Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 13 LANDIÐ Helguvíkurmj öl hf. stofnað í Keflavík Stefnt að bræðslu á næstu loðnuvertíð Um fimmtíu aðilar gáfu hlutafjárloforð uppá 55,8 millj- ónir króna Keflavík - Helguvíkurmjöl hf. var formlega stofnað í Keflavík á fimmtudaginn og var Þorsteirin Erlingsson skipstjóri og útgerðar- maður í Keflavík kosinn stjórnar- formaður. Mikill áhugi er fyrir stofnun loðnubræðslunnar á Suð- urnesjum. Um 50 aðilar komu á stofn- fundinn og gáfu þeir hlutafjárlof- orð uppá 55,8 milljónir króna. Þorsteinn Erlingsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ætlunin væri að koma upp loðnubræðslu, hráefnistönkum og hafnaraðstöðu fyrir næstu loðnuvertíð en tími til þess væri orðinn afar naumur. Þorsteinn sagði að verið væri að kanna möguleika á að kaupa notaða loðnubræðslu frá Noregi sem menn hefðu þegar skoðað og virtist álitlegur kostur. Verk- smiðjan væri útbúin með gufu- þurrkurum og því kæmi engin lykt frá henni. Fram kom á fundinum að þeg- ar hafa fengist tilskilin leyfi til að hefja hafnargerð í Helguvík fyrir byggingu 150 metra viðlegu- kants og yrði verkið væntanlega boðið út fljótlega. Þar yrði hægt að landa úr tveim loðnuskipum ■ FLESTIR fundarmenn létu skrá sig fyrir hlutafé og söfnuðust 55,8 niilljónir. og einnig myndi hafnaraðstaðan nýtast malbikunarstöðinni sem nú er verið að reisa í Helguvík. Þorsteinn sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir að verksmiðjan sem nú væri inni í myndinni kost- aði um 500 milljónir hingað kom- inn og uppsett. Framleiðslugeta hennar væri um 1.000-1.100 tonn á sólarhring og hefðu eig- endur hennar lýst yfir áhuga sín- um á að gerast hluthafar í hinu nýja fyrirtæki, en íslensk lög leyfðu ekki slíkt. í stjórn Helgu- víkurmjöls hf. ásamt Þorsteini eru Ellert Eiríksson, Pétur Jóhanns- son, Dagbjartur Einarsson, og Gunnar Olafsson. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þorsteinn Erlingsson, stjórn- arformaður Helguvíkurmjöls hf. sem stofnað var í Keflavík á fimmtudaginn. Gjafir í Barmahlíð MIKIÐ var um að vera á Dvalarheimilinu Barmahlíð á uppstigningardag er Samkór Reykhólahrepps, undir stjórn Ólafar Þórðardóttur, heimsótti vistmenn og söng nokkur lög. Heimilið seldi kaffi og aldraðir sýndu muni er þeir höfðu búið til. I föndurtímum eru leiðbein- endur þær Sóley Vilhjálmsdótt- ir og Bergljót Bjarnadóttir og mátti þar sjá marga fallega muni. Við þetta tækifæri gáfu kvenfélagskonur í Geiradal dvalarheimilinu stóra og mikla hrærivél sem forstöðukona heimilisins, Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, og ráðskona heimilisins, Unnur Stefánsdótt- ir, tóku á móti en Erla Reynis- dóttir, formaður kvenfélagsins, afhenti gjöfina með stuttri ræðu. 1 Hí Morgunblaðið/Silli NÝUTSKRIFAÐIR stúdentar frá Framhaldsskólanum á Húsavík. Þrettán- stúdentar útskrifaðir á Húsavík Húsavík - Framhaldsskólinn út- skrifaði á þessu vori 34 nemend- ur á hinum ýmsu námsbrautum en þar af voru 13 stúdentar. Alls hófu 192 nemendur nám sl. haust og hefur farið í vöxt að utanbæjarbúar sæki skólann. í heimavist sem hefur verið starf- rækt í sambandi við Hótel Húsa- vík voru 17 nemendur en á því verður einhver breyting og er þegar farið að undirbúa bygg- ingu sérstaks heimavistarhúss. A þessu vori lætur af störfum Kristrún Karlsdóttir eftir 25 ára starf og minntist skólaineistari, Guðmundur Birkir Þorkelsson þess sérstaklega og þakkaði henni gott samstarf. ♦ ♦ ♦---- Þrastalund- ur opnaður VEITINGASTOFAN Þrastalundur við Sogsbrú í Grímsnesi hefur verið opnuð eftir vetrarhlé og verður opin um hvítasunnuhelgina frá kl. 9 á morgnana til kl. 11 á kvöldin. Um þessar mundir sýnir Magnús Ingvarsson listmálari málverk sín í Þrastalundi. Rekstur Þrastalundar hefur verið í höndum sömu aðila í 20 ár og þessara tímamóta verður minnst með bættri þjónustu við ferðamenn og sumarþústaðaeigendur, segir í frétt frá éigendum. 0 Isafjörður Lands- bankinn 90 ára ísafirði - Landsbankinn hélt ný- verið uppá 90 ára starfsafmæli sitt á ísafirði, en hann tók við af Sparisjóði ísafjarðar 15. maí 1904, sem helsta lánastofnun bæjarins. Boðið var til afmæliskaffis í afgreiðslu bankans á mánudag en á afmælisdaginn var opnuð sýning á málverkum í eigu bankans í Frímúrarasalnum. Mikill fjöldi starfsmanna og visðskiftavina bankans voru við opnun sýningar- innar, þar sem sýnd voru verk helstu listmálara þjóðarinnar. Það var Birgir Jónsson, svæðis- stjóri Landsbankans á Vestfjörð- um, sem opnaði sýninguna og stjórnaði henni, en meðal starfs- manna bankans sem þarna voru var Halldór Guðbjarnason banka- stjóri. í bankanum var komið fyrir glærri súlu, fylltri af tíukrónu pen- ingum og var heitið 25 þúsund króna verðlaunum til þess sem gæti getið næst um verðmætið. Það var Finnbogi Hermannsson svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Vestfjörðum sem þar varð hlut- skarpastur. Giskaði hann á að þar væru 117.500 krónur og sagðist hafa metið það með hliðsjón af aurakrukku í eldhúsinu hjá sér. í súlunni voru 115.700 krónur svo ekki munaði nema 1.800 krónum. ## Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson BJORGUNARMENN á Austurlandi munda klippurnar. Bráðvantar bj örgunarbúnað Egilsstöðum - Endurmenntun- arnámskeið var nýlega haldið fyr- ir sjúkraflutningamenn á Austur- landi og var þá meðal annars sýnd notkun á nýjum vökvaknúnum klippum til að losa fólk úr bílum. Dæmin sýna að þörf er á slíku verkfæri. Námskeiðið var haldið á vegum Heilsugæslustöðvar Egilsstaða og Rauða kross íslands og sóttu það sjúkraflutningamenn í fjórðungn- um, alls um 12 manns, en þeir sem við slíkt starfa, verða að hafa réttindi til þess. A námskeið- inu var mest áhersla lögð á endur- lífgun og meðferð slasaðra barna. Læknar og hjúkrunarfólk heilsu- gæslustöðvarinnar önnuðust fræðsluna. í lok námskeiðsins var sýnd og kennd notkun á vökvaknúnum björgunarklippum, sem notaðar eru við að losa fólk úr bílum er lent hafa í árekstri. Klippur hafa verið til á Héraði en þær eru, að sögn Baldurs Pálssonar slökkvi- liðsstjóra, ekki nógu vel útbúnar. Við þær vantar öfluga vökvadælu og mótor sem hægt er að flytja á miili staða án mikillar fyrirhafn- ar. Baldur segir það 'forgangs- verkefni að skipuleggja hvar klippur eigi að vera á Austurlandi og hveijir eigi að fara með þær. Til stendur að hrinda söfnun af stað á næstu dögum fyrir tækjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.