Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Mistök að
leita ekki
leyfa til
veiðanna
„ÞAÐ urðu einfaldlega mistök
hjá okkar fólki, svo við höfðum
ekki tilskilin leyfi til könnunar-
veiðanna," sagði Jakob Jakobs-
son, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, í samtali við Morgun-
blaðið. Eftirlitsmenn Fiskistofu
stöðvuðu veiðar Grundfirðings
SH 12 á fimmtudag, en skipið
var þá á könnunarveiðum til að
kanna seiðagengd og var físki-
fræðingur um borð.
Jakob sagði að þegar lokuð
svæði væru könnuð þyrfti að
fjalla um það í sjávarútvegsráðu-
neyti, Hafrannsóknastofnun og
Fiskistofu, en fyrir mistök hefði
sú leið ekki verið farin að þessu
sinni. „Þetta mál dregur engan
dilk á eftir sér, því þarna var
bara um klaufaleg mistök að
ræða. Samstarf okkar við Fiski-
stofu hefur verið með miklum
ágætum og verður áreiðanlega
áfram. Við skoðum fljótlega
hvort efni standa til að kanna
þetta umrædda svæði nánar."
Ökuskírteini aldraðra
Ekki gjald fyr-
ir endurnýjun
EKKI er lengur tekið gjald fyrir
endumýjun ökuskírteina fyrir
fólk sem náð hefur 70 ára aldri.
Dómsmálaráðherra gaf í gær
út reglugerð um að fella gjaldið
niður. í frétt frá dómsmálaráðu-
neyti segir að bent hafí verið á
að vegna takmarkaðs gildistíma
ökuréttinda þeirra sem náð hafa
70 ára aldri hafí aldurshópurinn
haft meiri kostnað að jafnaði af
því að viðhalda ökuréttindum en
þeir sem yngri eru, og því þótt
rétt að gera þessa breytingu.
Bensín lak úr
dælubíl
60-80 lítrar af bensíni láku nið-
ur úr dælubíl við bensínstöð Olís
við Hamraborg í Kópavogi í
gærmorgun. Loka varð götunni
fyrir umferð meðan slökkvilið
dældi kvoðu yfír svæðið.
Að sögn lögreglu er talið að
kúpling í dælu bílsins hafí gefíð
sig með þeim afleiðingum að
bensín flæddi um götuna og
lagði af megnan fnyk.
FRÉTTIR
Perluhvítur Lincoln á fornbílasýningu í Laugardalshöllinni
Með
skjaldarmerki
barónsins
77 FORNBÍLAR eru á sýningu Fornbílaklúbbs
íslands í Laugardalshöllinni sem stendur fram á
mánudagskvöld. Þar er margt forvitnilegra bíla,
t.a.m. Lincoln árgerð 1947 með tólf strokka vél.
Eigandi bílsins er Þorsteinn Baldursson. Hann
var fyrst í eigu Reventlow baróns í Danmörku.
Reventlow barón fékk bílinn að gjöf frá móð-
ur sinni, bandarísku leik- og auðkonunni Bar-
böru Hutton. Hann lést í flugslysi um 1960. Inni
í bílnum er skjaldarmerki Reventlows-ættarinn-
ar. Skömmu síðar keypti Jón, sem kenndur er
við sælgætisgerðina Víking, bílinn á uppboði í
Kaupmannahöfn og flutti hann til íslands. Bíllinn
hafnaði vestur i Borgarfirði í hlöðu Jóns á
Guðnabökkum og kom í leitirnar upp úr 1970
Morgunblaðið/Guðjón
LINCOLN V-12 i eigu Þorsteins Baldurs-
sonar er ein af perlunum á sýningu Forn-
bilaklúbbsins i Laugardalshöll. A minni
myndinni sést inn í bílinn en í hnésbótahæð
er skjaldarmerki Reventlows-ættarinnar
greypt inn i stálið.
og var þá í þokkalegu ástandi. Bíllinn er aðeins
ekinn um 38 þúsund mílur. Sýningin í Laugar-
dalshöll er opin frá kl. 11 að morgni til kl. 23
og lýkur henni á mánudagskvöld.
Haukar
vaka yfir
varpi við
Astjörn
LÚÐVÍK Geirsson, formaður
íþróttafélagsins Hauka í Hafnar-
firði, segir að friðlýsta svæðið í
kringum Ástjörn, þar sem eggja-
þjófar voru á ferð nýlega, sé ekki
að neinu leyti í umsjá Hauka, en
hins vegar hafi félagið beitt sér
fyrir því að koma á í samvinnu við
Hafnarfjarðarbæ gæslu á svæðinu
yfir varptímann. Nú hafi verið
ráðnir til starfa menn til að vakta
svæðið næstu mánuði.
„Við Haukar gerum okkur grein
fyrir því að við erum á viðkvæmu
svæði í nábýli við friðlandið og við
höfum lagt okkur fram um að
skapa öryggi gagnvart svæðinu og
koma upp skjólbeltum og ræktun
á landamerkjunum. Fyrir tveimur
mánuðum sendi ég fyrir hönd fé-
lagsins bréf til Hafnarfjarðarbæjar
þar sem félagið bauðst til að taka
að sér í samvinnu við bæinn gæslu
til að veija og vernda friðlandið
fyrir ágangi og hugsanlegum
spjöllum.
Þessu erindi var vel tekið í
bæjarstjórn og fyrir maibyijun var
fallist á að ráða sérstaka starfs-
menn í atvinnuátaki frá 1. maí og
út júlí til að vakta svæðið. Síðan
gerðist ekkert þrátt fyrir að við
ítrekuðum þetta margsinnis fyrr
en á miðvikudag, eftir að það sást
til manna að tína egg á svæðinu.
Eftir það hafa menn sem áttu að
vera í vinnu í öðrum verkefnum
verið settir í að vakta þetta svæði,“
sgði Lúðvík.
Fólk með hunda
Hann. sagði að auk eggja-
þjófnaðar þyrfti að vakta svæðið
yfir varptímann þar sem nokkuð
hefði borið á umferð fólks með
hunda um svæðið en umferð við
Ástjörn er bönnuð yfir varptímann.
Ríkissljórnin ætlar að heimila sérstakar flýtifyrningar til að örva fjárfestingu
Frestun skattgreiðslna
meðan uppbygging fer fram
í YFIRLÝSINGU sinni til aðila
vinnumarkaðarins leggur ríkis-
stjómin áherslu á að í kjölfar
vaxtalækkunar að undanfömu
aukist fjárfestingar á ný. Meðal
aðgerða sem ríkisstjórnin lofar að
grípa til er að fjárfestingar fyrir-
tækja á áranum 1994 og 1995
njóti sérstakrar flýtifymingar til
skatts. Viðmælendur Morgun-
blaðsins benda á að þessi aðgerð
geti verið þýðingarmikil á meðan
verið er að byggja fyrirtæki upp
og hún örvi þau fyrirtæki sem
skila hagnaði í sínum rekstri til
að ráðast í framkvæmdir og hraða
fjárfestingum.
Hraðari afskriftir
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir að þessi að-
gerð sé ekki talin valda
ríkissjóði tekjutapi fyrr
en á næsta ári. „Auðvit-
að mun þetta óhjá-
kvæmilega hafa í för
með sér einhvern tekjumissi á
næsta ári, ásamt öðram skattaleg-
um aðgerðum, en það er ekki nokk-
ur leið að meta það á þessari
stundu hve mikið það geti verið,“
segir hann.
Fyrirtæki sem rekin eru með hagnaði njóta einkum
góðs af flýtifyrningum til skatts vegna fjárfest-
inga. Ömar Friðriksson kynnti sér hvað flýtifym-
ing er og kannaði viðhorf manna í atvinnulífinu.
Hæfilega
bjartsýnn á já-
kvæö áhrif
Með flýtifymingum er átt við,
að fyrirtækjum er heimilað að af-
skrifa eða fyma eignir sínar í viss-
um tilvikum hraðar heldur en hinar
almennu fymingarreglur segja til
um og gjaldfæra nýja fjárfestingu
á skemmri tíma á móti tekjum
heldur en almennar fyrningarregl-
ur skattalaganna segja_ til um í
dag, skv. upplýsingum Ólafs Nils-
sonar endurskoðanda.
Þetta þýðir að til að byija með
dregur úr skattgreiðsl-
um fyrirtækjanna, en
þegar búið er að afskrifa
viðkomandi eign eða at-
vinnutæki, þá fara fyrir-
tækin aftur að skila
skattskyldum hagnaði, ef rekstur-
inn ber sig á annað borð. í raun
er hér um frestun á greiðslu skatts
að ræða meðan verið er að byggja
fyrirtækin upp.
Ýmiss konar fiýtifyrningar era
nú þegar heimilaðar skv. gildandi
lögum. Þar er fyrst og fremst um
að ræða heimildir sem kveða á um
að ef fyrirtæki selja eignir og hafa
af því söluhagnað þá mega þau
flýtifyma á móti söluhagnaðinum.
Skattlagningu söluhagnaðarins er
þannig frestað.
Einnaf lyklumÁrna
Flýtifyrningar geta skipt miklu
máli þegar um veralega fjárfest-
ingu í atvinnutækjum er
að ræða og reksturinn
fer fljótlega að skila ein-
hveijum hagnaði, skv.
upplýsingum Ólafs Nils-
sonar. Oft tekur þó lang-
an tíma að byggja fyrirtæki upp
og snúa rekstri þeirra upp í hagn-
að, þannig að flýtifymingarnar
hafa kannski ekki áhrif í byijun
starfstímans.
Flýtifyrningar til skatts eru ein
Tekjutap rík-
issjóðs á
næsta ári
þeirra hugmynda sem Árni Sigfús-
son borgarstjóri kynnti í vor sem
einn af svokölluðum lyklum sjálf-
stæðismanna að aðgerðum í at-
vinnumálum í borginni. Lagði hann
áherslu á að með því að leyfa flýti-
fyrningar yrðu fyrirtæki hvött til
að hraða fjárfestingum.
Hæfilega bjartsýnn
„Þetta ýtir undir að fyrirtæki,
sem era með ágóða í sínum rekstri,
og eru þá væntanlega betur í stakk
búin en önnur til að auka við sig,
flýti sínum framkvæmdaáætlun-
um,“ segir Þórarinn V. Þórarins-
son,_framkva;mdastjóri VSÍ.
„Ég er hæfilega bjartsýnn á að
þetta hafi einhver jákvæð áhrif,“
segir Haraldur Sumarliðason, for-
-------- maður Samtaka iðnaðar-
ins. Haraldur sagðist þó
vona að þessi aðgerð
myndi auka fjárfestingu
___ en sagðist ekki vita hvort
hún hefði mikil áhrif til
að byija með. Hann sagði að fjár-
festing hefði dregist mikið saman
á íslandi á seinustu áram og mikil-
vægt væri að örva hana með ein-
hveijum hætti og þessi leið gæti
vonandi skilað árangri.