Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994 28
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28. MAÍ
Lækkun unglingafargjalda
í Strætisvagna Reykjavíkur
Er R-listinn á móti jöfn-
un atkvæðisréttar?
Á FUNDI borgarráðs
17. maí sl. var tillaga
frá undirrituðum um
lækkun á farmiða-
spjöldum unglinga í
Strætisvagna Reykja-
vikur samþykkt sam-
hljóða. Fól tillagan í sér,
að 12-15 ára unglingar
gætu keypt 20 miða
farmiðaspjöid í strætis-
vagna fyrir 500 krónur,
eins og lífeyrisþegar. Til-
lagan var flutt á fundi
borgarstjómar 5. maí sl.
Eins og kunnugt er
var gjald 12-15 ára
unglinga í strætisvagna
borgarinnar lækkað hinn 25. apríl
sl. í kjölfar samþykktar borgarráðs.
Nemur það nú 50 krónum, eða helm-
ingi fullorðinsgjalds, en börn innan
12 ára aldurs greiða 25 krónur.
Farmiðaspjöld unglinga með 20 mið-
um voru einnig lækkuð um helming,
þ.e. úr 1.800 krónum í 900 krónur.
Börn innan 12 ára aldurs greiddu
eftir sem áður 300 krónur fyrir 22
miða farmiðaspjöld. Lífeyrisþegar
aftur á móti greiða fullt gjald, eða
100 krónur í strætisvagnana, en
geta keypt 20 miða farmiðaspjöld á
500 krónur.
Tillöguflutningur minn í borgar-
stjórn Reykjavíkur hinn 5. maí sl. tók
mið af þessu. Af framansögðu og
því sem hér fer á eftir er ljóst, að
bæði tillöguflutningur fulltrúa minni-
hlutans og breytingartillaga mín á
áðurnefndum borgai’stjórnarfundi eru
rökréttar og sanngjarnar aðgerðir.
Tillögur um unglingafargjöld
í borgarstjórn 5. maí sl.
Á fundi borgarstjórnar hinn 5.
maí sl. fluttu borgarfulltrúar minni-
hlutans svohljóðandi tillögu: „Borg-
arstjórn samþykkir að bjóða ungling-
um 12-15 ára mánaðarkort í strætis-
vagnana með 50% afslætti, eða á kr.
1.450. Höfð verði samvinna við Al-
menningsvagna bs. um rnálið." í
greinargerð með tillögunni segir m.a.:
„Nú hefur verið fallist á að rétt sé
að bjóða grunnskólaunglingum
12-15 ára upp á helmingsafslátt af
staðgreiðslufargjaldi og af farmiða-
spjöldum. Við teljum að stíga eigi
skrefið til fulls og selja mánaðarkort-
in (græn kort) 'einnig
með afslætti. Þá fyrst
verður um raunverulega
kjarabót til unglinganna
og fjölskyldna þeirra að
ræða.“
Mér er ekki kunnugt
um neina andstöðu við
þessa tillögu fulltrúa
minnihlutans í borgar-
stjórn og tillögunni
hefði eflaust verið vísað
til borgarráðs til nánari
athugunar og væntan-
lega samþykktar, ef
ekki hefði annað komið
til. Undirritaður vildi ná
fram einfaldari og skil-
virkari kjarabót fyrir 12-15 ára ung-
linga og fjölskyldur þeirra og jafn-
framt ná fram samræmi í gjaldtöku
þessa hóps og lífeyrisþega. Því flutti
hann að höfðu samráði við borgar-
stjóra og aðra borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins svohljóðandi breyt-
ingartillögu við áðurnefnda tillögu
minnihlutaflokkanna: „Borgarstjórn
Reykjavíkur samþykkir að farmiða-
spjöld í strætisvagna borgarinnar
með 20 miðum fyrir 12-15 ára ungi-
inga taki mið af greiðslum lífeyris-
þega og_ verði kr. 500 í stað kr. 900
áður.“ í- bókun með tillögu minni
segir m.a.: „Ég fagna framkominni
tillögu borgarfulltrúa minnihlutans
um lækkun á greiðslu fyrir mánaðar-
kort unglinga 12-15 ára í Strætis-
vagna Reykjavíkur, enda er hún í
rökréttu samhengi við nýlega
ákvörðun borgarráðs um lækkun á
fargjöldum unglinga í strætisvagna
borgarinnar.
Eg hef oft lýst þeirri skoðun minni
á undanförnum árum, að greiðslur
barna og unglinga að 16 ára aldri
vegna heilbrigðisþjónustu og annarr-
ar opinberrar þjónustu taki mið af
greiðslum lífeyrisþega.
Ekki þarf mikla athugun á áður-
nefndri tillögu til að sjá að hún kem-
ur barnafjölskyldum meir til góða en
sú tillaga sem minnihlutaflokkarnir
hafa lagt fram.“
Þegar tillaga mín lá fyrir drógu
fulltrúar minnihlutans tillögu sína til
baka og lýstu yfir stuðningi við tillögu
mína. Henni var síðan vísað til borgar-
ráðs, en þar var hún samþykkt sam-
hljóða, eins og áður er getið.
Ólafur F.
Magnússon
á Jarlinum, Sprengisandi
þ.e. laugardag, sunnudag og 2. í hvítasunnu.
Bamaboxin vinsælu
Innihald: Hamborgari, franskar og kók + aukaglaðningur.
Verð aðeins j pg krónur.
(Börnin séu í fylgd moðmatargesti).
MEST SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI
Verðfrá íOKkrónum.
Vinsælasti salatbarinn í bænum.
Þie megið til með að nróf ’ann!
Ég vildi ná fram einfald-
ari og skilvirkari kjara-
bótfyrir 12-15 ára
unglinga og íjölskyldur
þeirra, segir Olafur F.
Magnússon, og við
fluttum tillögu um
það efni.
Ég vona að með þessari grein og
útskýringum sé þeim misskilningi
eytt, að tillöguflutningur minn í borg-
arstjórn um lækkun á unglingafar-
gjöldum í Strætisvagna Reykjavíkur
hafi komið borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins í „opna skjöldu" (sbr.
frétt RÚV daginn eftir). Það er ein-
faldlega rangt. Algjör samstaða er
um þessa tillögu mína í borgarstjórn
Reykjavíkur eins og samþykkt borg-
arráðs hinn 17. maí sl. ber með sér.
Áætlað er að tækjulækkun Stræt-
isvagna Reykjavíkur vegna gjald-
skrárbreytingarinnar 25. apríl sl.
verði 40-50 milljónir króna árlega.
Viðbótarlækkun vegna samþykktar
á tillögu minni um lækkun unglinga-
fargjalda er áætluð 20-30 milljónir
króna árlega. Þessar upphæðir skila
sér beint til barnaflölskyldna í
Reykjavík og er það við hæfi á ári
fjölskyldunnar!
Höfundur er læknir og 9. maður
á D-lista í Reykjavík.
EFSTI maður R-
listans, Sigrún Magn-
úsdóttir, gaf athyglis-
verða yfirlýsingu um
atkvæðisrétt Reyk-
víkinga í útvarpsþætti
á Bylgjunni sl. þriðju-
dag. Hún var spurð
að því hvort hún væri
hlynnt því að atkvæð-
isréttur í alþingis-
kosningum verði jafn-
aður þannig að at-
kvæði Reykvíkinga
hefðu jafnmikið vægi
og atkvæði kjósenda
á landsbyggðinni. At-
kvæði í sumum lands-
byggðarkjördæmum vega nú allt
að fjórfalt þyngra en atkvæði
Reykvíkinga eins og alkunna er.
I fyrstu fór frambjóðandinn
undan í flæmingi og færðist undan
að svara spurningunni með því að
segja að þetta væri ekki á verk-
sviði borgarstjórnar Reykjavíkur.
Það er að vísu rétt en eðlilegt hlýt-
ur að teljast að borgarfulltrúar í
Reykjavík hafi skoðun á þessu
mikilvæga mannréttindamáli. Sig-
rún sagðist ekki vilja svara því
með jái eða neii hvort jafna ætti
kosningaréttinn. Þar yrði að skoða
mjög marga aðra þætti, lands-
byggðin væri afskipt með þjón-
ustu, langt frá stjórnkerfinu
o.s.frv. Því væri „ekkert óeðlilegt“
að atkvæði þar hefðu meira
vægi.
Þessar skoðanir Sigrúnar hljóta
að koma eins og blaut
tuska framan i tug-
þúsundir kjósenda í
Reykjavík sem búa
við skertan atkvæð-
isrétt. Ljóst er að
oddviti R-listans
mun ekki beita sér
fyrir því að vægi
Reykvíkinga í þing-
kosningum verði hið
sama og annarra
landsmanna. Það
eru vissulega tíðindi
að borgarfulltrúi í
Reykjavík skuli vera
þeirrar skoðunar að
Skoðanir Sigrúnar
hljóta að koma eins og
blaut tuska framan í
tugþúsundir kjósenda í
Reykjavík, segir Inga
Jóna Þórðardóttir.
Þeir búi við skertan at-
kvæðisrétt.
reykvískir kjósendur eigi ekki að
sitja við sama borð og aðrir lands-
menn.
Höfundur skipar 3. sæti D-listans
í Reykjavík.
\VllÍU/}
JsletW&'
Fólksbílar, vörubílar, jeppar, happdraettisbíll, ljósmynd
og margt fleira sem tengist sögu bílsins á íslandi
Missið ekki af stærstu bíIasynitígU
Fornbílasýning
Glæsilegustu bílar landsins í Laugardalshöllinni
um hvítasunnuhelgina 20. - 23. maí
Sýningin er opin föstudag kl. 18- 23 og
laugardag, sunnudag og mánudag kl. 11 - 23