Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
BRYNJÓLFUR Mogensen, yfirlæknir, skýrir hér fyrir Ólafi
Ólafssyni, landlækni, þær tækniframfarir sem verða með nýju
röntgentækjunum.
Borgarspítalinn
Endurbætt röntgen-
deild tekin í notkun
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Yiðbygging leikskóla í Eyjum
RÖNTGENDEILD Borgarspítalans
hefur verið tekin í notkun eftir
breytingar og endurbætur á tækjum
og húsnæði. Breytingamar kostuðu
rúmlega 70 milijónir króna.
Að sögn Amar Smára Amalds-
sonar, yfírlæknis á myndgreining-
ar- og rannsóknardeild Borgarspít-
alans, var orðið löngu tímabært að
endurbæta deildina. Geislavamir
ríkisins hefðu gert alvarlegar at-
hugasemdir við tækin fyrir tveimur
ámm, auk þess sem viðhaldskostn-
aður hefði verið mikill.
Með endurbótunum á húsnæðinu
hefur aðstaða fyrir starfsfólk og
sjúklinga verið bætt. Svo dæmi sé
tekið hefur gangurinn á deildinni
verið breikkaður, en hann var áður
svo þröngur að erfitt var að keyra
rúm um ganginn. Sjúklingar hafa
fengið litla biðstofu, en áður þurftu
þeir að bíða á ganginum.
Eftir breytingamar eru þijár
stofur á röntgendeildinni með þrem-
ur nýjum röntgentækjum. Auk þess
er á deildinni ný framköllunarvél
sem hægt er að vinna við í dags-
ljósi. Þá er ónefnd vél sem endur-
vinnur framköllunarvökva, en það
sparar peninga og dregur úr notkun
spilliefna.
Félagsráðgjafar
Stofnun
fagfélags
undirbúin
FYRIRHUGAÐ er að boða til stofn-
fundar Félags háskólamenntaðra
fjölskylduráðgjafa miðvikudaginn
25. maí nk. Stofnfundurinn verður
haldinn í Háskóla íslands, Tækni-
garði og hefst kl. 20.30.
Samin hafa verið drög að lögum
fyrir félagið. Þar er m.a. greint frá
tilgangi félagsins og frá inntöku-
skilyrðum sem ætlast er til að fé-
lagsmenn uppfylli. Inntökuskilyrðin
eru m.a. þriggja ára háskólanám, ■
5 ára starfsreynsla í fjölskylduvinnu
og sérmenntun og/eða framhalds-
nám í fjölskyldumeðferð.
Tilgangur félagsins er að vera
fagfélag og sameiginlegur vett-
vangur þeirra sem stunda eða hafa
stundað fjölskyldumeðferð. Þá vill
félagið minna á gildi fjölskyldunnar
og mikilvægi hennar fyrir vellíðan
einstaklingsins m.a. með því að
stuðla að sem mestu samstarfi við
íjölskyldur á þeim vettvangi sem
félagsmenn starfa við.
Félagsráðgjafar, sáifræðingar og
fleiri sem luku tveggja ára fjöl-
skyldumeðferðarnámi við Háskóla
íslands 1992 hafa unnið að stofnun
þessa fagfélags.
Vestmannaeyjum - Tekinn hefur
verið í notkun seinni áfangi við-
byggingar við leikskólann
Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.
Byggingin er 318 fm að stærð
og með tilkomu hennar bætast
við 34 leikskólapláss fyrir böm
í Eyjum. Aðalverktaki var Einar
Birgir Einarsson.
FERJULEIÐIR í samvinnu við
Reykjavíkurhöfn býður upp á nýjung
um hvítasunnuhelgina þ.e. stuttar
sjóferðir á fb. Skúlaskeiði.
Farið verður úr Suðurbugt neðan
við Hafnarbúðir og siglt í eina og
hálfa klukkustund um sundin og að
Ólafur Lárusson, formaður
félagsmálaráðs, segir að með
þessum áfanga aukist þjónusta
við börain mikið. Þá hafi tekist
að stytta biðlista eftir leikskóla-
plássum um fjórung.
Myndin var tekin þegar Ólafur
Lárusson afhenti Hrönn Egils-
dóttur, ieikskólastjóra, lyklana.
eyjum á Kollafirði. Þá verður fuglalíf
og botndýralíf fjarðarins skoðað og
siglt verður t.d. upp undir mikla lunda-
byggð og vitjað um botndýragildrur.
Farið er úr Suðurbugt kl. 14, 16
og 18 laugardag, sunnudag og
mánudag.
Fj ölskyldusj ófer ðir
um hvítasunnuhelgina
WtÆkWÞAUGL YSINGAR
Bókavörður
Bókavörð vantar til starfa við Bókasafn
Háskólans á Akureyri í hálft starf frá miðjum
júlí. Meginstarfssvið hans verður upplýsinga-
og neytendaþjónusta og er það skilyrði að
viðkomandi hafi háskólapróf í bókasafns-
fræði og/eða öðrum greinum tengdum rann-
sókna- og fræðasviði háskólans.
Launakjörfara eftir samningi Félags háskóla-
kennara á Akureyri.
Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um
menntun og starfsferil, sendist fyrir 15. júní
til yfirbókavarðar, Háskólanum á Akureyri,
Þingvallastræti 23, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirbóka-
vörður í síma 96-30900.
Hjúkrunarfræðingar
- atvinna á Hornafirði
í Skjólgarð vantar okkur hjúkrunarfræðinga
við sumarafleysinga nú í sumar. Einnig er
laus ein staða hjúkrunarfræðings.
Skjólgarður er með 32 rúm á hjúkrunardeild
og 13 íbúa dvalarheimili. Auk þess er starf-
andi fæðingardeild á heimilinu með 10-15
fæðingar á ári.
4 hjúkrunarfræðingar eru í starfi í Skjólgarði.
Við bjóðum upp á fríar ferðir og húsnæði
vegna afleysinga, alveg upplagt að eyða
sumarleyfinu í náttúrufegurð og veðursæld
í Austur-Skaftafellssýslu.
Hjúkrunarfræðingi í föstu starfi bjóðum við
fríar ferðir og flutning austur og húsnæði á
hagstæðum leigukjörum.
Allar nánari upplýsingar veita Amalía Þor-
grímsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Ásmundur
Gíslason, forstöðumaður, s. 97-81221/81118.
Skjólgarður,
Höfn, Hornafirði.
Skíðadeild
Fram
Skíðadeild Fram óskar að ráða skíðaþjálfara
fyrir næsta vetur, 1994-1995.
Upplýsingar um menntun og þjálfarastörf
sendist til Skíðadeildar Fram, Safamýri 28,
108 Reykjavík, fyrir 1. júní 1994.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnað-
armál.
Frekari upplýsingar veitir Þöstur Már Sig-
urðsson í síma 91-617172 á kvöldin.
Staða sendikennara
í íslensku
við háskólann í Kiel
Staða sendikennara (lektors) í íslensku við
háskólann í Kiel í Þýskalandi er laus til um-
sóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. októ-
ber 1994 til fjögurra ára.
Kennaranum er ætlað að kenna íslenskt
nútímamál á öllum stigum en einnig gæti
verið um að ræða valfrjálsa kennslu í íslensk-
um bókmenntum síðari alda. Kennsluskylda
verður 12-14 tímar á viku.
Krafist er B.A.-prófs í íslensku en æskilegt
er að umsækjandi hafi lokið kandidats- eða
M.A.-prófi í íslensku og hafi búið á íslandi
undanfarin ár.
Nokkur kunnátta í þýsku er nauðsynleg.
Laun eru greidd skv. launataxta opinberrra
starfsmanna í Þýskalandi, flokki BAT IIA, og
ráðast m.a. af aldri og fjöiskyldustærð.
Umsóknir, sem greini frá námi og störfum
umsækjanda, ásamt skýrslu um ritsmíðar
og rannsóknir, skulu sendar Stofnun Sigurð-
ar Nordals, pósthólf 1220, 121 Reykjavík,
fyrir 20. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
stofnunarinnar í síma 626050 og Gylfi
Gunnlaugsson, sendikennari í síma
90-49-431-526522.
Reykjavík, 16. maí 1994.
Stofnun Sigurðar Nordals.
Vélstjóri
1. vélstjóra vantar á frystitogarann Sigur-
björgu frá Ólafsfirði. Þarf að geta leyst af
sem yfirvélstjóri. Vélarstærð 1980 kW. Að-
eins maður með full réttindi kemur til greina.
Upplýsingar gefa Sigurgeir og Svavar í síma
96-62337.
#
Hjúkrunarheimilið SKJÓL,
Kleppsvegi 64
Laus störf
Hjúkrunarfræðingar
Lausar stöður hjúkrunarfræðinga í sumar-
afleysingar og föst störf, m.a. staða aðstoð-
ardeildarstjóra.
Sjúkraliðar
Lausar stöður sjúkraliða í sumarafleysingar,
hlutastörf. Einnig föst störf.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
688500.
Garð- og
sumarbústaðaeigendur
Yfir 100 tegundir trjáplantna og runna á
mjög hagstæðu verði.
Verðdæmi: Gljámispill kr. 160,-, gljávíðir kr.
95,-, hansarós kr. 390,- ásamt mjög góðu
úrvali sígrænna plantna.
Trjáplöntusalan Núpum,
Ölfusi, v/Hveragerði,
símar 98-34388, 98-34995.
Verið velkomin, opið kl. 10-21 alla daga.