Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 43 I DAG Arnað heilla 7 Í~4ÁRA afmæli. í dag i vf 21. maí er sjötug Laufey Jensdóttir, starfs- maður hjá Safnahúsinu v/Hverfisgötu. Eiginmað- ur hennar er Páll H., fyrrv. tollfulltrúi. Þau hjónin eru stödd í Hveragerði. BRIDS Umsjón Guóm. Páll Arnarson „MISTÖK eru hluti af bridsíþróttinni. En sá sem gerir næstsíðustu mistökin við borðið, sigrar,“ varð sagnhafa að orði eftir spilið hér að neðan. Með því þaggaði hann niður í austri, en freistaðist til að láta reið- ina út í sjálfan sig fá útrás í athugasemdum um slaka sagntækni suðurs. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 4 ¥ KdlOG2 ♦ KG83 ♦ Á76 Vestur Austur ♦ 96 ♦ 5 ¥ 85 IIIIH ¥ ÁG943 ♦ Á1075 111111 ♦ D962 ♦ 109832 + K962 Suður ♦ ÁKDG108732 ¥ 7 ♦ 4 ♦ DG Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 4 grönd Pass 5 tiglar Pass 5 spaðar Pass 5 grönd Allir pass Utspil: lauftía. Fimm grönd er ekki besti samningur í heimi, en suðri var svo sem vorkunn að spyija um ása, því slemma, jafttvel alslemma gat verið borðleggjandi. Sagnhafi gat lítið gert annað en hleypa laufínu og austur fékk slag- inn á kónginn. í ljósi sagna átti austur að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir að mak- ker hans ætti tígulás, en hann hugsaði ekki af mikilli dýpt og skipti yfir í spaða. Sagnhafi þakkaði fyrir tækifærið og tók slagina níu á spaðann: Norður ♦ - ¥ - ♦ KG ♦ Á7 Vestur Austur ♦ - ♦ - ¥ 8 ♦ Á II ¥ ÁG ♦ D9 ♦ 98 ♦ - Suður ♦ 2 ¥ 7 ♦ 4 ♦ D Spaðatvisturinn fór illa með vestur. Til að hanga á laufinu og tígulás, neyddist hann til að kasta hjartaátt- unni. Sagnhafi henti tígli úr borði, tók laufdrottningu og spilaði tígli. Vestur átti slag- inn en þann síðasta fékk blindur á laufás. Stiklu- steinsþvingun. 7/\ÁRA afmæli. í dag I V/ 21. maí er sjötug Soffía Jóhannsdóttir, frá Skálum á Langanesi, nú til heimilis á Seivogsgötu 17, Hafnarfirði. Eigin- maður hennar var Indriði Guðmundsson, en hann lést 1976. Soffía tekur á móti gestum í dag milli kl. 15-18 í Haukahúsinu v/Flatahraun í Hafnarfirði. pTí^ÁRA afmæli. í dag Vf 21. maí er fimmtug Ingibjörg Sigurðardóttir. Eiginmaður hennar er Hall- grímur Þór Hallgríms- son, en hann varð fimmtug- ur 8. apríl sl. Þau hjónin taka á móti gestum í Fram- heimilinu v/Safamýri milli kl. 17-20 í dag, afmælis- daginn. MYNDIR og texti sem birtast eiga í dálkinum Árnað heilla þurfa framvegis að berast ritstjórn Morgunblaðsins fyrir kl. 17 tveimur dögum fyrir birtingu. Með morgunkaffinu KVEIKTU upp, hér er NEFNT borg í Pól- hraðsending tií Rauða landi? Já, hvaða borg á Arnar. ég að nefna? HOGNIHREKKVISI LEIÐRETT Myndum víxlað MYNDUM af verkum nemenda hönnunardeild- ar Iðnskólans í Hafnar- firði var víxlað á bls. 2 í Daglegu lífi í gær. Við mynd af tannburstastandi Elfu Dísar Arnórsdóttur stóð að þar væri borð eft- ir Samúel Hörðdal Jónas- son. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Texti féll niður í MINNINGARGREIN um Gunnar Stefánsson 19. maí hefur fallið niður texti þar sem segir frá útkomu Morgunblaðsins. Þar átti að standa: „Það var svo 2. nóvember 1913 sem fyrsta tölublað Morg- unblaðsins kom út og fékk Gunnar að selja fyrstu eintökin, 70 blöð fór hann með út og voru þau beinlínis rifin úr höndum hans, eins og hann sagði sjálfur frá síð- ar.“ Hjá Agli Vilhjálmssyni hf. var styrktar- og menn- ingarsjóður. Sönglist þeirra félaga hjá fyrir- tækinu var stundum iðk- uð í smurhúsinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. STJÖRNUSPA c.ftir Frances Drakc * * TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Áhuga- mál þín eru mörg og þú átt auðveit með að tryggja þér stuðning annarra. Hrútur j21. mars - 19. apríl) Þú verður mikið á faralds- fæti næstu vikurriar og þarft mörgu að sinna. Forðastu deilur við ástvin í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér tekst að bæta afkomuna á komandi vikum. Láttu það ekki koma niður á eigin vinnu jó þú þurfir að leysa vanda vinar. Tvíburar (21.maí-20.júni) Forustuhæfileikar þínir fá að njóta sín næstu vikumar. Þú átt mjög annríkt og hefur lít- inn tíma til að sækja manna- fundi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Mörg verkefni þarfnast at- hygli þinnar á komandi vik- um og þú hefur lítinn tíma aflögu. Ættingi á við vanda að stríða. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú nýtur mikilla vinsælda næstu vikurnar. Óvænt fyrir- staða getur komið upp í sam- bandi við samninga um fjár- mál. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vinnan er í fyrirrúmi á kom- andi vikum og þú hlýtur við- urkenningu fyrir framlag þitt. Smá ágreiningur kemur upp milli vina. Vog (23. sept. - 22. október) Á næstu vikum era horfur á að þú farir í ferðalag. Þér veitir ekki af hvíld. í kvöld ríkir gagnkvæmur skilningur hjá ástvinum. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) C((j0 Þú tekur mikilvægar ákvarð- anir í fjármálum á næstu vik- um. Vinnufélagi er nokkuð þrasgjarn og veldur þér smá áhyggjum. Bogmaður (22.nóv.-21.desember) ^0 Hagsmunir heimilis og fjöl- skyldu ganga fyrir næstu vikurnar. Varastu aðgerðir sem geta leitt til ágreinings ástvina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nærð mjög góðum árangri í vinnunni næstu vikurnar, en í dag getur þú orðið fyrir einhveijum truflunum. Vertu þolinmæði. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þeir sem eru lausir og iið- ugir geta átt von á að bind- ast á næstu vikum, og ástvin- ir fara oftar út að skemmta sér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú einbeitir þér að þvíað tryggja hag fjölskyldunnar á komandi vikum. Þú ert með einhverjar áhyggjur af pen- ingamálum. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stad- reynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.