Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 49
3
£
I
>
I
J
I
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Víkingssigur
Víkingar, nýkomnir úr fyrstu
deild, unnu sín fyrstu stig í
2. deild með 1:0 sigri á nýliðunum
í HK, nýkomnum úr
Stefán þriðju deild, í Foss-
Stefánsson voginum í gærkvöldi
sknfar að viðstöddum rúm-
lega 200 áhorfend-
um. Sex leikmenn Víkinga fengu
að líta gula spjaldið.
Gestirnir réðu gangi leiksins í
bytjun og það tók Víkinga hálfan
fyrri hálfieik að komast inní leikinn.
A 44. mínútu greip markvörður HK,
Kristján Karlsson, sendingu frá
samherja en Víkingar skutu yfir
markið úr aukaspymunni.
Víkingar sóttu af krafti eftir hlé
og uppskáru mark á 73. mínútu
þegar dæmd var vítaspyma, er leik-
maður HK handlék knöttinn innan
vítateigs, og Trausti Ómarsson
skoraði örugglega. Eftir markið
þyrptust heimamenn í vömina en
máttu þakka fyrir að fá ekki á sig
mark þegar sóknarlotur HK dundu
á þeim.
Verðskuldaður
sigur KA
KA vann verðskuldaðan 2:0 sigur
gegn Selfossi á KA-vellinum.
Heimamenn sóttu mun meira og um
miðjan fyrri hálfleik
Reynir ®erði BJarni Jónsson
Eiríksson glæsilegt mark með
skrífar skalla eftir horn-
spymu. Selfyssingar
sóttu í sig veðrið síðustu 10 til 15
mínúturnar og virtust ætla að jafna,
en KA rak smiðshöggið á verkið
með marki úr síðustu sókninni, þeg-
ar Þorvaldur Sigbjörnsson skoraði.
Steingrímur Birgisson og Bjarni
Jónsson eru kjölfestan hjá KA, en
Skagamaðurinn Stefán Þórðarson
var mjög ákveðinn og er fengur
fyrir liðið að hafa hann áfram. Sel-
fyssingar náðu sér ekki á strik og
enginn stóð upp úr.
Ivar
Benediktsson
skrífar
Auðvelt hjá
Þrótti
Þróttur, Reykjavík, sigraði ÍR
auðveldlega á heimavelli sínum
í gærkvöldi með þremur mörkum
gegn einu, eftir hafa
leitt, 2:0 í leikhléi.
ÍR ingar komust
aldrei inn í leikinn í
fyrri hálfieik og náðu
aldrei að ógna marki Þróttar. Varn-
arleikur þeirra var óöruggur og
Þróttarar voru klaufar að bæta ekki
við fleiri mörkum í fyrri háfleik.
Eftir þriðja markið bökkuðu
Þróttarar nokkuð og ÍR ingar náðu
að minnka muninn á 50. mínútu
með iaglegu upphlaupi. Leikmenn
Þróttar náðu að spila lipurlega sam-
an, einkum í fyrri hálfleik, en ÍR
voru mjög bitlausir og sköpuðu sér
fá færi og mega teljast heppnir að
sleppa ekki með stærra tap.
Sveinbjörn skor-
aði á 2. mínútu
Sveinbjörn Hákonarson, þjálfari,
varð fyrstur til að skora á ís-
landsmótinu í knattspyrnu í ár.
Hann skoraði þegar
Frá á 2. mínútu eftir lát-
Ágústi lausa sókn Þróttar
Blöndal Neskaupstað gegn
Leiftri í 2. deild
karla í gærkvöldi og bætti siðan
öðru marki við fyrir hlé, en Einar
Einarsson minnkaði muninn í byrjun
seinni hálfleiks.
Fýrir leik var mínútu þögn til
minningar um Guðbjart Magnason,
sem fórst af slysförum í vetur, en
hann lék með Þrótti.
Heimamenn sóttu stíft í fyrri
hálfleik, en gestirnir pressuðu lát-
laust eftir hlé án þess að skapa sér
umtalsverð marktækifæri.
Sveinbjörn var bestur í jöfnu liði
Þróttar og Viðar Þorkelsson var
góður, en Pétur Björn Jónsson var
bestur hjá Leiftri.
Grikkjum vísað úr HM?
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið hótaði knattspyrnusam-
bandi Grikklands í gær að landslið þjóðarinnar fái ekki að taka
þátt í úrslitakeppni HM í sumar, leysist deila sambandsins við
ríkisstjórn landsins ekki fljótlega. Islendingar voru með Grikkjum
í undanriðli, og líklegast er að landslið íslands leiki í Bandaríkjun-
um ef svo ólíklega fer að Grikkir verði ekki með.
Sepp Blatter, framkvæmdastjóri
FIFA, greindi frá ákvörðun
stjórnar sambandsins á blaða-
mannafundi í gær. Stjórn knatt-
spyrnusambands Grikklands var
kosin í október í fyrra og risin er
deila milli hennar og ríkisstjórnar
landsins hvenær næst skuli kosið í
stjóm knattspyrnusambandsins.
Þegar síðasta kosning fór fram var
hægri ríkisstjórn við völd í Grikk-
landi, en síðan komust sósíalistar
til valda í landinu. Núverandi for-
ráðamenn knattspymusambandsins
vom hliðhollir hægri stjórn lands-
ins, og saka nú sósíalistastjórnina
um að reyna að bola þeim frá völd-
um.
„Verði þessi vandamál ekki leyst,
verður Grikkklandi ekki leyft að
taka þátt í heimsmeistarakeppn-
inni,“ sagði Blatter,
Grikkir sigraðu í undanriðli sín-
um, Rússar urðu í öðru sæti og
íslendingar í þriðja sæti. Það virðist
því líklegast að það verði landslið
Islands sem kæmi í stað Grikkja
leiki þeir ekki í Bandaríkjunum.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, hafði heyrt af málinu er Morg-
unblaðið ræddi við hann í gær, en
sagðist ekki hafa næga vitneskju
til að tjá sig um það.
Morgunblaðið/RAX
Hart var barist á Víkingsvellinum í gærkvöldi. Víkingar komu úr 1. deild í fyrra en HK úr 3. deild. Kópavogsliðið hafði
þó betur framan af, en heimamenn gerðu eina markið og fögnuðu sigri.
URSLIT
Knattspyrna
2. deild karla
Þróttur N. - Leiftur...............2:1
Sveinbjöm Hákonarson (2., 30.) - Einar
Einarsson (56.).
KA - Selfoss.......................2:0
Bjami Jónsson (24.), Þorvaldur Makan Sig-
bjömsson (90.)
Víkingur-HK........................1:0
Trausti Ómarsson (73. vítasp.)
ÞrótturR.-ÍR.......................3:1
Páll Einarsson (6., 47.), Ragnar Egilsson
(13.) - Halldór Hjartarson. (50.).
Grindavík - Fylkir.................2:2
Ingi Sigurðsson (50.), Ólafur Ingólfsson
(75.) - Finnur Kolbeinsson (86.), Þórður
Helgason (88.).
3. deild
Haukar - Dalvík....................2:2
ReynirS. - Höttur..................4:3
Gunnar Guðjónsson, Hilmar Hákonarson,
Bergur Eggertsson, Anthon Stissy — Kári
Hrafnkelsson 2, Jónatan Vilhjálmsson.
• Einn varnarmanna Reynis var rekinn af
velli eftir hálftima leik, er staðan var 2:1
fyrir Hött. Einum færri náðu þeir að knýja
fram sigur.
BÍ - Tindastóll....................2:2
Völsungur - Víðir.............. 2:2
Pjölnir - Skallagrímur.............3:1
Steinar Ingimundarson 2, Arnfinnur Jóns-
son — Valdimar Sigurðsson.
4. deild
A-riðill:
Afturelding- Snæfell...............8:1
C-riðill:
Magni - SM.........................2:0
Sverrir Heimisson 2.
JUDO / EM
Aftur tap
Vemharð Þorleifsson varð í 9.
sæti í opnum flokki á Evrópu-
meistaramótinu í júdó í Gdansk í
Póllandi í gær. Hann sat yfir í 1.
umferð og mótheijinn frá Portúgal
mætti ekki til ieiks í 2. umferð. í
þriðju umferð tapaði hann fyrir
Frakka og síðan gegn Ungveija í
uppreisnarglímu.
„Það vora um 25 manns í flokkn-
um og ég lenti í níunda sæti án
þess að sigra nokkum mann,“ sagði
Vernharð við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. „En að öllu gríni slepptu þá
er ljóst að ég verð að bæta líkam-
lega styrkinn til að eiga í þessa
sterku, stóru og þungu menn.“
Frábær
skemmtun
- erGrindavík og Fylkir gerðu iafntefli
HANDKNATTLEIKUR
Andrés Kríst-
jánsson þjálfar
Irsta í Svíþjóð
Greinilegt er að Grindavík og
Fylkir verða í baráttu um
efstu sætin í 2. deild í sumar, en
liðin gerðu 2:2 jafn-
Frímann tefli í Grindavík í
Ólafsson gærkvöldi og sýndu
skrífar mjög skemmtilegan
leik, opinn og vel
leikinn. Leikmenn sköpuðu sér
mörg marktækifæri, en markverð-
irnir sáu til þess að mörkin urðu
ekki fleiri.
Heimamenn voru sprækir framan
af, en Páll Guðmundsson varði vel
í marki Fylkis auk þess sem gestim-
ir björguðu einu sinni á línu. Um
miðjan hálfleikinn felldi Þorsteinn
Guðjónsson Ólaf Stígsson, en Hauk-
ur Bragason varði vítaspyrnu Finns
Kolbeinssonar.
Ingi Sigurðsson gerði fyrsta
markið, vippaði yfir Pál í byijun
seinni hálfleiks eftir að Grétar Ein-
arsson hafði skallað inn fyrir vörn
Fylkis og Ólafur Ingólfsson bætti
öðru marki við með glæsilegum
skalla eftir hornspyrnu Inga.
Heimamenn áttu seinni hálfleikinn,
en gegn gangi leiksins minnkaði
Finnur muninn undir lokin með
þrumuskoti af um 25 metra færi.
Tveimur minútum síðar skallaði
Þórður yfir Hauk, sem var of fram-
arlega eins og í fyrra markinu, og
jafnaði. Litlu jnunaði að Grétar
tryggði Grindavík sigur á síðustu
mínútu, þegar hann komst einn inn
fyrir vörn Fylkis, en hann skaut
framhjá.
Ingi var bestur hjá Grindvíking-
um og nýliðinn Sveinn Guðjónsson
kom á óvart. Páll Guðmundsson var
bestur Fylkismanna og Kristinn
Tómasson var sprækur.
ANDRÉS Kristjánsson hefur
verið ráðinn þjálfari sænska
úrvalsdeildarliðsins Irsta í
staðinn fyrir Claus Hállgren,
fyrrum landsliðsmarkvarðar
Svfa, sem sagði starfi sínu
lausu eftir að hafa fengið
óvænt tilboð um að gerast
landsliðsþjálfari karla og
kvenna hjá Bandaríkjamönn-
um. Andrés er annar íslending-
urinn, sem þjálfar lið í deild-
inni, en Þorbergur Aðalsteins-
son, landsliðsþjálfari, var þjálf-
ari Saab áður en hann kom
aftur heim.
Andrés býr í Eskilstuna, en Irsta
er í Vásterás og era um 40
km á milli. Hann þjálfaði 1. deildar-
lið kvenna hjá GUIF í Eskilstuna í
eitt ár og var síðan í tvö ár með
karlalið Katarineholm, en tók sér
frí frá þjálfun í vetur. Auk þess að
þjálfa og starfa hjá tölvufyrirtæki
hefur Andrés verið ábyrgur fyrir
menntun þjálfara á svaeðinu.
„Þetta var mjög óvænt," sagði
Andrés við Morgunblaðið. „Claus
Hállgren hefur verið með liðið í tvö
ár og er mjög virtur, en þegar hann
fór skyndilega bauð félagið mér
starfið og ég gerði tveggja ára
samning, en held jafnframt áfram
að vinna við tölvumar í hlutastarfí.
Liðið er á meðal fjögurra til fímm
bestu í deildinni og ég lít þetta sem
viðurkenningu á því sem ég hef
verið að gera.“
Irsta varð í sjöunda sæti á síð-
asta tímabili og Andrés sagðist
hefja undirbúninginn á fullu fyrir
næsta tímabil í júní.