Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 43
______MINNINGAR____
JÓHANNA GUÐBJÖRG
HANNESDÓTTIR
i
i
i
i
i
i
i
i
I
i
i
i
+ Jóhanna Guð-
björg Hannes-
dóttir var fædd 27.
febrúar 1902. Hún
lést 8. maí 1994.
Útför hennar verð-
ur gerð frá Bú-
staðakirkju í dag.
BÆRINN stendur
nokkuð hátt, aðeins
fyrir innan brekku-
brúnina og undir ann-
arri hæð með kletta á
aðra hönd. Fagurt
bæjarstæði, mótað í
lok ísaldar og síðar lagað til af
veðri og vatni. Bæjarhúsin standa
í einum hnapp og falla inn í lands-
lagið í orðsins fyllstu merkingu.
Hlaðnir veggir úr torfi og gijóti,
með torf á þökum, byggingaefni
sem var hendinni næst numið úr
landinu sjálfu. Bændabýlin voru
víst ekki háreist um síðustu alda-
mót.
Það er komin 28. febrúar árið
1902. Bóndinn í Efri-Sumarliðabæ
í Holtum, Hannes Magnússon frá
Þjóðólfshaga, er um miðjan dag í
smiðju sinni sem oftar enda smið-
ur og hjálparhella margra sveit-
unga sinna með hvaðeina sem
smíða þurfti eða bæta af þeirra
tíma tækjum heimilanna. Þar sem
honum er litið út og vestur með
ásnum sér hann mann tilsýndar á
hesti. Þegar nær dregur sér hann
að þar er tengdamóðir hans á ferð,
Guðbjörg Filipusdóttir frá Bjólu,
sem bjó á Litla-Ármóti í Hraun-
gerðishrepp. Hannes segir henni
skjótt þau tíðindi að konan Sigríð-
ur Hafliðadóttir liggi á sæng, þeim
hafi fæðst dóttir í gær. Það hefur
kannski ekki talist frásagnarvert
þótt fjölgunarvon væri í þá daga,
þegar börn fæddust nærri því á
hveiju ári enda vissi amman ekki
að fjölgunarvon væri á bænum.
Hún var komin austur i öðrum
erindagjörðum en að heilsa upp á
nýfædda dótturdóttur sína. Hún
og seinni maður hennar, Jóhann
Þorsteinsson frá Köldukinn, höfðu
ákveðið að hætta búskap næsta
haust og bjóða ungum Holtamanni
jörðina til ábúðar. Það var aðal
erindið. 3. mars snýr Guðbjörg
heim á leið og með henni tilvon-
andi jarðarleigjandi, Gísli frá Lýt-
ingsstöðum, að líta á jörðina.
Hannes bóndi leggur líka á reið-
hest sinn. Hann ætlar að fylgja
þeim aðeins á leið eða nánar tiltek-
ið að sóknarkirkju sinni Kálfholti,
því hann steig ekki einn á bak
hesti sínum. Hann
hafði stungið inn á sig
litlum böggli sem
hafði að geyma dótt-
urina nýfædda, þar er
hún skírð Jóhanna
Guðbjörg í höfuðið á
tilvonandi fósturfor-
eldrum sínum.
Að þeirri athöfn
lokinni tekur Gísli við
barninu, stingur því
inn undir treyju sína
og er vel um búið,
faðirinn kvaddur og
haldið sem skjótast að
Litla-Ármóti. Vissi
Jóhann bóndi ekki um þessa fjölg-
unar von fyrr en barnið var komið
í baðstofu. Um haustið hættu
gömlu hjónin búskap eins og til
stóð og fluttu til Reykjavíkur.
Fljótlega munu þau hafa keypt
Barónshúsið við Laugaveg og elst
Jóhanna þar upp til 17 ára aldurs.
Þá flytur hún alfarin að heiman
og dvelur fyrst um sinn á heimili
móðursystur sinnar Styrgerðar á
Hverfísgötu 86 sem þá var sjúkl-
ingur og sá hún um heimilið á
meðan. Síðan dvaldi hún á ýmsum
stöðum við fískvinnu og skyld
störf. En 1922 flytur hún aftur á
Hverfísgötuna og átti þar heima
næstu 56 árin að hún flutti í Furu-
gerði 1.
Fimmtán ára gömul var hún
farin að vinna í fiskvaskahúsi hjá
Sjávarborg þar sem aðalstarf
hennar var að aka fiski í stórum
hjólbörum. „Ég var svo heppin að
þetta var erflðisvinna fyrir mig
og gat því unnið mér til hita,“
sagði hún mér eitt sinn. Störfín
urðu margbreytileg um nokkura
ára skeið. Hún vann hjá Kveldúlfi
í fískþurrkunarhúsi, var um borð
í togara heilt sumar að salta síld
og tvö og hálft ár úti í Viðey við
netahnýtingar. Þar var henni strax
boðin föst vinna, frítt húsnæði og
frír hita. Ætla ég að slíkt tilboð
hafí talist toppurinn á tilverunni á
þeim tíma, eins og sagt er í dag.
14. september 1931 er stór dagur
í lífí Jóhönnu, þá byijar hún að
vinna á saumastofu Álafoss í einn
mánuð til reynslu, kauplaust. Ekki
samdist um kaupið að þeim tíma
liðnum og fór hún þá að sauma í
húsum um tíma. En fljótlega leit-
aði forstjórinn hana uppi og bauð
henni nú yfirborgun og bað hana
koma helst strax. 1937 er hún
gerð að verkstjóra, sem hún var
næstu 36 árin. Hjá Álafossi vann
hún í nærri 53 ár og þá að verða
83 ára. Með henni sátu þar til
borðs, alla tíð, samviskusemi og
vandvirkni.
Það var mitt mesta lán að fá
fasta vinnu, sérstaklega á kreppu-
árunum sagði hún oft. Sauma-
skapur var hennar líf og yndi. Hún
var einstaklega hög í hondum með
nálina eina að vopni. Bar heimili
hennar þess glöggt vitni með
mörgum listafallegum verkum,
sem hún hafði unnið.
Jóhanna var há kona og höfð-
ingleg ásýndum og í allri fram-
komu bar hún með sér að þar fór
saman mannvit, gott hjarta og
sterkur persónuleiki. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á því sem var
verið að gera og því sem átti að
gera. Hún var ákveðin og í orðum
hennar lá, rétt skal vera rétt og
orð skulu standa. Ég sá hana eitt
sinn fyrir löngu, löngu síðan til-
sýndar á gangi heim úr vinnunni,
hún skar sig úr íjöldanum tíguleg
í fasi, glæsileg kona. Ein af þeim
sem vafalaust settu svip sinn á
bæinn. Jóhanna var ógift og barn-
laus. Nutum við systkinin þess
trúlega, ung í foreldrahúsum, þeg-
ar nýsaumuð jólafötin bárust heim
í kotið frá Lóu frænku. Nágranna-
konurnar höfðu þann sið að koma
alltaf rétt fyrir jólin að skoða það
sem stóri kassinn hafði að geyma.
Var ekki laust við að stundum
væri legið á hleri til að reyna að
heyra um það sem við fengum
ekki að sjá fyrr en á aðfangadags-
kvöld. Mikið var ég montin að eiga
móðursystur sem saumaði svona
falleg föt og gaf okkur.
Minnisstæð hafa mér verið alla
tíð þau orð sem næsti nágranni
okkar sagði eitt sinn þegar hann
sá krakkahópinn í jólafötunum:
Mikið verðið þið að vera henni
frænku ykkar góð þegar hún er
orðin gömul. Nú er langri ævi lok-
ið.
Það er með ólíkindum öll sú
framþróun sem orðið hefur á þess-
ari mannsævi og annmörkum háð
fyrir þá sem ekki þekkja annað
en vélaöld að reyna að skyggnast
inn í þann heim er var í upphafi
aldarinnar. í því starfi sem fram
fór í sköpun verðmæta og bættra
lífskjara var Jóhanna virkur þátt-
takandi. Það var hennar kynslóð
sem gerði ísland að því sem það
er núna.
Jóhanna lést að morgni 8. þ.m.
eftir stutta sjúkrahúsvist. Dropar
falla einn og einn. Ein mannssál
er dropi í mannhafi jarðar, sem
fellur eftir þessu lögmáli lífsins,
að lokum skal hver og einn deyja.
Hannes Bjarnason.
~/<r ((/*((
Gerð: Italia
Gerð: Bonnie
Linda svefnsófi
Violette svefnsófi
2ja sæta
Italia
Gerð: Linda
2ja sæta^
Londres
Bonnie svefnsófi
Gerð:VioIette
&iyu/n /O (je/'dú' á /(ujev' • ^íí/Aid á/'oa/ áA/œda
o
e
>
o
u
i
Suðurlandsbraut 54 v/Faxafen - Stmi 682866
Iðavellir 14 Keflavík Sími 92 11099
i ti//x>i'(jitti • 7 i\'<t//</!/'(> /'(ttJtj/'cttU/tt/' /<//// t«J /(V///<///.
Auður Auðuns
fyrrverandi borgarstjóri
■i%> ^ ^ ^
Úlfar Þórðarson
augnlæknir
Ólöf Benediktsdóttir Aðalsteinn Dalmann Októsson Ema Fínnsdóttir
mennntaskóiakennari verkstjóri
SiHitíHIiWiiiiIfiHíiIiHiiHHtt
Afram með Árna