Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR21.MAÍ 1994 35
ASTAAÐAL-
STEINSDÓTTIR
+ Ásta Aðalsteins-
dóttir var fædd
20. júlí 1941. Hún
lést 12. maí 1994.
Ásta var elsta dóttir
hjónanna Aðalsteins
Oskarssonar frá
Kóngsstöðum í
Skíðadal og Sigur-
laugar Jóhannsdótt-
ur frá Brekkukoti í
Hjaltadal. Foreldr-
ar hennar bjuggu á
Ytri-Másstöðum í
Skíðadal, en fluttu
árið 1950 til Dalvík-
ur, og bjó Ásta þar
upp frá því. Árið 1959 giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Hauki Haraldssyni frá
Svalbarði, Dalvík. Saman eign-
uðust þau fimm börn: Aðal-
stein, f. 29. september 1959;
Kristin, f. 22. september 1962;
Auði Elfu, f. 18. júní 1964; Sig-
urlaugu, f. 1. april 1975, og
írisi Dögg, f. 4. júní 1982.
Barnabörn þeirra eru fimm.
Útför Ástu verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag.
Kveðja frá Ásljörn
Vor Herra, til þín horfum nú
á helgri kveðjustund,
og beinum til þín bæn í trú,
ó, blessa hrygga lund.
Við drúpum höfði, horfin er
úr hópnum trúföst sál
sem okkur veitti aðstoð hér,
gat uppfyllt bænamál.
Til æðra lífs hún óvænt leið,
við eftir stöndum hljóð.
Að Ástjöm vinmörg vann um skeið
svo virk og ráðagóð.
Nú friðsæl lífstíð fullnuð er
og fagurt ævisvið.
Og kærleiksrík hún kvaddi hér
sitt kæra vinalið.
eflaust sumir hefðu
amast við, en Ástu féll
þetta vel í geð. Aldrei
var kvartað yfir löng-
um vinnudegi eða til-
fallandi aukaverkum,
og eflaust hefur ósér-
hlífni hennar orðið til
þess að fleiri verk
komu á hennar hendur
en ætlun stóð til. Það
fór því svo að fljótt
voru aðalinnkaup
heimilisins jafnan borin
undir hana. Við stjóm-
un á stóru barnaheimili
koma einnig upp mörg
vandamál, og fljótt lærðist mér, að
gott var að leita ráða hjá Ástu, því
næmi hennar á mannleg samskipti
var henni svo eðlileg að vandamál
voru til þess að leysa þau, ósætti til
að greiða úr. Á Ástjörn byrjar hver
dagur og endar með bænastund. Það
er ekki skylda hvers starfsmanns
að mæta, en Ásta lét sig ekki vanta
þótt á hennar herðum hafi hvílt
mesta starf dagsins. Hún talaði ekki
mikið um trú sína, en líf hennar allt
gerði það og bar henni fagran vitnis-
burð. Trú hennar og traust á skap-
ara sinn kom ef til vill best í ljós nú
er hún varð að lúta því kalli sem
við öll verðum einhvern tíma að lúta.
Bænastundirnar þá og sá óttalausi
svipur sem hún bar var vitnisburður
um fullvissu hennar. Við Ástirningar
höfðum vænst þess að eiga Ástu að
áfram, og það hafði verið rætt um
það að hún kæmi sérstaklega vegna
stúlknanna sem koma í sumar. það
verður okkur erfitt og sakna munum
við vinar í stað. Við vitum þó að
söknuður fjölskydu Ástu er mikill,
þróttmikil og elskuð eiginkona, móð-
ir og amma hefur verið burtu köll-
uð, svo_ ótímabært að okkur fannst.
Faðir Ástu er einnig á lífi, og veit
ég að mjög kært var með þeim, einn-
ig systrunum tveim og fjölskyldum
þeirra. Öllum þessum aðstandendum
vottum við okkar innilegustu samúð
og biðjum þeim Guðs blessunar.
Fyrir það að Guð gaf okkur sam-
vistardaga með Ástu verðum við
Guði ævinlega þakklát. Hún gerði
okkur að betri mönnum með áhrifum
sinnar heilnæmu persónu.
Ásta mín! „Hafðu þökk fyrir allt,
friður Guðs þig leiði.“
Guð blessi minningu þína.
Bogi Pétursson.
Hinn 1. september 1993 hóf leik-
skólinn Fagrihvammur á Dalvík
starfsemi sína og réðst Ásta í starf
matráðskonu frá þeim degi. Hún
hafði aðeins gegnt því starfi í rúmt
hálft ár þegar hún veiktist. Eftir
tveggja mánaða veikindi og stutta
sjúkrahúslegu er hún dáin, langt um
aldur fram. Ásta hafði til að bera
mikla manngæsku. Það var alltaf
gott að leita til hennar og hún var
alltaf svo jákvæð og tilbúin að gera
það besta úr hlutunum. Orðið „nei“
var tæpast að finna í hennar orða-
forða, en hafi það leynst þar þá var
það lítið notað.
Börnin elskuðu Ástu og að fá að
hjálpa henni í eldhúsinu var öllum
kærkomið. Hún var svo barngóð og
þolinmóð, svona eins og amma sem
alltaf hefur nægan tíma.
Með þessum orðum langar okkur
að kveðja Ástu og þakka henni sér-
lega gott samstarf sem varð alltof
stutt. Hennar er sárt saknað í Fagra-
hvammi en við varðveitum minning-
ar um yndislega manneskju í hugum
okkar.
Eiginmanni, börnum, barnabörn-
um og fjölskyldu sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur fyrir
hönd starfsfólks og barna í Fagra-
hvammi.
Anna Jóna Guðmundsdóttir
og Birna Blöndal.
MARGRETJ.
LILLIENDAHL
Og björt var hennar hinsta stund,
upp himins lukust dyr.
Hún lausnara síns leið á fund
svo ljúf sem jafnan fyr.
(J.S.)
Þegar sól hækkar á lofti og fönn
leysir til fjalla, þegar nótt verður
björt og angan gróðurs fyllir loftið,
þá lifnar von í hjörtum mannanna.
Það er að koma sumar. Hringing
dyrabjöllunnar boðar komu gests,
oftast með góðar fréttir, en nú eru
tíðindin alvarleg. Jóhann frændi
minn bar mér þau boð að hún Ásta
móðursystir hans, væri nýlátin. Und-
anfarna daga hafði ég fylgst með
Ástu og baráttu hennar við þann
sjúkdóm sem leiddi hana til dauða.
Því kom fréttin mér ekki alveg á
óvart. Þó er það svo að þegar fólk
í blóma lífsins er burtu kallað, fólk
sem hefur verið fullt af lífsorku,
þróttmikið og dugmikið fólk, fólk
sem borið hefur með sér gróðurang-
an vorsins og birtu sumarsins, þá
koma upp í hugann orð Drottins
Jesú er hann var að ræða við Pétur
en Pétur vildi ekki leyfa honum að
þvo fætur sína. Þá mælti Drottinn,
„Nú skilur þú ekki hvað ég er að
gjöra, en seinna muntu skilja það.“
Kynni okkar Ástu hafa varað í
mörg ár, en ráðning hennar sem
matráðskonu að Sumarheimilinu að
Ástjörn urðu til að efla kynnin. Strax
og hún hóf þau störf varð okkur ljóst
að þarna var kominn starfskraftur
sem fyllti upp þær væntingar okkar
sem við gerum til þeirra er hjá okk-
ur starfa á Ástjörn. Hún var dugmik-
il ráðskona með útsjónarsemi hinnar
hagsýnu húsmóður. Hún var kokkur
sem eldaði góðan mat. En það sem
öllum féll best i geð var hið elsku-
lega viðmót hennar og góða skap.
Þá varð börnunum fljótt ljóst að hjá
Ástu gátu þau alltaf leitað huggunar
og þeir sem minna máttu sín fundu
hjá henni traust. Þannig var oft á
tíðum nokkuð margt í eldhúsinu, sem
+Margrét J. Lilliendahl
fæddist á Hólum í Öxnadal
16. mars 1908. Hún lést í Ljós-
heimum, öldrunardeild Sjúkra-
húss Selfoss, 9. maí síðastliðinn,
86 ára að aldri. Útför hennar
fór fram frá Fossvogskirkju 19.
þessa mánaðar.
HÚN AMMA í Dunhaganum er
dáin 86 ára gömul, sem er vissulega
hár aldur. Ymsu er þannig farið
hjá svo fullorðnu fólki að það mun
eflaust vera hvíldinni fegið. Því trú-
um við allavega að endurfundir með
horfnum ástvinum séu þess virði
að nokkur þrá sé eftir hvíld frá því
jarðneska lífi sem við fáum ekki
notið lengur.
Það streyma um hugann ýmsar
góðar minningar þegar litið er til
baka, allar þær góðu stundir sem
samvistir við ömmu voru. Sérstak-
lega minnist ég þeirra stunda er
við áttum saman með afa heitnum
Jónasi sem féll frá 1975. Það var
mjög gefandi og þroskandi að fá
að vera hjá þeim. Fyrir barn úr
dreifbýlinu var ótrúlega spennandi
að fá að dveljast nokkra daga í
, höfuðborginni, og ekki þreyttust
þau afi og amma á að hafa ofan
af fyrir litlum manni sem allt vildi
skoða. Það var alltaf stutt í hlátur-
inn og gleðina, því jafnan var gam-
ansemin í hávegum höfð og gaman-
sögur af vörum ömmu og afa munu
lifa í huga manns alla tíð. Amma
var um margt mjög sérstök kona.
Hún var vönd að virðingu sinni, en
átti þó létt með að gera grín að
sjálfri sér og sínum gerðum. Gest-
risin var hún mjög og lagði metnað
sinn í að taka sem best á móti hveij-
um þeim gesti er að garði bar, svo
stundum fannst manni nóg um sig
snúist. Það traust og sú virðing sem
maður bar í hennar garð var ósjálf-
rátt í blóð borið barnabarnabörnum
þeim er fengu að njóta stuttra
kynna við hana. Eftirminnilegt er
hve mjög hún festi í huga sér ýmis
skemmtileg tilsvör barna er hún
kynntist um dagana.
Það var þó hin síðari ár að fötlun
hennar, þ.e. slæm heyrn, ágerðist
og varð þess valdandi að hún gat
ekki notið þess sem í kringum hana
gerðist og oft sárt til þess að hugsa
að slík einangrun hlýtur að vera
ákaflega einmanaleg.
Að leiðarlokum er manni efst í
huga söknuður, en jafnframt þakk-
læti fyrir allar þær samverustundir
sem við áttum og hve vel hún tók
ávallt á móti okkur.
Amma mín, ég veit að nú verður
allt gott á ný, þrautir að baki og
góðra vina fundir að gleðjast við.
Blessuð sé minning þín.
Jónas Rafn Lillendahl.
+
Útför systur okkar og frænku,
ÁSLAUGAR LOVÍSU GUÐMUNDSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
i Templarasundi 3,
sem andaðist 3. maí á Droplaugarstöðum, fer fram frá Kapellunni
í Fossvogi miðvikudaginn 25. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd systra hennar og annarra skyldmenna,
Erla B. Gústafsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR,
Keldulandi 19,
Reykjavfk,
lést þriðjudaginn 17. maí.
Sigurður R. Sigurðsson,
Óskar Sigurðsson,
Óskar Már Sigurðsson, Edda Ragnarsdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Pétursson,
Sigrfður Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson,
Birgir Sigurðsson, Svava Einarsdóttir
og barnabörn.
+
Maðurinn minn,
ÁRNI AÐALSTEINN
ÞORLÁKSSON
skipasmfðameistari,
Suðurbyggð 4,
Akureyri,
sem lést 15. maí f Landspítalanum,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 24. maí kl. 13.30.
Anna Kristfn Zophoníasdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför,
HALLDÓRS LÁRUSAR GUÐMUNDSSONAR,
Brekkuseli 32,
Reykjavík,
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólksins á Skjóli.
Kristín Gunnarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
JÓHÖNNU G. HANNESDÓTTUR,
Furugerði 1,
Reykjavík.
Fyrir hönd vandamanna,
Hannes Bjarnason,
Gerður Lúðvfksdóttir,
Ása Þórðardóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KATRÍNAR HREINSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
Ingigerður Ágústsdóttir, Steindór R. Jónsson,
Unnur Ágústsdóttir, Páll Guðmundsson,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, sonar og bróður,
ÍVARS ARNÓRSSONAR,
Lundarbrekku 16,
Kópavogi.
Jóhanna Steinsdóttir,
Silja ívarsdóttir, Katrín Ivarsdóttir,
Eva Karen ívarsdóttir,
Arnór L. Pálsson, Betsý ívarsdóttir,
Páll Arnórsson, Ágúst Arnórsson,
Elísabet Arnórsdóttir
og aðrir aðstandendur.