Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 42
42 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Sumarblóm - trjóplöntur - runnar
Úrval og verð aldrei hagstæðara.
Opnunartilboð á mörgum tegundum.
Garöyrkjustööin Grímsstaðir,
í meira en 50 ár,
Heiðmörk 52, Hveragerði. Sími 98-34230.
Sendum plöntulista.
14 k gull Verðkr. 3.400
Stúdentastjaman
hálsmen eða prjónn
Uaugaveg 5 - sími 13383.
HREPPSLAUG
— Skorradal —
verður opnuð laugardaginn 21. maí.
Opið í sumar.
Mánudaga — föstudaga kl. 14 til 21.
Laugardaga og sunnudaga kl. 11 til 20.
Heitir pottar. Verið veikomin.
Umf. íslendingur,
sími 93-70027.
SkíðaskálinnQglMgo )í Hveradölum
Ykkar fóík « fjöllunum
erkomið ísumarskap
OPIÐ ALLA
IMTASlNNim
Kaffiog
matarhlaðborð
Sími 672020, fax 682337.
í DAG
Farsi
//
og -fyt/r hönd áhafnarrnnar óska-
'egyhburgóbrar aíi/cdar í. ALaskar
SKAK
Umsjðn Margeir
l'étursson
Þessi staða kom upp í
blindskákkeppninni á Amb-
er-mótinu í Mónakó um dag-
inn. Júdit Polgar (2.630)
hafði hvítt og lék síðast 16.
Rc4 - e3, en Vasilí Ivant-
sjúk (2.710) frá Úkraínu var
með svart og átti leik.
16. - Rxg2!, 17. Rxf5
(Auðvitað ekki 17. Dxg2 -
Hg5 og drottningin fellur.)
17. - Rxel, 18. De2 -
Bxf5, 19. Dxel - Df6, 20.
Bg2 - Dg6, 21. Khl -
Hf8, 22. b4 - Be4, 23. f3
- Hxf3, 24. De2 - Dg4,
25. bxc5 - Hf7!! og Júdit
gafst upp. Það skal engan
undra sem séð hefur ívant-
sjúk tefia kappskák að hann
sé snjall í blindskák. Hann
Sú þriðja er
auðvitað mamma.
glápir nefnilega oft út í loft-
ið þegar hann er að hugsa.
Aðspurður hefur hann gefið
þá skýringu að staða mann-
anna á borðinu trufli hann í
löngum útreikningum.
VELVAKANDI
svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Þjónusta versl-
ana fer batnandi
Hárhorn
Jörundar
HAFLIÐI Helgason vildi
koma þakklæti á
framfæri til
hárgreiðslustofunnar
Hárhorns Jörundar við
Hlemm. Hann sagðist
hafa farið þangað í hárs-
nyrtingu í fjölda mörg ár
og bæði þjónusta og
starfsfólk séu frábær.
Iðunn á
Seltjarnarnesi
GYÐA hringdi til að lýsa
ánægju sinni með þá
þjónustu sem hún fékk í
fataversluninni Iðunni á
Seltjarnarnesi í sambandi
við kaup á fatnaði. Henni
fínnst þjónusta í verslun-
um á höfuðborgarsvæð-
inu hafa stórbatnað hin
síðustu ár.
Tapað/fundið
Tannréttingabeisli
TANNRÉTTINGA-
BEISLI með blárri teygju
tapaðist fyrir u.þ.b.
tveimur vikum. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
18687.
Gleraugu fundust
SJÓNGLERAUGU með
utanáliggjandi sólgler-
augnaspöng á hjörum
fannst á Sævarhöfða að
morgni sl. miðvikdags.
Eigandi má hafa samband
í síma 75377 eftir kl. 19.
Hjól tapaðist
HVÍTT Treck 800 flalla-
hjól tapaðist í Selási að-
fararnótt laugardags og
er sárt saknað af eigand-
um sem er 12 ára gamall.
Skilvís fínnandi vinsam-
lega hringi í síma 676845.
Fundarlaun.
Hjól tapaðist
HVÍTT Trek-800 fjaila-
hjól með bleikum lási og
svörtum handföngum og
hnakki tapaðist frá
Hjallavegi aðfararnótt sl.
mánudags. Hafi einhver
orðið var við hjólið er
hann vinsamlega beðinn
að láta vita í síma 681147.
Veski tapaðist
SVARGRÁTT smellt
seðlaveski með egypskum
myndum tapaðist sl.
þriðjudag, annað hvort í
miðbænum eða úti á Sel-
tjarnamesi. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
16904.
Gasgrill tapaðist
GASGRILL hvarf frá húsi
við Beijarima aðfaranótt
sl. fímmtudags. Viti ein-
hver um afdrif grillsins
er hann vinsamlega
beðinn að láta vita í síma
683317.
Týnt hjól
DÖKKFJÓLUBLÁTT
Diamond Sien-a fjallahjól
hvarf frá Háaleitisbraut
40 aðfararnótt sl. föstu-
dags. Hafí einhver orðið
var við hjólið er hann vin-
samlega beðinn að láta
vita í síma 35461.
Gæludýr
Kettlingar
FJÓRIR sjö vikna gamlir
kettlingar, tveir svartir
og tveir gráhosóttir, fást
gefíns. Upplýsingar í
síma 14843.
Víkverji skrifar...
Búist er við því að til tíðinda dragi
í Smugunni í næsta mánuði
þegar íslenzkir togarar fara þangað
til veiða svo tugum skiptir. Sam-
kvæmt fréttum norsku pressunnar í
gær hafa norsku varðskipin verið
búin togvíraklippum og kann því svo
að fara að nýtt þorskastríð hefjist í
Smugunni.
Reikna verður með því að meiri-
hluti norsku þjóðarinnar sé andvígur
veiðum íslenzku togaranna. En þær
raddir heyrast einnig, þar sem mál-
staður íslands nýtur skilnings. Til
að mynda birtist fyrir nokkru les-
endabréf í blaðinu Vestmannen, sem
gefið er út í Bergen, undirritað af
Mikal Hagenes. Þar segir hann m.a:
„Sem þakklætisvott til íslands fyrir
að hafa varðveitt hið gamia norska
mál leggur undirritaður til við norsk
stjórnvöld að þa\i leyfi frændum okk-
ar á Islandi að veiða í Smuginni til
jafns við Norðmenn."
XXX
á er Islandsmótið í knattspyrnu
að fara af stað. Víkveiji er
áhugamaður um íþróttir en alltaf
finnst honum knattspyrnan
skemmtilegust. Skagamenn hafa
undanfarin tvö ár borið ægishjálm
yfir önnur íslenzk knattspyrnulið.
Ljóst er að þeir verða geysisterkir í
sumar, en vorleikirnir benda til þess
að þeir fái mikla keppni í ár, a.m.k.
frá KR. Þar hefur Guðjón Þórðarson,
fyrrum þjálfari Skagamanna, verið
að byggja upp mjög sterkt lið. Við
stjórn Akranessliðsins hefur nú tekið
Hörður Helgason, sem gerði liðið að
Islands- og bikarmeisturum tvö ár í
röð á síðasta áratug. í því liði var
Guðjón Þórðarson einmitt leikmaður.
Það verður vissulega spennandi og
skemmtilegt ef þessir tveir fyrrum
félagar á Skaganm eiga eftir að berj-
ast með liðum sínum um eftirsótt-
asta titil íslenzkrar knattspyrnu.
xxx
Mikið hefur hún breyst undanfar-
in ár tilfinningin sem fylgir
því að fara á Laugardalsvöllinn að
horfa á landsleik í knattspyrnu. ís-
lenska landsliðið gengur nú til leiks
á heimavelli með því hugarfari að
leika til sigurs, sama hverjir and-
stæðingarnir eru. Þessi hugarfars-
breyting hefur átt sér stað eftir að
Ásgeir Elíasson tók við þjálfun liðs-
ins. Hann virðist hafa leyst fremstu
knattspyrnumenn okkar úr viðjum
þeirrar minnimáttarkenndar sem því
miður virtist einkenna þá erlendu
þjálfara sem stýrðu landsliðinu á
undan honum og virtust sjálfir, ef
marka má ummæli þeirra í fjölmiðl-
um, nánast alltaf líta á jafntefli sem
sigur fyrir smáþjóðina norður í
Dumbshafi.
Islenska landsliðið er hætt að liggja
í vöm og kýla boltann fram á
völlinn, sem lengst frá eigin marki,
hvenær sem færi gefst. Val Ásgeirs
á leikmannahópi var umdeilt í fyrstu
en nú eru gagnrýnisraddirnar þagn-
aðar. Ásgeir hefur byggt lið sitt upp
í kringum leiknustu og liprustu
knattspyrnumenn landsins og leggur
fyrir þá að láta boltann ganga á
milli samherja og bera virðingu fyrir
eigin getu og áhorfendum ekki síður
en frægð og þjóðerni andstæðing-
anna. Arangurinn er sá að nú orðið
er oft unun að horfa á leik íslenska
landsliðsins, nokkuð sem tryggir
vallargestir hafa ekki átt að venjast.
xxx
etta kom berlega í ljós á lands-
leiknum við Bólivíu og aldrei
hefur íslenskt landsiið, skipað 5 at-
vinnumönnum og 6 „áhugamönn-
um“, frá íslenskum félögum sem eru
að hefja keppnistímabil sitt, leikið
jafn vel svo snemma árs og á fimmtu-
dagskvöld. Um 3.000 áhorfendur
komu á völlinn og skemmtu sér frá-
bærlega. Víkveiji spáir því að áhorf-
endum á heimaleiki íslenska knatt-
spymulandsliðsins muni fara ört
fjölgandi á næstunni.