Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 44
44 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Það bera ekki
allar konur
kjól sem þenn-
an.
Flestir kann-
ast við Tori
Spelling í hlut-
verki Donnu
Martin í „Be-
verly Hills
90210“.
►HELSTA áhugamál leikkon-
unnar Tori Spelling, sem ís-
lenskir sjónvarpsáhorfendur
þekkja úr þáttunum „Beverly
Hills 90210“, er að kaupa inn.
Hún elskar að þræða verslanir
eftir dýrustu breiðgötum Bev-
erly Hills með krítarkort í tösk-
unni. Allir fataskápar eru yfir-
fullir af fötum, enda eyðir hún
um 560.000 ísl. krónum í föt á
mánuði. Hún fær dágóða upp-
hæð fyrir vinnu sína, þannig að
hún á í litlum vand-
ræðum með að
borga reikning-
ana, auk þess
sem hún er
dóttir Aaron
Spelling,
eins ríkasta
manns
heims. Sjálf
segirTori
Spelling: „Ég
hef einfaldan
og klassískan
smekk. Ég
held upp á
föt sem
hægt er
að nota ár
eftir ár,
en leitast
ekki sér-
staklega
við að fara
eftir tískunni.“
Spelling segist gera
lítið af því að fara út á
lífið af hræðslu við
slúðurdálkana og
kveðst hvorki reykja
né drekka. Hún hefur
verið á föstu í tvö ár
með Nick Savalas,
^jyni sjónvarpsstjörn-
unnar Telly Savalas,
sem flestir þekkja
betur undir nafninu
„Kojak“.
Eltist ekki við tískuna
en eyðir samt ríflegri
hálfri milljón íslenskra
króna í fatainnkaup á
mánuði
HASkÓLABIO
SÍMIZ2I40
Háskólabíó
UPP A LIF OG DAUÐA
ÍSKALDUR SUMARSMELLUR
A ystu nöf er engrar
undankomu auðið
RUTGER HAUER
UPP Á LÍF OG DAUÐA ER HVÍTASUNNUTRYLLIRINN í ÁR.
ÆSILEG SPENNUMYND SEM GERIST í JÖKULKÖLDUM
AUÐNUM ALASKA.
Islensk náttúra
'Véi
! iJ?J ÍP* * frtf 1
. , ,, . Morgunblaðið/Ragnhildur Gunnarsdóttir
LAGT AF stað í gróðursetnmgu.
Lofsvert fram-
tak í Þórsmörk
Á göngu um Þórsmörk.
UMLUKIN jöklurrf og beljandi
ám liggur Þórsmörk, eitt af fal-
legustu og tignarlegustu svæð-
um Suðurlands. Undanfarin þrjú
ár hefur Rauði kross Islands
haldið námskeið fyrir 13 til 18
ára unglinga í samvinnu við
Landgræðsluna, Skógræktina,
Ferðafélag íslands og Útivist.
Hugmyndin með þessum nám-
skeiðum er sú að kenna ungling-
um að bera virðingu fyrir náttúr-
unni. Það er gert með því að
láta þá vinna að uppgræðslu
Þórsmerkur. Áhersla er lögð á
samvistir við umhverfið og að
njóta náttúrunnar sjálfrar. Ungl-
ingum er gefin hlutdeild í einni
af okkar helstu náttúruperlum,
Þórsmörk, með þessari reynslu,
þar sem þeir fá að leggja eitt-
hvað sjálfír af mörkum til upp-
hyggingarstarfs. Þegar þeir
koma til með að ferðast seinna
meir um íslenska náttúru eru lík-
ur á að þeir umgangist hana af
meiri virðingu og nærfærni en
ella.
Tónlist
MUNKUNUM er ekkert gefið um alla þá athygli sem þeir hafa hlotið að undanförnu.
Spænsku munkunum ekk
ert gefið um frægðina
ÞRÁTT fyrir að spænsku munk-
arnir í klaustrinu Santo Domingo
de Silos hafí komist á fjölda vin-
sældarlista á undanförnum mánuð-
um með plötum sínum og fjölmiðla-
fólk sem aðrir keppist um að nálg-
ast þá láta þeir sér fátt um fínnast.
Þeir kjósa að ganga til bæna og
starfa án afskipta umheimsins.
„Það var ekki þessi athygli sem
þeir bjuggust við að fá þegar þeir
gengu í klaustrið," sagði ábótinn
í viðtali fyrir skömmu. „Við erum
ekki fagmenn í tónlist heldur lofum
við guð með þessum hætti."
Margir urðu frá að hverfa
Það eina sem fólk getur gert til
að sjá og heyra munkana er að
sækja messu. Fór svo á pálma-
sunnudag að kapellan fylltist hálf-
tíma áður en messan hófst, þannig
að margir urðu frá að hverfa jafn-
vel þótt þeir hafi keyrt langa leið
til klaustursins.
Afstressandi tónlist
Talsmenn útgáfufyrirtækisins
EMI útskýra vinsældir munkanna
á þann veg að gregorískur söngur
þeirra sé sú andlega fæða sem
stressaðir jarðarbúar leiti eftir.
Vestrænt fólk hafi misst trúna á
sjálft sig og því sé það tilbúið að
leita nýrra leiða auk þess sem tón-
listin hafi róandi og jákvæð áhrif
á fólk.
Clemente Serna ábóti í Santo
Domingo de Silos með nokkr-
ar af þeim fjölda platínplatna
sem munkarnir hafa fengið
afhentar.