Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Könnun Félagsvísindastofnunar
á högum atvinnulausra 1993
13% ekki að leita
sér að vinnu
ÞRETTÁN af hundraði þeirra sem
skráðir voru án atvinnu í ársbyrjun
1993 sögðust ekki vera að leita sér
að vinnu tveimur mánuðum síðar.
Þetta kemur fram í könnun sem
Félagsvísindastofnun Háskóla ís-
lands gerði árið 1993. Einnig kemur
fram að 41% þeirra sem skráðir voru
án vinnu við upphaf ársins hafi ver-
ið komnir aftur í vinnu í marsbyijun.
Gefín var út rannsóknaskýrslan
Atvinnulausir á íslandi 1993, eftir
Guðbjörgu Jónsdóttur og Stefán
Ólafsson forstöðumann Félagsvís-
indastofnunar, í kjölfar könnunar-
innar. í henni vartekið 1.000 manna
úrtak úr hópi 7.000 sem skráðir
voru án atvinnu við upphaf ársins.
Aðstæður þeirra voru kannaðar
tveimur mánuðum síðar, eða í mars-
byijun. Þar af sögðust 13% ekki
vera að leita sér að atvinnu. Fram
kemur að 41% atvinnulausra hafi
verið komnir til vinnu aftur í mars-
byijun, einkum fólk í sjávarútvegi
og er sú ályktun dregin að skamm-
tímaatvinnuleysi hafi átt við 5% úr-
taksins. Segir Stefán Ólafsson að
með einföldunum og nauðsynlegum
fyrirvara um niðurstöður könnunar-
innar megi umreikna núverandi
íjölda atvinnulausra. Samkvæmt
þeim útreikningum séu 87% þeirra
sem nú eru skráðir atvinnulausir að
leita sér að starfi, þar af 61% að
fullu starfi. Um 15% séu að leita
eftir hlutastarfi og 24% eftir hvoru
sem býðst. Einnig kemur fram að
þegar mið sé tekið af skammtímaat-
vinnuleysi, til dæmis tengdu fisk-
veiðum og -vinnslu, komi í ljós að
langtímaatvinnuleysi eigi frekar við
í iðnaði, verslun og þjónustu, einkum
í höfuðborginni.
<
Lítil íbúð í Hafnarfirði
Til sölu 38 fm 2ja herb. ósamþykkt kjallaraíb. við Hverf-
isgötu. Þarfnast endurbóta. Tilboð óskast.
Árni Gunntaugsson hrl., Opið f dag
Austurgötu 10, sími 50764. Kl. 11-16.
Eigrnahöllixi
Suóurlandsbraut 20, 3. hæó.
Sími 68 OO 57
Eignahöllin - fasteignasala
Suðurlandsbraut 20,3. hæð, sfmi 680057.
Opið kl. 9-18 virka daga, kl. 11-14 laugardaga.
Hefur eignin þín (íbúð eða hús) ekki selst?
Ef til vill getum við hjálpað.
Eignin má ekki týnast í ofstórri söluskrá.
Hjá Eignahöllinni er hver einasti aöili mikilvægur.
Viö viljum veita góða ogpersónulega þjónustu.
Skoðum og verðmetum án skuldbindinga og þér að kostnaðarlausu
alla helgina.
SigurðurS. fViium, sölustjóri,
heimasími 627788.
011 Kfl 01 07A L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I IwU'tlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasau
Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna:
Góð íbúð - gott verð - langtímalán
í suðurenda við Dvergabakka 3ja herb. íb. á 3. hæð. Parket. Stórar
sólsvalir. Ágæt sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Verð aðeins
kr. 5,8 millj.
Á góðu verði á úrvalsstað
Mjög gott einnrar hæðar timburh. um 150 fm á stórri ræktaðri eignar-
lóð í Skerjafirði. Eignaskipti mögul. Vinsamlegast leitið nánari upplýs-
inga.
Góð séríbúð á góðu verði
3ja herb. ekki stór en vel skipul. íb. við Hraunbæ. Sérinng. Verönd á
vesturhlið. Langtímalán um kr. 3,7 millj. Laus fljótl.
í nágrenni Árbæjarskóla
Gott einb. á einni hæð á glæsil. lóð og nýl. stórt raðh. á frábæru
verði. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni.
Lftil sérfbúð - stór bílskúr
Einstaklingsíb. 2ja herb. tæpir 50 fm á jarðh./kj. við Laugarnesveg,
mjög góð. Sérinng. Sérhiti. Góð sérgeymsla. Stór og góður bílks./vinnu-
húsn. 49,8 fm. Verð aðeins kr. 4,5 millj.
Glæsileg fbúð - góður bílskúr
f suðurenda við Jöklasel 2ja herb. (b. 65 fm. Sérþvottah. Sólsvalir.
Góð sameign. Bílsk. 26 fm. Vinsæll staður.
Á söluskrá óskast
í nágrenni Menntaskólans við Sund húseign með rúmg. bílsk. Má
vera hús með 5-6 herb. íb. og 2ja herb. íb.
**• AIMENNA
Opið í dag kl. 10-14. ...... ..........
Glæsii. einstaklingsib.
til sölu í vesturborginni. LAUGAVEG118 S?MAR^TÍ5Ö^2T377
FASTEIGNASAL AH
Morgunblaðið/Þorkell
AÐGÆSLU er þörf á heimilum þar sem litlar hendur geta
náð til eiturefna.
Upplýsingamiðstöð vegna eiturefna
verður opnuð á Borgarspítala
Slysum á börnum
hefur fækkað
ANNARRI útgáfu handbókar
um slys af völdum efna í heima-
húsum, viðbrögð og varnir við
þeim, verður dreift á heimili 0-5
ára barna á næstunni. Frá því
fyrri útgáfa bókarinnar var gef-
in út, árið 1986, hefur slysum á
ungum börnum vegna hvers
kyns eiturefna á heimilum fækk-
að um þriðjung að því er fram
kemur í máli Brynjólfs Mogens-
en forstöðulæknis á slysa- og
bæklunardeild Borgarspítala. A
bilinu 50-60 lítil börn slasast nú
að jafnaði vegna eiturefna í
heimahúsum í Reykjavík á
hverju ári. Brynjólfur sagði að
ekki liði á löngu þar til opnuð
yrði upplýsingamiðstöð vegna
eiturefna á Borgarspítala. Fyr-
irspurnir og upplýsingar sem
þar kæmu fram yrðu notaðar í
frekara forvarnarstarfi. Rit-
stjórn handbókarinnar var í
höndum þeirra Jóns Baldursson-
ar, yfirlæknis á slysadeild Borg-
arspitala, Onnu Bjargar Ara-
dóttur, hjúkrunarfræðings, og
Herdísar L. Storgaard hjúkrun-
arfræðings og barnaslysavarn-
arfulltrúa Slysavarnafélags ís-
lands. Herdís sagði að bókin
hæfist á kafla um skyndihjálp
og meðferð við bruna. „Þar á
eftir er nýr kafli um evrópskar
merkingar á eiturefnum og fjall-
að er um skordýrastungur. Þær
geta verið hættulegar. Sérstak-
Iega þegar lítil börn stinga sig
í kringum munn eða á hálsi,“
sagði hún. Því næst tekur við
tafla um einstök eiturefni. Nafn
efnis er tilgreint, hætta og verk-
un, skyndihjálp og geymsla. Að
lokum er sérstakur kafli um
hættulegar plöntur í umhverfi
barna.
Á 19.000 heimili
Herdís sagði að bókinni yrði
dreift á 19.000 heimili 0-5 ára
gamalla barna og gefin foreldr-
um nýfæddra barna. Aðrir gætu
nálgast hana á heilsugæslustöð-
um og væri ástæða til að hvetja
fólk til að festa kaup á henni.
Handbókin kostar 500 kr. Að
bókinni standa Slysavarnarfé-
lag Islands, Slysavarnarráð Is-
lands og Landlæknisembættið.
Könnun
lögreglunnar
Fimmti
hver bíll
ólæstur
LÖGREGLAN á Suðvestur-
landi gerði sameiginlega könn-
un 18. maí sl. um það hvernig
viðskilnaði ökumanna og um-
ráðamanna ökutækja væri
háttað. Lögreglumenn könn-
uðu um 3.200 ökutæki á til-
teknum svæðum á nefndum
tíma. í Jjós kom að rúmlega
20% Ökutækjanna reyndust
ólæst að meðaltali. Hlutfalls-
lega flest voru ökutækin læst
í Reykjavík, um 85%, en fæst
í fámennari bæjunum, eða um
65%.
Niðurstaða könnunarinnar
var sú að mjög margir skilja
við ökutækin sín ólæst, sér-
staklega að næturlagi. I þeim
ökutækjum skildu lögreglu-
menn eftir miða þar sem eig-
endum þeirra var bent á
ákvæði umferðarlaga, sem
mælir svo fyrir um að ökumað-
ur skuli búa svo um ökutækið
að aðrir geti ekki fært það úr
stað. Þá var þeim sömu, þar
sem það átti við, bent á að
skilja aldrei eftir lausleg verð-
mæti, s.s. veski, tösku eða
annað eftir í ökutækinu, jafn-
vel þó því hefði verið læst.
Eigendum ólæstra ökutækja
var bent á að læsa jafnan öku-
tækjum sínum til þess að draga
úr líkum á að óviðkomandi
gæti komist inn í þau með
auðveldum hætti. Árlega er
u.þ.b. 200 ökutækjum á þessu
svæði ekið af stað í óþökk eig-
enda eða umráðamanns þess,
stundum með hrikalegum af-
leiðingum.
í 8 ökutækjum höfðu eig-
endur skilið eftir lyklana í
kveikjulás. Lögreglumenn
tóku þá lykla í sína vörslu, en
létu eftir skilaboð til eigend-
anna um að þeir gætu nálgast
þá á næstu lögreglustöð.
Áhyggjur Dana vegna
veiki í hestum á Islandi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÁHUGAMENN um íslenska hesta í Danmörku og víðar eru áhyggjufull-
ir yfir faraldrinum, sem heijaði á hesta á íslandi á dögunum, þar sem
ljóst er að meðan hann gengur verður ekki um útflutning hesta að
ræða. Samkvæmt Bo Simonsen formanni hestamannafélagsins Topps á
Jótlandi og Jens Præstholm varaformanni félagsins er í sjálfu sér ekki
undarlegt að sjúkdómur komi upp. Vegna tíðra ferða til og frá íslandi
hafi aðeins verið spurning um hvenær, en ekki hvort, svona faraldur
gæti komið upp.
Præstholm og Simonsen sögðu
að áratugum saman hefðu íslensk-
ir hestar verið blessunarlega lausir
við sjúkdóma, sem væru algengir
annars staðar og eftir því sem
þeim skildist nú væri ekki um
óþekktan sjúkdóm að ræða. Með
auknum samgöngum mætti segja
að fyrr eða síðar hlyti smit að ber-
ast. Erlendir hestamenn sæktust
eftir að vinna með hesta á íslensk-
um sveitabæjum og íslenskir hesta-
1800 fm lóð til sölu
Ein af síðustu lóðunum á
Arnarnesi. Útsýni yfir Snæ-
fellsn. og sjóinn. Veðursæid
og kyrrð. Verð 1.900 þús.
Uppiýsingar í síma 657307.
menn sæktu mót eða ynnu tíma-
bundið með hesta erlendis. f ljósi
þess sem nú hefði gerst væri brýnt
að koma upp einhvers konar sjúk-
dómsvarnaráætlun, sem tæki mið
af hugsanlegu smiti. Einangrun
hefði þann ókost að ef smit kæmi
upp á annað borð, legðist sjúkdóm-
urinn harðar á íslensku hestana,
því þeir hefðu ekkert ónæmi. Er-
Iendis tíðkast skipulagðar bólu-
setningar, en varla er raunsætt að
bólusetja gegn sjúkdómum, sem
enn eru óþekktir á íslandi.
Einangrunin hefði ljóslega tekist
vel hingað til og forðað íslenskum
hestum frá algengum, erlendum
sjúkdómum. Erlendis hafa eigend-
ur íslenskra hesta orðið að berjast
gegn þeim sjúkdómum, sem al-
gengir eru á hverjum stað. Simons-
en sagðist sjálfur flytja inn hesta.
Fyrsta hálfa árið eftir að þeir
kæmu út, léti hann þá bara hvíl-
ast. Það væri sá tími, sem þeir
þyrftu til að jafna sig og aðlagast
breyttum aðstæðum. Annars væri
það engum erfiðleikum háð að
flytja inn Islenska hesta og þeir
væru ekki móttækilegri fyrir sjúk-
dómum en aðrir hestar.
Hátt verð fyrir góðan hest
I Danmörku eru um tíu þúsund
íslenskir hestar og þeim fer fjölg-
andi. Þokkalegur reiðhestur þar
kostar 200-300 þúsund íslenskar
krónur, en gæðingar og keppnis-
hestar kosta á bilinu þijár til fjórar
milljónir. í Danmörku eru um tíu
ræktunarstöðvar fyrir íslenska
hesta. í Englandi eru íslenskir
hestar, um alla Norður-Evrópu,
niður Þýskaland og I Austurríki
og Sviss. Nýlega var stofnaður ís-
lenskur hestaklúbbur á Ítalíu.
Samkvæmt Simonsen fluttist fyrr-
um félagi Topps til Bandaríkjanna
fyrir um tuttugu árum og tók þá
með sér hestana sína. Frá honum
hafa þeir síðan breiðst, út um
Bandaríkin og einnig til Kanada.