Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. ATAKI ATVINNUMÁLUM LISTAHÁTÍÐ SJÁLFSAGT hefur það komið mörgum á óvart, þegar Morg- unblaðið skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að sam- kvæmt gildandi kjarasamningi væri talið, að þróun efnahags- stærða gæfi tilefni til kjarabóta. Ekki sízt vegna þess, að eng- ar þær breytingar hafa orðið í atvinnulífi þjóðarinnar eða efna- hagsstöðu, að kveikt hafi slíkar vonir hjá fólki. Engu að síður er ljóst, að ákvæði gildandi kjarasamninga má túlka á þennan veg við núverandi aðstæður. í framhaldi af því hafa samtök verkalýðshreyfingar og vinnu- veitenda náð samkomulagi um svonefndar eingreiðslur 1. júní, sem talið er að kosti atvinnulífið um 600 milljónir króna. Þær kosta ríkissjóð 100-200 milljónir og sveitarfélögin töluverða upphæð, en Árni Sigfússon, borgarstjóri, tilkynnti í gær, að borgarstarfsmenn mundu að sjálfsögðu hljóta sömu kjarabætur og aðrir af þessu tilefni. Það er hins vegar skynsamleg niðurstaða hjá ríkisstjórninni að uppfylla þetta ákvæði kjarasamninganna með sérstöku .átaki í atvinnumálum. Sanngjarnt er, að svigrúmið, ef það er á ann- að borð fyrir hendi, sé notað til þess að draga úr atvinnu- leysi, fremur en að nota það til kauphækkana til þeirra, sem hafa fulla vinnu. Sérstaka athygli vekur sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir svonefndri flýtifyrningu fyrir fyrirtæki á þessu ári og því næsta. Þessi ákvörðun er mikil viðurkenning fyrir þær tillögur, sem Árni Sigfússon, borgarstjóri í Reykjavík, lagði fram fyrir nokkrum vikum um aðgerðir í atvinnumálum og Sjálfstæðismenn hafa barizt fyrir í þeirri kosningabaráttu, sem nú stendur yfir. Fæsta hefði grunað, að þessar hugmyndir mundu fá svo skjótan framgang. En sú hefur orðið niðurstaða ríkisstjórnarinnar og fer ekki á milli mála, að þar með skapast alveg ný viðhorf í fjárfestingum fyrirtækja. Flýtifyrningar kosta ríkissjóð að sjálfsögðu peninga. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir í Morgunblaðinu í dag, að ómögulegt sé að meta, hve mikla fjármuni þessi aðgerð kosti. Hitt fer ekki á milli mála, að flýtifyrningar hljóta að verka mjög hvetjandi á atvinnulífið að fara út í nýjar fjárfestingar á þessu ári og því næsta. Þetta eru raunhæfar aðgerðir í atvinnu- málum, mun raunhæfari en margt af því almenna tali, sem einkennir málflutning stjórnmálamanna m.a. í þeirri kosninga- baráttu, sem nú stendur yfir. Borgarstjórinn í Reykjavík getur hins vegar með réttu bent á, að hugmyndir þær og tiilögur, sem hann hefur sett fram komi að þessu leyti til framkvæmda þegar í stað og geta haft veruleg áhrif í þá átt að auka fram- kvæmdir í landinu og þar með atvinnu. Fyrir nokkrum vikum lýsti Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, þeirri skoðun sinni, að tímabært væri að gera átak í vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur ríkis- stjórnin gert þessa skoðun samgönguráðherra að sinni með því að lýsa því yfir, að kannaðir verði möguleikar á slíkum fram- kvæmdum með sérstakri fjármögnun. Sameiginlega hafa því borgarstjórinn í Reykjavík og samgönguráðherra sett fram til- lögur á undanförnum vikum, sem verða að veruleika á næstu mánuðum og munu augljóslega auka töluvert eftirspurn eftir vinnuafli. Um þetta sagði Árni Sigfússon, borgarstjóri, m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það sem við settum fram var að með þessum flýtifyrningum yrðu fyrirtækin hvött til að hraða fjár- festingum og það mætti afskrifa hraðar fjárfestingar sem ráð- izt yrði í næstu eitt til tvö ár. Mér sýnist þetta vera á sömu nótum og það mun skapa nýjan þrótt í framkvæmdir og þá ekki sizt þessi stórverkefni í vegagerð í borginni. Með því fáum við þann stuðning, sem við höfum beðið eftir til að ráðast í slík verkefni." Vaxtastigið hefur augljóslega hamlað framkvæmdum. En undanfarna mánuði hafa vextir lækkað verulega og ástæða til að ætla, að framhald geti orðið á því. í Morgunblaðinu í dag er frá því skýrt, að sparisjóðirnir hafi riðið á vaðið með frek- ari vaxtalækkun, sem koma mun atvinnulífinu sérstaklega til góða. Væntanlega fylgja aðrar lánastofnanir á eftir á næstu vikum. Nauðsynlegt er að vextir lækki enn frekar. Ef saman fara frekari vaxtalækkun, flýtifyrning og aðrar aðgerðir ríkis- stjórnar til að örva fjárfestingu má búast við árangri. En í þeim efnum megum við ekki gleyma nauðsyn þess, að sterku aðhaldi verði eftir sem áður beitt í öliu efnahagskerfinu til þess að koma í veg fyrir, að verðbólgubálið kvikni á nýjan leik. VIÐAR Gunnarsson í hlutverki Högna í Ragnarökum. Myndin er tekin á annarri æfingunni á Stóra sviði Þjóðleikhússins og söngvararnir ekki komnir í fullan skrúða. Morgunblaðið/Sverrir ALDREIOF MIKIÐ AF GÓÐUM HLUTUM THEATRE de Complicite er æði sér- GERRY Mulligan kemur stakur leikhópur sem verður með sýn- með hljómsveit sína og ingu í Borgarleikhúsinu. leikur í Háskólabíói. Listahátíð 1994 hefstum næstu helgi. Súsanna Svavarsdóttir skoðar það sem hæst ber á há- tíðinni, lítur yfir kostnað- inn og á hvern hátt at- riði Listahátíðar koma inn í dagskrána. Kristinn Sigmundsson taka þátt í flutningnurh. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vánská og kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Fjölmargar myndlistarsýningar verða í boði meðan á Listahátíð stend- ur. Af íslenskri myndiist má nefna sýningu Sigurðar Guðmundssonar í Gallerí Sólon íslandus, sýningu á verkum Jóns Engilberts í FÍM-saln- um og á verkum Dieters Roth í Ný- listasafninu. Sex gullsmiðir sýna í Norræna húsinu, verk Helga Þorgils Friðjónssonar verða í Listasafni ASÍ og myndlistarsýning barna og ungl- inga í Ráðhúsinu. Að Kjarvalsstöðum verður sýning sem ber heitið íslensk samtímalist og í Listasafni íslands verður sýningin Frá Alþingishátíð til Lýðveldisstofnunar. í heildina ætti því að vera hægt að fá gott yfirlit yfir ýmsa þætti myndlistar á seinustu áratugum. Af erlendum gestum i myndlistinni ber líklega hæst sýningu Ilja Kabakovs í sýningarsalnum Önn- ur hæð. Leikhúsin leggja fram sinn skerf til að gera hátíðina sem ánægjuleg- -asta. Frá 1. til 6. júní verður barna- leikhúshátið, þar sem bæði vérða leik- in verk og brúðusýningar í boði. Auk þess kemur danskur leikhópur, sem sýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm gamansama sýningu um stríð og frið, sem heitir Litla nornin. Leikhúsið Frú Emilía sýnir Macbeth, Leikfélag Akureyrar sýnir BarPar í Lindarbæ og í lok Listahátíðar kemur breski leikhópurinn Theatre de Complicite og sýnir The Street of Crocodiles í Borgarleikhúsinu. Þar verður einnig sýning íslenska dansflokksins, Lýð- veldisdansar. Kostnaður Kostnaður vegna Listahátíðar er áætlaður rúmlega 70 milljónir. Þar af er áætlað að aðgangseyrir skili ríflega 18 milljónum, sameiginlegar tekjur vegna dagskrárgerðar tæpum þremur milljónum og aðildargjöld um 500 þús- und krónum. Framlag Reykjavíkur- borgar til hátíðarinnar er 15 milljónir og sama upphæð kemur úr ríkissjóði. Styrkir til dagskráratriða nema rúm- lega 19 milljónum. Stærsti útgjaldalið- urinn er vegna þóknunar til lista- manna, eða rúmar 26 milljónir, en taka ber fram að Listahátíð greiðir ekki kostnað af öllu því sem í boði er með- an á hátíðinni stendur. Kostnaðurinn við uppsetningu Niflungahringsins er þar einn stærsti liðurinn, en af henni greiðir Listahátíð 11 millj. Uppfærslan sjálf kostar þó á milii 35 og 38 milljón- ir. Aðrir þátttakendur í kostnaði vegna uppfærslunnar eru Þjóðleikhúsið, ís- lenska óperan, Sinfóníuhljómsveit Is- lands, auk ijölmargra fyrirtækja og stofnana, bæði hér heima og erlendis. Listahátíð sem samheiti Atriðin á Listahátíð koma til með þrennu móti: í fyrsta lagið leitar Lista- hátíð eftir vissum listamönnum til að koma fram á hátíðinni. Listahátíð á frumkvæði að þessum atriðum, ber fulla ábyrgð á framkvæmd þeirra, auk þess að bera kostnað af þeim. I öðru lagi eru á Listahátíð atriði sem boðin eru fram af einstaklingum, hópum eða stofnunum. Þeir sem bjóða atriðin fram bera alla ábyrgð á þeim framkvæmdalega og fjárhagslega en þiggja ákveðna upphæð að styrk frá Listahátíð. í þriðja lagi eru atriði sem aðrir en Listahátíð sjá um. Eru viðkomandi aðilar eða stofnanir þá alfarið ábyrgir fyrir framkvæmd og fjárhag atriðanna en Listahátíð tekur þá inn á dagskrá í sameiginlegri kynningu á hátíðinni, auk þess að sjá um miðasölu í mörgum tilvikum. Fyrirkomulag þetta hefur ríkt um árabil. Hins vegar hefur hlutur inn- lendrar listsköpunar aukist á seinustu árum og að sögn forsvarsmanna Lista- hátíðar er þajð glöggt dæmi um hið gróskumikla listalíf sem hér hefur þróast á seinustu árum. Með því að Listahátíð gerist einskonar samnefn- ari fyrir þá listviðburði sem eiga sér stað í Reykjavík í júnímánuði annað hvert ár, greiðir það fyrir því að koma á framfæri atriðum, sem ekki er ljóst fyrr en mjög seint að verði tilbúin. Sú umræða hefur gjarnan risið í kjölfar Listahátlðar að hún sé of dýr fyrir þjóðina og hana beri að leggja niður. Er þá gjarnan miðað við heild- arkostnað. En ef litið er til þess að aðeins 30 millj. af almannafé fara til reksturs hátíðarinnar, og það annað hvert ár, er erfitt að færa rök fyrir því að svo sé. Eða er réttlætanlegt að leggja Borgarleikhúsið niður vegna þess að reksturinn kostar Reykjavíkurborg um 100 millj. á ári, eða Þjóðleikhúsið vegna þess að reksturinn kostar ríkissjóð um 300 millj. á ári. Sú gagnrýni hefur einnig komið fram, að hingað komi orðið svo mikið af listamönnum á heimsmælikvarða að Listahátíð sé óþörf. Ekki ómerkari þjóð en Finnar, sem eiga líklega fremstu tónskáld og hljómsveitarstjóra á Norðurlöndum í dag, halda 70 tónlist- arhátíðir á hveiju sumri. Það er íhug- unarefni hvort það er þess vegna sem þeir eiga listamenn sem skara fram úr. Þeir telja nefnilega ekki hægt. að gera of mikið af góðum hlutum og vita að lífsgæði kosta peninga. Á Listahátíð i Reykjavík er boðið upp á það besta sem hægt er að fá hveiju sinni. Ef þörf er á einhveijum breytingum á hátíðinni, hljóta þær breytingar að lúta að þeim tíma sem framkvæmdastjóm hennar hefur til undirbúnings hverju sinni. Það mætti spyija hvort ekki væri skynsamlegra að gefa henni lengri tíma til undirbún- ings, til dæmis fjögur til sex ár. Væri það kostur, vegna þess að margir lista- menn eru bókaðir þrjú til fimm ár fram í 'tímann. Tii dæmis væri hagur að því að framkvæmdastjóm Listahátíðar 1996 væri langt komin með skipulagn- ingu nú þegar og að framkvæmda- stjóm hátíðarinnar 1998 væri þegav farin að þreifa fyrir sér - jafnvel þótt hátíðin yrði eitthvað dýrari. Það er nefnilega ekki hægt að kaupa heiminn fyrir ekki neitt - og það strax. Listahátíð í Reykjavík 1994 hefst næstkomandi föstu- dag, 27. maí. Hátíðin stend- ur til 27. júní og verður að vanda margt áhugavert í boði fyrir áhugafólk um listir. Ber þar fyrst að nefna óperuna Niflungahringinn, eft- ir Wagner, sem verður frumsýnd á setningardag hátíðarinnar, klukkan 18 Eins og fram hefur komið í frétt- um, verða einnig tónleikar með Krist- jáni Jóhannssyni, Vladimir As- hkenazy og Erling Blöndal Bengts- syni á hátíðinni, en þeir eru heiðurs- gestir hennar, ásamt Wolfgang Wagner. Það má segja að tónlistarhluti há- tíðarinnar sé einkar íjölbreyttur því þar er að finna einleikstónleika, kam- merverk, sinfóníutónleika, djass og popptónlist. Hinn heimsþekkti fiðlu- leikarjlgor Oistrakh leikur á tónleik- um i íslensku óperunni og saxófón- leikarinn Gerry Mulligan kemur fram á tónleikum í Háskólabíói, ásamt kvartett sínum. En það verða fleiri saxófónar á dagskrá Listahátíðar, því Ny Dansk Saxofonkvartet verður með tónleika í Norræna húsinu. Af íslenskum verkum ber hæst frum- flutning á verki Atla Heimis Sveins- sonar, „Tíminn og vatnið". Flytjendur verksins eru Kammersveit Reykjavík- ur, kór og einsöngvararnir Marta Halldórsdóttir, Bergþór Pálsson og Sverrir Guðjónsson. Stjórnandi er Paul Zukofsky. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur níundu Sinfóníu Beet- hovens, ásamt Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð, auk þess sem einsöngvararnir Marta Halldórsdóttir, Rannveig Bragadóttir, Kolbeinn Ketilsson og LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 27 Jacqueline Kennedey Onassis, ekkja Johns F. Kennedys og Aristotelesar Onassis, látin úr krabbameini, 64 ára að aldri i „Drottning“ Bandaríkjanna öll Jacqueline Bouvier var fædd 28. júlí 1929 á ÍJing Island, eldri dótt- ir Johns „Black Jacks“ Bouviers, auðugs bankastjóra. Jacqueline giftist John F. Kennedy, ungum og metnaðargjörnum öldungadeildar- þingmanni, árið 1953. Þau eignuð- ust þrjú börn, Caroline, John og Patrick, sem dó skömmu eftir fæð- ingu. Kennedy sigraði naumlega í for- setakosningunum árið 1960 ogtóku Bandaríkjamenn fljótlega ástfóstri við hin ungu og glæsilegu forseta- hjón, haft var á orði að Jackie, eins og hún var ávallt kölluð, væri í raun fyrsta forsetafrúin. Fræg varð opinber heimsókn Kennedy-hjón- anna til Frakklands, þar sem þau unnu hug og hjörtu Frakka. Vár það ekki síst þakkað Jacqueliné, sem heillaði alla með þokka sínum og framkomu. Forsetamorð Sviplegur endir var bundinn á forsetatíð Kennedys er hann var skotinn í Dallas 22. nóvember 1963 er hann ók í opnum bíl um götur borgarinnar með Jacqueline sér við hlið. Hún átti óskipta samúð þjóðar- Fyrirmyndarfjölskyldan KENNEDY-hjónin ásamt dótturinni Caroline. Tóku Bandaríkjamenn fljótt ástfóstri við hin ungu og glæsilegu forsetahjón og börn þeirra, John og Caroline. Gifting í Grikklandi HJÓNABAND Jacqueline og gríska skipakóngsins Arisfotelesar Onassis 1968, var ákaflega umdeilt og umtalað. Forsetinn látinn HARMI slegin ekkja Kennedys, Jacqueline, við hlið Lyndons B. Johnsons er hann sver embættiseið for- seta Bandaríkjanna, nokkrum mínútum eftir dauða Kennedys. munasöfnun. Síðustu árin starfaði hún við bókaútgáfu, lengst af hjá Doubleday í New York. Þótti hún glögg og nákvæm í vali sínum á bókum og ósérhlífm í starfi. Jacquline var aila tíð í sviðsljós- inu, þó nokkuð hafi dregið úr ágangi fjölmiðla hin síðari ár. Helst var fundið að hjónabandi hennar og Onassis, svo og eyðslusemi hennar en að öðru leyti fóru fjöl- miðlar fremur mjúkum höndum um Jacqueline. Hún baðst undan sífelldu umtal- inu, sóttist eftir einveru og tima til að eyða með fjölskyldu sinni, sam- býlismanninum Maurice Temiiel- mann, belgískum gyðingi og millj- ónamæringi, börnum og barnabörn- um. Sögðu vinir hennar að á síðustu árum hefði hún verið sátt, hún hefði öðlast þá lífsfyllingu sem hún hefði lengi þráð eftir stormasamt líf, sem markað var þungum áfóllum. Konan sem margir Bandaríkjamenn töldu komast næst því að vera drottning þeirra er látin. Jacqueline Kennedy verður minnst fyrir þann glæsileika sem einkenndi hana og fyrri eiginmann hennar, John F. Kennedy, forseta. Henni hafði verið fyrirgefið „gríska hliðarsporið“, hjónaband hennar og skipakóngsins Onassis, og naut hún síðustu ár virð- ingar sakir eigin verðleika. Ijanúar sl. uppgötvaðist að Jacqueline væri með eitla- krabbamein og gekkst hún undir lyfja- og geislameðferð. Voru henni gefnar góðar vonir um bata en í vikubyijun var hins vegar ljóst að ekki varð við neitt ráðið og útskrifaði Jacqueline sig sjálf af sjúkrahúsi í New York á þriðju- dag, kvaðst vilja deyja heima. Hlaut hún síðustu smurningu á fimmtu- dagskvöld og var öll skömmu síðar. Börn hennar, John F. Kennedy yngri og Caroline Kennedy Schloss- berg, og fylgdarmaður hennar um langt skeið, Maurice Tempelmann, voru við dánarbeð hennar. Meðal þeirra sem minntust hinn- ar látnu var Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, sem sagði hana hafa verið fyrirmynd þjóðarinnar hvað hugrekki og virðugleika varðaði og sagði hana fremur en nokkra aðra konu hafa hrifið þjóðina og um- heiminn með gáfum sínum, glæsi- leik og þokka. Lady Bird Johnson, ekkja Lynd- ons B. Johnsson, sagði hana hafa verið ímynd fegurðar og glæsileika. „Fyrsta forsetafrúin“ Síðustu árin var Jacquel- ine sátt í v starfi sínu og einkalífi. innar í kjölfar andláts Kennedys, varð nokkurs konar táknmynd sorgarinnar sem menn báru í bijósti vegna morðsins. Því álitu margir það nánast helgispjöll, er tilkynnt var að Jacquleine hyggðist giftast gríska skipakóngnum og glaumgos- anum Aristoteles Onassis árið 1968. Margir töldu þá ákvörðun Jacqueline um að giftast að nýju, til marks um að henni hefði ekki tekist að finna sína réttu hillu í líf- inu og að hún hyggðist hrista af sér helgisögn, að byggja upp nýtt og betra líf. Bandaríska blaðið Washington Post sagði þá að hvað sem menn hefðu um ákvörðun Jaqueline að segja, yrði hennar jafnan minnst fyrir þá hugprýði er hún sýndi á örlagastund. Kjarkur hennar og aðdáunarverð stilling hafi verið bandarísku þjóðinni ómetanlegur styrkur eftir dauða Kennedys. Ekki liðu ínörg ár þar til brestir komu í hjónaband Jacqueline og Onassis og höfðu þau ákveðið skiln- að nokkram mánuðum áður en hann lést árið 1975. Lífsfylling Jacqueline var listræn að eðlis- fari, hafði yndi af bóklestri og list- j 4 I i í' 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.