Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 47 samstarf við hana. Hvar sem Hrefna Tynes fór um veg, skildi hún eftir vörður sem vísuðu veginn. Þær eru ófáar vörðurnar hennar Hrefnu í skátaveröldinni okkar. Stundum er varðan úr mæltu máli, stundum úr athöfn eða ævintýri, stundum úr ljóði og söng. Allar eru þær traustar vörðurnar hennar Hrefnu og óbrotgjarnar. Íslenskir skátar eiga Hrefnu Tyn- es margt að þakka. Hún átti sér rætur í hugsjónum skátahreyfing- arinnar, tók þátt í skátastarfinu af lífi og sál, sáði og uppskar á akri skátastarfsins. Sautján ára stofnar Hrefna Kvenskátafélag á Siglufirði, 2. júní 1929. Þegar Hrefna flytur til Nor- egs líður ekki á löngu, þar til hún hefur stofnað þar skátafélag. Þegar Þjóðverjar hernámu Noreg og bönn- uðu alla skátastarfsemi, þá tók Hrefna við telpnafélagi og þó að þar væri aldrei minnst á orðið skáti vissu þeir sem til þekktu að þetta félag var grein á skátastofni. Hrefna Tynes og fjölskylda henn- ar flutti heim til íslands 1946. Litlu síðar gerðist hún félagsforingi Kvenskátafélags Reykjavíkur og veitti því félagi forystu í áratug. Um skeið var Hrefna forstöðu- kona Kvenskátaskólans á Úlfljóts- vatni og steig þar margt skátaspor- ið. í sporunum hennar þar hefur margt blómið vaxið. Þar sáði hún fræjum skátaandans í ungar sálir, fræjum sem spíruðu fyrr en varði og báru ávöxt. Þetta vita margir, sem nú eru löngu fullorðnir menn, af eigin raun. Hrefna Tynes var varaskátahöfð- ingi í 20 ár, frá árinu 1948 til árs- ins 1968. Þá gerðist hún gildisskáti og hóf störf í St. Georgsgildinu í Reykjavík. Og auðvitað valdist hún til trúnaðar og forustustarfa þar sem annars staðar sem hún kom. í nokkur ár gegndi hún störfum landsgildismeistara og hún lét að sér kveða í samstarfí St. Georgs- gildanna á Norðurlöndum. Þetta er skátaferill Hrefnu í örstuttu máli. Ég man ekki eftir neinum öðrum, sem kveikti jafnmörg bros hjá ung- um sem öldnum, þegar hann birtist í skátahópi. Er ég hugsa til þessa, dettur mér í hug kirkja á desember- kvöldi, þegar ljós hafa verið slökkt þar, en kirkjugestir sitja í myrkrinu með kerti í hendinni. Svo er kveikt á fyrsta kertinu og loginn berst frá einu kertinu til annars. Og fyrr en varir ljómar öll kirkjan í skini kerta- ljósanna. Slík birta fannst mér oft kvikna og lýsa, þegar Hrefna Tynes birtist skyndilega í hópi skáta. St. Georgsgildin á höfuðborgar- svæðinu héldu upp á St. Georgsdag- inn í Áskirkju í Reykjavík sunnu- daginn 24. apríl síðastliðinn. Þá var Hrefna þar á meðal okkar, indæl og ástúðleg að vanda. Enn setti hún svip sinn á umhverfið með nærveru sinni. Það varð síðasti fundurinn hennar með okkur í St. Georgsgild- unum. En þó að hún sé fjærri er hún samt okkur nærri í huga og hjarta. Hún lifir í skátasöngvunum sem hún gaf okkur, hún lifir í orðunum sem hún talaði til okkar, hún lifir í mörgum fegurstu minningaperl- unum sem við varðveitum í hug- skoti okkar. Við í St. Georgsgildun- um á íslandi þökkum Hrefnu sam- fylgdina, vináttuna og leiðsögnina um leið og við óskum henni góðrar ferðar yfir móðuna miklu, á vit nýrrar veraldar og nýrra ævintýra. Bömum hennar, tengdabörnum, barnabörnum, og barnabamabörn- um — vinum hennar og ástvinum öllum sendum við innilegar samúð- arkveðjur og biðjum þeim guðs blessunar. En lokaorðin hér verða Hrefnu Tynes. Hún sagði: „Og svo göngum við glöð út í sólskinið, og ef ekki sést til sólar, þá vitum við að hún er á bak við skýin og einhvern tíma mun rofa til.“ Hörður Zóphaníasson, varalandsgildismeistari. Fleirí minningargreinar um Hrefnu Tynes bíða birtingar og munu birtast á næstu dög- um. HA UKUR MORTHENS + Haukur Morth- ens söngvari fæddist í Reykjavík 17. mai 1924 og hefði því orðið sjö- tugur í dag, hefði hann lifað. Hann lést í Reykjavík 13. október 1992. For- eldrar hans voru Edvard Morthens bræðslumaður í Reykjavík og kona hans Rósa Guð- brandsdóttir. Haukur lauk prent- námi 1948 og stund- aði prentstörf um hríð. Hann söng um langt árabil á ýmsum skemmtistöðum bæði hérlendis og erlendis. Hann kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni Ragn- heiði Magnúsdóttur (f. 1. sept. 1932) sjómanns í Reykjavík Þorvarðarsonar 24. desember 1952. ÉG KYNNTIST Ragnheiði Magnús- dóttur eiginkonu Hauks Morthens árið 1959 og varð heimilisvinur þeirra hjóna í kjölfarið. Strax við fyrstu kynni bar ég mikla virðingu fyrir Hauki Morthens og við náðum vel saman. Eftir að ég gifti mig urðum við hjónin miklir vinir þeirra Ragnheið- ar og Hauks. Á heimili þeirra var ávallt ánægjulegt að koma, Haukur hafði frá mörgu að segja, hellti ávallt upp á könnuna og var eins notalegur og einn maður getur orð- ið. Hann bar með sér alla tíð hversu mikill höfðingi hann var og góður heim að sækja. Heimilislífíð hjá þeim var sérstakt, alltaf eitthvað um að vera sem ef til vill endur- speglaðist af vinnu Hauks og því hvað hann var sjaldan heima um helgar. Maðurinn minn er einnig mikið í tónlistinni og á þéim velli gátu þeir Haukur spjallað saman út í það óendanlega. Við hjónin eigum sumarhús í Eilífsdal í Kjós og er bústaður þeirra Ragnheiðar þar rétt hjá. Þar áttum við sam- an margar góðar stundir. Eftir að veikindi Hauks dundu yfir styrktust böndin jafn- vel enn fremur og þá sátum við oft saman og ræddum málin. Hann eygði alltaf von- ina um að hann yrði hressari fljótlega og þá skipulögðum við þetta og hitt sem þó því mið- ur varð aldrei að veru- leika. Þar kom skýrt í ljós jákvæðni Hauks sem fylgdi honum alla tíð út í allt og alla. Sameiginlegt fertugsafmæli okk- ar hjónanna árið 1991 varð ekki síst eftirminnilegt vegna einstakrar uppákomu. Haukur hóf að flytja ræðu af sinni alkunnu snilld og hlýju og í kjölfarið settist vinur okkar, Helgi Hjálmarsson, við píanóið og Haukur söng nokkur af sínum bestu lögum. Allir veislugest- ir tóku undir og á þessari stundu náði afmælisveislan hátindi sínum, hátindi sem aldrei mun gleymast. Á þessum tíma var Haukur farinn að fínna fyrir veikindum sínum en stóð sig þó sem aldrei fyrr og þjapp- aði öllum gestunum saman á ógleymanlegri stund. Þeir Haukur og Helgi eru nú báðir fallnir frá, þótt stutt sé frá þessari stórkostlegu stund sem þeir gáfu á afmælisdegi okkar hjón- anna. Helgi Hjálmarsson sem fædd- ur var 20. október árið 1947 lést 26. júlí 1993. Haukur lést nokkru fyrr eins og alþjóð veit. Þar féll frá einn af mínum bestu vinum, hlýr, traustur, vinagóður og jákvæður en þó skapstór og sterkur persónu- leiki. Haukur skilur eftir sig djúp spor og það verður að teljast einhver mesta gæfa mín í lífinu að hafa fengið að kynnast honum. Þá munu lögin hans lifa svo lengi sem til eru fræ. Þórunn Ósk Ástþórsdóttir. t Maðurinn minn, ÁRNI AÐALSTEINN ÞORLÁKSSON, skipasmíftameistari, Akureyri, lést á Landspítalanum 15. maí sl. Anna Kristin Zophoníasardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, SVAVARS BJÖRNSSONAR, Lindasíftu 2, Akureyri. Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunar- fólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Ingibjörg Svavarsdóttir, Jón Viftar Guftlaugsson, Skúli Svavarsson, Kjellrun Lovísa Langdal, Gylfi Anton Svavarsson, Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir, Birgir Björn Svavarsson, Alma Kristin Möller, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför HÖSKULDAR F. DUNGAL fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 19. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Foreldra og vinafélag Kópavogshælis, hjá Styrktarfélagi vangefinna. Guðrún Árnadóttir, Arna Dungal, Sigurður Steinþórsson, Þór Dungal, Árný Richardsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT VALDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR, Langholtsvegi 169 A, lést á Vífilsstaðaspítala 11. maí. Jarðar- förin fer fram frá Langholtskirkju þriðju- daginn 17. maí kl. 13.30. Þórir Haraldsson, Hallfríftur Skúladóttir, Magnús Björnsson, Halldóra Þórisdóttir, Ásgeir Ragnarsson, Benedikt Þórisson, Guftrún Guftjónsdóttir, Bjarni Brynjar Þórisson, Anna S. Jóhannsdóttir, Hafberg Þórisson, Ásmundur Ingimar Þórisson, Sigurður Helgi Þórisson, Þórir Þórisson og barnabörn. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON HÓLM LEIFSSON, bifreiðastjóri, Breiðagerði 31, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 18. maí kl. 14.00. Bílferð verður frá Seljakirkju sama dag kl. 12.00. Synir, tengdadætur og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ D. JÓNSSON, Hæðargarði 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Barnaspítala- sjóð Hringsins. Eli'n Guðjónsdóttir, Hörður Alfreðsson, Jóna Margrét Kristjánsdóttir, Herdís Alfreðsdóttir, Jóhann G. Ásgrímsson, Hilmar A. Alfreðsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Norðurgarði 7, Keflavík, verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju í dag 17. maí kl. 14.00. Sigríður Gróa Jakobsdóttir, Ingunn Kristín Jakobsdóttir, Guðmundur Páll Ólafsson, Kristinn Jakobsson, Elin Jónina Jakobsdóttir, Ingimundur Jakobsson, Helga Jakobsdóttir, Ólafur Ingi Jónsson og barnabörn. t Systir okkar og mágkona, JÓRUNN SVEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 18. maí, kl. 13.30. Jóhannes Sveinsson, Þóra Jónsdóttir, Rannveig Sveinsdóttir, Þórarinn Fjeldsted. t Hjartans þakkir fyrir alla þá samúð, hlý- hug og vináttu, sem umvafði okkur við andlát og útför, elskulegs sonar okkar, bróðir, mágs og frænda, HALLGRÍMS ÓSKARS LÚÐVÍKSSONAR, Óðinsgötu 1, Reykjavík, áður Háteig 3, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki, bæklunardeildar Borgarspít- alans, kór og starfsfólki Keflavíkurkirkju. Guð blessi ykkur öll. Bjarney Sigurðardóttir, Sigurður B. Lúftvíksson, Hafdís Lúðvíksdóttir, Bryndfs Lúðvíksdóttir, Lúðvík Guðmundsson, Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, Daði Freyr Sigurðsson, Eyþór Atli Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.