Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 33

Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994 33 MINNINGAR MARGRÉT GUÐFINNSDÓTTIR + Margrét Guð- fínnsdóttir var fædd í Bolungarvík 2. september 1958. Hún lést í heimabæ sínum að kveldi 10. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Jónsdóttir og Guð- fínnur Friðriksson, en þau eru bæði Iátin. Margrét var næstyngst tólf systkina. Eftirlif- andi eiginmaður Margrétar er Rún- ar Þór Rúnarsson og eignuðust þau tvo syni, Rúnar Þór, f. 15. október 1984, og Guðfínn Lars- en, f. 29. sept 1989. Fyrir átti Margrét tvö börn með Þóri Björgvinssyni, Sigurjón, f. 12. október 1976, og Dagrúnu, f. 5. febrúar 1980. Utför Margrét- ar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag. Kveðja frá börnum hennar: Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, ' man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt, gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna ’oæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita- hjarta, er sakna ég mest. (Sumarl. Halldórss.) Með hjartans þökk fyrir allt. Sigurjón, Dagrún, Rúnar Þór og Guð- fínnur. Þegar okkur barst sú harmafregn að hún Magga væri dáin, setti okkur hljóð. Við áttum bágt með að trúa því. Hún Magga var svo ung í blóma lífsins, aðeins 35 ára gömul. Hvað veldur því að hún er kölluð burt á ungum aldri frá eiginmanni og fjórum bömum, sem henni þótti svo vænt um? Lífið er óútreiknanlegt; ekki er spurt um aldur eða fjölskylduaðstæður þegar kallið kemur. Við verðum bara að taka því. Magga hafði ekki kennt sér meins þegar hún fyrirvaralaust leið út af og komst ekki aftur til meðvitundar. Hugurinn reikar ósjálfrátt til baka, til samverustunda, sem því miður voru of fáar, en Magga var mikið yngri en ég og ólumst við því ekki upp saman. Hún hafði mikinn áhuga á öllum íþróttum og tók virkan þátt- af miklum krafti og gaf hún strákunum ekkert eftir á því sviði. Hún hafði mjög gaman af að horfa á knattspyrnu og hafði sérstakar taugar til Bolungarvíkur- liðsins en með því léku yfirleitt fjór- ir til fímm bræður hennar. Einnig var Magga liðtækur skákmaður og tefldum við oft. Magga var ekki gömul þegar hún fór að vinna i sjoppunni hjá foreldrum okkar. Á vorin þegar skólinn var búinn mætti hún til vinnu og þannig gekk það í nokkur ár, eða þar til Magga stofn- aði sitt eigið heimili. Hún sagði þó ekki að fullu skilið við sjoppuna og var alltaf að rétta foreldrum sínum hjálparhönd ef á þurfti að halda. Magga var mjög hænd að þeim báðum. Magga var mjög frændrækin og þegar hún kom til höfuðborgarinnar gaf hún sér alltaf tíma til þess að heimsækja okkur á írabakkann og alltaf var hún í góðu skapi. Ég gleymi seint því kvöldi í desember þegar Magga hringdi og sagðist vera að koma frá sjúkrahúsinu. Hún hafði verið að heimsækja Ragnar son okkar og vildi hún láta okkur vita að hann væri á góðum bata- vegi. Þetta var Möggu líkt. Hún gaf sér alltaf tíma til þess að fylgj- ast með fjölskyldunni af umhyggju. Magga bjó lengst af í Bolungar- vík. Hún hóf sinn búskap með Þóri Björgvinssyni. Þau reistu sér mynd- arlegt hús í Bolungarvík og bjuggu þar fyrstu árin. Þá fluttu þau til Reykjavíkur, en Þórir skyldi þá hefja nám. Þau slitu samvistir eftir stutta veru fyrir sunnan. Lá nú leið Möggu aftur til Bolungarvíkur; þar var hennar draumastaður. Hún kunni best við sig þar í nálægð við sína fjölskyldu. Síðari eiginmaður Möggu var Rúnar Þór Rúnarsson. Okkur er ekki ætlað að skilja hvers vegna svo ung kona er kölluð burt. Hún átti eftir að gera svo margt fyrir sjálfa sig; hún hafði helgað fjölskyldunni alla krafta sína. Lífsbaráttan hafði verið erfið undanfarin ár, en þó fannst okkur að bjartari tímar væru framundan. Mögulegt yrði fyrir Möggu að líta upp úr amstri dagsins, gefa sér frí- stundir og ferðast. Þetta varð því miður ekki raunin, ótímabært kallið kom áður. Við biðjum eftirlifandi eigin- manni og börnum Möggu blessunar Guðs og óskum þeim styrks í sinni miklu sorg. Sæbjörn, Rannveig, Ragn- ar, Friðrik og Margeir. Dauðinn knýr dyra. Þetta er augnablikið þegar tíminn staldrar við, stoppar. Enn ein sorgarfregnin úr heimabyggð- inni sem setur alla sem til þekkja alveg út af laginu. Ekki einleikið hversu mikið er lagt á sama fólkið. Sennilega vegna þess að almættið treystir Bolvíkingum ef til vill betur en öðrum til að takast á við erfið- leika. Einstaklega dugmikið og vel gert fólk sem virðist kunna að taka áföllum og í sameiningu að vinna sig út úr þeim ótrúlegu erfíðleikum sem á það hafa verið lagðir undan- farin ár. Það var sárt að fregna að elsku- leg æskuvinkona og bekkjarsystir hefði fallið frá á svo óvæntan hátt. Sumir segja: „Yndislegt að fá að fara svona, bara blásið á kertaljós- ið, í faðmi fjölskyldunnar, og svífa með reyknum til himnaríkis." Jú, það er áreiðanlega gott, en eftir situr stóra fjölskyldan hennar Möggu, eiginmaður og fjögur börn og syrgja sárt. Hugurinn reikar til baka. Magga var eiginlega miðpunktur í félags- lífi okkar krakkanna, þá sérstak- lega þegar við fórum að stálpast vegna þess að foreldrar hennar, Bjagga og Finni Lassi, eins og þau voru ætíð nefnd, ráku sjoppu og þar vann hún öllum stundum. Og þar var líka fjörið. Á veturna var oft safnast þar saman eftir skóla, sumum foreldrum til armæðu, en okkur krökkunum til ómældrar gleði. Þar var hlegið, borðað nammi og helstu prakkarastrikin skipu- lögð. Stór hluti okkar bekkjarsystkin- anna býr enn í Bolungarvík og hef- ur byggt líf sitt upp þar, en aðrir eru flognir úr hreiðrinu eins og gengur og gerist. Það var því mikið tilhlökkunarefni þegar ákveðið var fyrir ári síðan að við bekkjarsyst- kinin eyddum saman helgi heima í Bolungarvík, rifjuðum upp gamla daga og kynntumst hvert öðru svona pínulítið upp á nýtt. Þar sem Magga var ein af þeim sem kaus að setjast að í Bolungarvík var hún auðvitað sjálfkjörin í undirbúnings- nefndina. Fleiri árgangar úr Grunn- skóla Bolungarvíkur höfðu mælt sér mót þessa sömu helgi og ekki varð gleðin minni við það. Nú er skarð höggvið í hópinn og því verða minningarnar um helgina í fyrra okkur enn dýrmætari en áður. Þetta eru tímamót fyrir okkur öll, þar sem Magga er sú fyrsta sem kveður úr okkar hópi. Þá fer maðu‘fr ósjálfrátt að leiða hugann að því að lífíð heldur jú áfram. Flest okkar hafa nú eignast böm og það kemur að því að þeirra kynslóð tekur við af okkur. Ekkert okkar hefði senni- lega órað fyrir því að það myndi gerast svo fljótt að svo þung byrði yrði lögð á börnin okkar eins og nú hefur verið lögð á börnin hennar Möggu. Fjölskyldan er einstaklega sam- heldin og sjaldan sá maður Möggu eina á ferð. Alltaf var hluti barna- hópsins með í för, ef ekki allur. Magga sjálf kom úr stórum systk- inahópi sem er afskaplega samheld- inn og þá samheldni flutti hún með-- sér í sína eigin fjölskyldu. Missir fjölskyldunnar er mikill, því aðeins er tæpt ár liðið frá því að Bjagga móðir þeirra féll frá eftir erfíð veik- indi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka samfylgd glaðværrar og skemmtilegrar æskuvinkonu sem svo sannarlega setti svip á bekkinn okkar. Rúnari, Siguijóni, Dagrúnu, Rúnari yngri og Guðfmni og systk- inum Möggu vottum við okk;u^- dýpstu samúð og biðjum þess að Guð styrki þau í sorg þeirra. Bekkjarsystkinin úr Grunnskóla Bolungarvíkur. + Margrét Valdís Ásmundsdóttir húsmóðir fæddist á Akranesi 20. júní 1925. Hún lést á V í filsstaðasp ítala 11. maí síðastliðinn. Utför hennar var gerð frá Langholts- kirkju þriðjudag- inn 17. þ.m. MINNISSTÆÐ kona um margt er látin eftir margra ára vanheilsu. Lamaði lungnasjúk- ' dómur þrek þessarar sterku manneskju og hefur tób- akið þar líklega tekið sinn toll enn einu sinni. Margrét var að ýmsu leyti sér- stæð. Hún var reynd kona og ráða- góð sem bar með sér virðulegan blæ þar sem hún fór. Hún hafði átt stritsama ævi og oft þurft að taka á honum stóra sínum. Þegar ég hitti hana fyrst voru þáttaskil í lífi hennar. Börnin hennar átta flest flutt að heiman, hún nýbyrjuð að vinna utan heimilisins og var að auki nýlega flutt í nýtt og fal- • legt hús sem hún og eiginmaður hennar, Þórir Haraldsson, höfðu byggt- Með tilkomu þessa húss var einn af draumum Margrétar orð- inn að veruleika, en Margrét átti sér marga drauma og hugsaði stórt. Eitt langaði hana fremur öðru, en það var að ferðast bæði um landið og út í hinn stóra heim. Minnist ég enn glampans í augum hennar þegar minnst var á ferðalög, en þau áttu að bíða aðeins, fyrst ætlaði hún að ljúka ýmsu í húsi sínu því margt var ógert. Margrét var mjög skipulögð og röggsöm í verk- um sínum og dáðist ég oft að krafti hennar og öllu því sem hún kom í verk. Eftir vinnu sína utan heimilisins var einn og einn gluggi tekinn og pússaður og mál- aður. Þannig var hún sístarfandi og þar kom að húsið var nær fullgert, tími ævin- týra og ferðalaga í nánd. Hún átti það svo sannarlega skilið að fara að leyfa sér dálítið. Eina ferð komst hún með dóttur sinni og aðra með manni sínum, ferðir sem hún var alsæl með og voru henni eftirminnileg- ar. Ekki komst hún fleiri ferðir því örlögin gripu í taumana með heilsuleysi og öllu sem því fylgir. Já, minningar um þessa stoltu konu eru margar. Hún sagði mér frá erfiðleikum fyrri ára, hún hefði oft bitið á jaxlinn og ætlað sér að láta hlutina ganga upp án aðstoðar annarra. Heimilið var stórt, þæg- indi nútímans ekki til staðar til að létta undir eins og nú er og heimil- isstörfin því þyngri. Auk daglegra húsverka saumaði hún allan fatnað á fjölskylduna og oft voru efnin fengin með því að spretta úr öðrum flíkum. Þetta hefði mátt ætla að væri fullt starf en Margrét komst yfir meira og saumaði einnig fyrir aðra og þannig drýgði hún tekjur heimilisins sem oft var nauðsyn- legt. Á þessum tíma hefur hún lært hve tíminn er dýrmætur og hve nauðsynlegt er að gera ráð fyrir því óvænta. Hún gaf okkur mörg skynsámleg ráð, t:d. að hafa jóla- föt barnanna tilbúin í lok nóv- embermánaðar því við vissum aldrei hvernig atvikast hjá okk- ur. Ef gesta væri von, þá væri meira atriði að húsráðendur væru tilbúnir þó meðlæti seink- aði aðeins, þannig héldum við sjálfsvirðingu okkar. Ýmis tæki nútímans sagði hún vera tilbúnar þarfír og þegar ég hlusta á aug- lýsingar, þá spyr ég mig gjarn- an: Hef ég ekíri komist ágætlega af án þessara tækja (s.s. fóta- nudd, örbylgjur o.s.frv.)? Ein- hveiju sinni sagði ég henni frá kvíða mínum gagnvart því að eiga samskipti við „mér æðri menn“ og fékk umsvifalaust hvatvíst svar til baka: Hvað! Láttu þetta ekki heyrast, þetta eru bara menn eins og við. Þetta eru aðeins nokkur minn- ingabrot sem oft koma upp í huga minn við ákveðnar aðstæður. Ég sá ekki Margréti síðustu ár ævi hennar og þykir mér það leitt, en aðstæður leyfðu ekki annað. Ég fylgdist þó með úr fjarlægð og veit að þessi ár voru henni erfið. Starfsþrekið var lamað, en hugur- inn stefndi enn hátt. Framtíðar- draumar voru að engu orðnir. Var hún að vonum bitur að bera þessa byrði og þykir mér það ekki undar- legt um svo athafnasama konu. Nú hefur þessari byrði verið af henni létt. Bið ég Guð að varð- veita sálu hennar og vera með fjölskyldu hennar allri um leið og ég geri hluta úr ljóði Tómas- ar Guðmundssonar, Hótel Jörð, að kveðjuorðum mínum, en þetta ljóð sagði hún mér einhvetju sinni að væri eitt sinna uppá- haldsljóða, sem hún vildi jafnvel hafa sem sín kveðjuorð: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvi alltaf bætast nýir hðpar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp &, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti’ í homi, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennimir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. Fyrrverandi tengdadóttir. Ég kynntist Margréti 13. apríl 1968, þegar þau hjónin komu á fæðingardeild Landspítalans að heimsækja mig og nýfæddan son okkar Hafbergs, elsta sonar þeirra Margrétar og Þóris. Það voru góð kynni sem hafa ætíð haldist síðan, þó svo að ekki hafi verið áfram- haldandi samband hjá okkur Haf- bergi. Eg minnist allra þeirra góðu stunda, sem ég og Kalli áttum í litla húsinu þeirra, Lyngási við Kleppsveg. Það var aðdáunarvert hvernig hún Margrét hafði stjórn á þessum stóra barnahópi, og hvað fjölskyldan var öll samheldin, ekki síst þegar þau voru að byggja húsið sitt við Langholtsveginn. Þá var nestað út og allir sem vettlingi gátu valdið fóru og lögðu sitt af mörkum við að smíða, mála, nagl- hreinsa og margt fleira sem gera þurfti í nýja húsinu. Margrét var dugleg húsmóðir og yndisleg móðir og amma sem alltaf geislaði af, sama á hveiju gekk. Ég og fjölskylda mín vorum alltaf velkomin á heimili þeirra hjóna og áttum við það margar ógleymanlegar stundir, sem við þökkum fyrir. Margrét átti falleg- an garð, þar sem fallegar rósir uxu og hún dró stofugardínurnar frá glugganum svo að hún gæti notið þess að horfa á þær innan frá og utan, og ég er viss ,um að hjá Guði mun hún rækta fallegan rósa- garð, því hún var svo hrifin af rósum. Ef það leið of langt á milli þess sem við heyrðum hvor í arm- arri, sagði Margrét alltaf: „Þú veist að hugur minn er alltaf hjá ykk- ur.“ Þetta voru falleg orð sem mér þótti notalegt að heyra. í mörg ár komu Margrét og Þórir í heimsókn til okkar suður í Garð, 1. maí. Það var 1. maí-rúnt- urinn þeirra, eins og Margrét sagði alltaf, og hvað Þórir var duglegur að keyra alla leið, eins heilsulítill og hann er. Kalli minnist ömmu sinnar ó£ kveður með söknuði og þakkar allar góðu stundirnar hjá þeim og jólaboðin öll sín ár hjá ömmu og afa, þar sem hann hitti allt sitt föðurfólk. Elsku Þórir og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að varðveita ykkur og blessa. Ragna Sveinbjörnsdóttir og fjölskylda. Fallegt og varan legt á lelli Smíðum krossa úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða. Stuttur afgreiðslufrestur. Sendum um allt land. Ryðfrítt stál - endist um ókomna t(ð. Blikkverk sf., sími 93-11075. MARGRÉT VALDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.