Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 .
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
HL BLAÐSINS
Dýraglens
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Siðbót eða
meira afþví sama
Frá Hirti Hjartarsyni
BORGARSTJÓRNARKOSNING-
ARNAR snúast ekki um lista eða
stjórnmálaflokka heldur „móral“ -
getu borgarbúa til að koma á siðuð-
um stjórnarháttum í Reykjavík.
Borg Flokksins
Tólf ára stjórnartíð núverandi
meirihluta var tími mikilla skatta-
tekna og skuldasöfnunar; meirihlut-
anum hefur tékist að fjórfalda skuld-
ir borgarsjóðs, þrátt fyrir alla skatt-
ana. Hvaða verkefni höfðu forgang
og í hvað fóru peningarnir? Perlan
og Ráðhús blasa við og galtómir
bílageymslukumbaldar. En eftir all-
an þennan tíma, allan íjárausturinn,
er helsta áhyggjuefni barnafjöl-
skyldna hvar eigi að koma börnunum
fyrir - hvar þau séu að þvælast eft-
ir skóla - meðan baslað er við að
hafa ofan í sig og á. Halda vinn-
unni. - Enginn minnist þess að
meintir „fjölskylduvinir" á D-listan-
um hafi æmt eða skræmt meðan
þessi steinsteypuástríða valtaði yfir
borgarbúa.
Þarfir borgarbúa koma flokknum
einfaldlega ekki við. Flokkurinn á
borgina. Þess vegna getur hann
ráðskast með SVR að vild. Þess
vegna getur flokkurinn hafnað einu
handriti ólesnu og keypt sér nýtt;
borgarsjóður er sjóður D-listans.
Þess vegna er hægt að greiða flokks-
systur miljónir fyrir „munnlega ráð-
gjöf“ (nútímaleg vinnubrögð heitir
það á máli flokksins). Þess vegna
getur Árni Sigfússon ákveðið að
starfsmenn Borgarspítala skuli
sækja námskeið hjá fyrirtæki sínu...
En bíðum við, það eru að koma kosn-
ingar.
Allt er nú sem orðið nýtt...
í Dúfnaveislu Halldórs Laxness
slagar drukkinn gestur að sögu-
manni og vill samræður: „Ég er ís-
lenski lögreglustjórinn sem týndi
passanum sínum í New York og vissi
ekki lengur hvað hann hét“. Sögu-
maður færist undan og segir: „Leitt
að ég skuli ekki vera nógu drukkinn
til að geta rætt við yður að gagni...“.
Er D-listinn í Reykjavík drukkinn
eða er runnið af honum eftir 12 ára
fyllerí? Er hann að byija túrinn eða
enda? Nýuppdubbaður borgarstjóri,
stofnandi og fyrrverandi leiðtogi
Félags ftjálshyggjumanna, segir
hægri og vinstri ekki skipta máli í
pólitík; einkavæðing borgarfyrir-
tækja? Nei takk! Þúsundir barna á
biðlistum? Hvað er að heyra - við
kippum þessu í liðinn strax eftir
kosningar! Gamlar tillögur minni-
hlutans? Við erum í óða önn að fram-
kvæma þær...
D-listinn þekkir eflaust sína sauði,
en maður spyr sig samt: Hveijum
er þessi fíflasirkus ætlaður?
Tækifæri til siðbótar
Gengi stjómmálamanna hefur
fallið. Almenningur skynjar hinn
falska tón. Stjórnmál eru að verða
vettvangur sérhagsmunagæslu og
framapotara; hugsjónalaust gutl.
Þess vegna hefur Ingibjörg Sólrún
orðið áberandi. Hún hefur áunnið
sér traust almennings - ekki með
smjaðri og aulafyndni - heldur heið-
arlegri framkomu sinni; með því að
tala af virðingu til fólks. Ingibjörg
Sólrún hefur boðið Reykvíkingum
að leiða stjórn borgarinnar. Ef því
boði verður hafnað er jafnframt ver-
ið að hafna því að heiðarlegt fólk
eigi erindi í íslensk stjórnmál yfirhöf-
uð.
Sigur D-listans fæli í sér staðfest-
ingu á og skilaboð um, að engu skipti
hvernig farið sé með umboð kjós-
enda: þeir muna ekki tvo mánuði
aftur í tímann, gleypa við loforða-
glamri og smjaðri sem dregið er upp
fáeinum vikum fyrir kosningar og
eru ófærir um að kjósa nokkuð ann-
að en það sem þeir hafa alltaf kosið.
HJÖRTUR HJARTARSON,
Freyjugötu 36, Reykjavík.
TELL MY TEACHER T0 BR1N6
‘HE CLA55 T0 OUR H0U5E
TOOAY AND U)E CAN STUDY
5HE 5AID 15 IT ALL RIGHT
T0 BR.IN6 TI4E PRINCIPAL.TOO,
AND ALL THE MEMBER5
0F THE 5CH00L dOARP ?
'IT LOOULP HAVE
BEEN PRETTY
CROUJDED..
O
Segðu kennaranum mínum að
koma með bekkinn heim til mín
í dag, og við getum lært í her-
berginu mínu.
Sagði hún að það væri í lagi Það hefði orðið býsna
að koma með skólastjórann þröngt á þingi...
líka, og alla skólastjórnina?
Nýting og verndun
við Þingvallavatn
Frá Helga Þórssyni:
í GREIN í Morgunblaðinu miðviku-
daginn 20. apríl sl. segir Stefán
Thors, skipulagsstjóri ríkisins, það
viðurkennda venju á skipulagsvinnu
og bera saman ítrustu nýtingarsjón-
armið og ítrustu verndurnarsjón-
armið. Á grundvelli þeirra kosta og
áhrifa þeirra á umhverfið sé fundin
tiltekin málamiðlun og reynt að ná
um hana sem víðtækastri samstöðu
(bls. 13).
Ógæfan sem skipulagsmál við
Þingvallavatn hafa ratað í stafar
að hluta til af þessum vinnubrögð-
um. Fagmennirnir sem til starfsins
voru ráðnir völdu að boða vemdun-
arsjónarmiðin og fengu til liðs við
sig áhugamann sama sinnis. En
ítrus.tu nýtingarsjónarmið eiga eng-
an talsmann sem betur fer, enginn
hefur sett þau fram. Grundvöllinn
að málamiðluninni vantar, þessi
skipulagsaðferð á ekki við, hún pr
ónothæf hér.
Undanfarnar vikur hafa sveitar-
stjómir dregið að heimila samvinnu-
nefnd að senda skipulagsstjórn til-
lögu um svæðisskipulag og óskað
ýmissa breytinga. Ástæða þeirrar
rekistefnu er væntanlega sú að
engin trygging er fyrir því að tekið
verði tillit til athugasemda sem
gerðar verða eftir að tillagan er
auglýst opinberlega.
Umhverfis Þingvallavatn geta
nýting og verndun náttúrunnar
hæglega farið saman, en varla ver-
ið andstæður. Skipulagssérfræðing-
arnir ættu að beina kröftum sínum
að starfsumhverfi þeirra sem við
vatnið eru, hvort sem er við atvinnu
eða tómstundastörf. Skipulagsfólk-
ið þarf að hlusta á það sem íbúar,
landeigendur og sumarbústaðafólk
hafa til málanna að leggja, skilja
það og taka mark á því.
HELGI ÞÓRSSON,
Neðstaleiti 6, Reykjavík.