingi og samstarfsaðili. I bæ þar sem
bömin hefðu forgang væru þau held-
ur ekki send iangar leiðir í sund og
leikfimi. Hvort tveggja væri innan
veggja skólans í skólahverfinu þeirra.
Undir stjórn stóru bræðranna á ís-
landi hafa bömin ekki verið látin
njóta þeirra ótal mörgu góðæra sem
hafa gengið yfir landið frá stríðslok-
um. Börnunum var vikið til hliðar
eins og systrunum forðum daga.
Karlakórinn heyrir ekki til barnanna
og yfirgnæfir líka raddir mæðra
þeirra og feðra. Allt fram á þennan
dag hafa margir stjómmálakariar
talað um „kvennakjaftæði" þegar
stjómmálakonur hafa reynt að tala
máii barnanna.
Skipulagsmistök
Tökum annað dæmi um afleiðing-
ar af of miklu karlaveldi hér í bæ
' tíða réttara sagt af of miklu sérfræð-
ingaveldi. Það em skipulags- og
umhverfismálin. Fyrir um það bil
aldarfjórðungi var ákveðið að búa
Helga
Siguijónsdóttir
hér til miðbæ, Kópa-
vogur átti að verða
nafli Stór-Reykjavík-
ursvæðisins. Karlar
voru gerðir út af örk-
inni til ýmissa landa
að skoða miðbæi í Evr-
ópu. Sumir miðbæimir
voru gamlir og höfðu
byggst upp eins og
bæir hafa gert um ald-
ir, út frá þörfum fólks-
ins á staðnum, aðrir
voru hannaðir á teikni-
borðum arkitekta.
Ráðamenn í Kópavogi
urðu óskaplega hrifnir
af miðbæjunum sem
blöstu við á teikniborð-
unum. Miðbærinn okk-
slíkur, byggður í anda
blöndunarstefnu. Ekki
ar er einn
svokallaðrar
skyldi aðgreina íbúðabyggð og at-
vinnustarfsemi. Gott og vel. Hamra-
borgin reis, hrikaleg mannabyggð
og ljót en trúlega falleg á teikniborði.
Miðbærinn í Kópavogi er líklega
eitt versta dæmið um Ijótt og frá-
hrindandi skipulag en hefur í aldar-
fjórðung verið gullnáma fyrir verk-
taka. Bæjarfulltrúar allra stjórn-
málaflokkanna voru samtaka og
sammála um þessa gerð miðbæjar.
Hins vegar var strax almenn and-
staða meðal bæjarbúa við miðbæinn
Miðbærinn í Kópavogi
er dæmi um ljótt skipu-
lag, segir Helgá Sigur-
jónsdóttir, og dæmi um
afleiðingar of mikils
karlaveldis eða réttara
sagt of mikils sérfræð-
ingaveldis.
og einstaka bæjarfulltrúar voru and-
vígir honum frá öndverðu. Hér er
ekki aðeins dæmi um hörmuleg
skipulagsmistök heldur líka um
stjómun þar sem öllum leikreglum
lýðræðis er fylgt en almannavilji
samt að engu hafður. Hér er ekki
allt með felldu, hér vantar meira en
herslumun, hér þarf að endurskoða
leikreglur lýðræðisins.
Landþrengsli á íslandi?
Annað en áðurnefndur ljótleiki
Hamraborgarinnar einkennir skipu-
lag í Kópavogi og víðar í þéttbýli.
Það eru þrengsli og að því er virðist
andúð á rúmgóðum opnum svæðum.
Undanfarið hefur mikið verið byggt
hér í bæ, heilu hverfin rísa, íbúðar-
hverfi þar sem eru hús af mörgum
gerðum. Mörg þessara húsa eru fal-
leg en umhverfið hæfir þeim ekki
alltaf. Lóðir umhverfis glæsileg ein-
býlishús eru smábleðlar, menn geta
næstum teygt sig húsa á milli, götur
er þröngar og bílastæði fá. Dæmi
um þetta eru Suðurhlíðarnar. Þar
hefði þurft að vanda betur til og
spara ekki plássið.
Nú má segja að þetta séu ekki
sérstök kvennamál. Samt hygg ég
að einmitt konur hafi oft næmara
auga en karlar fyrir fögru umhverfi.
Konur hafa alla tíð séð um hýbýla-
prýði á heimilum, þurfa þær þá ekki
einnig að ráða meira umhverfinu
utan dyra? Konur vita líka að börn
þurfa mikið pláss. Hvers vegna að
spara það á okkar stóra landi? Jú,
pláss er peningar. Land þýðir gatna-
gerðargjöld í bæjarkassann og pen-
inga í vasa verktaka og annarra
byggingaraðila. Því meira, hærra og
þéttar sem byggt er þeim mun gróða-
vænlegra. Hámarksgróði er kjörorð-
ið, ekki frelsi og jafnrétti sem er þó
skilyrði fyrir hamingju manna og
góðu Iífi.
Þetta viljum við konur ekki sætta
okkur við lengur. Bæir eiga að vera
fyrir fólk. Bæjarstjórn á að hugsa
Stórvirki í atvinnumálum und-
ir forystu sjálfstæðismanna
AÐ hafa atvinnu er
hveijum manni heilagt í
okkar þjóðfélagi. Þegar
sú staða kemur upp að
atvinnuframboðið
bregst og hópar fólks
verða atvinnulausir í
lengri tíma þá er nauð-
synlegt fyrir opinbera
aðila eins og sveitarfé-
lög að grípa inn í eftir
mætti án þess að stefna
fj ármálum sveitarfé-
lagsins í tvísýnu.
Á því kjörtímabili sem
er að líða hefur bæjar-
stjórn Njarðvíkur þurft
að glíma við einhvem
mesta atvinnuleysis-
vanda sem gengið hefur
yfir þetta svæði frá því fyrir stríð.
Bæjarstjórnin áttaði sig fljótt á
því að róttækra aðgerða var þörf og
að hefðbundnar lausnir voru ekki
inni í myndinni.
Ingólfur
Bárðarson
Það er því strax á
árinu 1992 að bæjar-
stjómin hefur tilraunir
til að efla hér atvinnu-
lífíð og fór til þess nýj-
ar leiðir og bauð lóð á
svonefndu „Broudste-
et“-svæði undir fang-
elsi og þ.h. Keypt voru
hús Sjöstjömunnar við
Njarðvíkurhöfn sem
höfðu verið auð í 5 ár
og þau seld undir fisk-
vinnslu og fískmarkað.
Á því sama ári hóf-
ust tilraunir til að afla
fjármagns til að stofna
Eignarhaldsfélag Suð-
urnesja hf. sem leiddi
til þess að fjármagn
uppá tæpar 500 millj. króna var veitt
inná svæðið til ýmissa verkefna.
Bæjarstjórnin aðstoðaði einnig af
stað fyrirtækið íslensk ígulker hf.
sem er mjög vaxandi og starfa þar
Bæjarstjórn Njarðvíkur
hefur skapað um 300
störf, sem Ingólfur
Bárðarson telur ný eða
hefðu glatast annars.
að jafnaði 40-50 manns í dag og
von til að sú tala aukist í um 100
manns. Margt annað hefur verið
gert sem beinlínis hefur verið undir
forystu Njarðvíkurbæjar, sem ég tel
ekki upp hér.
Með þessari viðleitni hefur bæjar-
stjóm Njarðvíkur tekist að skapa um
300 störf sem eru ný á svæðinu en
hefðu annars glatast.
Að mínu mati hefur hér tekist
mjög vel til enda ekkert tækifæri
látið ónotað til að kynna svæðið og
möguleika þess að koma málum
Akureyringar, hættum
barlómi og verum jákvæð
1 EKKI megum við láta
atvinnuleysið, barlóm-
inn og svartsýnistalið
skyggja á okkar fallega
bæ. Við verðum öll sem
hér búum að taka til
hendinni. Spyiji sig hver
og einn. Hvað get ég
gert til að auka atvinn-
una? Fjölmargir eru til
þess.
Bæjarfélagið, fyrir-
tæki þess, hönnuðir og
hinn almenni borgarí
verða fyrst og fremst
að velja íslenska fram-
leiðslu. Með því móti
skapast fjöldi starfa.
Fyrirtæki sem eru í
góðum rekstri, en það
eru mörg fyrirtæki hér í bæ, verða þurfa
að skoða hvort þau geti bætt við málin,
framleiðslu sína, bætt markaðssetn- ræma
Sveinn Heiðar
Jónsson
ingu eða hvort þau geti
tekið til sín hugmyndir
frá öðrum fyrirtækjum
eða einstaklingum.
Fjölmargir einstakling-
ar hafa góðar hug-
myndir en ekki íjár-
hagslegt bolmagn til að
þróa þær og koma í
framkvæmd. Þarna
getur samstarf ein-
staklinga við fyrirtæki,
bæjarfélagið og jafnvel
atvinnuleysistrygg-
ingasjóð komið inn í
myndina. Það er
reynsla mín og okkar
félaganna í Úrbót að
víða liggja verkefni sem
þarf að vinna. Menn
bara að setjast niður og ræða
velta upp hugmyndum sam-
þær og saméihást si'ðan 'um
Iðnþróunarfélag Eyja-
íjarðar og Háskólinn á
Akureyri eru dæmi um
skref til betri tíðar, seg-
ir Sveinn Heiðar Jóns-
son, og hvetur til bjart-
sýni í stað barlóms.
framkvæmdir. Það getur bæði verið
verulega tímafrekt og kostnaðar-
samt. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
er sá aðili, sem gott er að leita til.
Þar eru menn sem hafa þekkingu til
að fara yfir málin og sjá þeir oft fljótt
hvort eigi að halda áfram og leið-
beina mönnum með framhaidið. Ekki
megum við gleyma Háskólanum á
um þarfir almennings, kvenna, karla
og barna, en ekki láta einstaka hags-
munahópa ráða ferðinni, oftast til
óbætanlegs tjóns fyrir óbomar kyn-
slóðir.
Blandaður kór, ekki karlakór
Kvennalistinn á brýnt erindi í
bæjarstjórn Kópavogs. Kvennalistinn
hefur hafnað pólitískum leiðum bæði
hægri og vinstri manna. Sé grannt
skoðað eiga hægri og vinstri menn
fleira sameiginlegt en það sem sundr-
ar þeim, þeir standa saman í bræðra-
laginu. í þeim tveimur málaflokkum
sem ég hef nú tekið sem dæmi, skóla-
málum og skipulagsmálum, hefur
ekki verið marktækur munur á
stjómun bæjarfélagsins hvort sem
um stjórnvölinn hafa haldið vinstri
menn eða hægri, markaðshyggju-
menn eða félagshyggjumenn. Hvorir
tveggja hóparnir eru lítt næmir fyrir
þörfum barna, báðir setja þarfir
ýmissa karlahópa ofarlega á for-
gangslistann, hvorugur hópurinn
hefur tekið á fjölskyldumálum af
neinni alvöru og báðir virðast sam-
mála um að haida konum frá pólitísk-
um völdum.
Niðurstaða: Kvennalistinn á erindi
í bæjarstjórn Kópavogs. Einkunnar-
orð hans eru frelsi og jafnrétti, frelsi
og jafnrétti allra manna en ekki ótak-
markað frelsi og bræðralag sérhags-
munahópa. Kvennalistinn er framtíð-
in. Hann ryður brautina fyrir þá sem
eru órétti beittir, karla jafnt sem
konur. Bæjarstjórnarkarlakórinn
þarf að breytast strax í blandaðan
kór.
Höfundur er kcnnari og skipar
fyrsta sæti Kvennalistans í
Kópavogi.
áfram og vil ég þakka þar sérstak-
lega bæjarstjóranum okkar í Njarð-
vík, Kristjáni Pálssyni, fyrir mikinn
dugnað og frumkvæði.
Það er von mín að sú reynsla sem
skapast hefur hér í baráttunni við
atvinnuleysið muni nýtast okkur
áfram því ekki mun af veita. Til að
slíkt megi verða er nauðsynlegt að
Sjálfstæðisflokkurinn í Keflavík,
Njarðvík og Höfnum fái góða kosn-
ingu 28. maí nk. Undir leiðsögn sjálf-
stæðismanna í þessum bæjum og á
Suðurnesjum öllum hefur tekist það
sem öðrum svæðum tókst ekki, en
það var að stöðva þessa atvinnuleys-
isþróun og snúa henni við. Sá árang-
ur sem hér hefur náðst hefur verið
öðrum svæðum fyrirmynd og er það
vel. Eg er sem forseti bæjarstjórnar
hreykinn af því mikla starfi og þeim
stóru verkefnum sem bæjarstjórn
Njarðvíkur hefur fengið áorkað á
þessu kjörtímabili.
Eg vil þakka það tækifæri sem
ég hef fengið til að efla minn ást-
kæra bæ, Njarðvík, og veit ég að sú
uppbygging mun verða nýju stóru
byggðarlagi mjög til framdráttar.
Sjálfstæðismenn, til sigurs!
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
í Njarðvík.
Akureyri, en þar eru margir aðilar
komnir til starfa, sem hafa mikla
þekkingu og einnig í mörgum sér-
hæfðum fyrirtækjum. Það er víst að
flestir aðilar æru til í að koma inn í
samstarf sem þetta sé það hagkvæmt
og arðvænlegt.
Að lokum langar mig að velta hér
upp hugmyndum um aukið samstarf
við erlenda aðila. Það er hægt að
leita uppi fyrirtæki erlendis á hvaða
sviði iðnaðar sem er með nýsköpun
eða aukna hagkvæmni í huga. Ég
vil líka minna á möguleikana sem við
höfum í sambandi við að koma upp
frísvæði á Akureyri en hér getum við
boðið erlendum samstarfsaðilum upp
á mjög sambærilega aðstöðu og þeir
í Keflavík. Horfum til dæmis til mat-
vælaiðnaðarins sem hefur hvað mest
vaxið á undanförnum árum. Því ekki
að fullvinna matvöru á frísvæði?
Akureyringar, stöndum saman,
hættum öllum barlómi og verum já-
kvæð. Þá koma hugmyndir og ef
þeim er komið á framfæri við rétta
aðila þá er hægt að hrinda þeim í
framkvæmd og skapa störf.
Höfundur er h úsasmiður og skipar
áttunda sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir
bæjarstjórnarkosningar í vor.