Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 9 FRÉTTIR Geitungar fyrr á ferð og verða líklega fleiri en í fyrra HUNANGSFLUGA var sögð vera grimmur geitungur og geitungur sagður meinlaus á forsíðu Daglegs lífs í gær. Myndir víxluðust í þess- ari frétt og hunangsfluga þannig höfð fyrir rangri sök. Fjölmargir les- endur höfðu samband við blaðið og bentu á mistökin og eru myndirnar birtar hér aftur um leið og velvirð- ingar er beðist. Hunangsflugur stinga varla nema þeim sé ógnað, en geitungar eru grimmari og geta stungið fyrirvara- laust. Hunangsflugur hafa verið á sveimi í um það bil mánuð, en geitungar eru nývaknaðir af dvala. Þessar tegundir eru ólíkar í útliti, þó báðar séu gular og svart- ar. Hunangsfluga er kafloðin en ekki geitungur. Misjafnlega góðir grannar „Miðað við reynslu fyrri ára koma geitungar óvenju snemma í ár,“ seg- ir Erling Ólafsson skordýrafræðing- ur. „Ég geri ráð fyrir að geitungar verði áberandi á höfuðborgarsvæð- inu í sumar. Þeir hafa oft valdið talsverðum óskunda og sumir eru viðkvæmir fyrir stungusárum þeirra. Þess vegna er geitungabúum oft eytt. Hunangsflugur eru aftur á móti góðir grannar og því er ekki ástæða til að eyða búum þeirra." Erling hefur eytt geitungabúum á höfuðborgarsvæðinu frá 8. ára- tugnum. „Undanfarin fjögur ár hef- ur geitungum fjölgað á höfuðborgar- svæðinu, en síðustu tvö ár hefur þeim fækkað verulega á Norður- landi. Pjöldi þeirra ræðst að miklu leyti af veðurfari og fjöigar þeim eftir því sem hlýrra er í veðri. Ég fjarlægi geitungabú í heilu lagi, að nóttu til, þegar allir íbúar þess eru inni. Þeir enda á rannsókn- arstofu, þar sem ég tel einstakling- ana og greini í drottningar, karldýr og þernur. Hlutfall þar á milli segir til um framvindu búana, en algengt er að 500-700 geitungar séu í hverju búi, sem ég fjarlægi. í stærsta búi sem ég hef eytt bjuggu yfir 2.000 geitungar. Mjúk ogmeinlaus Hunangsflugur eru góðir grann- ar, að sögn skordýrafræðingsins og stinga varla nema tilneyddar. Þær eru bústnar og loðnar. Morgunblaðið/Erling Ólafsson Harður og illskeyttur GEITUNGAR eru grimmari og geta stungið fyrirvaralaust. Þeir eru mjóslegnir og lítt hærðir. Franskir sumarbolir og pils TKfifi. NEÐST VIÐ ■ má 1* KV V DUNHAGA, I S. 622230. Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Nýr brjóstahaldari frá ABECITA Hrein bómull. Hentar vel konum með bam á brjósti og á meðgöngutíma. Stærðir: 75-100 B C D E skálar. Verð kr. 2.750 (spangalaus) kr. 2.850 (með spöng) Mini-bangsi í kaupbæti. Postsendum. SSaetpa&ep/ /-. /Srt* ///7-f ÓTI mamina BOURJOIS Kynning á Bourjois snyrtivörum Hagkaup, Skeifunni í dag laugardaginn 21. maí kl, 14-18 Verið velkomin! Norrænir byggðaráðherrar og samstarf á N-Atlantshafsvæðinu Rætt um samvinnu við bresku eyjarnar og Skota Kaupmannahöfn. Morpunblaðið. A FUNDI norrænna byggðaráðherra í Reykjavík undir forystu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra var ákveðið að leggja drög að samvinnu um Norður-Atlantshafssvæðið, eink- um hvað varðar nýtingu hafsins. Hugmyndin er einnig að ná sam- starfí á þessu sviði við bresku eyjarn- ar og Skotland í framtíðinni. Frum- kvæðið er komið frá Færeyingum, en eitt af áhugamálum íslendinga, sem nú fara með forystu í norrænu samstarfi, er einmitt norrænt sam- starf á norðurslóð og samstarf við norðlæg ríki utan Norðurlanda. Það er ekki síst rík áhersla á samstarfið í Eystrasalti sem hefur ýtt undir áhuga á þessu norðlæga samstarfi. Að sögn Johs. Kolltveit deildar- stjóra hjá Skrifstofu norrænu ráð- herranefndarinnar í Kaupmanna- höfn er áhugi á að víkka út sam- starf íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga, svonefnt vestur-norrænt samstarf og draga inn strandhéruð Noregs, norðan 62. gráðu. Einnig er áhugi á að ná samstarfi við bresku eyjarnar og Skotland, þannig að um sé að ræða Norður-Atlantshafssam- starf um nýtingu hafsins. Til mótvægis við samstarf við Eystrasaltsríkin Undanfarið hefur samstarf Norð- urlandanna við Eystrasaltsríkin ver- ið eflt og samstarfið þar nær einnig til annarra landa, til dæmis í Eystra- saltsráðinu, sepi íslendingar eiga ekki aðild að. Áhersla á þetta sam- starf hefur ýtt undir áhuga norðlæg- ari svæða á að koma upp hliðstæðu samstarfi sín á milli og þá einnig við þjóðir utan Norðurlandanna. Á fundinum lýsti Thomas Arabo landstjórnannaður í Færeyjum áhyggjum, sem óhjákvæmilega hlytu að koma upp í Færeyjum, á Græn- landi og Islandi, ef fjögur Norður- landanna ganga í Evrópusambandið. Styrkt Norður-Atlantshafssamstarf gæti komið löndunum að gagni, ef áherslan í norrænu samstarfi flytti REIKI- - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. 24.-26. maí, 2. stig, kvöldnámskeið. 28. og 29. maí, 1. stig, helgarnámskeið. Upplýsingar í síma 33934. Þeir, sem eru á biðlista, vinsamlega staðfesti pöntun. Guðrún Ólacfóttir, reikimeistari. NÁMSKEHI JjaTBOL Rakel Halldórsdóttir stjórnmálafræðinemi og fyrirsæta Óskar Sigurðsson nemi og handknattleiksmaður Hjálmar Öm Pétursson atvinnulaus Þórdís Edwald badmintonkona Tyrfingur Kárason verkamaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.