Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 24
24 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28. MAÍ
Hvað er nú til
bjargar, Sólrún góð?
ÉG EINS og svo
margir sjálfstæð-
ismenn hafði reiknað
dæmið þannig, að ef
þú kæmist að með þitt
sundraða lið, fengi
Sj álfstæðisflokkurinn
frið næstu tuttugu ár
þar á eftir, í stað þeirra
fímmtán, sem hann
fékk eftir svipað upp-
hlaup á vinstri vængn-
um á árunum
1974-78.
Nú eru horfurnar
slæmar með það að
þetta gangi upp fyrir
okkur. Framboðslisti
þinn var að berast innúr dyrum
mínum, og það blasir við mér, að
þú getir ekki sigrað, og þá er ekki
að vænta neins friðar, vinstra liðið
rís upp aftur í einhverri mynd, og
þá getur orðið um samstilltara lið
að ræða og valið af meiri kunnáttu
og óvíst að það yrði sjálfdautt eins
og þetta iið hefði orðið á kjörtíma-
bilinu.
Þú býður þig fram í nafni alþýðu-
flokka, sem svo kalla sig, og lofar
að leysa atvinnuvanda alþýðu-
manna, og jafnt þessu er kjörorð
þitt „Borgarstjórn allra borgarbúa".
Svo kemur á daginn, að þú raðar
á framboðslista þinn ríkisforstjórum
í félags- og hjúkrunarmálum. Á
30-manna lista þínum er ekki að
fínna einn einasta mann í snertingu
við verkamenn, sjómenn, iðnaðar-
menn, verzlunarmenn og almennt
skrifstofufólk, eða „hinar vinnandi
stéttir", eins og þessir hópar voru
kallaðir í gamla daga. Og ekki held-
ur náttúrlega eru neinir í snertingu
við athafnamenn eða kaupsýslu-
menn. Hvert ætlarðu að sækja hug-
myndir og athafnasemi í atvinnu-
málum? Allt þetta fólk fyrir utan
tvo eða þrjá grunnskólanemendur
er hreiðurfólk í ríkisgeiranum, og
gæti talizt í mesta lagi eins og full-
trúar 1% reykvískra borgarbúa. Það
er sjálfra sín. Hvaða þörf fannst
þér á að styðja við bakið á forstjóra-
stétt í þessum atvinnuflokkum? Þú
veizt að þetta fólk sér um sig.
Ég er nú svo gamall, sem af
grönum má sjá, en ég man ekki
eftir að hafa séð pólitískan foryztu-
mann gera aðra eins framboðs-
skyssu. Jafnvel íhaldið blessað, þeg-
ar það var og hét, gætti þess alltaf
að punta upp á lista sinn með liðs-
mönnum, sem gátu kallazt málsvar-
ar „hinna vinnandi stétta", og sóttu
síðan sjálfir í raðir al-
mennra borgara. Ég
veit ekki hvaða fólk á
að kjósa lista þinn og
telji sig hafa hagsmuni
af því nema 32-menn-
inganna á framboðs-
listanum. Það er ekki
einu sinni að þú hafír
gætt þess að velja eins
og einn lágt settan í
félagsmála- eða hjúkr-
unargeiranum, aðeins
forstjóra.
Eins og ég sagði hér
að framan, er ég að
veðja á framtíðina, og
treysti því, að þú ynnir
með þínu sundraða pólitíska liði og
þá færi allt í handaskolum með
stjórnina í borgarmálum og Sjálf-
stæðisflokkurinn settist þá í stólana
Á 30-manna lista Ingi-
bjargar Sólrúnar er ekki
að finna einn einasta
mann, segir Ásgeir
Jakobsson, í snertingu
við „hinar vinnandi
stéttir“.
og nyti þar friðar og öryggis í
næstu tuttugu árin. Eg sé ekki
betur en þessi von sé brostin. Sjálf-
stæðisflokkurinn sigri og verði að
lifa áfram við sífellda ógn af vinstra
sinnuðum flokkum, og lítil von þess
að það fólk endurtaki skyssu þína
í listaframboði. Ég held þú sért
greindarmanneskja, Sólrún, þú ert
skörp til augnanna, og ég ætla að
vona að það sé af mikilli hugsun,
en ekki illu innræti. Pólitísk leit þín
flokk úr flokki bendir líka eindregið
til að þú sért leitandi manneskja í
hugsanalífinu, og hafðu nú mín
ráð, sem þína einu von til eigin sig-
urs — afneitaðu framboðslista þín-
um — og stattu ein fyrir þessu
upphlaupi, það yrði metið við þig,
og þú hlytir af því góðan orðstír á
þinn pólitíska legstein.
P.s. Við nánari athugun. Komdu
yfir til okkar, Sólrún. Þú ert lent í
því sama og Jón Baldvin, að vera
að villast í flokkum, flokk af flokki,
sem þú átt ekkert heima í.
Höfundur er rithöfundur.
Ásgeir Jakobsson
• •
Orvænting þeirra
sem steinum kasta
KOSNINGABAR-
ÁTTAN er farin að
taka á sig ansi undar-
legan blæ svo ekki sé
meira sagt. Þann 18.
maí birtust kostulegar
greinar í Morgunblað-
inu frá R-listamönnum
(samkrulli Alþýðu-
bandalagsins, Alþýðu-
flokks, Framsóknar,
Kvennalista o.fl.), m.a.
eftir Margréti S.
Björnsdóttur, aðstoð-
armann Sighvats
Björgvinssonar við:
skiptaráðráðherra. í
grein sinni fer Margrét
mikinn þegar hún heldur því fram
að „kosningabarátta Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík beri þess öll
merki að flokkurinn sé á barmi
taugaáfalls við þá tilhugsun að vera
að missa völdin í borginni til óverð-
ugra“. Svo mörg voru þau orð. Þau
dæma sig sjálf. Margrét notar jafn-
framt orðið „örvæntingu" þegar
hún lýsir viðleitni og skyldum Sjálf-
stæðisflokksins að upplýsa kjósend-
ur um það hvað borgarstjórnar-
meirihlutinn hefur verið að gera
undanfarin fjögur ár. Henni svelgist
á einhveijum tilgreindum upphæð-
um (hvaðan sem þær nú koma) um
meintan kostnað við kosningabar-
áttu sjálfstæðismanna.
Bræði R-listans
Við lestur greinar Margrétar
kemur undirritaðri orðið „bræði“ í
hug því slík er örvænting hennar
og taugaveiklun. Slík virðist heiftin
yfir því að sjálfstæðismenn skuli
leggja mikið á sig til þess að kynna
borgarbúum öll þau málefni sem
unnið hefur verið að á kjörtímabil-
inu sem er að ljúka. Munurinn á
Sjálfstæðisflokknum og R-listanum
er m.a. sá að flokkurinn þekkir
skyldur sínar við borgarbúa í því
að upplýsa málefnalega, ekki aðeins
um það sem gert hefur verið heldur
einnig það sem gera skal á næsta
kjörtímabili. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir undanfarið hefur nánast
verið ógerlegt að fá skilgreiningar
á því hvað R-listi vinstri manna
myndi gera ef hann kæmist til
valda. Það er einmitt hér sem hund-
urinn liggur grafinn. Lengi var beð-
ið eftir stefnuskrá R-Iistans sem
loksins sá dagsins ljós
fyrir nokkrum dögum.
Hvort seinkun stefnu-
skrárinnar hafí verið
vegna innbyrðis deilna
um málefni eða orða-
lag skal ósagt látið, en
það ætti að vera kjós-
endum íhugunarefni
hve erfítt virðist vera
að fá málefnalegar og
nákvæmar upplýsingar
um áætlanir R-listans.
Spyija má hvort þær
séu til? Það sem Mar-
grét kallar „auglýsing-
askrum" er hins vegar
kynning Sjálfstæðis-
flokksins á málefnum borgarinnar
og ef slíkt kallast skrum læðist að
manni spurning um það hvað Mar-
grét kallar auglýsingar eigins
stjórnmálahóps, lista minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn. Þær hafa
hingað til verið innihaldslitlar og
einkennst af upphrópunum um
breytingar breytinganna vegna.
Gæfulega er af stað farið eða hitt
þó heldur.
Ófræging og einelti
Framtíð byggir á fortíð og því
finnst mér eins og kastað sé stein-
um úr glerhúsi þegar Margrét notar
orðið siðleysi í fyrrnefndri grein.
Gegndarlausar árásir Sigrúnar
Magnúsdóttur, borgarfulltrúa
framsóknarmanna, á Ingu Jónu
Þórðardóttur viðskiptafræðing og
einn frambjóðanda Sjálfstæðis-
flokksins, nánast frá þeim degi er
hún ljáði máls á því að gefa kost á
sér í framboð, segja það sem segja
þarf um R-listann og vinnuaðferðir
hans. Sigrún, sem stundum tjáir sig
um siðferði stjórnmálamanna, lætur
eins og það sé óvenjulegt að borgar-
stjóri höfuðborgarinnar leiti sér sér-
fræðiráðgjafar. Hún tönnlast á
meintum háum launagreiðslum til
Ingu Jónu en forðast auðvitað að
nefna það að inni í þeirri tölu var
virðisaukaskattur og ýmis skrif-
stofukostnaður svo dæmi séu nefnd.
Margrét fellur í nákvæmlega sama
pytt og Sig;rún að því undanskildu
að upphæðin hefur hækkað eilítið
hjá henni miðað við upphæðina í
málflutningi Sigrúnar. Ekki er
ástæða til þess að skattyrðast frek-
ar við þær R-listastöllur um mál
Málefnagrundvöllur R-
listans er veikur, sem
sést best á því að nú,
liðlega viku fyrir kosn-
ingar, segir Ellen
Ingvadóttir, virðast
menn lítið vita í hverju
umbætur vinstri-
manna í Reykjavík
ættu að felast.
þetta en orðið „siðleysi" ættu þær
að forðast. Margrét hlýtur að vita
sem aðstoðarmaður ráðherrá í ríkis-
stjóm að ýmis gögn ber að með-
höndla sem trúnaðarmál og ætti
því hvorki henni né öðrum að koma
á óvart að greinargerðir tímabund-
ins ráðgjafa borgarstjóra um tiltek-
in málefni séu einnig trúnaðarmál.
Málið er einfaldlega það að nú hent-
ar R-listanum og Sigrúnu Magnús-
dóttur að reyna að gera starf eins
frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins
tortryggilegt. Slíkt einelti og ófræg-
ingarherferðir lýsa hræðslu R-lista-
manna við sterkan frambjóðanda,
eins og Inga Jóna Þórðardóttir er,
betur en flest annað.
„Bænir“ í auglýsingum
Ekki verður fjölyrt frekar hér um
örvæntingu vinstrimanna, sem birt-
ist svo greinilega í Morgunblaðinu
þann 18. maí sl. og í daglegum
„bænum“ þeirra í auglýsingum eft-
ir stuðningi. Málefnagrundvöllur
R-listans er veikur sem sést best á
því að nú, liðlega viku fyrir kosning-
ar, virðast menn lítið vita í hvetju
umbætur vinstrimanna í Reykjavík
ættu að felast. Það eina sem vitað
er með vissu er að fjórir og hálfur
stjórnmálaflokkur berst nú örvænt-
ingarfuliri baráttu við að komast
til valda til þess eins að breyta -
breytinganna vegna!
Höfundur er löggiltur dómtúlkur
og skjalnþýðandi.
Ellen Ingvadóttir
ÞAÐ HEFUR verið merkileg
reynsla að fylgjast með þeirri kosn-
ingabaráttu í Reykjavík sem nú er
að ljúka. í fyrsta sinn bjóða vinstri
flokkarnir fram sameinaðir og eiga
nú raunhæfan möguleika á að ná
forustu í höfuðborginni. Kosninga-
barátta Reykjavíkurlistans hefur
verið rekin af miklum sóma og
málefnalegum styrk. En hafí ein-
hver trúað því að Sjálfstæðisflokk-
urinn myndi heyja sína baráttu á
sama grunni, hefur sú trú beðið
skipbrot síðustu daga. Hinar ógeð-
felldu og hrokafullu baráttuaðferðir
þessa flokks, sem hefur mátt sjá
dæmi um á öllum vfgstöðvum upp
á síðkastið, sýna okkur annað. Þær
eru sorgleg mynd af því, að valda-
menn svífast einskis þegar að þeim
er þrengt. Við sjáum gegnum þoku
lýðskrumsins glitta í krumlu hins
nakta valds sem ógnar lýðnum með
aðsteðjandi hörmungum ef hann
gerir sig líklegan til uppreisnar.
í Ameríku er allt fremst eins og
við vitum og þar er orðin álitleg
atvinnugrein að búa til sjónvarps-
auglýsingar til að ófrægja andstæð-
inginn. Sjálfstæðisflokkurinn geng-
ur að vísu ekki eins
langt í leðjuslag — ekki
enn. Þó hefur það ekki
farið fram hjá neinum
hvemig einstakir fram-
bjóðendur Reykja-
víkurlistans eru lagðir
í einelti. Og svo allar
væmnu auglýsinga-
myndir borgarstjórans
af Reykjavík baðaðri
sólskini þar sem blámi
sundanna er látinn
renna saman við
íhaldsblámann. Víst er
borgin fögur, en þá
fegurð eigum við öll
sem hér búum. Borgin
er okkur kær og við höfum öll lagt
okkar skerf til að gera hana að því
sem hún er. Enginn stjornmála-
flokkur hefur leyfi til að slá eign
sinni á höfuðborgina fremur en
landið sjálft. I þessa vemmilegu
auglýsingaherferð er varið tugum
milljóna — og hver skyldi borga
kostnaðinn þegar upp verður staðið?
Forsenda lýðræðisins er að trúa
á dómgreind almennings. Bregðist
manni sú trú er fótum kippt undan
hinum lýðræðislegu
leikreglum. Eftir
stendur þá marklaus
skrípaleikur þar sem
úrslit kosninga ráðast
af því hve miklu fjár-
magni er unnt að eyða
í forheimskandi áróð-
ur. Ef menn treysta sér
ekki til að standa og
falla með verkum sín-
um og stefnu, eru þeir
ekki trausts verðir. Og
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur í þessari baráttu
fórnað bæði forustu-
manni sínum og
stefnu. Fyrrum for-
maður Félags fijálshyggjumanna
hefur sópað fijálshyggjunni undir
teppið og veifar einhvers konar fé-
lagshyggju í staðinn, Geta Reykvík-
ingar tekið mark á slíkri henti-
stefnu?
Reykjavíkurlistinn hefur ekki
svarað áróðri D-listans í sömu mynt
og mun áreiðanlega ekki gera.
Reykjavíkurlistinn hefur lagt á
borðið góða málefnaskrá og teflir
fram samhentu liði fólks með langa
Fyrrum formaður Fé-
lags fijálshyggjumanna
hefur sópað frjálshyggj-
unni undirteppið, að
mati Gunnars Stefáns-
sonar, og veifar ein-
hvers konar félags-
hyggju í staðinn.
reynslu af stjómmálastarfí. í farar-
broddi er glæsilegur stjórnmála-
maður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
sem hefur á undanförnum árum
vakið sérstaka athygli þjóðarinnar
vegna þess hve rödd hennar hefur
oft skorið í gegnum loðmullu og
tuldur umræðna á Alþingi. Þessa
konu eigum við kost á að fá sem
borgarstjóra með öflugu sam-
starfsliði. Þetta er sögulegt tæki-
færi sem við skulum grípa, vitjunar-
tími. Og kosningarnar eru þá líka
prófsteinn á það hvort meira má
sín við lýðræðislega ákvarðanatöku
almennings, málefnaleg barátta eða
valdhroki, skrum og skítkast.
Morgunblaðið hefur rifjað það
upp að sex sinnum síðan 1930 hefði
Sjálfstæðisflokkurinn misst meiri-
hlutann í Reykjavík ef andstæðing-
ar hans hefðu boðið fram sameinað-
ir. Aðeins einu sinni gerðist það og
var þó ekki sameiginlegur listi
minnihlutafiokkanna í boði þá.
Vinstriflokkarnir voru að vísu 1978
óviðbúnir að axla forustu í Reykja-
vík saman, en þeim tókst það vel í
meginatriðum, þótt Sjálfstæðis-
flokkurinn reyni auvðitað að sverta
stjórnartímabil þeirra sem mest og
éti þar hver fjarstæðurnar eftir
öðrum. Nú eru aðrar aðstæður en
þá voru. Liði vinstri manna er teflt
fram í skipulegri fylkingu. Fari sem
horfir er nýtt tímabil að hefjast í
íslenskum stjórnmálum, þar sem
höfuðborgin verður ekki lengur
umgirt óbifanlegum múrum Sjálf-
stæðisflokksins, sem gerir engu
fremur greinarmun á borg og flokki
en Lúðvík fjórtándi gerði mun á
sjálfum sér og ríkinu. Þar með tek-
ur lýðræðisþróun í Reykjavík nýtt
skref sem verða mun öllum til heilla,
líka stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins.
Við skulum því leiða Reykjavík-
urlistann til sigurs. Þá þurfa Reykvík-
ingar ekki að vakna að morgni 29.
maí með þetta kvæðisupphaf í huga:
„Þú vissir það ei, þig gisti í gær
hið gullna augnablik.“
Höfundur er bókmennta-
fræðingur.
Hið gullna augnablik
Gunnar Stefánsson